Þjóðviljinn - 26.11.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.11.1980, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 26. nóvember 1980. Ásmundur og Karl sigruðu Ásmundur Pálsson og Karl Sigurhjartarson urðu Reykjavíkurmeist- arar í tvímenning 1980. Þeir sigruðu með geysi- legum yfirburðum í mótinu, sem lauk á sunnudagsnótt. Þeir tóku þegar forystuna i byrjun mótsins og aðeins i einni eða tveimur umferðum gáfu þeir hana eftir. Gangur mótsins var þessi: Er 8 umferðum var lokið: Asmundur — Karl 130 Guðmundur — Sævar 71 Steinberg — Tryggvi 65 Sturla — Sigurður 61 Er 12 umferðum var lokið: Guðmundur — Sævar 124 Asmundur —Karl 121 Guðlaugur — örn 85 Guðmundur Páll — Sverrir 81 Er 18 umferðum (2/3) var lokið: Ásmundur — Karl 188 Guömundur — Sævar 135 Guðm.Páll —Sverrir 127 Guðlaugur — Orn 97 Jón — Simon 91 Er 20 umferðum var lokið: Ásmundur — Karl 246 Jón — Simon 124 Guðmundur — Sævar 103 Guðm. Páll — Sverrir 91 Þarna var nokkuð sýnt, að tit- illinn var þeirra. En litum á framhaldið, eftir 25 umferðir: Asmundur —Karl 300 Guðmundur —Sævar 168 Guðm. Páll — Sverir 125 Jón — Simon 120 Og úr'slit mótsins eftir 27 umferðir urðu: 1. Asmundur Pálsson — Karl Sigurhj. 1739 (335) 2. Guðm. Hermannss. — Sævar Þorbjörnss. 1609 (205) 3. Jón Asbjörnss. — Simon Sinonars. 1563 (159) 4. Guðm. P. Arnarson — Sverrir Arm. 1561 (157) 5. Jón Baldursson — Valur Sigurðss. 1472 ( 68) 6. Páll Valdimarss. — Eirikur Jónss. 1468 ( 64) 7. Sturla Geirsson — Sigurður Vilhjálmss.1462 (58) 8. Björn Eystemss. — ÞorgeirP. Eyj. 1452 ( 48) 9. Hjalti Eliasson — Þórir Sigurðsson 1444 ( 40) Asmundur Pálsson og Karl Sigurhjartarson. Nýbakaðir Reykja- vikurmeistarar I Bridge. Umsjón: Ólafur Lárusson 10. Hannes R. Jónsson — Lárus Herm. 1442 ( 38) 11. Guðlaugur R. Jóh. — örn Arnþórss. 1442 ( 38) Óhætt er að segja að yfir- burðir Ásmundar og Karls voru geysilegir, enda báðir tveir gamalreyndir i spilinu. Þetta er fyrsta árið sem þeir spila saman og árangurinn vekur ýmsar spurningar, hvort ekki sé timabært fyrir „toppinn” að reyna fyrir sér með nýjum makkerum. Fyrsta árið gæti alltént orðið gott... Til hamingju með sigurinn, Asmundur og Karl. Góöur keppnisstjóri var Agnar Jörgensson, en um út- reikning sá hin gamla kempa, Vilhjálmur Sigurðsson. Ráöstefna vinstri andstöðu í verkalýðshreyfingunni: Óheíllaþróun sem snúa verdur viö Jóhanna Egilsdóttir segir frá Setberg hefur sent frá sér bókina „99 ár” eftir Gylfa Grön- dal. Hér segir Jóhanna Egils- dóttir ævisögu sina, sem spannar nærri heiia öld. Þessi óvenjulega bók er hvort tveggja i senn: persónusaga vinnumanns og vinnukonu, sem komu fótgangandi til Reykja- vikur árið 1903 og byrjuðu að búa með tvær hendur tómar, og sagan af fyrstu baráttuárum verkalýðs- ins, þegar fátæk alþýða reis upp og krafðist bættra lifskjara. 1 bókinni er jafnframt lýst mörgum þjóðkunnum mönnum og konum: Jóni Baldvinssyni, Ólafi Friðrikssyni, Haraldi Guðmundssyni, Ólaíi Thors, Héðni Valdimarssyni, Brieti Bjarnhéðinsdóttur, Jóninu Jónatansdóttur, Jóni Ólafssyni bankastjóra, Jóni Axel Péturs- syni, Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni og fleirum. Jóhanna Egilsdóttir er ennþá kvik I hreyfingum og hnyttin I til- svörum, enda þótt hún hafi lifað nærri heila öld. Jóhanna Egils- dóttir varð 99 ára i gær. Bókin „99 ár” er 185 blaðsiður auk fjölda mynda. Helgina 22.—23. nóv. var haldin ráðstefna vinstri andstöðunnar I verkalýðshrey fingunni. Þar mætti til skrafs og ráðagerða margt áhugafólk um verkalýðs- jnál. A ráðstefnunni voru rædd starfsemi og stefna verkalýðs- hreyfingarinnar, málefni ASÍ-þings og framhalds starfsins. ihópnum, sem kaus að nefna sig STÉTTABARATTUHÖPINN, var kosin 9 manna hefnd til að hefja útgáfu fréttabréfs og undirbúa aðra ráðstefnu um svipað leyti og kjaramálaráðstefna ASl verður I vor. Á ráðstefnunni var gerö eftir- farandi samþykkt. Yfirlýsing frá ráðstefnu Stéttabaráttuhópsins Verkalýðshreyíingin hefur verið á undanhaldi s.l. 3 ár. Hvað eftir annað hala hagsmunir verkafólks lotið i lægra haldi fyrir sameiginlegum aðgeröum rikis- valds og atvinnurekenda. Kaupmætti launa hefur hrakaö. Enn sárara veröur þetta undan- hald þegar haft er i huga hversu langt er i það að dagvinnutekjur nægi til framfærslu. Si'ðustu samningar gerðu vart meira en að ná upp kjara- skerðingunni áriö á undan. En verkalýðshreyfingin situr áfram uppi með Ólafslögin og þau nægja til þess að kjarabætur þessara samninga verða uppétnar á einu ári. En það er hætta á að þetta gerist ennþá fyrr. Undanhald án baráttu leiðir einungis til aukins sjálftrausts og nýrrar sóknar at- vinnurekenda og rikisvalds á hendur verkafólki. Orsaka undanhaldsins er fyrst og fremst að leita innan verka- lýðshreyfingarinnar sjálfrar, til þeirrar stefnu, að samábyrgð með auðvaldinu er sett i stað baráttu sem eingöngu grund- vallast á hagsmunum verka- fólksins sjálfs. Þessi stefna og undanhaldið sem hlýtur að koma i kjölíarið hefur skapað vantrú verkafólks á möguleikum verkalýðssamtak- anna og dvinandi áhuga á starfi i þeim. Þessari óheillaþróun verður að snúa við. Til þss verður að vinna nýrri stefnu íylgi innan hreyfingarinnar. Meginatriði hennar eru: 1. Að verkalýðshreyfingin hætti að taka tillit til hagsmuna at- vinnurekenda, en móti stefnu sina alfarið út frá hagsmunum alþýðuheimilanna og styrk eigin samtakamáttar. 2. Að starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar verði óháð rikisvaldinu. 3. Að virku lýöræði verði komið á i hreyfingunni sem feli i sér stöðuga þátttöku verkafólks i mótun baráttunnar og skapaðir möguleikar til þess að verka- fólk geti haft stöðugt eftirlit með gerðum forystu sinnar. En það er ekki nóg aö segja þetta. Þeir sem vilja nýsköpun hreyfingarinnar i þessa átt þurfa að taka höndum saman og skipu- leggja sig til sameiginlegs átaks. Ekki bara með yíirlýsingum og ályktunum heldur með sam- ræmdu starfi i félögunum og á vinnustöðum. Þátttakendur á ráðsteínunni setja sér þaðmarkmið á næstunni að vinna að tengslum og sam- starfi meðal þeirra sem þessa stefnu hafa. Það eru llkur á þvi að atvinnu- rekendur og rikisvald stefni að nýjum árásum á kjör verkafólks á næstu mánuðum. Þetta kallar á andstöðuöflin að hefjast þegar handa að skipuleggja sig. Þátttakendur á ráðstefnunni haja opið hús kl. 20:30 mánu- dags-, þriðjudags- og miðviku- dagskvöld n.k. að Hallveigar- stöðum á horni Túngötu og Garðastrætis, meðan þing ASI stendur yfir. Þar veröur rætt um þau mál sem á dagskrá þingsins eru og lagt á ráðin. Við tiJkynnum aðsetursskipti og nýtt símanúmcr: 8 59 55 OH Mcö stórbættri aðstöðu gctum við boðið stórbættabjónustu,því cnn höfum við harðsnúið lið,scm brcgður skjótt við! Nú Parf enginn að bíða lengi eftir viðgeröamanninum. t>ú hrinair og hann er kominn ska innan skamms. Einnig önnumst vió nýlagnir og gerum tilboð. ef óskao er. %•* RAFAFL Iramleiðslusamvinnu- lélag iönaöarmanna SMIÐSHÖFÐA 6 - SlMl: 8 59 55 Auglýsingar í símaskrá 1981 Eyðublöð fyrir auglýsingapöntun ásamt upplýsingum um verð og fyrirkomulag auglýsinga i simaskrá 1981, hafa verið send flestum fyrirtækjum landsins. Aug- lýsendur i siðustu simaskrá, sem óska að hafa auglýsingar sinar óbreyttar i sima- skrá 1981, þurfa að leggja inn nýja pöntun, annars verða auglýsingarnar ekki endur- teknar. Frestur er til að panta auglýs- ingar til 1. desember n.k. Nánari upplýsingar i sima 29140 og á Póst- og simstöðvunum. SÍMASKRA—AUGLÝSINGAR, sími 29140, pósthólf 311, 121 Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.