Þjóðviljinn - 26.11.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.11.1980, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 26. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 SVÖLURNAR — félag fyrrverandi og núverandi fiugfreyja, erunú þessa dagana aöselja jólakorttil styrktar starfsemi sinni, en ágóðinn af sölunni rennur allur til liknarmála. Jólakortin I ár eru með nýstárlegu sniði, gerð úr rauðum pappa en hvit að innan með mynd af jólarós. Þau eru þríbrotin, lokast með gylltu innsigli, sem á er prentað félagsmerki Sval- anna, og er gert ráð fyrir að utanáskrift sé sett beint á rauðan pappann, og eru umslög þvi óþörf. SVÖLURNAR eru um þessar mundir að afhenda námsstyrki til handa kennurum og öðrum leiðbeinendum vangefinna og málhaltra, og verja til þess í ár 2,5 milljónum króna. Næsta við- fangsefni félagsins á sviði liknarmála verður að kaupa hjálpar- tæki fyrir algerlega hreyfihamlað fólk til nota á Grensásdeild Bo rgarsjúkrahússins. Fjölskyldan i frjálsu samfélagi Landssamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt, félag sjálfstæðis- kvenna I Reykjavik, hafa gefiö út bókina „Fjölskyldan i frjálsu samfélagi.” Bókin kom út hinn 24. okt sl. þegar fimm á voru liðin frá kvennaverkfallinu. 1 bókinni eru greinar um flesta þá þætti sem snerta fjölskyld- una og eru þær eftir 24 höfunda bæði karla og konur sem „eiga það sameiginlegt að vera sjálfstæðismenn og vilja stuöla aö eftirsóknarverðri framtið á Islandi, — þjóðfélagi, sem reist er á frelsi einstaklingsins til orða og athafna, án óþarfa afskipta rikisins” segir i fréttatilkynningu frá þeim sjálfstæðiskonum. Tilgangur útgefenda er að koma af stað umræðum um málefni fjölskyldunnar sem leiði af sér markvissa stefnumörkun í þessum málum. Frœðslufundur um Eþiópiu A morgun fimmtudag, mun Kristilegt stúdentafélag, K.S.F. halda fræ&slufund I stofu 201 i Arnagaröi. Fræðsiufundurinn hefst kl. 17.15 og fjallað verður um efnið „Byltingin f Eþfópiu — kristniboð”. Kristniboðarnir Helgi Hróbjartsson og Jónas Þórisson, sem báðir störfuðu i Eþiópiu og þvi nákunnugir aðstæðum, flytja framsöguerindi. A eftir verða umræður og fyrirspurnir. Allir eru velkomnir. Svölurnar selja jólakort Gitartónleikar i Bústaðakirkju Pétur Jónasson heldur gitartónleika i Bústaðakirkju i kvöld kl. 20.30. Pétur hóf gitarnám við Tón- listarskólann i Görðum niu ára að aldri og var kennari hans Eyþór Þorláksson. Vorið 1976 lauk hann einleikaraprófi frá sama skóla og burtfarar- prófi ári siðar. Haustið 1978 hóf Pétur framhaldsnám við hinn þekkta gitarskóla Estudio de Arte Guitarristico i Mexicoborg og var einkakenn- ari hans argentinski gitar- leikarinn Manuel López Ramos. Burtfararprófi lauk hann i ágúst 1980. Þumalina flytur búferlum Barnafataverslunin Þumalfna erflutt að Leifsgötu 32 og býður sem fyrr upp á flest það sem börn þurfa á að halda. Auk þess selur verslunin snyrtivörur sem unnar eru úr jurtum og jurta- olium,en jurtirnar eru ræktaðar á lifrænan hátt. Verslunarstjóri iÞumalinuer Friða Jónsdóttir, sem þarnaer viðafgreiöslu. Öjl gegn ölvunarakstri Nokkur félagasamtök og stofnanir hér á landi hafa tek- ið saman höndum undir sam- heitinu „öfl gegn ölvunar- akstri” um að koma á fram- færi og vekja athygli á stað- reyndum um ölvun við akstur, sem er vaxandi vandmái i um- ferðinni. Nægir a& minna á, aö á árinu 1979 voru 2609 menn teknir fyrir ölvun við akstur. Af þessu tilefni hafa Umferöarráö og Afengis- varnarráð látið prenta vegg spjald og bækling, sem ung- templarar og lögreglumenn munu dreifa & Stór-Reykja- vikursvæðinu, en Slysa- varnarfélagið annarsstaöar á landinu. Bæklingurinn á ekki sist erindi til ungs fólks, og er eintakafjöldi nægur til dreif- ingar meðal allra nemenda á aldrinum 17—20 ára. Skóla- stjórum er sérstakleg bent á að panta þessa bæklinga hjá Umferðaráði. —ih Pétur Jónasson — nýkominn frá námi I Mexikó A efnisskránni eru verk eftir Luys de Narvaéz, Manuel M. Ponce, Johann Sebastian Bach, William Walton, Heitor Villa-Lobos og Isaac Albéniz. Egill ólafsson t.v. I hlut- Glámur og Grettir horfast I augu fyrir gUmuna, miklu verki Gláms og Kjartan Ragnarsson sem Grettin. Leikfélag Reykjavikur sýnir SÖNGLEIKINN GRETTI eftir ólaf Hauk Slmonarson og Þórarinn Eldjárn Leikstjóri: Stefán Baldursson Tónlist: Hinn isienski Þursaflokkur Dansstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Það er rétt að játa það strax að ég hef ævinlega haft heldur daufan smekk fyrir söngleikjum og aldrei getað fengið það al- mennilega í höfuðið að ameriska músfkalið sé eins ágæt listgrein og af er látið. Einkum á þetta við hin alvörugefnari og dramatisk- ari verk þessarar tegundar. Það sem mér þótti eiginlega langbest við Gretti var að 'þetta var eigin- lega allt i gamni. Og sýningin er tvlmælalaust nógu fjörug, kraft- mikil og fyndin til þess að veita ágæta skemmtun. Grettir segir sögu af vandræða- unglingi úr Breiðholtinu sem verður stórstjarna i sjónvarpinu. Söguþráðurinn er að visu ansi tætingslegur, en textinn er upp- fullur af allskyns innskotum, uppákomum og tilfallandi skemmtilegheitum sem halda sýningunni gangandi og breiða ágætlega yfir götin i sjálfri aðal- sögunni, sem er dálitið vand- ræðaleg á köflum, einkum framan af, en í seinni hlutanum tekst að beina henni i dálitið skemmtilegan farveg kringum dramatískan hápunkt verksins, glimu Grettis við s’jónvarps- drauginn Glám, sem hann getur að vlsu sigrast á likamlega en ekki á hugmyndinni. Og snjöll er súhugdetta að augu Gláms breyt- ,ast i linsur myndavélanna og of- sækja Gretti þannig að sjón- varpsferli hans er þar með sjálf- krafa lokið. En sýningin lifir meira á ein- stökum snjöllum atriðum og hug- dettum en samhangandi sögu- þræði eða framvindu. Og mörg atriðin eru óvenjulegu fyndin, t.d. nektrarsena Grettis og apa- mennska föður hans. Það vantar hins vegar bæði I textann og uppsetninguna þá stefnufestu og samþjöppun sem hefði getað gert verulega heilsteypt verk úr þess- um efnivið. Sýningin er einnig nokkuð hrjáð af þeim sjúkdómi sem alltof oft herjar á íslenskt leikhús — hún er of löng. Ég er viss um að það mætti stórlega bæta hana með niðurskurði um svona 20 minútur. En það er eins og niðurskuröur sé ekki sterkasta hlið islensks lista- folks. Þegar það hefur einu sinni sett eitthvað á blað eða svið er þvi oftast ákaflega sárt um að sjá af þvi aftur. Grettir er viðamikil, flókin og mannmörg sýning og það hefur ekki verið neitt áhlaupaverk að koma öllum þáttum hennar heim og saman, einkum við erfiðar æf- ingaraöstæöur I Austurbæjarbiói. Stefáni Baldurssyni hefur tekist nokkuð vel að fá heillegan svip á sýninguna og nýtur þar dyggi- legrar aðstoðar Steinþórs, sem hefur gert alveg sérlega hagan- lega leikmynd, og Þórhildar Þor- leifsdóttur sem hefur séð um dansinn. Að visu þótti mér dans- inn heldur fyrirferðarmikill i sýn- ingunni og þótti sem hann stund- um dræpi fremur á dreif áhrifum hennar en hann bætti við þau. Það var lika alltof augljóst að dansar- arnir eru ekki atvinnufólk i þess- ari grein. Það er mikið á Hinn islenska þursaflokk lagt að semja og flytja tónlist til að halda þetta langri sýningu gangandi, og reyndar endist þeim ekki innblástur til að halda uppi fjölbreytni og tilbreyt- ingu i tónlist sinni allan timann. Mörg lögin eru einhæf og hvert öðru keimlik. En það er mikill kraftur i þursunum og flutningur þeirra er hafinn yfir mina gagn- rýni. Þeir halda uppi dampinum allan timann, þeir eru ekki of háværir og mörg laganna eru verulega snjöll og hugmyndarik. Hlutur leikara er yfirleitt mjög góður. Kjartan Ragnarsson fer algerlega á kostum í titilhlut- verkinu, enda er hann eins og skapaður I hlutverkið. Sviðs- persóna Kjartans er þannig, að honum lætur mjög vel að leika einfeldningslegar persónur, stór börn (sbr. minnisverð hlutverk hans í Hjálp og Selurinn hefur mannsaugu) og hér nýtist honum sú mikla llkamlega tækni sem hann hefur yfir að ráða til hins ýtrasta. Aðrir standa honum litt að baki. Jón Sigurbjörnsson er óborgan- lega fyndinn I hlutverki föðurins sem fær vinnu sem api i Sædýra- safninu og kann svo vel við sig i hlutverkinu að hann gengur al- gerlega inn i það. Jón kann greinilega svo vel við sig i hlut- verkinu að mann fer jafnvel að gruna að rennilásinn sé í raun og veru horfinn. Auk þess er Jón listagóður söngvari. Hanna María Karlsdóttir er leikkona sem ævinlega er mér til gleði vegna hnitmiðunar i hreyf- ingatækni og sérkennilegrar kimnigáfu. Hvort tveggja nýtist henni til fullnustu i hlutverki Gullauga og mér fannst einleiks- atriði hennar það besta i sýning- unni. Fleiri eiga lof skilið. Sigurveig Jónsdóttir og Harald G. Haralds- son voru traust bæði i leik og söng, einkum var söngur Haralds skemmtilegur, eins og hans er von og visa. Egill Olafsson olli heldur engum vonbrigöum i hlut- verki Gláms — það er einhver frumkraftur i þeim manni sem heillar áhorfandann algerlega. Sverrir Hólmarsson Þjóðviljann vantar blaðbera í þessi hverfi frá 1. des. nk. Sæból Rauðalalækur — Tjarnarból Bugðulækur Bergstaðastræti Laufásvegur Þið munið eftir lu% vetrarálaginu? DIOOVIUINN Siðumúla 6 S. 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.