Þjóðviljinn - 26.11.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.11.1980, Blaðsíða 3
Mi&vikudagur 26. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Landsfundur AB Stuðningur við baráttu- mál LMF Eftirfarandi ályktunartillaga var samþykkt einróma á lands- fundi Alþýðubandalagsins um helgina: „Landsfundur Alþýðubanda- lagsins, haldinn á Hótel Loft- leiðum 20.-23. nóv. 1980, lýsir yfir stuðningi sínum við það baráttu- mál Landssambands mennta- og fjölbrautarskólanema að laun starfsfólks mötuneyta fram- haldsskólanna verði að fullu greidd af hinu opinbera. Fundur- inn telur að þeir sem verða að sækja nám sitt um langa vegu beri ekki annan kostnað af mötu- neytum skóla sinna en hráefnis- kostnað.” Áskorun til rikis- stjórnarinnar: Skipulagt átak í mengunar- vörnum í ríkisverk- smiðjum Eftirfarandi ályktunartillaga var einróma samþykkt á lands- fundi Alþýðubandalagsins um helgina: „Landsfundur Alþýöubanda- lagsins 1980 skorar á rikisstjórn- ina aö gera sérstakt átak i mengunarvörnum i og við verk- smiðjur rikisins. Verði á næstu 5 árum unnið samkvæmt áætlun sem miði að því að fullkomnum tækjum til varnar loft-, vatns-, og hávaðamengun verði komið upp.” Eríndi Int Amnesty til athugunar Eins og fram hefur komið i fréttum hefur formaður Islands- deildar Amnesty International snúið sér til Dóms- og kirkju- málaráðuneytisins vegna máls Frakkans Patrick Gervasoni. Framangreint erindi er nú til athugunar i ráðuneytinu ásamt öðrum þáttum þessa máls, segir i fréttatilkynningu þaöan. Þrennt á Slysadeild Um kl. 2 i gær varð alvarlegur árekstur á Vesturlandsvegi, milli Höfðabakka og Ártúnshöfða. Virtist ökumaður annars bilsins hafa misst stjórn á honum með þeim afleiðingum, að hann fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti þar á aðvifandi bil. Þrennt var i bilnum og var það flutt á Slysadeild en mun furðu- litið hafa meiðst miðað við það, hvernig bilarnir voru útleiknir, báðir gjörónýtir. —mhg Frá Fiskiþingi, sem nú er haldið I 39. sinn. Fiskifélag tslands verður 70 ára 1 febrúar nk. — (Mynd:_ gel). Már Elísson fiskimálastjóri: Meiri bjartsýni um ástand þorsk- stofnsins en áður Gert er ráö fyrir að heildarafli þessa árs verði um eða yfir 1300 þúsund lestir eða rúmlega 300 þúsund lestum minni en á sl. ári. Gætir þar að öllu leyti minni loðnuafla. Telja má að botnfiskafli verði ívið meiri heldur en i fyrra eða nær 600 þús. lestir, en það er um 100 þúsund lestum meira en á árinu 1978. Þorskaflinn yfir 400 þús. lestir Þetta kom fram i ræðu Más Elissonar firskimálsstjóra við setningu Fiskiþings i fyrradag. Fiskimálastjóri sagði að ætla mætti að þorskaflinn verði yfir 400 þús. lestir, eða 40—50 þús. lestum meiri en árið 1979, þrátt fyrir strangari skóknartak- markanir en nokkru sinni fyrr. Þá er búist við nokkurri aukn- ingu á karfaafla. Á móti vegur nokkur samdráttur i ýsu- og ufsaafla. Mikla athygli hlýtur að vekja þessi aukning þorskafla þrátt fyrir takmarkanir, sagði fiski- málastjóri. Réði þar mestu, að afli á vetrarverðtið hefði verið betri en um margra ára skeið, bæði hjá bátum og togurum. Fiskigengd hafi verið rikulegri og ástand stofnsins betra en gert hafði verið ráð fyrir. Hér kæmi og til skjalanna útfærsla fiskveiðilögsögunnar og árang- ur þeirra ráðstafana sem gripið var til, svo sem stækkun möskva og lokun viðkvæmra smáfisksvæða. „Endurskoöaðir útreikningar fiskifræðinga gefa okkur og ástæðu til meiri bjart- sýni um ástand þorskstofnsins en oftast áður,” sagöi fiski- málastjóri. Þá mætti ekki held- ur gleyma þvi hvað við hefðum verið sérstaklega heppnir á siö- asta áratug hvað varðar hag- stætt klak og uppvöxt góöra þorskárganga. Skynsamleg sókn Fiskimálastjóri lagöi fram linurit, sem sýnir breytingar á heildarþorskafla á Islandsmiö- um frá aldamótum. Hann sagði að af linuritinu mætti draga þá ályktun, að aflatoppar, eins og mynduðust á fjórða og sjötta áratugnum, geti haft i för meö sér skarpa sveiflu niður á við. Þvi beri að foröast slikt sóknar- mynstur, en haga sókninni þannig að nýta góða árganga ekki að fullu, heldur láta þá að hluta bæta upp lélegri árganga. Slikt sóknarfyrirkomulag i botnlægar fisktegundir ætti i fyrsta lagi að tryggja jafnari afla milli ára og i öðru lagi að Már Elisson fiskimálastjóri: Mætum harðnandi samkeppni með betri rekstri og meiri gæð- um. leiða til betri afkomu fiskiskipa- stólsins. Forsenda þess væri aö sjálfsögðu sú, að stærð flotans og sóknarmáttur sé i samræmi við meðalafrakstur en ekki hámarksnýtingu góðra árganga eingöngu. Harðnandi samkeppni I ræðu Más Elissonar kom fram, að markaður fyrir sjávarafurðir var yfirleitt hag- stæður á árinu, þótt nokkurrar stöðnunar hafi gætt á freðfisk- markaði, m.a. vegna aukins framboðs frá okkur sjálfum svo og vegna meiri framboðs og harðnandi samkeppni annarra rikja, e.t.v. helst Kanada. Kanadamenn hyggjast nú auka þorskveiðar sinar úr 336 þúsund lestum á sl. ári i rúmlega 700 þús. lestir á árinu 1985. Þeir stefna að þvi að veiða þetta magn að mestu eða öllu leyti sjálfir. Þá eru uppi áætlanir um nokkra aflaaukningu i Norður- sjó og á hafsvæði Efnahags- bandalagsins öllu, bæöi á ýms- um botnfisktegundum og sild. Hins vegar er búist viö minni afla þorsks og ýsu i Barentshafi og við norsku ströndina. „Viö megum þvi enn vænta harðnandi samkeppni bæði á mörkuöum Evrópu og Banda- rikjanna,” sagði fiskimála- stjóri. „Að auki verðum við i mörgum tilfellum að keppa við þjóðir, sem ráða yfir miklu fjár- magni og hafa efni á að styrkja sjávarútveg sinn. Auk beinna styrkja til útvegs og fiskvinnslu þessara landa eru vextir niður- greiddir. I mörgum tilfellum eru vextir ekki nema 6—8% á óverðtryggð lán. Hvernig mæt- um við þessu? Likiega einungis með betri rekstri og aukinni framleiðni og umfram allt mikl- um gæðum. Siðast en ekki sist hljótum við að reyna að samein- ast um aðgeröir gegn verðbólg- unni.” —eös Álit fagfélagsins: Fræðslu- starfsemi í físk- iðnaði vanrækt Fiskiðn, fagfélag fiski&na&ar- ins, telur alla fræðslustarfsemi I þeirri atvinnugrein vera stórlega vanrækta og að það sé ein ástæ&an fyrir þvi hve höllum fæti viðstöndum nú á erlendum mörk- u&um. I ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Fiskiðnará Akureyri fyrr í þessum mánuði er vakin at- hygli á því ástandi sem skapast hefur i sambandi við tregan út- flutning á islenskum sjávaraf- urðum og stöðugt harðnandi sam- keppni Islendinga við stærri þjóð- ir sem reka rikisstyrktan fiskiðn- að. Um fræðslustarfsemina segir svo i ályktun Fiskiðnar: Skirasta dæmið um þessa van- rækslu er fiskvinnsluskólinn sem á samkvæmt lögum að gegna mikilvægu fræðsluhlutverki i fiskiðnaði. Allt frá þvi skólinn hóf starfsemi sina fyrir 9 árum hefur hann þurft að notast við ófull- nægjandi leiguhúsnæði viðs vegar á Stór-Reykjavikursvæðinu. Á tæpum áratug hafa aðeins út- skrifast 120 fiskiðnaðarmenn frá skólanum og i dag er meiri þörf fyrir sérmenntað fólk i fiskiðnað- inn en nokkru sinni fyrr. Fundurinn skoraöi á stjórnvöld að hlutast nú þegar til um byggingu skólahúsnæðis íyrir Fiskvinnsluskólann sem búið verði fullkomnum vélum og tækjum fyrir verklega og bóklega kennslu. Að lokum segir, að iund- urinn telji bestu fjárfest- ingu, sem hægt er að gera i fisk- iðnaði i dag að stórauka fræðslu- starfsemi. —vh Almennur borgara- fundur ungkrata: Vilmundur og Guðmundur J. um vinnu- loggjofína Verkalýðsinálanefnd Félags ungra jafnaðarmanna i Reykja- vik gengst þann 1. desember n.k. fyrir almennum borgarafundi um vinnulöggjöfina og breytingar á henni. Fundurinn hefst kl 20:30 aö llótel Esju og frummælendur verða þeir Vilmundur Gylfason og Guðmundur J. Guðmundsson, en fundarstjóri verður Bjarni F. Magnússon. Hér er á ferðinni málefni er tengist mjög þeirri umræðu, sem fram hefur farið að undanförnu, um stéttarfélög, starfsgreina- félög og atvinnuiýbræði. Segjaet fundarboðendur að heitt verði i kolunum i umræðu fundarins um þessi efni, þar eð menn eru sjaldnast sammála um jafnstórt mál og hér er á ferðinni. Með gætni skal um götur aka yUMFEROAR RÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.