Þjóðviljinn - 29.11.1980, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓ.ÐVILJINJM Helgin 29. — 30. nóvember 1980.
Af síðustu kynbombunni
Sérislenskasta fyrirbrigði sem um getur,
telja margir vera hin svonefndu ,,eftirmæli”.
Eftirmæli eru raunar skrifuð um fólk við
ótrúlegustu tækifæri; þegar maður verður
fimmtugur, sextugur, sjötugur, áttræður, ní-
ræður, tíræður og svo auðvitað að endingu,
þegar sjálfri golunni er geispað.
Ekkert hef ég um þetta nema gott eitt að
segja. Mér f innst þetta raunar góður íslenskur
siður, sem mikla nauðsyn ber til að varðveita,
á meðan við erum að bögglast við að heita
íslendingar, jafnvel þó með litlum staf sé.
Sannfærður er ég til dæmis um, að ein
merkasta sagnfræðiheimild framtíðarinnar
um menn og málefni verður hið vikulega
fylgirit Tímans, sem inniheldur aðeins birtan-
legan sannleika um framliðna og er af mörg-
um kallað „Dödens Magasin".
Mogginn og Timinn hafa hingað til verið
blaðanna iðnust við að sinna minningargrein-
um og lof uð séu þau f yrir f ramtakið. Hin blöð-
in hafa afturámóti verið mun latari við þessa
sérgrein og þó sérstaklega síðdegisblöðin.
En viti þó menn. Svo bar við um daginn, að
Vísir birti eftirmæli, sem lengi munu í minn-
um höfð.
Ekki var þessi minningargrein að vísu um
„Jófriði Pétursdóttur, fyrrverandi Ijósmóður
í Húnaþingi, sem þurfti um langa ævi að berj-
ast á vondum roðskóm við náttúruhamfarir
hins íslenska dreifbýlis, mátti ekki vamm sitt
vita í blíðu né stríðu, las Morgunblaðið gler-
augnalaus þar til yf ir lauk, en átti í nokkrum
erf iðleikum með smæsta Jetur guðspjallanna í
heiiagri ritningu síðustu tvö árin..."
Nei, þessi eftirmæli í Vísi voru sko ekki um
Jófríði, heldur Mae nokkra West, undir yfir-
skriftinni: SÍÐASTA KYNBOMBAN JARÐ-
SUNGIN, og undirrituð af Svarthöfða.
Þessi eftirmæli hafa til að bera allt það sem
prýða má góðar minningargreinar, eru fróð-
leg, skemmtileg og spanna allt það áhuga-
verðasta í æviferli hinnar látnu heiðurs-
kvinnu.
Mér finnst þessi setning eftirmælanna til
dæmis hreinasta gullkorn: „Það er nokkurt
þrekvirki að lifa í ímynd kynbombunnar
framá níræðisaldur" (Tilv. lýkur).
Að vísu er ekki frá því/aðorðalagið sé fengið
að láni úr Dödens Magasini Tímans og hefði
þá væntanlega hljóðað einhvernveginn svona:
„Það er nokkurt þrekvirki að iifa við kynsæld
Jófriðar Ijósmóður framá niræðisaldur".
Eitt er það þó sem ég get ekki fallist á í eft-
irmælunum um Mae West, en það er niðurlag-
ið. Þar segir orðrétt: „En nú hefur kynbomb-
an verið jörðuð f yrir f ullt og a llt og við getum
snúið okkur að ofbeldinu" (Tilv. lýkur).
Að vísu getum við snúið okkur að of beldinu
og þarf ef til vill ekki svo miklar kúvendingar
til í þessum heimi. En hitt, að „kynbomban
hafi verið jörðuð fyrir fullt og a llt", er einhver
mesti misskilningur, sem lengi hefur birst á
prenti.
Kynbomban hef ur nefnilega — herra Svart-
höfði — ekki verið jörðuð f yrir f ullt og allt, að
minnsta kosti ekki á meðan mikið lið vöskustu
manna leggur nótt við dag að grafa kynbomb-
ur upp.
Hópar ágætustu sérfræðinga í kvenlegri
fegurð, ferðast um ísland, já og meira að
segja heimshornanna á milli, þeirra erinda að
finna legstaði snoppufríðra og limafagurra
ungmeyja. Síðan fá þær/á gripasýningum, að
njóta þeirrar gæfu að fá að verða ær og kýr
góðhjartaðra bísnessmanna, eða réttara sagt
ungmeyjakjötkaupmanna. Já/ þær hafa svo
sannarlega verið grafnar upp.
Og svo þegar þær verða jarðaðar, verða
bara aðrar grafnar upp í staðinn.
Og allri þessari speki minni til sönnunar
leyfi ég mér að benda á að aðalfyrirsagnir
virtustu dagblaða þjóðarinnar hafa að undan-
förnu verið þær að næsta sumar verði „UNG-
FRO ALHEIMUR" krýnd á íslandi.
Talið er f ullvíst að sexmiljónir manna fylg-
ist með athöfninni. Já, það verður nú sannar-
lega stórhátíð, sem segir sex. Að hugsa sér!
Sexmiljón „sexmaníakkar" glápandi á sex-
hundruð nýuppgrafnar sexbombur og öllu
„fræðiefninu" sjónvarpað um sex gervihnetti
til sex heimsálfa frá því landi, sem nyrst ligg-
ur í Ballarhafi og nefnt hefur verið lceland.
Og þar verða þær kjörnar: Ungf rú vinátta —
Ungfrú stundvís — Ungfrú háttvís — Ungfrú
Frónkex og síðast en ekki síst — Ungfrú Al-
heimur.
Og allar eru þær búnar að vera á sér-
námskeiði í þvf hvernig þóknast skuli dóm-
nefndinni, eða eins og segir í kverinu „How to
make it" (Lausl. þýtt „Að komast inn").
Ef þig langar uppá toppinn
afklæddu þig á pallinum,
svo á bara að sýna kroppinn
en sýna hann rétta kailinum.
Og svo þegar hátíðin er um garð gengin,
syngja allir kallarnir lofgerðaróðinn til
kvennanna:
Fósturlandsins freyja
farðavana dís
Ijótir menn þig leigja
lágan fyrir prís,
mæla þig og máta
meður tommustokk.
Góða farðu að gráta,
þá gengur þetta nokk.
Flosi.
Guftlaugur orftinn
blaðamaftur hjá sjó-
mannablaftinu
Víkingi.
Karl Steinar
öllu trausti.
Jón Baldvin ekki enn
af baki dottinn.
Guðlaugur
Arason rithöfundur hefur nýlega
verift ráftinn blaöamaftur viö Sjó-
mannablaftift Viking. Guftlaugur
er alinn upp vift sjó og flestum
hnútum kunnugur i sjómennsku.
Nýjasta skáldsaga hans, Pela-
stikk, fjallar einmitt um sjó-
mannalifift og dregur nafn af
einum fyrrnefndra hnúta...
Sunnudagsleiðarar
Alþýftublaftsins eru lesnir yfir
iandslýft i útvarpi. Hins vegar eru
þeir fyrir margt löngu hættir aft
birtast i blaftinu sjálfu! Alþýftu-
biaftiö kemur ekki út á sunnu-
dögum og til skamms tima voru
jafnan tvær forystugreinar i
laugardagsblaöinu og önnur
nefnd sunnudagsleiftari. Um
nokkurt skeiö hefur enginn
sunnudagsleiftari birst, aöeins
gefift aft heyra í útvarpi snemma
á sunnudagsmorgnum, þeim fáu
sem þá eru vaknaftir. Ekki svo aö
skilja aft vér kommar sýtum
þetta svo mjög, en væri ekki
snjallræöi i framhaldi af þessu aft
hætta aft halda úti Alþýftublaftinu
úr þvi aö hægt er aö fá leiöarana
lesna án þess aft þeir birtist nokk-
urntima á prenti? Stórkratar eins
og Vilmundur (vanmetinn krati
en stoltur) hafa hvort eö er marg-
lýst yfir þvi aö blaftiö væri ein-
göngu út gefift vegna leiöara-
lestrarins i gamla gufuradióinu...
Raunir
krata á þingi ASÍ sem lauk sl.
föstudag voru meiri en dæmi eru
til um I allri þingsftgu ASl. I
fyrsta lagi voru svo mikil átök
innan flokksins um hverja ætti aft
bjófta fram til trúnaðarstarfa
innan ASl aö lyktir urftu þær aft
efnt var til prófkjörs i flokkshe'r-
berginu á Hótel Sögu. Nifturstaöa
fyrsta prófkjörsins varö til þess
aft auka enn á miskliftina og var
þá kosift aftur. Og áöur en yfir
lauk höfftu margar próf-
kostningar farift fram án þess aö
úrslit þættu viöunandi. Varö svo
aö vara aft Karl Steinar Guönason
lenti i 5. sæti og var þar meö rúinn
ölium trúnaftarstörfum á vett-
vangi ASt. Hinn þingmafturinn,
Jóhanna Sigurftardóttir, lenti enn
neöar.
Þegar
svo Jón Helgason.formaftur Ein-
ingar á Akureyri féll i kosningu til
varaforseta.sauft upp úr hjá kröt-
unum. Ætluou þeir aft ganga allir
sem einn af þingi i mótmæla-
skyni, neita aft tilnefna menn i
miftstjórn, og fara út á strætin,
þegar þeim varö ljóst aö þeir voru
orftnir einangraöir á þinginu.
Kallaftir voru til formaftur flokks-
ins Kjartan Jóhannsson og Bjarni
P. Magnússon framkvæmdastjóri
hans til aft róa liftift og reyna aft fá
hina reiftu þingfulltrúa Alþýöu-
flokksins ofan af þessu. Einnig
mun Vilmundur Gylfason hafa
flækst meft i þessar viöræöur.
Það
mun hafa verift fyrir orft Bjarna
aft kratafulltrúaranir hættu vift
útgöngu af þinginu, en erfift og
sársaukafull var þeim setan á
þinginu eftir aft miftstjórnarkjöri
lauk og þeir áttu afteins 3 fulltrúa
i miftstjórninni sem skipuft er 15
fulltrúum.
Kratar
eru eiginlega orftnir framhalds-
lesefni i gegnum skrárgatift, og
fer liklega aft verfta mál að linni.
Þó veröur sjaldan setiö á strák
sinum til lengdar þegar gómsæt-
ar bráðir eru annars vegar.
Helgarpóstsmenn urftu reiftir
mjög er margumtalaftur Jón
Baldvin Hannibalsson fullyrti i
blaöagrein aft hagnaöurinn af Al-
þýftublaftinu dygfti til aft standa
undir myndarlegri helgarútgáfu
og átti hann þar viö Helgarpóst-
inn. Þetta töldu þeir hina mestu
sjálfsdrýldni og þessu væri i raun
öfugt farift, þar sem menn væru
fyrst og fremst áskrifendur aö Al-
þýftublaftinu vegna þess aft
Helgarpósturinn fylgir i kaup-
bæti. Auk þess flýtur
Helgarpósturinn aftallega á þvi aft
engir hægrikratar skrifa i hann.
Eins og öll menningartimarit,
sem gefin hafa verift út á vegum
stjórnmálaflokka (t.d. Dagskrá
og Samvinnan), eru skrifendur
Helgarpóstsins ýmist hálfkomm-
ar, laumukommar eöa stofu-
kommar.
Innrás
ungmenna i sendiráft Islands i
Paris hefur vakift upp illar grun-
semdirhjá ýmsum sem þekkja til
i Frakklandi. Svona mun vist
vera tiökaft af frönsku lögregl-
unni til þess aft eyftileggja mál-
staö þeirra sem henni er i nöp viö,
og aft þessi innrás skuli vera
framin fáeinum dögum áöur en
örlög Gervasonis verfta endan-
lega ráöin af islenskum yfir-
völdum, rennir enn frekari
stoftum undir illar grunsemdir.
Þaö skyldi þó ekki vera lögreglan
sjálf sem skipulagöi þetta?
Það
var lika skemmtileg tilviljun, aft
á sömu stund og þessi frönsku
ungmenni ruddust inn i sendi-
ráftiö og skemmdu þannig fyrir
málstaö Gervasonis, var sam-
þykkt stuftningsyfirlýsing vift
veru hans hér á landi á ASÍ-þing-
inu á Hótel Sögu.