Þjóðviljinn - 29.11.1980, Qupperneq 23
Helfiin 29. — 30. nóvember 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 23
DÍLLINN
HER
Eirikur Guðjónsson
skrifar um útvarp
og sjónvarp
Bandarísku
lífsgildin
Dagskrá vikunnar sem leiö er
ekki þess eölis aö hægt sé aö
semja langar heimspekilegar
vangaveltur um hana nema
vera kynni aö hún sé framlag
rikisins til fánýtishyggjunnar.
— Eins og vera ber um fjölmiöla
sem reknir eru af rikisvaldi sem
foröast aö hafa stefnu, vekja
spurningar og valda umræöum.
Gott dæmi um þessa stefnu að
vilja ekki reita neinn til reiði, er
sú pólitik sem rekin er af lista-
og skemmtideild sjónvarpsins,
þegar valdar eru kvikmyndir
fyrir föstudags- og laugardags-
kvöld. Það virðist vera sjónar-
miðið núna að gefa kvikmynda-
áhugafólki eitthvað til þess að
smjatta á, á föstudagskvöldum,
og hinum amerikaniserðu eitt-
hvað til þess að gráta yfir á
laugardagskvöldum. —
Hester-stræti sem sýnd var á
föstudaginn fullnægði vissulega
kröfuhörðum kvikmyndaáhuga-
mönnum, og „Kærleikurinn
gerir kraftaverk”, var vægast
sagt ódulbúin erting á tára-
kirtlunum. Raunar fylgdi á eftir
dagskrárliður sem sjálfsagt
verður ómissandi i framtiðinni,
það er langur þáttur um fræga
fólkið i Amerikunni að baða sig
upp úr sviösljósunum, saman-
ber óskarsverölaunaveitingin
ofl. i þeim dúr.
Það verður að veita sjónvarp-
inu sérstaka viðurkenningu
fyrir mjög öflugt og vel unnið
starf að kynninguog útbreiðslu
þeirra lifsgilda sem okkar bestu
vinir og verndarar þ.e. Banda-
rikjamenn, búa við.
Það er til dæmis ómetanlegt
aö blessuö börnin fái tækifæri til
þess að sjá jafn gagnmerka og
vel unna þætti eins og „Lassie”
og „Húsið á sléttunni”. Þvi
sannið þiðtil, þó að þessir þættir
láti litið yfir-sér og séu tiltölu-
lega sakleysislegir við fyrstu
sýn, þá eru uppeldisáhrifin sem
fimmhundruö sllkir skammtar i
bernsku geta haft, sjálfsagt
alveg ótrúleg. —
Þetta er meðal annars skýr-
ingin á þvi hvers vegna undir-
skriftaherferöir fyrir endurupp-
töku á kanasjónvarpi, hafa mis-
heppnast. Vel upplýstir tslend-
ingar hafa sjálfsagt fyrir löngu
gert sér grein fyrir að meðan
islenska sjónvarpsins nýtur við
þá er hitt óþarft. —
Hljóðvarpiðhefur aftur á móti
veriö með ýmsa fjörkippi i sam-
bandi viö fréttaskýringar og
annað þvi tengt efni, núna sið-
ustu misserin, þó ýmislegt
annaö mætti betur fara.
Eðlismunur fjölmiðlanna or-
sakar það meðal annars aö hiö
talaða orð hlýtur aö vera á þvi
tungumáli sem talað er i land-
inu, og þar af leiöandi er ekki
hægt aö leysa kanaútvarpið full-
komlega af hólmi, með þvi
islenska,—
Annars væri nú ansi gaman að
fá samanburð á vægi tveggja
málaflokka i fréttatimum
þessara fjölmiöla,og þeir mála-
flokkar sem mér eru i huga eru
vegamál og bilar.
OG
Rússnesk máltæki
Mann-
lífið
í mið-
borginni
Þeir sem dvalist hafa erlendis
að vetri til þekkja örugglega þá
tilfinningu hvað það er unaös-
legt að stinga sér inn á krá eftir
verslunarferð eða þegarmaöur
er að koma af bókasafninu og fá
sér kaffibolla eða bjór eftir þvi
hvernig skapið er. Á köldum
desemberdögum veit ég ekkert
betra en þá þjónustu sem boðiö
er upp á i Danmörku: heitt jóla-
glögg og piparkökur. Einhverra
hluta vegna hefur sú venja ekki
komist á hér á landi þrátt fyrir
gamalgróin tengsl viö Dana-
veldi, enda færi vist hrollur um
bindindispostula viö að heyra
slikt nefnt. Það er sannleikur að
jólaglögginu fylgir alveg sér-
stök stemmning, ekki sist á
gamalli krá eins og Hviids vin-
stue sem býður upp á bæjarins
besta glögg I Höfn.
Veitingastaðurinn Hornið
hefur nú tekiö upp þann siö að
blanda I glögg og bjóöa upp á
það I desember, jafnframt þvi
sem matseöillinn hefur verið
aukinn og endurbættur meö
Sigurjón á Alafossi, Jón Páls-
son, Guðmundur Sigurjónsson,
Páll Guttormsson og Pétur Sig-
fússon.
Visa
Eftirfarandi visu fengum við
senda og látum hana flakka.
Skitapakk og öfund ill
ærnum veldur kláöa.
Þessi krata-kærleiksstill
ku nú flokknum ráða
Sk.E.
írsk spakmæli
Slæmur karlmaöur er sá sem
dáist aö sakleysinu, en slæm
kona er þannig kona sem maður
verður aldrei þreyttur á.
Oscar Wilde
Fyrirgefðu alltaf óvinum
þinum; ekkert angrar þá meira.
Oscar Wilde
Kenniö Englendingum að tala
og Irum aö hlusta og þá munu
þessi tvö þjóöfélög veröa sið-
menntuð.
Oscar W'ilde
velja sérhvaðsem þeirvildu, en
undir borðum lék Guðmundur
Ingólfsson á pianó tónlist af létt-
ara og ljúfara taginu. Góö stund
þaö.
Margir hafa bent á það hve
miöborgin hefur lifnaö við á
allra siöustu árum. Þar eiga
veitingahúsin stóran hlut að
máli. Þau bjóða upp á mikla
fjölbreytni og greinilega kunna
þeir borgarbúar sem hafa tima
og peninga til aö heimsækja
veitingahúsin vel aö meta. A
Torfunnier alltaf fullt um miöj-
an daginn af konum sem fá sér
kaffi og rjómatertu mitt i
búöarápinu, á Horninu eru þaö
pizzurnar og léttu vinin, og
Torgiö gefur kost á að fylgjast
meö mannlifinu á því gamla
Lækjartorgi. Mannlifiö og
borgarmenningin er aö breyt-
ast, þeim til ánægju sem vilja
endurlifga og vernda þaö litla
sem eftir er af gömlu Reykja-
vik.
— ká
Úr skúffunni hennar ömmu
Glimukappar Islands áriö 1912.
ömmu hafa þótt þessir menn
fjallmyndarlegir enda myndin
vel varðveitt i skúffunni. Og
óneitanlega eru þeir glæsilegir.
Þarna er Jóhannes á Borg i
fornmannabúningi, Hallgrimur
Benediktsson. (faðir Geirs),
Meö þvi skemmtilegra sem maður gerir er að grúska i gömlum
myndum. Þessi skaut upp kollinum I myndasafni Þjóðviljans og
mun hún vera tekin I íslenskri þingmannaheimsókn til Moskvu, lik-
lega einhvern tima á 7. áratugnum. Þeir sem sjást þarna I kærleiks-
höndum sovéskra meyja eru Guölaugur Gislason, Gils Guðmunds-
son, Ingvar Gislason núverandi menntamálaráðherra og Eysteinn
Jónsson.
Sá sem giftist vegna ástar nýtur
hamingju um nætur en þjáist á
daginn.
Konan hlær þegar hún getur og
grætur þegar hún vill.
Gómsætt er vinið þegar fögur
brúður fyllir hornin.
Gjöfin kostar litiö en ástin getur
reynst dýr.
Lestu bænir þinar einu sinni
áður en þú gengur til orustu, —
tvisvar sinnum áður en þú
leggur upp i sjóferð, — þrisvar
sinnum áður en þú gengur i
hjónaband.
Karlmaður án konu er jafn illa
farinn og húfulaus maður i hriö.
Syndir eiginmannsins nema
staðar á þröskuldinum — syndir
eiginkonunnar ganga rakleitt til
stofu.
Sá sem ekki kvænist ungri ekkju
kynnist ógæfunni aldrei til
hlitar.
ööru visi mér áöur brá. Forseti
og varaforseti ASI báöir úr
Verslunarmannafélagi Reykja-
víkur, annar kommi en hinn
ihald.
steikum og súpum, ábætisrétt-
um og kökum, auk skötuselsins
sem er hreinasta kóngafæða.
Blaðamönnum varboðiði mat
um siöustu helgi,og máttu þeir