Þjóðviljinn - 26.11.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.11.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 26. nóvember 1980. Iðnaðarráðherra um Landsvirkjun og Laxárvirkjun: Sameining á dagskrá Ýmsir þættir orkulaga i endurskoðun í umræðum á Alþingi um frumvarp Þorvaldar Garðars Kristjánssonar um breytingu á orkulögum f lutti Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra ræðu í efri deild fyrir nokkrum dögum. Hjörleifur taldi frumvarpið ekki tímabært en greindi frá þvi að á vegum stjórnvalda væri unnið að endurskoð- un ýmsra þátta orkulaga. Ráðherrann ræddi um þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til að sameina rekstur Landsvirkjunar, Laxár- virkjunar og byggðalínanna í eitt landsfyrirtæki, — og hvernig þær tilraunir strönduðu á sínum tíma í borgar- stjórn Reykjavíkur, þar sem annar borgarfulltrúi Alþýðuflokksins gekk til liðs við fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um að hindra framgang þess samkomulags, sem tekist hafði í nefnd, er um málið f jallaði. Síðan sagði Hjörleifur: Ég tel að þaö sé nauðsynlegt að rifja það upp hér, aö forusta Alþýðuflokksins virtist að öðru leyti vera heils hugar samþykk þeirri stefnu sem þarna var að unnið, þó að einn af borgarfulltrú- um flokksins skærist þarna úr leik á örlagariku augnabliki K sambandi við þetta mál. Meginástæöan fyrir þvi reiöu- leysi, sem segja má aö riki nú i skipulagi orkumála, er fyrir utan umrætt óhappaverk borgar- fulitrúa Alþýöufiokksins ósam- lyndi og misjöfn viöhorf innan Sjálfstæöisfiokksins I sambandi viö skipulag orkumála og margt sem aö þeim lýtur bæöi fyrr og siöar. Um meginatriöi þessara mála er aö ööru ieyti samstaöa i öörum stjórnmáiaflokkum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur skorið sig þarna úr, þar sem viðhorfin eru mjög ólik innan flokksins. Þannig hefur það komið fram, að hluti flokksmanna, forystumanna flokksins og þingmanna flokksins var eindregiö fylgjandi þeirri síefnuu semég hef greint frá og fyrir lá i sambandi við sam- eignarsamning og lagafrumvarp að nýrri Landsvirkjun. Og i und- irbúningsnefnd aö þessu máli i viðræðunefnd rikisins var t.d. nú- verandi landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson. Sameining á grundvelli gildandi laga A sama fundi og bæjarstjórn Akureyrar samþykkti sam- eignarsamninginn ,11. sept. 1979, samþykkti hún einnig að fela fulltrúum sinum I stjórn Laxár- virkjunar að halda áfram undir- búningi aö sameiningu Laxár- virkjunar og Landsvirkjunar samkvæmt gildandi lögum um Landsvirkjun, ef ske kynni að Reykjavikurborg hafnaöi samn- ingnum. Og þetta skyldi gert á grundvelli gildandi laga um Landsvirkjun, sem ég ætla að vitna hér til og hljóðar þannig, 17. gr. laga nr. 59 frá 1965: ..Eigendum Laxárvirkjunar er heimilt að ákveöa aö Laxárvirkj- un sameinist Landsvirkjun. Náist ekki samkomulag milli eigenda Landsvirkjunar og Laxárvirkj- unar um eignarhlutdeild aðila og nýjan sameignarsamning skulu dómkvaddir menn meta eignir hvors fyrirtækis fyrir sig og fer þá eignarhlutdeildin eftir þvi mati. Verði eignarhlutur rikisins samkvæmt þessu undir helmingi er rikisstjórninni heimilt að ákveða að rikissjóður leggi Landsvirkjun til nýtt fjárframlag eða taki að sér greiöslu skulda, þannig að tryggð verði helmings eign af hálfu rikisins. Eftir sameiningu Laxárvirkj- unar við Landsvirkjun skulu aðilar skipa sjö menn i stjórn fyr- irtækisins i hlutfalli við eignar- hlutdeild, þó þannig að allir aðilar eigi a.m.k. einn mann i stjórn þess. Ráðherra skipar formann úr hópi þingkjörinna fulltrúa og fer hann með tvö atkvæði við at- kvæöagreiðslu stjórnarinnar ef heimild i 1. mgr. til að tryggja rikissjóði helmingseign hefur verið notuð en ella með eitt at- kvæöi.” Samkvæmt þessari lagagrein, 17. gr. laga um Landsvirkjun, getur Laxárvirkjun meö ákvörð- un af hálfu stjórnar gengiö inn i Landsvirkjun og sameinast fyrir- tækinu. Iðnaðarráðuneytið hvatti i upphafi ekki til þess að þessi heimild yrði hagnýtt, heldur taldi eðíilegra að reynt yröi að ná meö vönduðum undirbúningi samstööu um þessa niðurstöðu mála. En.þegar það lá fyrir, að ekki var meirihlutavilji i borgar- stjórn Reykjavikur fyrir þessu, þá ákvað bæjarstjórn Akureyrar fyrir sitt leyti að beita þessu heimildarákvæði og iðnaðarráðu- neytiö lagði hið sama fyrir fulltrúa rikisins I stjórn Laxár- virkjunar. Og með bréfi stjórnar Laxárvirkjunar 5. nóv. 1979 til ráðuneytisins og til stjórnar Landsvirkjunar óskaði Laxár- virkjun eftir að viðræður um sameiningu fyrirtækjanna hæfust hið fyrsta. Þáverandi iðnaðarráð- herra.Bragi Sigurjónsson, fylgdi málinu eftir fyrir hönd ráðuneyt- isins. Bæjarstjórn Akureyrar gerði og samþykkt um málið og tilnefndi fulltrúa 21. nóv. 1979 til viöræöna um málið. Borgarráð Reykjavikur samþykkti 27. des. 1979 að borgarráðið kæmi fram fyrir hönd Reykjavikurborgar i fyrirhuguðum viðræðum. Er samkomulag í nánd? í jan. mán. 1980 tilnefndi þáver- andi iðnaðarráðherra fulltrúa af hálfu rikisins i viðræðunefnd og var Jóhannes Nordal Seðla- bankastjóri skipaöur til að veita forystu fyrir viðræðunum. Þann 12. mai s.l. var svo bætt við mönn- um i þessa nefnd með tilliti til stjórnarskipta sem orðið höfðu. Sfðan hafa verið haldnir fimm formlegir fundir þessara þriggja viðræðunefnda og þess utan hafa átt sér stað fundir milli fulltrúa Reykjavikurborgar og Akureyr- arbæjar. Um skeið rikti ágrein- ingur milli fulltrúa Reykjavikur innbyrðis, en á sföasta fundi sem haldinn var 8. okt. s.l. komu fram vfsbendingar um aö samkomulag kynni aö nást milli fuiltrúa Reykjavikurborgar innbyröis um það hversu meta skyldi verðmæti mannvirkja Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar og þar með um eignarhlutdeild aöila á móti rik- inu. Og fram komu yfirlýsingar pingsjá frá fulltrúum Akureyrarbæjar um það, að þeir væru reiðubúnir til að leita samkomulags um þessi efni. Næsti formlegi fundur þess- ara viðræðunefnda er fyrirhug- aður fyrri hluta desembermán- aðar. Þróun í átttil landsfyrirtækis Ég hef talið, herra forseti, ástæðu til aö rekja stöðu þessa máls, þessa mikilvæga þáttar i sambandi við skipulag orkumál- anna, þingdeildarmönnum til glöggvunar og til glöggvunar fyr- ir þá nefnd, sem fær þetta mál til meðferðar. Iðnaðarráðuneytiö hefur ekki viljað gripa inn i þess- ar umleitanir og viöræöur um samruna Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar meö lagaboði. Réttur Laxárvirkjunarer að mati ráðuneytisins skýr samkv. lögum um Landsvirkjun til þess aö óska eftir sameiningu þessara tveggja orkuvinnslufyrirtækja. Fleiri þættir tengjast þessu máli vissu- lega eins og byggðalinurnar, sem ættu þó að geta fylgt á eftir I sam- bandi við stofnun öflugs fyrir- tækis til raforkuvinnslu og meginraforkudreifingar, eins og stefnthefur verið að allt frá árinu 1978, og raunar fyrr ef grannt er skoðað, þvi þessi mál voru til meðferðar að nokkru leyti með sama hætti i tið vinstri stjórnar- innar 1971—1974. Og hér er þvi á ferðinni undirbúningur, sem get- ur stefnt að sama marki og fyrir- hugað var á árunum 1978—1979. Orkustofnuri/ Jarö- boranir og Orkusjóður Þá vil ég geta þess að málefni Orkustofnunar eru i sérstakri at- hugun um þessar mundir. Hafa raunar verið það um skeið, og þá með sérstöku tilliti til þess að stofnaö yrði það raforkuvinnslu- fyrirtæki fyrir landið allt, sem ég hef gert hér að umræðuefni. En þvi til viöbótar þá skipaði iðnaðarráðuneytið sérstakan starfshóp 1. ágúst s.l. til aö gera tillögu um endurbætur á innra skipulagi og stjórnsýslu Orku- stofnunar. Var þetta gert i sam- ráði við Orkustofnun, Rikisendur- skoðun og Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun, og eiga þessir aðilar auk ráðuneytisins fulltrúa i starfs- hópnum. Frá Orkustofnun eru þar þrir fulltrúar, þ.e. orkumála- stjóri og tveir fulltrúar starfs- manna, og gert er ráð fyrir að þessi starfshópur skili tillögum til ráðuneytisins fyrir n.k. áramót. Þá eru það Jarðboranir rikisins, sem gert er ráð fyrir i þessu frumvarpi, sem hér er til umræöu, að sett verði um sérstök lög og tekinn út úr orkulögum sá kafli sem um þær fjallar. Um það mál er það að segja, að einnig þar er unnið að greiningu mála af sér- stökum starfshópi, sem á að gera tillögur um úrbætur á rekstrar- legri og fjárhagslegri stööu Jaröborana ríkisins og raunar einnig Jarövarmaveitna rikisins. 1 þeim hópi eru fulltrúar frá Orkustofnun, Fjárlaga- og hag- sýslustofnun og Raunvisinda- stofnun Háskólans á erinnig fulltrúa i þeim starfshópi auk iðnaðarráðuneytisins. 1 þessu frumvarpi er sem eöli- legt er vikið að Orkusjóöi, og ég vil greina frá þvi, að varðandi málefni hans er einnig unnið að athugun. Varðar hún einkum fjármál Orkusjóös, viðskipti hans viö rikissjóö, orkufyrirtæki og lántakendur. Athuga skal hvort þörf sé á að lánveitingar til fyrir- tækja eins og Rafmagnsveitna rikisins, Orkubús Vestfjarða og e.t.v. fleiri aðila eigi framvegis að fara i gegnum sjóðinn, en að þvi hefur verið fundið, að aö þvi væri kostnaöarauki fyrir þessi fyrirtæki. Þá á þessi starfshópur að athuga um lánakjör þeirra lána, sem sjóðurinn tekur og end- urlánar, og gera tillögur til breyt- inga ef þurfa þykir. Einnig er honum ætlað að greina lána- streymi til hitaveitulána og gera tillögur til einföldunar og betra yfirlits varðandi þau. Þaö er óeðlilegt aö fyrirtæki sem eru aö reisa hitaveitur njóti mjög mis- jafnrar aöstööu f sambandi viö lánskjör eins og nú má segja aö riki.þegarsumar veitur fá erlend Ján til afnota, aðrar fá lán úr Lánasjóði Isl. sveitarfélaga og i þriðja lagi er um lánveitingar að ræða úr Orkusjóði og kjör á þessum lánum eru misjöfn eins og hverjum þingmanni mun kunnugt. Endurskoöun orkulaga i undirbúningi Þannig má segja aö flestir þeir þættir sem miklu máli skipta og snúa aö orkulögum eru i athug- un, hver meö sinum hætti eins og ég hef gert grein fyrir. Herra forseti. Ég mun senn ljúka máli minu. En ég sé ástæðu til að rifja hér upp ákvæði i stjórnarsáttmála, sem varða það mál sem hér er til umræðu, en þar segir: „Sett verði lög um skipulag orkumála um meginraforku- vinnslu og raforkuflutning, þar sem m.a. verði ákveðin sam- ræmd heildarstjórn þessara mála og tryggð heildsala raforku til al- menningasveitna við sama verði um land allt. Skipulag orkudreif- ingar veröi tekið til endurskoð- unar.” Að endurskoðun orkulaga verður unniö í ljósi niðurstaðna af viðræöum um sameiningu Lands- virkjunar og Laxárvirkjunar og þegar fram eru komnar tillögur þeirra starfshópa, sem nú eru aö vinnu varðandi einstaka þætti. Guðrún Helgadóttk alþingisnu Öryrkjar borgi aðeins 20% toll Guðrún Helgadóttir al- þingismaður (AB) hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 120/1976 um tollskrá. I frumvarpinu er lagt til að öryrkjar, sem hafa akstur að aðal- starfi, þurfi aðeins að af bifreiðum til atvinnurekstrar greiða 20% toll af bif- reiðum sínum sem þeir nota til atvinnureksturs- ins. I núgildandi lögum um toll- skrá er gert ráð fyrir að á bif- reiðum, sem notaðar eru til leigu- -, fólksflutninga- og sendi- aksturs og þessi akstur er aðal- starf, þá megi lækka tolia I allt að 40%. Fyrr i vikunni mælti Guðrún Helgadóttir fyrir frum- varpi til laga um breytingu á þessum lögum sem hún flytur ásamt Alberti Guðmundssyni (S), Alexander Stefánssyni (F) Guörún Helgadóttir og Arna Gunnarssyni (A). Astæðan fyrir þessari breyt- ingartillögu á gildandi lögum er sú, að öryrkjar, sem njóta toll ivilnana samkvæmt gildandi lögum til að kaupa einka- bifreiðar, geta ekki notið þeirra tollaivilnana sem lögin bjóöa upp á til aö kaupa bifreiðar til atvinnurekstrar. Með þessu frumvarpi vilja flutningsmenn koma til móts viö fatlaða, sem geta haft og vilja hafa akstur að atvinnu, og bjóöa þeim enn frekari tollaivilnanir en ófötluðum. Vilmundur Gylfason (A) kvaddi sér hljóðs I umræðunum um þetta frumvarp og sagðist vera samþykkur þeim rök- semdum sem fram hefðu komiö I máli flutningsmanns, en hann vildi taka það skýrt fram og jafnframtbeina þeim eindregnu tilmælum til fjárhags- og viðskiptanefndar, sem fær frumvarpiö til umfjöllunar, að hafa i huga, að hægt er að mis- nota hrapallega ákvæði sem þetta frumvarp felur i sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.