Þjóðviljinn - 29.11.1980, Side 11

Þjóðviljinn - 29.11.1980, Side 11
Helgin 29. — 30. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 / Island-F ilipps ey j ar: Sigurinn er í sjónmáli Kvennasveitin tapaði fyrir Kanada Frá Einari Karlssyni, frétta- manni Þjóðviljans i Valetta á Möltu, 28. nóvember: islenska karlasveitin tefldi í dag við Filipps- eyjar og er allt útlit fyrir sigur okkar. Helgi ólafsson lenti i vand- ræðum i byrjuninni gegn stór- meistaranum Torre, sem tefldi á siðasta Reykjavikurmóti, og mátti þola þirðja tapið i röð. Jón L. var greinilega orðinn þreyttur, enda hefur hann teflt i 'öllum umferðunum átta. Þrátt fyrir það náði hann jafntefli við Mascarinas. Þeir Margeir og Jóhann eiga báðir biðskákir gegn Rodriguez og Pacis og eiga að vinna þær létt. Stúlkurnar tefldu i dag við Kanda. Aslaug Kristinsdóttir tapaði fyrir Yerenberg, en jafn- tefli gerðu Sigurlaug Friðþjófs- dóttir og Roos, og Birna Norðdahl og Day. 1—2 tap. Helstu úrslit á efstu borðum: Ungverjar — Júgóslavar 2—2 (jafntefli á öllum borðum) Eng- land — Sovétrikin 1,5—2,5 (jafn- tefli gerðu Miles og Karpov, Stean og Polugajevski og Nunn og Balashov, en Kasparov vann Speelman). Tékkóslóvakia — Sviþjóð 2,5—1,5. Ungverjar halda forystunni með 22,5 vinninga af 32 mögu- legum. Jafnt hjá fslandi og Skotlandi Frá Einari Karlssyni, frétta- manni Þjóðviljans á ólympiu- skákmótinu á Möltu. tsland og Skotland skildu jöfn 2—2, þegar biðskákir höfðu verið tefldar i 7. umferð. Margeir gerði auðvelt jafntefli, en Jón L. þurfti öllu meira að leggja á sig. Eins og égsagðii gær, missti Jónaffyrir- sjáanlegum vinningi f tima- hrakinu. Hvitt: Jón Svart: Pritchett Jón lék 39. Rd7? ? (Vinninginn er að fá með 39. Hxc8-Hxc8 40. Dh8+!-Kd7 (41. — Dxd5 42. Dh4+) 42. Rxb6og siöan 43. Rxc8. Til að hafa þetta sem ýtarlegast, þá gengur ekki 39. Dxf6 vegna 40. Dh6+-Kf7 41. Hc7 + -Kg8 42. h4 og vinnur). En skákin tefldist þannig: 39. Rd7 + ??-Ke7 40. Dxf7-Kxf7 41. Rxe5-Kg7 42. Hxg6+-Kh7 43. Hc6-Hxc6 44. Rxc6-Hxe4 45. Kf3-Hh4 46. Ke3-Hh3 + 47. Kd2-Hxb3 48. Kc2-Hh3 49. Rb4-Hxh2 + 50. Kc3-Hh3+ 51. Ke2-a5 52. Rd5-Hh6 53. Kc3-Hc6 + 54. Kd4-Kg7 55. b4-Kf7 56. Bxa5-Bxa5 57. Re3-Ke6 58. Rc4-Ha6 59. Kc5 og hélt jöfnu. Þegar 7 umferðum af 14 er lokið, er staðan þessi: 20.5 vinn. Ungverjaland 19.5 vinn. Júgóslavia 19 vinn. Sovétrikin 18.5 vinn. England, Sviþjóð 18 vinn. Finnland ( + biðskák), Búlgaria, Tékkóslóvakia 17 vinn. Kanada (+ biðskák), Kina, Kúba, Holland, Pólland, Bandarikin 16.15 vinn. Kolombia, Frakkland, Island, Filippseyjar, Rúmenia, Skotland, Spánn og ísrael. Staðan i kvennaflokki er þessi: 16.5 vinn. Ungverjaland 16 vinn. Sovétrikin 13.5 vinn. Pólland, Rúmenia. Islenska kvennasveitin hefur 11 vinninga. Póst- og símamálastjóri: Þjónustan greidist af almannafé Jón Skúiason, póst- og sima- málastjóri, hafði samband við okkur vegna fréttar á baksfðu blaðsins i gær, þar sem vitnað er I umsögn Jóns vegna þingsálykt- unartillögu um eftirgjöf á afnota- gjaldi fyrir sima elli- og örorku- lifey risþega. V — Ummælin sem höfö eru eftir mér eru tekin úr samhengi i frétt- inni, — sagði Jón, — og gefa ekki rétta mynd af minni afstöðu. Ég er hlynntur þvi aö elli- og örorku- lifeyrisþegar fái þessa þjónustu. Agreiningurinn er hins vegar um þaö, hvort þessi þjónusta eigi að greiðast af almannafé eöa leggj- ast sem aukaskattur á almenna simnotendur. Hér er um að ræða upphæð sem nemur u.þ.b. 150 miljónum á ári samkvæmt nú- gildandi gjaldskrá. Ég tel að þetta eigi að taka af almannafé, en ekki af sfmnotendum. 1 öðru lagi vil ég taka fram, aö Póst- og simamálastofnunin fer i öllu eftir fyrirsögn samgöngu- ráðuneytisins um framkvæmdir á reglugerö i þessum efnum og þangaö leitum við með öll vafaat- riði, — sagöi Jón að lokum. —ih nýju smapeningarnir... ..fara beint í budduna. Seðlarnir leggjast að sjálfsögðu inn á reikning í Alþýðubankanum. Nú þarf að passa smápeningana. Kaupið buddu fyrir áramótin. Alþýðubankinn hf Laugavegi 31 - Sími 28700 Útibú: Suöurlandsbraut 30 - Sími 82900 UOItm SVO VEL ad líta inn í Vörumarkaðinn hf. 1 dag kl. 2-6 Við kynnum úrval heimilistœkja, reiðhjóla, húsgagna, barnafatnaðar, leikfanga, pottablóma, gjafavöru, kerta og sœlgœtis Kjötiðnaðarmenn okkar gefa gestum að smakka ú jólamatnum og kynna áleggsúrvalið sem þeir bjóða Mjólkursamsalan kynnir ís og ístertur JEL O. Johnson & Kaaber kynna kaffi Auk þess heimsœkir Lúðrasveit Reykjavíkur okkur og leikur fyrir gesti kl. 14.30 Vinsamlega athugið að á kynningunni er ekkert ti! sö/u Vörumarkaðurinniif. Ánnúla 1 A, simi 86111.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.