Þjóðviljinn - 29.11.1980, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 29.11.1980, Qupperneq 5
Helgin 29. — 30. nóvember 1980. ÞJQÐVILJINN — SIÐA 5 Gálgajrestur Gervasoms styttist óðum: Sannfærð um að mál- ið verður endurskoðað með hliðsjón af afstöðu Amnesty, segir Guðrún Helgadóttir Taka Islenska sendiráösins I Paris hefur vakið mikla athygli. Hefur verið haft eftir utanrikis- ráðherra að þessi uppákoma verði ekki málstað Gervasonis til framdráttar. Nú eru aöeins fá- einir dagar eftir af þeim fresti sem Friðjdn Þdrðarson dóms- málaráðherra veitti I máli Gervasonis, en sem kunnugt er ákvað hann að brottvfsun hans tæki gildi 2. desember. Þjdðvilj- inn hafði tal af þremur þeirra fimm ræðumanna,' sem töluðu á útifunditil stuðnings Gervasoni á Lækjartogi I september sl. og spurði þá hvort atburöirnir I sendiráðinu I Paris hafi á ein- hvern hátt breytt afstöðu þeirra til máls Gervasonis. im Guðrún. sagði Jdn Baldvin Hannibalsson ritstjdri — Að vísu skal tekið fram að ég hef ekki séð eða heyrt erindi það sem þessir náungar i sendiráðinu i Frakklandi sendu frá sér, en ég tel augljóst mál að þeir séu i allt annarri aðstöðu en hann. Það gildir eitthvað allt annað um þá, það sést á þvi að þeir eru kvaddir á brott af lög- reglunni með friðsamlegum hætti og þeir ganga lausir. Gervasoni er i alveg sérstakri aðstöðu. Við þurfum ekki að ótt- ast innrás herskylduafneitara frá Frakklandi þótt við veitum hon- um hér hæli. Ég lit á mál Gervas- onis sem einstaklingsbundið mannúðarmál. Einstaklingsbundið mannúðarmál, segir Jón Baldvin Hannibalsson — Min afstaða er með öllu dbreytt, sagði Guðrún, og ég er alveg fullviss þess að hvorki dómsm á 1 aráðherra né nokkur.annari rikisstjórninni hafi minnstu löngun til að hrekja Gervasoni úr landi. Ég er sann- færð um að málið verður endur- skoðað með hliðsjón af afstöðu Amnesty International. Þar kemur upp algerlega ný hlið á málinu, sem rennir enn frekari stoðum undir það að hann fái að vera hér, úr þvi að hann er nú einu sinni kominn. Hinsvegar er ljóst að dóms- málaráðherra er nokkur vandi á höndum.þar sem Gervasoni kom Haraldur. Jón Baldvin óumdeilanlega inn i landið með ólöglegum hætti. En ekkert land hefur krafist þess að fá hann framseldan og þvi er engin aug- ljós ástæða fyrir þvi að reka hann i burtu. Kjarni málsins er sá, að Gerva- soni er hér á landiog þess vegna á ábyrgð okkar. Fráleitt er að ein- hver hætta sé á þvi, að hingað fari tugir fransmanna að flykkjast; ætli útlendingaeftirlitið myndi ekki stöðva þá? —eös Trausti talinn af Vélbáturinn Trausti ÞH 8 frá Kópaskeri er nú talinn af, en bátsius hefur verið leitað siðan aðfaranótt fimmtu- dags á öxarfirði. Með bátnum fórust tveir menn: Kristinn Krist- jánsson skipstjóri, 29 ára að aldri.og lætur hann eftir sig unnustu og börn, og Baröi Þórhallsson, 37 ára, sem lætur eftir sig eiginkonu og 3 börn. Þeir voru báðir bú- settir á Kópaskeri. Vél- báturinn Trausti ÞH var 20 'lesta eikarbátur smiöaður 1972. Fyrirlestur: Orkunotkun í sjávarútvegi Prófessor Valdimar K. Jónsson flytur fyrirlestur á vegum Verk- fræðistofnunar Háskóla islands þriðjudaginn 2. desember. Fyrir- lesturinn nefnist „Hagkvæm orkunotkun i sjávarútvegi” og fjallar um svartoliu-notkun, sigl- | ingarhraða og rétta notkun á skrúfum m.a. Fyrirlesturinn verður haldinn i húsi verkfræði- og raunvisinda- deildar Háskóla Islands við Hjarðarhaga i stofu 158 og hefst kl. 17:15. Þessi fyrirlestur er annar i röð fyrirlestra til kynningar á starf- semi Verkfræðistofnunar. Ekki i tengslum við Gervasoni — Nei,ég sé alls enga ástæðu til að breyta minni afstöðu i máli Gervasonis, sagði Haraldur ólafsson lektor. — Við eigum að veita honum hér landvistarleyfi, ef ekki tekst að tryggja honum örugga vist annarsstaðar. Sam- kvæmt þeim fréttum sem ég hef er þessi hópur sem settist að i sendiráðinu ekki i neinum tengsl- um við Gervasoni eða aðra þá, sem hafa farið svipaðar leiðir og hann. Einstaklingsbundið mannúðarmál —Afstaða min hefur ekki breyst, Engin ástæða fyrir brottvisun — Þessir atburðir hafa ekki minnstu áhrif á mál Gervasonis i sjálfu sér, en hinsvegar óttast ég að þeir geti skaðað málstað hans, sagði Guðrún Helgadóttir al- þingismaður. — Svona mál eru flókin og þetta gæti ruglað afstöðu fólks og ýtt undir fordóma, en kemur máli Gervasonis ekki nokkurn skapaðan hlut við. Guðrún var spurð hvort afstaöa hennar til rikisstjórnarinnar væri óbreytt i þessu máli, en eins og menn eflaust muna sagðist hún ekki styðja rikistjórnina lengur, ef Gervasoni yrði visað úr landi. Sáttatillagan í flugmannadeilunni felld: „Sáttasem jarinn skaut yfir markið” „Nýmæli ef launþegar seldu atvinnurekanda sjálfdæmi um vinnustað og kjör”, segir Björn Guðmundsson flugmaður t gærkvöldi voru talin atkvæði um sáttatillögu Gunnars G. Schram sáttasemjara I flug- mannadeilunni. Flugmenn reyndust ósammála. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta af Félagi Loftleiða- flugmanna. Jafnframt var hún samþykkt af stjórn Flugieiöa hf. Hins vegar felldi Félag isl. at- vinnuflugmanna tillöguna með yfirgnæfandimeirililuta atkvæða. Þar sem einn aðilinn af þremur felldi tillöguna nær hún ekki fram að ganga. Um 100 manns eru I flugmannafélög unum tveimur. Kosningaþátttaka var um 90%. „Sáttatillagan fellur FlA-mönn- um alls ekki i geð, eftir því sem ég best veit,” sagði Björn Guð- mundsson fyrrverandi formaður Félags ísl. atvinnuflugmanna i samtali við blaðið siðdegis i gær, áður en talning hófst. „Samkvæmt tillögunni verður allstórum hópi manna, sem áður störfuðu hjá Flugfélagi Islands skákaö út ef samdráttur verður i vesturfluginu,” sagði Björn. „Þessir menn verða þá látnir hætta vegna manna sem eru eldri I starfi, en hafa aldrei komið nálægt innanlandsflugi. Sáttasemjarinn hefur kannski varla skilið það verkefni sem við var að fást, þvi hann dregur inn i sáttatillöguna hluti sem ekkert koma starfsaldri við og kallar hana siðan sáttatillögu um sam- einingu starfsaldurslista. Það er gert ráð fyrir þvi' i' tillögunni að menn undirgangist að fara að vinna erlendis á þeim kjörum sem forráðamönnum Flugleiða dettur i' hug. Að visu er gert ráð fyrir þvi að menn vinni hjá félög- um sem Flugleiðir eiga aðild að, en það hefur sýnt sig að þeir eru ekki lengi að fá sér aðild að ýms- um fyrirtækjum úti um heim. Ég held að islenskir launþegar verði tregir til að selja vinnuveitandan- um sjálfdæmi um það, hvar þeir eigi að vinna, hve lengi og á hvaða kjörum. Það væri þá ný- mæli i islenskri verkalýðspóli- tik”, sagði Björn Guðmundsson. Hann sagöist telja að Gunnar G. Schram sáttasemjari hefði skotið yfir markið með þessari tillögu- gerö sinni. —eös Aðventukmnsar aðventu-og. jólaskm iingar Nú er aðventan að hefjast. Margir halda þeim gamla, góða sið að skreyta hjá sér af því tilefni. Komjð við í Blómavali við Sigtún. Skoðið hið stórkostiega úrval okkaraf aðventukrönsum og skreytingum, smáum sem stórum. Eigum jafnframt fyrirliggjandi allt efni til aðventu- og jólaskreytinga. Allskonar jólaskraut, jólaskreytingar og efni til slíks. Fallegt úrval af blómstrandi jólastjörnum rauðum og hvítum. Gróðurhúsinu við Sigtún: Símar36770-86340

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.