Þjóðviljinn - 26.11.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.11.1980, Blaðsíða 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. nóvember 1980. NOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis (Jtgefandi: Olgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ó'rfsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson. Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Iþróttafréttamaöur: Ingóifur Hannesson. (Jtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgr.eiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Sigurðardóttir. Sbnavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. L'tkevrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. ASÍ-þing og alþjóðleg viðhorf #Þrítugasta og fjórða þing Alþýðusambands íslands situr nú að störf um og óskar Þjóðvil jinn því velfarnaðar. Efnahags-og kjaramál verða að venju fyrirferðarmest á þinginu auk þess sem samstarf pólitískra af la innan ASÍ og kjör nýrrar forystu er mjög í sviðsljósinu. •Ekki ætlar Þjóðviljinn sér þá dul að fara á undan þingi verkalýðshreyf ingarinnar með s'pádóma um niður- stöður í þessum efnum. Og hversu mikilsverð sem þessi dagskrármál kunna að sýnast á líðandi stund er þó enn þýðingarmeira að ASI-þingið glöggvi afstöðu sína til al- þjóðlegra viðhorfa, sem snerta munu alla alþýðu manna á íslandi næstu ár og áratugi. • Engum dylst að almenn auðlindakreppa, olíuþurrð og aukin samkeppni um auðlindir jarðar mun setja svip sinn á heimsmálin og lífskjör almennings í fyrirsjáan- legri framtíð. Tími hins öra hagvaxtar með tiltölulega góðu svigrúmi til almennra kauphækkana og auðfeng- inna félagslegra umbóta er liðinn víðast í hinum ríka og iðnvædda hluta heims. Hagvaxtarstöðunun meðþrálátri verðbólgu og hrikalegu atvinnuleysi gæti orðið við- varandi i f jölmörgum ríkjum, sem við höfum náin sam- skipti við. Ekki er nokkur ástæða til annars en að ætla að þessi þróun muni marka spor i islensku ef nahagslif i. Islendingar hafa þó sérstöðu og möguleika þar sem er vatnsorkan og jarðvarminn> og iðnþróun er hér ekki eins langt fram gengin og víða annarsstaðar. • örtölvubyltingin mun væntanlega gjörbreyta íslensku atvinnulíf i á næstu tveimur áratugum. Hin nýja tækni hefur ekki verið rædd itarlega í verkalýðshreyf- ingunni og þar er mikið verk sem vinna þarf upp á skömmum tíma. Samtök verkafólks geta ráðið úrslitum um það hvort hún mun breyta þjóðlíf inu til góðs eða ills. Hún býður upp á styttingu vinnutímans, auknar frí- stundir og bætt lífskjör, ef rétt er að staðið. En kunni verkalýðshreyfingin ekki rétt viðbrögð við breytinga- skeiðinu boðar nýja tæknin stórfellt atvinnuleysi, harðn- andi stéttaátök — og innbyrðis strið milli launafólks og atvinnuleysingja. • Vinna handa öllum vinnufúsum höndum hlýtur áfram að vera kjörorð verkalýðshreyfingarinnar. Inn- reið nýrrar tækni í atvinnulíf ið má ekki verða til þess að einstakar starfsgreinar loki að sér, einoki atvinnumögu- leika og geri vinnuna að forréttindum. Bryddað hefur á þróun sem þessari í rikjum þar sem nýja tæknin er tekin upp og mikið atvinnuleysi er fyrir. í þessu sambandi hlýtur ASl alvarlega að íhuga það hvort ekki sé orðið tímabært að leggja áherslu á það stefnumið sam- bandsins, að gera vinnustaðinn að grunneiningu í skipu- lagi þess. Gamlar hefðir og gömul form mega ekki verða til þess að verkalýðshreyfingunni reynist um megn að svara kröfum nýrra tíma. • „ Heimur allur stendur í æ ríkari mæli f rammi f yrir vandamálum, sem varða heill alls mannkyns og allra manna", segir m.a. í stefnuskrárdrögum ASÍ, sem sam- þykkt voru á 33. þingi þess. Þar er réttiiega bent á nauð- syn aukins alþjóðasamstarfs verkalýðsins „vegna þess að við lifum í heimi þar sem einangrun er útilokuð". Ofurvald auðhringa, sem m.a. teygja klær sínar út til íslands, og stóraukinn vígbúnaður stórveldanna með vaxandi hættu á kjarnorkuvopnaátökum í Evrópu eru málefni sem Alþýðusamband íslands hlýtur að láta sig varða, eitt sér og á vettvangi alþjóðasamtaka. • í þessu sambandi er athyglisvert að sex formenn landssambanda innan norska alþýðusambandsins, með um helming félagsmanna þess á bak við sig, hafa kvatt sér hljóðs í Noregi og krafist gagnrýnnar umræðu um varnar- og öryggisstefnu þar í landi. Þeir hafa m.a. hafnað auknum umsvifum Bandaríkjahers i Noregi. Hvað gerir ASÍ? —ekh klíppt Aö skapa nýjar þaijir - Það er skrifuð greini blaö. Höfundurinn erm.a. að tala um „alla þá mörgu aðila sem lifa á þvi að skapa nýjar þarfir hjá okkur, til þess að geta síðan matað krók sinn á þvi að upp- fylla þær. Þegar markaðurinn með gömlu þarfirnar svo fer að mettast, þá er bara að breyta til, skapa nýjar þarfir.... Og ekki styttist listinn þegar við verðum eldri. Nú verða það hlutir eins og litasjónvarp, bill, ibúð, hillusamstæður, sólar- landaferð, nýr og betri bill, nýtt sófasett, stærri ibúð, stærri bill, betri bila”. Þvi þeirraer rikið — hvað sem gagnrýnandi prestar segja, eða þá gáfumannafélagið skelfilega. Þegar talið berst að Alþýðu- bandalaginu gefast stjórnmála- skrifarar Morgunblaðsins alveg upp á þvi að tengja saman hugsanir eða hugsanabrot. Heldur hlamma þeir sér niður i pytti undirmeðvitundarinnar og ausa upp þaðan nokkrum galdraformúlum sem þeir siðan þylja i sibylju i hina sæla tima- leysi sem gerir ráð fyrir þvi, að McCarthy sé enn hvitur engill frelsisins i guðs eigin landi, Bandarikjunum. Þessi galdratrú kemur glæsi- lega fram i leiðara blaðsins i gær, sem heitir „Andi Stalins stjórnar Alþýðubandalaginu”. Kristindóm-; 11 *- urinn* Andi Stalíns stjómar Alþýðubandntagmu A rftaki Knmmi'ini- Reagan opft.. Kendt forsker frygter McCarthy- iotiaV fnrfolirelse af einbýlishús, ný húsgögn, inn- kaupaferð til London osfrv.. Þannig magnast þetta stig af stigi. Stöðugt nýjar þarfir nýjar kröfur. Og allt kostar þetta pen- inga, peningarnir leysa allan vanda þaö þarf mikla vinnu, aukavinnu á kvöldin og um • helgar. Allir verða þreyttir og I stressaðir....” Hverslags erþetta Hvað er hér á sevði? Er þetta einhver úr menntakomma- félaginu sem er að niða niður markaðsþjóöfélagið? Er þetta einhver laumukomminn að koma höggi á verslunina? Vill maðurinn kannski eymd hér og volæðiog enginn megi eiga neitt eins og í Rússlandi? Svo gætu margir spurt og hafa spurt, þegar þeir hafa heyrt ádrepur af þessu tagi. En hitt er svo annaö mál að þeir fara höfundavillt: þetta er úr grein eftir Gísla Jónasson skólaprest, sem birtist i Vegurinn, kristi- legu skólablaði, sem fyrir skömmu var dreift til skóla- barna. Og niðurstaða höfundar . er að sjálfsögðu sú, aö menn eigi aö snúa huganum frá „timan- legum gæðum” og til Krists. En i þessu sama kristilega skólablaöi kemur það lfka afar skýrt fram,hve marga kosta völ þeir eiga, sem „mata krókinn” á þvi' að „skapa nýjar þarfir”. Þvi það er einmitt eitt af mark- aðslögmálunum, aö blaðið Veg- urinn hefði liklega ekki getað komið út nema meö drjúgum skammti af auglýsingum frá þeim — þ.á.m. um „nýja og Hann er settur saman ú glósum af þessari tegund hér: „Svavar Gestsson... var ráö- inn til Þjóöviljans á sinum tima sem fulltrúi rétttrúaða kommúnistahópsins i Reykja- vik.. Varaformaður með Svavari Gestssyni er Kjartan Ölafsson, ritstjóri Þjóðviljans, sem var á sinum tima fram- kvæmdastjóri Sósialistafélags Reykjavikur, virkis hins komm- úniska rétttrúanðar innan Alþýðubandalagsins... Nú er leiðsögn Alþýðubandalagsins komin i hendur þeirra manna sem aldrei hafa efast um að hin „rétta leið” er heimskomm- unisminn og handhafar hans sitja i Moskvu”. Fyrir skömmu.. Þessu bulli er að sjálfsögðu ekki hægt að^svara, nema kannski með þvi einu, að minna á fróölega staðreynd: ekki eru margir mánuðir liðnir siðan þessir sömu stjórnmálatúlkarar voru allir á hjólum i kring um þá hugmynd hve skynsamlegt það væri að Sjálfstæðisflokkur- inn gengi til stjórnarsamvinnu viö Alþýðubandalagiö. Astæðan fyrir þvi sálarástandi sem leiö- arinn um anda Stalins lýsir er að nokkru leyti tengt þvi, að þetta gekk ekki eftir — heldur fór hiuti Sjálfstæðisflokksins i stjórn meö þeim sérstæöa vinstrikrataflokki Alþýðu- bandalaginu — og þá kom upp hin nýja nauðsyn, aö sýna fram á að andstæðingar Geirsarms ins væru að herleiöa landið undir Rússa. Hugskeyti frá Reagan I annan stað var ekki aö ástæðulausu á það minnt, að Morgunblaðsstrákar láta nú eins og MacCarthy væri i fullu fjöri. Þeir vita að nýr forseti er i Bandarikjunum, og hafa látið uppi mikla hrifningu á honum og móögast herfilega þegar hann er kallaður „kúrekinn i Hvita húsinu”, eins og blöð um viðan heim hafa verið að skemmta sér við. Morgunblaös- strákum finnst slikt tal meiri- háttar guðlast. Og þeir vita lika, að styttra er á milli MacCarthysmans og Reagans en flestra annarra forseta. íhaldssöm rannsóknamiðstöð bandarisk, The Heritage Foundaton, hefur nýverið sent frá sér skýrslu, sem einn af helstu ráðgjöfum Reagans, Ed- win Meese, hefur tekið með mikilli velþóknun. Þar er lagt tii að bandariskar leyniþjónustur fái að leika lausari hala en þær hafa nú um hrið fengið. Þar er mælt með þvi að beita i auknum mæli simahlerunum, opnun pósts og svo þvi ráði aö senda agenta inn i grunsamleg sam- tök. Skýrslan telur að innra öryggi Bandarikjanna sé ógnað og vill svara þvi bæði með ónafngreindum lögregluaðgerö- um og svo með þvi að endur- reisa „óamerisku” nefndina hans McCarthys. öllu þessu afli á aö beita gegn ýmiskonar sam- tökum vinstrisinna, en einnig gegn þeim sem gagnrýna bandariska herinn og stefnu Bandarikjanna i kjarnorkumál- um! Vel í stakk búnir Til er i Washington vinstri- sinnuð rannsóknastofnun IPS, Stofnun um pólitiskar rannsóknir. Stofnandi hennar, Richard Barnet, hefur nýlega látið svo um mælt, að eftir þær kosningar sem nú eru nýlega af- staönar sé mjög liklegt að við taki ný bylgja ofsókna á hendur frjálslyndum mönnum og vinstrisinnum i Bandarikjunum i anda McCarthys — þvi ,,ef menn ætla sér að halda uppi dýrkeyptu vigbúnaðarkapp- hlaupi þá hafa menn aftur þörf fyrir „innri óvini” til að skapa það rétta móðursýkisandrúms- loft”, segir Barnet. Reaganhefur áður lýst stuðn- ingi viö ýmsar þær hugmyndir sem The Heritage Foundation hefur borið fram. Allt þetta vita Morgunblaös- strákar að sjálfsögðu — og búa sig i stakka eftir þvi. Sumir þeirra eru meira aö segja ný- komnir heim úr ferð „áhuga- manna um bandarisk stjórn- mál” þar heimsóttu þeir gamlan og nýjan læriföður sinn, Richard Nixon, og hlýddu á ráð hans með aðdáun. Nixon þessi vakti snemma á sér athygli i stjórnmálum sem einn af helstu dátum McCarthys i þeirri ofsóknaherferð sem sæmilegir Bandarikjamenn minnast enn i dag með viðbjóði. —áb. •9 skorio I SK li Salómon svarti stangar enn! Salómon svarti eftir Hjört Gislason kom fyrst út árið 1960, náöi þá miklum vinsældum og seldist upp. Bókin hefur nú verið endurprentuö. Bókina má hik- laust telja i hópi meö sigildum barnabókum fyrir islensk börn, hún er skrifuð á kjarngóðu máli og efni hennar höfðar til allra aldurshópa. Salómon svarti er lambhrútur sem Skúli i Smiðjubæ á. Hann fann móður lambsins dauða úti i móa, en lambiö lifði og varð heimaalningur i Smiðjubæ. Þeir Fii og Fói, tviburabræður sem búa hjá afa sinum og ömmu i Smiðjubæ, taka miklu ástfóstri viö Salómon svarta og saman lenda félagarnir þrir i mörgum skemmtilegum ævintýrum. Bókin er 117 blaðsiður með stóru letri, og hana prýða fjöldi teikninga eftir Halldót Pétursson. Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.