Þjóðviljinn - 02.12.1980, Page 5

Þjóðviljinn - 02.12.1980, Page 5
Þriöjudagur 2. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 / Stórslysin verða pólitísk mál á Italíu: Jarðskjálftamir og ábyrgð stjómvalda Ný skáldsaga eftir Ólaf Hauk GALEIÐAN ekki óhæf hegöun á sorgarstundu; ekki bera Kristilegir demókratar ábyrgð á jarðskjálftum. Vitaskuld. En hitt er svo vist, að afleiðingar náttúruhamfara hafa fyrr og siðar sagt m ikla sögu af þvi stjórnarfari og búskapar- háttum sem i viökomandi löndum eru við lýði. Þegar flóð mikil verða á Indlandi, þá verða þau m.a. rakin til þess, að stunduð hefur verið rányrkja á skógum Himalajafjalla og þar meö hefur jafnvægi i vatnsbúskap landsins verið eyðilagt. Þegar miklir jarö- skjálftar urðu i Managua, höfuö- borg Nicaragua, fyrir nokkrum árum, urðu þeir m.a. til að brýna Þeir sem eftir lifa grafa f rústirnar; verö á ölkelduvatni fjórfaldaöist hjá spekúlöntum og smyglararnir seldu tjöld á svörtum markaöi. það fyrir umheimi, hverskonar glæpastjórn þar sat: alræðisklika Somoza klófesti birgðir lyfja og hjálpargagna og seldi á svörtum markaði. Eins hafa ýmisleg stórslys á ítaliu, bæði af völdum mengunar og jarðskjálfta, leitt i ljós djúp- stæða spillingu og dáðleysi i þvi stjórnkerfi sem hinn ráðandi flokkur, Kristilegir demókratar, hefur notað sem pólitiskt mútu- tæki áratugum saman. Á ttaliu verða þvi öll mál hápólitisk, einnig jarðskjálftar og afleiðingar þeirra. —AB. Hjá MALI OG MENNINGU er komin út ný skáldsaga eftir ólaf Hauk Símonarson, GALEIÐAN. Á bókarkápu segir um efni bókarinnar: „Galeiöan er nútimaskáldsaga og viðfangsefni hennar er i senn Ólafur Haukur Símonarscm timabært og sjaldséð i islenskum bókmenntum. Lesandi slæst i hóp nokkurra stúlkna sem vinna i dósaverksmiðju og lifir með þeim súrt og sætt fáeina daga. Hann kynnist aðstæðum þeirra heima fyrir ög á vinnustað og einnig yf- irboðurum þeirra, hærri sem lægri. Skýrar og margþættar persónulýsingar eru einn megin- kostur bókarinnar og stúlkurnar veröasannfærandioglifandi fyrir augum lesandans... Ekki sist þess vegna birtist glöggt það galeiöu- mynstur sem lif þeirra er i raun hneppt i, bæði á vinnustað og i einkalifi. Aþessum dögum gerast einnig atburðir sem gætu breytt lifi þessara stúlkna, a.m.k. reynist samstaða þeirra vonum meiri þegar i odda skerst....” Galeiöan er þriðja skáldsaga Ólafs Hauks, en hann hefur sent frá sér skáldsögurnar Vatn á myllu kölska og Vélarbilun á næt- urgalanum.auk þess sem út hafa komiðeftir hann bæði ljóðabækur og smásögur. Galeiðan er 193 bls. Sigrid Valtingojer myndskreytti bókina og gerði kápumynd. Fræðimannsíbúð Jónas Kristjánsson forstööumaöur Arnastofn- unar tekur viö lyklunum aö fræöimannsibúöinni úr höndum Höllu Sigurðardóttur. — Ljósm: gel. Kristinn E. Andrésson og Þóra Vigfúsdóttir. Þaö eru aðeins til örfáar myndir af þeim hjónum. röðum islenskra sósialista. Kristinn var magister i islensku og skrifaði mikið um islenskar bókmenntir að fornu og nýju eins og bækur hans bera vitni auk þess að stofna og stýra Máli og menningu um árabil. Hann var einn þeirra sem barðist fyrir endurheimt handritanna úr höndum Dana og sat i nefnd- inni sem samdi um viðskilnað- inn við Dani, sem fulltrúi Sósial- istaflckksins. Það er haft eftir Paludan sem nú er sendiherra Dana hér á landi, en var i þá tið ritari nefndarinnar, að Kristinn hafi ekki látið neitt tækifæri ónotað til að minna á handritin. Enda „leiðréttust Danir i hand- ritamálinu”. Jónas Kristjánsson sagði við afhendingu lyklanna, að Þóra hefði vitað að það væri i anda Kristins að gefa Árnastofnun ibúðina. „Við þurfum að byggja brú hingað til lands fyrir er- lenda fræðimenn sem eflaust munu nýta ibúðina, og reyndar eru pantanir farnar að berast nú þegar”, sagði Jónas. Ibúðin er að Hvassaleiti 30 hér i borg og veröur hún kennd við Kristin og Þóru. Þriggja manna nefnd mun sjá um að út- hluta ibúðinni og eru i henni for- stöðumaður Arnastofnunar, fulltrúi Máls og menningar og fulltrúi frá Háskólanum. Mál og menning hefur þegar tilnefnt Onnu Einarsdóttur bróður- dóttur Kristins i nefndina. Nú eru handritafræðingar boðnir velkomnir ekki aöeins til starfa i Arnastofnun á tslandi. heldur og til vistar i ibúð Þóru og Krist- ins. — ká Kennd við Þóru Vigfúsdóttur og Kristinn E. Andrésson Stofnun Árna Magnússonar barst fyrir skömmu höföinleg gjöf. Þóra Vigfúsdóttir ekkja Kristins E. Andréssonar arf- leiddi stofnunina aö ibúð þeirra hjóna, með þvi skilyrði að hún yröi nótuð sem fræðimannsibúð fyrir norrænafræöinga. Halla Sigurðardóttir fósturdóttir þeirra hjóna afhenti lyklana að ibúöinni sl. föstudag að við- stöddum starfsmönnum Arna- stofnunar, háskólarektor og fleiri gestum. Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Arnastofnunar þakkaði gjöfina og sagöi, að eftir aö handritin komu til íslands hefðu margir erlendir fræðimenn áhuga á þvi að koma hingað til lands til rannsókna. Hingað til hefði stofnunin átt erfitt um vik að taka á móti þeim. Nú yrði þar breyting á með þeirri kær- komnu og nytsömu gjöf sem ibúðin væri. Kristinn E. Andrésson og Þóru Vigfúsdóttur þarf vart að kynna fyrir lesendum Þjóðvilj- ans, bæði störfuðu þau lengi i Hvassaleiti 30, en þar eiga fræöimenn sem leggja stund á norrænu eftir aö gista meðan þeir gista lsland. Höfdingleg gjöf til Árnastofnunar Jarðskjálftar halda áfram á ítalíu, og tala látinua ogþeirra sem taldir eru af fer vaxandi; þeir eru að minnsta kosti fjögur þúsund, ef tii vill mun fleiri. Enn er unnið að þvi að grafa fólk út úr rúst- um. Að likindum hafa um 300 þúsundir manna á Suður-ítaliu misst heimili sín i þessum hörmung- um. 600 sveitarfélög hafa ekki rafmagn, hundruð hafa ekki vatn. Og gagnrýnin á framkvæmd björgunarstarfsins hefur verið mikil. FRÉTTA- SKÝRING Það eru ýmsir bæir og þorp i námunda við Naopoli sem hafa orðið einna verst úti. Sjónarvott- ur lýsir til að mynda Laviano, sem er 16 km. frá Napoli á þessa leið — en þar bjuggu íyrir jarð- skjálftana miklu um 3000 manns: Bærinn er auður. Ejallvegurinn sem hlykkjaðist upp að kirkjunni er rofinn við ráðhúsið. Bæjar- kjarninn umhverfis kirkjuna hef- ur breyst I fimmtiumetra háan haug af bjálkum og múrsteinum. öfan á húsarúsunum vinna sjálfboðaliöar og hermenn baki brotnu meðhaka og skóflur. Þeg- ar okkur bar að, var verið aö bera litla granna konu á börum niður öngstig sem myndast hefur niður af haugnum: hún staröi út i bláinn án þess að vita af sér. i þrjá sölarhrínga haföi hún legið i rústum húsa sinna og hlustað á björgunarsveitirnar og vélskófl- urnar og sjúkravagnana... í þessu plássi einu höföu hermenn íyrstu þrjá sólar- hringana eftir jaröskjálftana miklu grafið upp 400 lik með berum höndum og þá var búist við að önnur fjögur hundruö væru enn undir rústunum, lifandi eða dauðir. Hjálparstörf og gagnrýni Það hefur veriö unniö mikiö hjálparstarf og hafa þar komið með ágætum við sögu ýmis sam- tök, bæði itölsk, erlend og alþjóö- leg. Sjálfboðaliðar úr jarð- skjálftabyggðum hafa margt vel unnið, og borgarstjórinn i Napoli, kommúnistinn Maurizio Velenzi, hefur hlotið gott orð fyrir aö hvetja sitt fólk til dáða og stilla ótta þess. Sjálfur fær hann i sinn hlut 50 þúsundir nýrra heimilis- leysingja i borg, sem átti fyrir við fleiri vandamál að glima en flest- ar stórborgir aðrar. En i leiðinni lætur Velenzi ekki hjá liða aö minna á, að öll vandamál veröi erfiðari en vera þyrfti i Napólihéraði vegna þess, að „herrarnir fyrir norðan” hafa jafnan gleymt okkur og b.aktalað okkur eins og þeir geta, segir hann. Umrnæli hans minna á þaö, að ltalia er tviskipt: Noröur-ítalia fellur vel að samfélagi annarra iönaðarlanda; Suöur-ltalia er enn i dag fátæk og vanþróuö. Aðal- klögumál suðursins er þaö, að það sé aískipt um ljárfestingar og þjónustu — og meöal annars þess vegna verði náttúruhamfarir enn alvarlegri harmleikur en vera þyrfti. Jarðskjálltarnir á ítaliu voruorðnir pólitiskt mál skömmu eftir að undrun og skelfing höföu gengið yfir. Italskir fjölmiölar hafa hvergi hlift rikisstjórninni fyrir slælega framkvæmd björgunarstarfsins. Eormaður Kommúnistaflokksins Ber- linguer, hel'ur sagt, að best færi á þvi að slik vesældarstjórn segöi af sér. Maiinleg ábyrgð Menn kynnu að spyrja : er þetla

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.