Þjóðviljinn - 29.11.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.11.1980, Blaðsíða 16
? t * . f*' I f > f t V , - r » . *•* • í V • « p 16. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. — 30. nóvember 1980. Eintómur T sj ækofskí Þaö veröur eintómur Tsjækofski á næstu sinfóniutón- leikum, Hnotubrjóturinn, 1812 forleikurinn og fyrsti pianókon- sertinn. Einu sinni voru þetta meðal vinsælustu tónverka i heimi, og þau eru þaö kannski enn, i þaö minnsta er enginn ástæöa til aö ætla aö þau fæli *einn eöa neinn frá. Það er lika alltaf spennandi aö heyra pianó- konsertinn meö stórvirtúós, sem aö þessu sinni veröur Shura Cherkassky, en hann hefur oft veriö hér áöur og alltaf gert mikla iukku. Sumum mun þó finnast heldur mikiö, aö spandera heilum tónleikum á þetta annars yndislega tón- Tónlist á skáld, þvi hann sé ekki beinlinis uppi á teningnum þessa dagana. Eöa á hann kannski afmæli? Jú Tsjækofski á auövitaö afmæli á hverju ári einsog aörir, væri 140ára núna, heföi hann lifað. Hann var hinsvegar ekki nema 53ára, þegar hann lést, i kóleru- faraldrinum i Sanktipétursborg 1893. Einhvernveginn finnst manni litið púöur i 1812 forleiknum, nema meö fallbyssum og öllum kirkjuklukkunum i Kreml. Hvort Woldemar Nelson hljóm- sveitarstjóri hefur þær i poka- horninu er ekki alveg vist, en við skulum samt vona aö Napo- leon fái fyrir feröina. Og fátt er betur til þess fallið aö koma manni i jólaskap en blessaöur Hnotubrjóturinn. Hann lengi lifi. Tsjækofski Akureyri Þær fregnir berast frá Akur- eyri, aö starfsemi Tónlistar- félagsins á staönum veröi meö fjölbreyttara móti i vetur. Þegar hafa veriö haldnir einir tónleikar, orgeltónleikar Almut Rössler i Akureyrarkirkju, en hún heimsótti Island sl. haust og boöaöi okkur fagnaöarerindi Messiaens, einsog enn er i fersku minni. N.k. laugardag munu Ólöf Harðardóttir og Garöar Cortes syngja fyrir Tón- listarfélag Akureyrar, viö undirleik Guörúnar Kristins- dóttur, lög úr ýmsum óperum og óperettum, og veröur hluti af þeirri efnisskrá sá sami og á sinfóniutónleikum i Reykjavik fyrir skömmu. 24. janúar fer Kammersveit Reykjavikur undir forustu ameriska fiölu- snillingsins Paul Zukofski þarna noröur, og mun hún flytja Pierr- ot Lunaire eftir Schönberg og Klarinettkvintett Brahms. Þar veröa auk Zukofskis, Rut Magnússon söngkona og Gunnar Egilson klarinettleik- ari aðal stjörnurnar. Pianistinn Martin Berkofsky ætlar aö heimsækja Akureyr- inga i vetur, einsog oft áöur, og mun hann leika fimm sónötur eftirBeethoven þ. 8. febrúar. Og svo mun Manuela Wiesler koma meö austurriskan pianista, Christian Schuster, og leika með honum sitthvaö fallegt, m.a. Schubert og Busoni þ. 28. febrúar. Allir veröa þessir tón- leikar i Borgarbiói á Akureyri, á laugardögum kl. 17. Sinfóníuþankar II Eitthvað vorum viö aö minnast smávegis á skipulag Sinfónfuhljómsveitarinnar um daginn, þó ekki væri farið langt eöa djúpt I sálmana. Þar var þó minnst á að æskilegt væri að starf hennar yrði viðtækara og fjölbreyttara, miðaðist ekki eingöngu viö venjulega (steinrunna) stjórhljómsveitar- konserta. Þetta var aðeins sett fram sem skyndihugmynd, um hvernig hljómsveitin mætti verða að sem mestu gagni og ánægju, fyrir áheyrendur og sjálfa sig. Þaö fylgir nefni- lega talsverö hætta á stöönun og lifsleiöa ef hljómsveitarfólkið fær ekki tækifæri til aö vinna aö ööru en þeirri tónlist sem samin er fyrir stórar hljómsveitir. Eyrað slævist og tilfinningarnar lika, og að þvi kemur fyrr en varir, að sinfóniutónleikarnir verða illur en óumflýjanlegur vani, já kannski hreint kval- ræöi. Og menn skuli ekki halda að áheyrendur finni þetta ekki lika. Þeir eru, þegar allt kemur til alls, hinn hlutinn af hljóm- sveitinni, lifandi i starfi hennar, þó þeir séu hérna megin við sviösbrúnina. Mikil og skipu- lögö kammermúsik er ein af höfuönauösynjum tónlistarlifs- ins, og sömuleiðis smáhljóm- Umsjón: Leifur Þórar. insson tónbálkur sveitir til flutnings á undir- stöðuverkum forsinfóniskra tima, verkum Bachs, Handels, itölsku barrokkmeistarnna osfrv. Þetta finna allir góðir hljómsveitarmenn, og þess- vegna höfum við Kammersveit- ina, einn eöa tvo blásarakvint- etta, og eflaust fleiri smáhópa, sem vinna að þessum hlutum i fritimanum, og halda lifs- þyrstum áheyrendum við efnið, hvenær sem færi gefst. Þeir reyna aö hafa efnisskrár sinar sem uppbyggilegastar og hafa jafnvel áttað sig á, að eldri músik er alls ekki nóg, það þarf lika að heyrast ný músik, ef eðlileg gróska á að vera i tilver- unni. Þessvegna fáum við stundum á kammertónleikum verk n ú t im a m e is t a r a , Stravinsky hér, Stockhausen þar og Schönberg seinna i vetur, og islensk tónverk fá jafn- vel aö fljóta meö. En þetta er auövitaö allt meö höppum og glöppum, og fátt um hreinar og beinar linur I starfseminni, sem ekki er von. Þarna þarf siníóniuhljóm- sveitin sem músikmiöstöð, að gripa inni, skipuleggja og stimúlera. Ég veit aöþað kemur að þvi að forráðamenn átta sig á þessu. Kannski verður það ekki of seint. Vetrardagskrá sinfóniu- hljómsveitarinnar er alltaf tilefni til umræðu. Finnst hverj- um sitt og koma jafnan fram ólik sjónarmið, og sum býsna furöuleg. Ein undarleg skýr- ing á hversu fá Is- lensk tónverk eru á efnis- skránni i' vetur, er aö áheyr- endur vilji alls ekki heyra þau. Hvaðan ætli þær upplýs- ingar séu komnar? Hefur veriö gerö einhver könnun á þessu? Hvar og hvernig? Er ekki held- ur tílíklegt, að þeir sem leggja á sig þá andlegu vinnu, sem óhjákvæmilega fylgir þvi að njdta æðri listar, séu haldnir slikum fordómum, að þeir neiti að hlusta á ný tónverk landa sinna, þeir dæmi þau til dauða dheyrð? Ekki hefur maður orðiö Tónleikar Kammer- músík- klúbbsins Aörir tónleikar Kammer- músikkiúbbsins á þessu starfs- ári, veröa i Bústaöakirkju mánudaginn 1. desember kl. 20.30. Þarna koma fram ungar og bráöefnilegar tónlistarkonur og ætla aö leika á fiölu, viólu og selló. Þetta eru Laufey Siguröar- dóttir, Helga Þórarinsdóttir og Nora Kornblueh, en þær munu hafa unnið saman áöur, vestur I Bandarikjunum, þegar þær voru þar viö nám. Kristján Stephensen óbóleikari veröur reyndar meö þeim i einu verki, óbókvartett eftir Mozart, en það er verk sem heyrist ekkert alltof oft, þó þaö sé meöal sérkenni- legustu kammerverka sina tima. Þær stöllur munu svo leika tvö trió: Serenade op. 10 eftir ungverska tónskáldiö, pianistann og sérvitringinn prógramm og stórt i sniöunum, þó þaö láti kannski ekki mikiö yfir sér viö fyrstu sýn. Erno von Dohnányi, en ein- hans um ABCD, og Diverti- hverjir hafa áreiöanlega hlegiö mento I Es dúr eftir Mozart. sig máttlausa aö tilbrigöum Þetta er þvi býsna glæsilegt var viö það, heldur frekar hið gagnstæöa. Ahugi fyrir nýjum islenskum tónverkum virðist einmitt hafa vaxið eins og raunar á annarri islenskri list- sköpun undanfarin ár, sem aldrei hefur notiö jafnmikils fylgis meö þjóöinni og einmitt nú. Hvað veldur þá að ný Islensk tdnverk hafa sjaldan eða aldrei verið færri hjá sinfóniunni en i vetur? Mér dettur ekki eitt augnablik I hug að ástæðan sé beinn fjandskapur forráða- manna, þvi þeir hafa varla neinar pottþéttar ástæður fyrir slikum tilfinningum. Er þá um að ræða þekkingar- leysi á markaðnum og hræðslu við þau átök sem jafnan hljóta að fylgja frumflutningi tónverka? Ótti og fjandskapur haldast oft I hendur. Ný verk krefjast meiri skipulagningar, ekki aðeins á æfingum hljóm- sveitarinnar, heldur og ekki siður, uppbyggingu og kynningu efnisskrár. Það þýðir ekki að setja nýtt verk hvar sem er, ónákvæmni getur eyðilagt alla tónleikana. Þaö er td. afleitt að byrja tónleika á nýju verki, sem oft er þvi miður gert, þvi hljóm- sveit og áheyrendur eru þá alls ekki komnir f rétta stuðiö, eru kaldir og hikandi. Að gera nýja verkið að einskonar hornreku, dregur ekki aöeins úr að það nái til áheyrenda heldur getur sllkur feluleikur gjöreyðilagt aila tónleikana. Þeir missa þar meö sannfæringarkraftinn, sem jafnvel besti sólisti I skyldugum einleikskonsert fær ekki bætt. Af hverju er svo nauðsynlegt aö flytja islensk tónverk á sinfóniutdnleikum? Ef þau eru svona hættuleg og erfið viöur- eignar, er þá ekki best að sleppa þeim og einbeita sér að þvi sem öruggt er og fyrirfram gefið? Hversvegna höfum við yfirleitt sinfdniuhljdmsveit? Er eina ástæöan sú aö viö fáum nokkur tækifæri á ári til aö hlusta á Beethoven i sparifötunum? Er ekki augljóst, að sömu lögmál hljóta að gilda hér og i öðrum löndum, að forsenda slikrar hljdmsveitar er, aö til sé innlend tdnsmiö, sem þróist i, og með hljómsveitinni? Menn verða að gera sér grein fyrir þvi, að eldri list verður ekki metin, hennar veröur ekki fyllilega notið nema I tengslum við nýja list. An lifandi tónsköpunar, án nýrra tónverka á efnisskránni, er allt mat á fortiöinni út i bláinn, steingelt og greinilega merkt dauðanum. Þvi miður telst efnisskráin i vetur til meiriháttar slysa Islenskrar tónlistarsögu. Við skulum reyna að bera höfuðið hátt og leiðrétta þetta i framtið- inni. Ekki með yfirbreiðslum og undanslætti, einsog málamynda sértónleikum fyrir utan dagskrá (Myrkir músikdagar?), heldur raunsannri og þaulhugsaðri prógrammpólitik. En þá þarf nú efnisskrárnefndin að fara á smákúrsus i „partítúr” lestri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.