Þjóðviljinn - 29.11.1980, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 29.11.1980, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. — 30. nóvember 1980. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Er ekki verk- kvíðinn maður Ásmundur Stefánsson hinn nýkjörni forseti Al- þýðusambands islands, er einn yngsti maður# sem sest hefur í stól forseta þessa viða- og valdamikla sambands. Hann er aðeins 35 ára gamall. Asmundur hefur um nokkurra ára skeið verið framkvæmda- stjóri sambandsins og þekkir því innviði þess eins vel og frekast er kostur. Við ræddum við Ásmund þegar þingi ASI lauk í gær og spurðum hann fyrst álits á því þingi sem var að Ijúka. — Ég er mjög ánægöur með störf þessa þings; á þvi hefur verið vel unnið og umræður mál- efnalegar. Hin nýkjörna mið- stjórn ASl fær að minum dómi gott veganesti frá þessu þingi. bá vil ég einnig taka fram, að ég er mjög ánægður með það fólk sem kemur inn i miðstjórnina. Vissulega hafa orðið þar mikil umskipti, þar sem 9 menn, sem sæti áttu i stjórninni,láta nú af störfum, en þaö fólk, sem valist hefur i staðinn, eru engir byrj- endur innan verkalýðshreyf- ingarinnar, heldur þaulreynt fólk, sem kann skil á öllum þeim verk- efnum, sem þar þarf að vinna. -Hvert telurðu brýnasta verk- efnið, sem ASt þarf að leysa i nánustu framtið? — Ég tel aö samtökin þurfi fyrst og fremst að efla mjög innbyrðis samskipti sin og virkja betur en gert hefur verið hinn almenna fé- lagsmann til þess aö þau séu I stakk búin til að mæta af þeirri hörku sem nauðsynlegt er hverju sinni i kjarabaráttu sinni stjórn- völdum og vinnuveitendasam- bandinu. Þá tel ég lika að ASl þurfi að leggja meiri áherslu en gert hefur verið, á sjálfstæða stefnumörkun, ekki bara f sjálf- stæðri tillögugerð, heldur einnig til aö geta mótað þá tillögugerð, sem kemur frá öðrum. -Nú er mikið rætt um baktjalda- makk og áhrif stjórnamálaflokk- anna á þing ASl; hvert er þitt álit i þessu máli? — Það er ekki vafi að á þingi sem þessu eiga sér stað orðræður og samskipti milli hópa, sem flokka sigeftir pólitiskum h'num. Hitt er einnig jafn ljóst, að við kjör okkar Björns Þórhallssonar varaforseta, þá rofna þessar lin- ur. Við náðum svipuðum at- kvæðafjölda, eöa um 2/3 hlutum, og vitað er aö það er alls ekki sama fólkiö, sem veitir okkur fylgi, og sýnir einnig að við höfum fengið fylgi úr öllum stjómmála- flokkum. — Að lokum Asmundur, ertu kviðinn aö setjast i forsetastól ASÍ? — Ég er nú ekki verkkviöinn maður, en samt er alltaf i manni viss geigur, þegar maður tekur við ábyrgðarmikiu verkefni. Ég veit hinsvegar að ég stend ekki einn 1 verki, ég þekki hæfi- leika þess fólks er valist hefur i miðstjórn ASt og ég þekki Björn Þórhallsson mjög vel, við höfum unnið mikið saman að verkefnum fyrir ASÍ og þess vegna held ég að verkefnið verði mér ekki ofviða. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka sérstaklega þeim tveimur forsetum ASt sem ég hef unnið með, þeim Birni Jónssyni og Snorra Jónssyni. Samstarf mitt við þá hefur verið mér sá skóli sem ómetanlegur er fyrir mig og ég vona að sú reynsla sem þeir hafa miðlað mér af nýtist mér i stöðu forseta ASI i framtiðinni. S.dór. SNORRA OG EÐVARÐ ÞÖKKUÐ GÓÐ STÖRF Vísitölukerfið er vörn launafólks Segir m.a. í kjaramálaályktun 34. þings Alþýðusambandsins Eðvarð Sigurösson forseti 34. þings ASt og Snorri Jónsson forseti sam- bandsins hafa báðir ákveðið að sitja ekki fleiri þing ASt. Við þingslit í gær voru þessar gömlu kempur hylltar meö langvarandi lófataki. Ásmundur Stefánsson, hinn nýkjörni forseti ASI, sleit 34. þingi sambandsins kl. 16.30 í gær, en það hófst sl. mánudag. Ásmundur þakkaði í lokaræðu sinni þeim Eðvarð Sigurðssyni, formanni Dagsbrúnar, sem var forseti þingsins og tók fram i ræðu að hann myndi ekki sitja fleiri þing ASi, og Snorra Jónssyni, fráfarandi forseta ASÍ, fyrir mikil og góð störf i þágu íslenskrar verkalýðs- hreyfingar um áratuga skeið. Stóð þingheimur upp og hyliti þá með langvar- andi lófataki. Mjög margar og merkilegar til- lögur voru samþykktar á þessu 34. þingi ASt. Of langt mál yrði aö gera grein fyrir þeim öllum i stuttri frétt, en eitt aðalmál þingsins var kjaramálaályktun þess. Lögð höfðu verið fyrir þing drög aö kjaramálaályktun, en i meðförum nefndar urðu á þeim drögum verulegar breytingar. t þeirri kjaramálaályktun sem samþykkt var segir m.a. aö nýgerðir kjarasamningar hafi haft að megin markmiði aö bæta kjör þeirra lægst launuðu og þótt ekki hafi tekist að fá „gólf” i visi- tölukerfið, þá hafi jafnvirði þess i tvö timabil fengist i grunnkaups- hækkunina. Siðan segir aö enn vanti mikið á að lágtekjufólk búi við viðunandi iaunakjör. Þá segir að auk baráttunnar gegn skerðingu kaupmáttar launa verði verkalýöshreyfingin aö hefja á loft kröfuna um afnám vinnuþrælkunar, þvi óhóflegur vinnutimi sé bein lifskjaraskerð- ing og þvi marki verði að ná að kaup fyrir dagvinnu nægi til framfærslu. Þá segir ennfremur að nú þegar veröi aö lækka skatta af almenn- um launatekjum og hverfa verði frá þeirri stefnu i skattlagningu sem nú er fylgt og leiðir rakleiðis til sköttunar brúttótekna. Barátta verkalýðshreyfingar- innar fyrir aukinni velmegun snýst ekki um krónur og aura, heldur aukinn kaupmátt. Verð- bólgan knýr hins vegar á um miklar kauphækkanir þvi augljóst er, að i 50% verðbólgu verður kaup að hækka um 50% til þess eins að halda óskertum kaupmætti. Visitölukerfið er vörn launafólks gegn verðbólgunni og samtökin hljóta i næstu kjara- samningum að leggja áherslu á aö bæta kerfið svo umsaminn kaupmáttur verði betur tryggður. Draga verður úr vixlhækkunum verölags og launa með raun- hæfum aðgerðum i verðlags- málum. Takist að draga úr verð- hækkunum dregur jafnharðan úr veröbótahækkunum launa, þvi bætur reiknast aðeins fyrir þegar áorðnar veröhækkanir. Verð- bætur eru þvi afleiðing en ekki orsök verðbólgunnar. 34. þing ASt minnir á, að við óbreytt skert visitölukerfi mun kaupmáttur fyrirsjáanlega falla um 1—2% á ársf jórðungi á samningstímanum. Þvi skorar 34. þing ASt á Alþingi að afnema þau ákvæði laga nr. 13/1979 (Ólafslaga), sem kveða á um skerðingu verðbóta á laun sam- kvæmt kjarasamningum frá 22. júni 1977. —S.dór Áskrift hækkar Askriftargjald blaösins fyrir desembermanuö veröur kr. 7.000. Lausasöluverö pr. eintak — virka daga kr. 350. Sunnudagsblaö kr. 500 (óbr.). Grunnverö auglýsinga veröur kr. 4.200 pr. dálkcm. Þjóöviljinn Hlutur kvenna í miðstjórn ASÍ minnkar enn: Er óskaplega óánœgð segir Bjarnfriður Leósdóttir; sem ekki náði kjöri til miðstjórnar -Ég er óskaplega ódnægö og finnst aö féiagar mfnir í Aiþýöu- bandalaginu hafi gert sjálfum sér, sósiaiiskri hreyfingu og allri jafnréttisbaráttu skömm til aö hafa ekki pláss fyrir eina konu i fimm manna hópi okkar f miöstjórn. Þetta sagöi Bjarn- friöur Leósdóttir í gær um miöstjórnarkjöriö, en Alþýöu- bandaiagiö geröi ekki tillögu um hana sem fulltrúa sinn I upp- stiilingarnefndinni. Bjarnfriöur hefur átt sæti i miöstjórn Al- 'þýðusambandsins s.l. fjögur ár. Arið 1976 fékk Alþýöubanda- lagiö sex fulltrúa i miöstjórnina en nú eru þeir aöeins fimm. — Nú kom fram tillaga um þig frá Alþýöubandalaginu utanúr sal. — Heföi samstaða kvenna á þinginu getað tryggt þér sæti sem þriðjukonunni i miöstjórn? — Nei — þaö heföi ekki dugaö til. Konur á þessu þingi eru tæp- lega þriöjungur fulitnla þrátt fyrir aö þær séu tæpur helmingurfélagsmanna ASI.og til þess aö ná kjöri i miöstjdrn þarf meira en helming þingfuli- trúa eins og ég haföi, — eöa nær tvo þriðju. — Nú er talað um að þér hafi verið , Jórnaö” í uppstillingunni vegna samninga Alþýðubanda- lagsins við aðra flokka. -Félagarminir I Aiþýöubanda- laginu verja þá afstöðu með þvi aö visa til þess aö þeir fimm. sem stillt var upp sem fulltrúum flokksins,eru allirfor- menn landssambanda. Þeir visa sem sagt f pýramidabyggingu Alþýöusambandsins, en i þvi kerfi eru ekki miklir mögu- leikar fyrir konu til að komast áfram. Meiningin var að freista þess að fá sjötta manninn inn i kosningunni og þaö var haft á oröi að ég væri liklegust til þess að ná þvi af þessum hópi. — Breytir það miklu að nú eru tvær konur i miðstjórn i stað þriggja? -Ég tel miöstjórnina ákaflega illa setta aö þvi leyti,og ég leyni þvi ekki að ég treysti ekki körlunum til að halda uppi merki láglaunakvenna eins og gera þarf og hefur verið mitt meginhlutverk á þessum vett- vangi allan þann tima sem ég hef starfaö í verkalýðshreyfing- unni. — Núert þd fyrsti varamaður i miðstjórn. Muntu ekki taka þátt i störfum hennar sem slikur? — Aö einhverju leyti kannski, en þaö er á valdi miöstjórnar- manna sjálfra hvern þeir kalla inn fyrir sig. Ef aö likum lætur gæti svo farið aö ég fengi ekki tækifæri til að taka þátt i störfum miöstjómar sem vara- maður. Menn skilja ekki nægi- lega vel að konur eru hættar aö láta bjóða sér þaö að vera ævin- Bjarnfrfftur LeósdóUir lega settar til hliðar og aö þeir timar koma að þær hljóta að brjótast Ut úr þessu karlaveldi og byggja sitt eigiö samfélag þarsem þær eru virtar sem full- gildir félagar. Dæmigert fyrir kvenfyrirlitningu margra hér er byrjun á ræöu eins þing- fulltrúans en hann sagði; Ég kýs aldrei konu, bara vegna þess aö hún er kona, nema mér sem rekkjunaut! —AI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.