Þjóðviljinn - 29.11.1980, Síða 24
AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR 83.6
ÖLDIN SEXTÁNDA Hannes Pétursson: Sigfús Daðason:
MINNISVERÐ TIÐIND11501—1550 HEIMKYNNI VIÐ SJÓ LJÓÐ
Ölafur Gunnarsson:
LJÓSTOLLUR
Hér kemur nýtt bindi, hið tíunda í
röóinni, af hinum geysivinsæla
bókaflokki, ,,Öldunum“, minnisverð
tíðindi 1501 —1550, tekin saman af
Jóni Helgasyni. — Hér greinir á
lifandi og aðgengilegan hátt frá
miklum umbrota- og átakatíma í sögu
þjóðarinnar, siðskiptaöldinni.
Fjölmargar myndir eru í bókinni,
ýmsar fáséðar. Fyrri bækurnar ná yfir
tímabiliö 1601 —1970: Öldin
sautjánda, Öldin átjánda I—II, Öldin
sem leið I —II og öldrn okkar I —IV.
Aldirnar eru lifandi saga liðinna
atburða í máli og myndum. Fáar
bækur hafa orðió eins vinsælt
lestrarefni á íslandi. Enginn lætur
Öldina sextándu vanta í safnið.
„Aldirnar" eru bækur fyrir alla, unga
sem gamla, eigulegar, fróðlegar og
skemmtilegar tsenn.
Gunnar Gunnarsson:
MARGEIR OG SPAUGARINN
Lögreglusaga
I fyrra byrjaöi
að koma út
sagnaflokkur
um
rannsóknarlög-
reglumanninn
Margeir og var
þaö nýjung í
íslenskri
fjörunni við Skúlagötu. Enginn veit
hver konan er, en þá kemur maður frá
Keflavík og segist vera eiginmaóur
hennar. Margeir hraðar sér suður
eftir. . . Spennandi og vel skrifuð
lögreglusaga úr kunnuglegu
umhverfi. Persónulýsingar skýrar og
öll atvik trúveróug í samhengi
sögunnar. Nú höfum við eignast eigin
krimmahöfund.
sagnagerð.
Hér er Margeir
kominn aftur. . .
. Konulík finnst í
Heimkynni
við sjó er
tvímælalaust
bókmennta-
viðburður
ársins.
Fyrsta
Ijóðasafn
Hannesar
Péturssonar
í tæpan
áratug.
Skáldið gengur fjörur, skyggn á
stórmerkin í náttúrunni sjálfri,
hrynjandi árstíðanna allt í kring. Fyrir
lesandann er brugðiö upp
ógleymanlegum Ijóðmyndum. Hér
kveður Hannes af meira listfengi og
fágun en nokkru sinni fyrr. Þessi bók
er kjörgripur Ijóðaunnenda. —....í
einfaldleika sínum fjölbreyttari og
djúphugsaðri en sumar fyrri bækur
Hannesar." (G. Ást./Helgarpóstur-
inn). ,,Ef einhver getur enn skynjað
skrumlausa fegurð, þá er hana hér
að finna.“
(Eyst. Þorv./Þjóðv.).
Stefán Unnsteinsson:
STATTU ÞIG DRENGUR
Þættir af Sævari Ciesielski
Stattu þig
drengur er
vissulega
umhugsunarverö
bók. Hvernig
mótar
þjóðfélagiö
manninn, hvers
vegna leiðast
sumir til afbrota
og hvernig er
tekið á þeim
þegar svo er komið? Bókin er alvarleg
ákæra á hendur samfélaginu, án þess
að sýkna einstaklinginn af ábyrgð á
gerðum sínum. Geirfinnsmálið muna
allir, — eða þá hlið þess sem að
almenningi sneri. En hvernig var
vinnubrögðum hagaö við
yfirheyrslur? Bók sem enginn
hugsandi maður getur leitt hjá sér.
„Stefán Unnsteinsson leiðir hug
lesenda sinna aö mikilli og
átakanlegri harmsögu . . .“ (H.
Kr./Tíminn). „Þetta er skynsamlega
og heiðarlega gert hjá Stefáni." (Árni
Bergm./Þjóðv.).
Heildarútgáfa á
Ijóðum Sigfúsar
Daðasonar, eins
snjallasta og
djúpsæjasta
skálds samtíðar-
innar. Ljóðin eru
ort 1947-77.
Myndir eftir
Sverri
Haraldsson.
Fög-
ur og vönduð útgáfa. Þriðja bókin í
flokki Ijóðasafna samtíðarskálda.
MANASILFUR II
Safn endurminninga
Gils Guðmundsson valdi
Asgeir Hjartarson:
LEIKNUM ER LOKIÐ
Annað bindi
hins vinsæla
úrvals endur-
minninga
sem Giis
Guðmundss.
tekur
saman. Hér
eru þættir
eftir 29
höfunda.
Fjölbreytileg
sýnishorn íslenskrar frásagnarlistar,
sögumenn úr ýmsum stéttum, karlar
og konur. Hér segir bæði frá ýmsum
merkisatburðum (slandssögunnar
eins og sögumenn lifðu þá, og
hversdagsönn og lífsbaráttu við
margvíslegar aðstæður. Falleg og
eiguleg bók, skuggsjá íslensks
mannlífs fyrri tíöar.
Úrval
leikdóma
Ásgeirs
Hjartarsonar
og greina
um
leikhúámál
og
leikhúsmenn,
frá árunum
1959-1972.
Ásgeir var einn gleggsti og
ritsnjallasti leikgagnrýnandi landsins
á sinni tíð og greinar hans mikilsverð
heimild um íslenska leiklistarsögu.
Ólafur Jónsson valdi efnið og ritar
eftirmála um höfundinn og bókina.
Ljóstollur er
beitt,
nærgöngul og
vægðarlaus
lýsing á
upptöku ungs
manns í
samfélag
karlmennsk-
unnar
þar sem öllu
skiptir að vera
töff — eða sýnast það ef maður vill lífi
halda. Sögumaðurinn, Stefán, er
ungur piltur og við kynnumst
umhverfi hans, bæði fjölskyldu og
vinnufélögum. Ólafur Gunnarsson er
einn af athyglisveröustu ungum
höfundum landsins og hefur hér náð
góðMm tökum á stíl, mannlýsingum
og frásagnarhætti. „Býsna mögnuð
bók . .. ætti að geta vakið góða
umræðu um kúgun karlmanna."
(Dagný Kr./Þjóðv.).
Auður Haralds:
LÆKNAMAFÍAN
Lítil pen bók
Auður Haralds
stormaði inn á
bókmenntasviðið
meó
Hvunndags-
hetjunni
í fyrra.
Læknamafían,
lítil pen bók,
lýsir baráttu
hennar(eða
sögukonu) vió
að fá sjálfa sig og sjúkdóm sinn tekin
gild af samfélagi læknanna. Sagan er
snörp ádeila, bráðlifandi og
spaugsöm lýsing, húmorinn beinist í
senn að sögumanni sjálfum og
umhverfinu. Sjúkrahúslýsing
sögunnar er drepfyndin — þarfer
höfundur á kostum. Ýmsum mun
dillað við lesturinn og kannast við sitt
af hverju . . .
Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923 - 19156