Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. desember 1980 Fimmtudagur 4. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 1. janúar n.k. verða 10% dagvistarrýma á dagheimil- um Reykjavíkurborgar opnuð fyrir börn hjóna og sambýlisfólks, og er það fyrsta skrefið í þá átt að opna dagheimilin fyrir öll börn. Börnin verða á aldrinum 3ja til 6 ára og greiða f oreldrar þeirra tvöf alt gjald f yrir þau miðað við það sem forgangshóparnir greiða nú. Þessi skipan mála verður endurskoðuð að ári og fyrir apríllok 1981 skal f élagsmálaráð hafa skilað tillögum um hvernig taka megi upp sveigjanlega gjaldskrá eftir aðstæðum og efnahag. Miklar umræður urðu um málið á síðasta f undi borgarstjórnar Reykjavíkur og verður hluti þeirra rak- inn hér á eftir. Á hjúskaparstétt eða efnahagur að ráða? - Guörún Helgadóttir rakti aðdraganda þessarar tillögu en hann cr sá aö á fundi stjórnar- nefndar dagheimila 16. október 1979 var skipaöur sérstakur hópur til að fjalla um nýjar leiöir i þjónustu dagheimilanna, breyt- ingar á innra starfi þeirra og fleira. i hópnum voru Arna Jóns- dóttir, fóstra, Bessi Jóhannsdótt- ir, félagsmálaráði, Elln Torfa- dóttir, forstööumaður, Ingibjörg H. Jónsdóttir, forstöðumaður og Þorbjörn Broddason, félagsmála- ráði. Hópurinn skiiaði nýverið til- lögum sem félagsmálaráð samþykkti i meginatriðum. Þakkaði Guðrún þessu fólk mjög gott starf. Einlitur hópur Siðan sagöi hún: Forgangshóp- ana (þ.e. námsmenn og einstæðir foreldrar) bar oft á góma á fund- um starfshópsins og taldi hópur- inn að meö auknu dagvistarrými og fækkun barna i sumum hverf- um borgarinnar væri eðlilegt að þetta fyrirkomulag hyrfi úr sög- unni. 1 framhaldi af þessu taldi meirihluti félagsmálaráðs að kominn væri timi til að lýsa þvi yfir sem stefnumiði að ekki ein- ungis börn einstæðra foreldra fengju inni á dagheimilum borgarinnar, heldur öll börn. Við teljum að ekki nái nokkurri átt að hafa eingöngu börn einstæðra foreldra og námsmanna á þess- um heimilum. Þaöer ljóst að meö þvi verður hópurinn býsna einlit- ur, — fjölskyldumynd barnanna verður einhliða. Vitaskuld hafa leikskólarnir bætt nokkuö úr, þvi þar hafa giftir foreldrar og sam- býlisfólk fengið aögang. Okkur er auövitað alveg ljóst að hér er meira um stefnuvisbend- ingu að ræöa, heldur en að þetta sé á nokkurn hátt nægileg lausn fyrir allt þaö fólk, sem ýmist er gift eða i sambúð og vildi gjarnan fá inni með sin börn, sagöi Guðrún. Okkur er jafnljóst að vandinn er minnstur hjá okkur aö samþykkja slika tillögu. Erfiðleikarnir hljóta að lenda á starfsfólki innritunardeildarinn- ar en við treystum þvi fyllilega til að lita á félagslegar aðstæður og efnahag þeirra sem til greiaa koma. Tvöfalt gjald Síðan sagði Guðrún um gjald- tökuna: Hlutfallið milli þesá sem foreldri greiðir og þess sem borgin greiðir hefur farið siminnkandi. Lögum samRVæmt á foreldri að greiða 40% og borgin 60% en erfitt hefur reynst aö halda þessu hlutfalli. Okkur þykir ekki óeðlilegt að fara fram á þaö að þar sem tveir eru um að ala upp barn verði krafist tvöfalds gjalds en auðvitað með þeim fyrirvara að gjaldskrárnefnd leyfi slikt. Mér er kunnugt um að á Akureyri eru teknar 65000 krón- ur fyrir börn giftra foreldra en gjaldið fyrir önnur börn er þar eins og hér rúmlega 50 þúsund á mánuði. Þessa niöurstööu um tvöfalt gjald rökstyðjum við meö þvi að auðvitaö verður fjöldi giftra foreldra og sambýlisfólks eftir sem áður að leita til dag- mæðra og þar verða þeir að borga rúm 120 þúsund á mánuði þannig að þarna er þó um lægra gjald að ræða. Þetta eru vissulega erfið mál og erfitt að finna milli- veginn, sagöi Guðrún að lokum. Markús örn Antonsson tók næstur til máls og fjallaði fyrst um störf nefndarinnar og dag- vistarmálin það 'sem af er kjörtimabílinu. Siðan sagði Markús: Vissulega hefur það verið margitrekuð stefna núverandi meirihluta að fullkom- ið jafnrétti ætti að gilda i þessum málum og ekkert forgangsflokka- kerfi ætti að ráða neinu þar um. Guðrún Markús Elin Albert torsendur skorti fyrir þvi að hægt sé að koma þessu i kring af einhverju viti. Við Sjálfstæöismenn getum i sjálfu sér fallist á að börn giftra foreldra og sambýlisfólk fái inni á dagheimilum ef þannig stendur á eftir hverfum I borginni, t.d. ef dregið hefur úr álagi og vistrými eru laus. Hins vegar gerir tillaga meirihlutans ráð fyrir þvi að einstæðir foreldrar og námsmenn eigi ekki forgang að nema 90% plássanna og þvi gæti komið til Guðrún Guðmundur Agústsdóttir Adda Sjöfn Ég játa hreinskilnislega aö ég hef verið nokkuð efins og það er margt sem hefur styrkt mig I þeirri trú upp á siðkastið að við ættum að lita mjög ýtarlega á stöðu heilsdagsvistunar, þróun hennar og hvaða annmarkar hafa augljóslega komið fram á henni i sumum tilfellum, t.d. hvað varö- ar óeðlilega langan viðverutima barna á þessum dagheimilum, en mér skilst að hann geti orðið allt að 11 timar á dag. Þetta og ýmis- legt fleira gerir þaö að verkum að ég er efins varðandi heilsdags- stofnanir en vil leggja þeim mun meiri áherslu á leikskólann. 1 samþykkt félagsmálaráðs segir á einum stað að ekki sé að svo stöddu fallist á tillögu starfshóps- ins um gjaldskrár eftir efnahag. Ég held að menn hafi alltaf talið gjaldskrá eftir efnahag grund- vallarforsendu þess að taka upp almenna heilsdagsvistun. Það hafa verið uppi mismunandi skoöanir á þvi hversu réttlætan- legt það væri að borga verulega niður leikskólavistina fyrir efn- aða foreldra og þetta veröur enn brýnna mál þegar um heilsdags- vistun er orðiö aö ræöa á almenn- um grundvelli. Þess vegna hefði verið eðlilegt aö þessu almenna vistunarkerfi yröi ekki komið á fyrr en slik gjaldskrárbreyting eða tillaga um hana liggur fyrir. Sýndarsamþykkt En borgarfulltrúar meirihlutans vilja hafa hraöann á I þessu máli og mér sýnist þeir ætla að fara svo hratt i sakirnar að ekki sé hægt að dæma þetta annað en sýndarsamþykkt. Þaö á , að sýna fram á að búið sé að upp- fylla þetta kosningaloforð, — það skal bara gert einhvern veginn, þó geysilega margar veigamiklar þess að visa þyrfti umsóknum þeirra frá. Markús vék þessu næst að gjaldtökunni og sagöi: t einka- dagvistuninni þurfa giftir foreldr- ar og sambýlisfólk að borga um 130 þúsund krónur á mánuði og mér sýnist að það sem meirihlut- inn er raunverulega að gera með tillögu sinni um tvöfalt gjald á dagheimilum, eða 100 þúsund,sé Umræður um dagvistun í borgarstjórn að stuðla að enn meiri mismunun. Það hefur verið sagt að það verði höfuðverkur innritunarfólksins hver fái að fylla þennan 10% kvóta og hver ekki. Við getum imyndað okkur hver ásókn verður i þetta af hálfu giftra foreldra og sambýlisfólks þegar sjáanlegt er að fólk myndi raunverulega græða 30 þúsund krónur á mánuði meö þvi að vera með börn sin inni á dagheimili miðað við einkadag- vistunina. Viö Sjálfstæöismenn leggjum þvi til aö giftir foreldrar og fólk i sambúö greiöi ekki lægra gjald á dagheimilum en giftir foreldrar greiöa fyrir börn sin I einkadagvistun. Þetta finnst mér eðlilegt og sanngjarnt miðaö við þaö fyrirkomulag sem nú er veriö að brydda uppá. Fái þessi tillaga ekki stuðning legg ég fram vara- tillögu um að framkvæmd þessara mála verði frestað þar til búið er að setja reglur um hvernig skuli háttað innritun i þennan 10% kvóta og hvernig meta skuli þá sem til greina koma og þar til endanlegar tillögur liggja fyrir um sveigjanlega gjaldskrá. öll börn fái aðgang Guðrún Agústsdóttir fagnaði þessari nýbreytni og sagði: A dagvistarheimilum borgarinnar eru svo til eingöngu börn foreldra og námsmanna og fáein börn giftra foreldra sem búa við mjög erfiðar aðstæöur. Börn á dag- heimilum eru þvi merkt, þau eru merkt svokölluöum forgangshóp- um. Það er siður en svo niöurlægjandi að tilheyra þessum hópum, en það getur varla talist æskilegt að börn sem búa við sér- stakar aðstæður heima hjá sér búi einnig við sérstakar aðstæður utan heimilis. Það er hætt við aö þau aðgreini sig frá öðrum börn- um, liti á sig sem sér hóp og fái villandi mynd af þjóðfélaginu. Spitalarnir hafa gripið til þess að reka dagheimili vegna skorts á fólki i heilbrigðisþjónustunni. Þar eru saman komin börn sem eiga flest foreldra sem koma úr sömu atvinnustétt. Það er auðvitað lofsvert að setja á stofn dag- heimili, en það er engin framtiðarlausn að safna saman börnum úr einni starfsstétt á eitt og sama dagheimilið. Ekki myndum við kæra okkur um sér- staka skóla fyrir börn einstæðra foreldra, námsmanna eða raf- virkja, lækna, presta eða iðn- verkafólks. Sama hlýtur að gilda um dagheimili. Við hljótum að vera sammála um að æskilegt er að á hverju dagheimili séu saman börn frá flestum atvinnustéttum þjóðfélagsins, börn einstæðra foreldra og börn sem alin eru upp hjá báðum foreldrum, rétt eins og i skólum. Það segir ekki allt um aðstæður fólks, hvort það elur börn sin upp saman eða hvort i sinu lagi. Einstætt foreldri getur verið þokkalega vel stætt og hjón með börn geta verið illa stödd. Að- stæður verður þvi að meta hverju sinni. Það þekkja flestir sögur um það að ef einstætt foreldri fer að búa með þarf barniö aö vikja af dagheimilinu. Þetta hefur gerst oftar en einu sinni og hlýtur það að vera mikið álag á barn, sem þarf að venjast nýju foreldri að missa jafnframt þau tengsl sem það hefur myndað utan heimilis á dagheimili sinu. Okkur ber að stefna aö þvi aö öll börn eigi aðgang að dagheimilum. Naumt skammtað Guðmundur Þ. Jónsson fagnaði einnig þeirri samþykkt félags- málaráðs að opna dagvistar- heimili borgarinnar meira fyrir gift fólk og hinn almenna borgara en ekki binda þaö við forgangs- hópana. Ég verð nú að segja, að þó þetta sé vissulega spor i rétta átt, sagði Guömundur, að þá finnst mér ekki nægilega vel skammtað. Eflitiðer á forgangshópana, þá er ljóst aö aðstæöur þessa fólks eru ákaflega mismunandi. Einstæðir foreldrar margir hverjir þurfa ekki að eiga neitt sameiginlegt nema nafnið. Bæði fjárhagur og félagslegar að- stæður geta verið með þeim hætti að meiri þörf sé fyrir pláss hjá hjónum, t.d. ungu fólki, sem er að vinna á lágum launum og er að koma sér upp ibúð og heimili. Þeirra þörf getur verið mun brýnni heldur en i mörgum tilfell- um hjá einstæðri móður svo ekki sé talað um námsfólkið. Ég skal viðurkenna að ég tel eðlilegt að einstæð foreldri hafa forgang, en jafnframt verð ég að viðurkenna að ég tel að félagsmálaráð hafi kannski verið full-gagnrýnislaust á námsmennina. I mörgum til- fellum hagar þvi þannig til að ef annaö hjóna er i skóla, þá hefur það forgang, jafnvel þótt hitt foreldnð sé búið að ljúka námi og farið að vinna störf sem eru hátt launuð i þjóðfélaginu. Ég er Markúsi Erni sammála að þvi leyti að með þvi aö hafa tvöfalt gjald fyrir gift fólk, óttast ég aö það sé raunverulega veriö að fram- legnja forréttindi þeirra sem betur geta borgað. Ég er ansi hræddur um að t.d. verkamaöur sem vinnur algenga verka- mannavinnu og koan hans sem vinnur i verksmiðju eða afgreiðir i búð, hafi ekki efni á að notfæra sér þessa þjónustu. Möguleikar þessa fólks á tekjuöflun eru 7—800 þúsund krónur á mánuði, og ef borga þyrfti af þvi með tveimur börnum rúmlega 200 þúsund krónur á mánuöi auk skatta, þá myndi kannski verða eftir af launum konunnar 100 þúsund kall. Ég held aö þarna sé of mikið i lagt og það verði að auðvelda þetta með þvi að taka upp sveigjanlega gjaldskrá semmiðist viö efnahag. Ég er ekki sammála Guðrúnu Helgadóttur um að ekki megi fara eftir skattskýrslum þegar meta skal gjaldið, enda er það gert i stórum stil t.d. viö úthlutun ibúða og þvi ætti ekki að vera nokkur tæknilegur vandi fyrir þá sem útdeila dagvistar- plássum i Reykjavik að gera það á sama hátt. KröfugeröASÍ Ég hlýt að minna á það i þessu sambandi að i undangengnum kjarasamningum, hefur það verið ein af kröfum Alþýðusambands- ins á hendur rikisvaldinu að aukið fé veröi lagt i byggingar dag- vistarheimila. Þetta hefur borið verulegan árangur og t.d. núna i nýgerðum samningum fylgdi yfirlýsing frá rikisstjórninni að á næsta ári skyldi lagt i dagvistar- heimili 1100 miljónir króna. Ég er ekki i vafa um að kröfugerö Alþýðusambandsins hefur hækk- að þessar upphæöir verulega og þar með auðveldað sveitarfélög- unum að reisa þessi heimili. En það hlýtur jafnframt að vera krafa Alþýðusambandsins að félagsmenn þess njóti dagheimil- anna, þvi auðvitaö erum við aö hugsa um hinn almenna félaga i verkalýðshreyfingunni, þegar viö setjum fram slikar kröfur en ekki forgangshópa sem ekki eiga þar aöild að. Stór hópur einstæðra foreldra, þeir sem eru i námi I iðngreinum og sjómennsku eru jú i Alþýöusambandinu, en þaö gild- ir ekki um alla þá hópa sem nú hafa aðgang aö dagvistarheimil- unum. Ég vil leggja fram tillögu um að félagsmálaráði verði falið að leita leiöa til að taka upp sveigjanlega gjaldskrá eftir efna- hag og félagslegri aðstöðu foreldra og skili tillögum til borgarstjórnar eigi siðar en i aprilmánuði 1981, sagði Guðmundur að lokum. Forgangshópum f jölgar hraðar Elin Pálmadóttir, tók undir með Guðmundi Þ. Jónssyni og sagði aö það hefði alltaf verið tal- ið æskilegt markmið að börnum væri blandað saman á dagheimil- unum og að ekki væri ágreiningur um að þeir sem væru i brýnustu þörfinni fyrir dagvistarpláss væru einstæðir foreldrar sem yrðu að vinna fyrir börnum sinum og námsfólk sem þyrfti ella aö hætta námi til að sinna börnun- um. Lengi vel var þvi spáð að við myndum ná þvi marki að sinna þörf forgangsflokkanna og siðan einnig fyrir öll önnur börn, en svo hefur það bara gerst að forgangs- flokkunum hefur fjölgað hraðar en uppbyggingin hefur annað, sagði Elin. Þess vegna er ekki nema von að maður spyrji, — erum við núna búin aö ná þvi marki að geta uppfyllt allar óskir þeirra sem brýnasta þörf hafa til? Svo er alls ekki. Og hvað gerir þá svona samþykkt i félagsmála- ráði? Mér sýnist aö hún varpi bara vandanum yfir á innritunar- fólkið. Það verður að standa and- spænis þvi fólki sem erfiöast á, einstæöu foreldri eöa náms- manni og á að leysa úr málunum. Ég held að i slikum tilfellum hljóti að verða aö taka það barniö sem mesta þörf hefur fyrir að komast á dagheimili, og samþykkt eins og félagsmálaráðs leysir engan vanda. Ég hef alltaf veriö þeirrar skoðunar að við ættum að taka upp það kerfi að láta greiða eftir efnum og ástæðum og ég sé ekki hvernig hægt er að láta fólk greiða eftir hjúskaparstétt. Það er einhvern hópur einstæðra foreldra sem er hátekjufólk, en hins vegar er fjöldinn af giftum foreldrum ungt fólk, sem ekki er komið i háar tekjur. Það er fólk sem ekki hefur efni á að borga tvöfalt gjald fyrir 2—3 börn sin og þess vegna hlýt ég að styðja til- lögu Guðmundar,þvi ef á að fara að taka upp kvótakerfi þá hlýtur það að vera gert eftir efnum og ástæðum frekar en hjúskapar- stétt. Annars sýnist mér málið svo óundirbúið og óundirbyggt að ekki séhægt að framkvæma þetta i raun nema mismuna fólki, og þvi teldi ég æskilegast, aö þessu yrði frestaö eins og Markús örn lagði til. Er mark takandi á skattframtölum? Guðrún Helgadóttir sagöi að fyrstþyrfti aö ganga frá þvl hvort fólki i sambúð og giftu fólki yrði gert kleift að koma börnum sin- um á heimilin, áöur en farið væri aö setjast niöur og semja reglur um hvernig það skuli framkvæmt. Niðurstaðan af þess- um umræðum, sagöi Guðrún, hlýtur að vera sú aö borgarstjórn verður að einbeita sér að þvi að byggja áfram og fjölga rýmum á dagheimilum. Siðan sagði Guðrún: Ég fæ ekki séð hvernig, okkar ágæti framkvæmdastjóri I dagvistuninni og hans starfslið á að sitja yfir þvi að meta ekki bara fjárhag gifta fólksins, heldur beinlinis allra foreldra þessara 3000 barna, sem á stofnununum eru. Ég er hrædd um að við verðum þá að fara fram á ærið mikinn starfsmannakost til viðbótar. Ég er i stórum dráttum alltaf dálitið hrædd við að hafa tekjuviðmiðun. Við höfum marg- rekið okkur á vafasamar fjárhagsfyrirgreiðslur til ýmissa samborgara okkar sem sýna félagsráðgjöfum skattskýrslur, sem ekkert stendur á og stundum hefur komið i ljós að petta er full- komin fjarstæöa og efnahagur þessa fólks er allur annar en skattskýrslan gefur til kynna. Það er vissulega sorglegt að segja það, en það er nú einu sinni svo, og auðvitað tilviljunum háð hvenær það uppgötvast og hvenærekki. Fráleittillaga Albert Guðmundsson sagðist fyrir sitt leyti treysta forstöðu- mönnum hvers heimilis fyrir inn- rituninni mun frekar heldur en einhverri miðstýrisskrifstofu út i bæ, sem er miklu ópersónulegri. Ég vil auka áhrif heimilanna sjálfra og forstöðukvenna i vist- unarmálum, sagði hann. Ég vil tala að mörgu leyti undir orð Guðmundar Þ. Jónssonar og ég tel það alveg fráleita tillögu að foreldrar og sambúðarfólk greiði tvöfalt gjald fyrir sin börn. Ég óska eftir þvi aö sá liöur veröi borinn upp sérstaklega. Aöstæöur einstæðra foreldra misjafnar Adda Bára Sigfúsdóttir tók næst til máls og sagði aö nú loks- ins þegar tillaga lægi fyrir um að opna dagheimilin þó ekki væri nema aö litlu leyti fyrir giftum foreldrum þá hlyti hún að standa upp og fagna þvi. Þetta hefði verið sitt kappsmál frá upphafi vega i borgarstjórn.Reykjavikur. Adda Bára rifjaði upp tillögu- flutning sinn i þessum efnum á undanförnum árum og sagði að ein af sinum tillögum hefði verið aö efla dagmæðrakerfið, önnur hefði verið að styöja við bakið á hópum sem gætu orðið sér úti um húsnæði og vildu prófa sig áfram sjálfir með dagheimili og heföi sinn tillöguflutningur miðað að þvi að borgin reyndi með öllum tiltækum ráðum að sjá um einhvers konar dagvist fyrir öll þau börn sem þyrftu þess i borginni. Siðan sagði Adda: Ég er einn af stofnendum Félags einstæðra foreldra og hef verið stjórnarmaður þar og mér er ákaflega vel ljóst að það má ekki alhæfa og setja þá einföldu reglu að einstætt foreldri skuli alltaf umfram aðra njóta dagvistar fyrir barn sitt. Aöstæður okkar eru svo ákaflega mismunandi. En allur þorrinn af einstæðum foreldrum býr viö erfið kjör, það er alveg vist. En þaö á ekki alveg skilyrðislaust að segja já ef Framhald á bls. 13 á dagshrá Það er reynsla fólks s. 1. 30 ár a.m.k. að fari ríkisstjórnir að gera einhverjar ,,ráðstafanir” í efnahagsmálum, þá eru þær almenningi yfirleitt til bölvunar, sérstaklega ef þær heita nöfnum eins og bjargráð eða viðreisn Blessuð ríkfsstjómin Þegar formælendur stjórnar- andstöðunnar, hvort sem þeir heita Geir, Kjartan eða Benni Gúddmann, eru spurðir álits um gjörðir og stefnu rikisstjórnar- innar, belgja þeir sig mikið út og segja, að nær væri að tala um að- gerða leysi, starfs leysi og stefnu- lcysi stjórnarinnar. Hið sama þusa þeir á flokksþingum og ráðs- fundum. Aðgerðaleysi i efna- hagsmálum er talin höfuðsynd stjórnarinnar, vanrækslusynd, sem brátt muni rýja hana öllu trausti meðal þjóðarinnar. En þá bregður svo við, að þegar gerð er svolitið marktæk skoðanakönnun reynist þessi sama ómögulega og aðgerða- lausa rikisstjórn vera ein sú vin- sælasta um áratuga skeið og njóta stuðnings tveggja þriöju hluta þjóðarinnar, sem er mun meira en þingmannaf jöldi hennar segir til um. Skyldi nokkurt sam- band vera þarna á milli? A Sturlungaöld voru bændur orðnir svo þreyttir á flokkadrátt- um og óstjórn sins tima að þeir vildu helst vera lausir við höfð- ingja og þeirra afskipti: 1) Þorvaröur Þórarinsson beiddist viðtöku af bændum i Eyjafiröi. Þorvarður úr Saurbæ svarar fyrst, lést eigi ráð eiga meir en eins manns, ,,má ég vel sæma við þann sem er, en best aö enginn sé.” 2) Þorgils skarði beiddist þess af bændum i Skagafirði, aö þeir tæki við honum til höfðingja yfir héraðið. Broddi svarar þar fyrstur manna: ,,ef hann skyldi þar nökkurum höfðingja þjóna, vildi hann helst Þorgilsi, en betur þjóna engum, ef hann mætti kyrr sjást.” Nú er greinilega um svipað hugarfar að ræða. Fólkið er fegið þvi að hafa rikisstjórn, sem ekki er að neinu ógnar ráðstafana- bramboiti. Þvi það er reynsla fólksins siðastliðin þrjátiu ár amk. að fari rikisstjórnir að gera einhverjar „ráðstafanir” i efna- hagsmálum, þá eru þær almenn- ingi yfirleitt til bölvunar, sérstak- lega ef þær heita nöfnum einsog bjargráðeða viðreisn.Enda hafa þær ekki verið gerðar i þágu alls almennings, heldur þeirra fimm prósenta þjóöarinnar, sem kall- ast atvinnurekendur. Þaö er reyndar forkostulegt, aö þessi fá- menni „aðili vinnumarkaöarins” (sem þó er alltof fjölmennur) skuli opinberlega talinn jafnrétt- hár og samtök launafólks, sem hafa mestalla þjóðina innan sinna vébanda. Af áður greindum sökum þykir fólkinu illskást að hafa aðgerða- litla rikisstjórn. Og þaö er eftir- tektarvert, að meðal aðila rikis- stjórnarinnar sýndi skoöana- könnunin helst tap hjá Fram- sóknarmönnum. Það er af þvi að þeir Denni og Tommi hafa verið aö pipa ööru hverju og heimta einhverjar aögerðir i efnahags- málum. En hvað geröu höföingjar Sturl- ungaaldar, þegar fólkið vildi ekki lengur hlita þeirra forsjá? Ofur- seldu landið og þjóðina erlendu valdi og gerðust sjálfir feitir þjónar þess. Það er þvi liklega ekki nema von, að fólk vilji heldur halda i rikisstjórn, sem enn a.m.k. hefur ekki gert neinn meiriháttar óskunda. Ingeborg Drewitz i heimsókn Les úr verkum sínum á morgun Þýski rithöfundurinn Ingeborg Drewitz er væntanleg til landsins og mun lesa úr verkum sinum „Der eine der andere” (smá- sagnasafn) og „Gestern war heute” (skáldsaga) á morgun föstudaginn 5. desember kl. 20.30 I stofu 101, Lögbergi. Ingeborg Drewitz er mörgum Islendingum að góðu kunn eink- um eftir að hún sem formaöur félagsins „Neue Literarische Gesellschaft” I Berlin hafði sl. sumar forgöngu um íslensk-fær- eyska lista- og bókmenntaviku þar i borg og var i ritstjórn stórrar bókar sem jafnframt var gefin út með verkum frá íslandi og Færeyjum, „Land aus dem Meer”. Ingeborg er fædd 1923, stund- aði nám i þýsku, heimspeki og sögu og tók doktorspróf i heim- speki 1945. Hún er gift, á þrjú börn, og segir sjálf aö f jölskyldan hafi aldrei verið „á móti hennar störfum”, en kannski hafi timinn stundum ekki verið nægilegur. Hún byrjaði fyrst á að skrifa út- varpsleikrit, en seinna meir skrifaði hún smásögur og skáld- sögur, og hefur fengið mörg bók- menntaverðlaun fyrir framlag sitt (m.a. Goethe-verðlaunin). Auk ritstarfanna hefur Inge- borg Drewitz lagt fram mikil störf i þágu þýska rithöfunda- sambandsins, m.a. hefur hún lagt áherslu á að efla þjóðfélagsgagn- rýnar bókmenntir, og frá 1968 hefur hún verið i stjórn þýskrar deildar PEN. Þá hefur Ingeborg Drewitz fengist mjög mikið við ýmisleg Ingeborg Drewitz les eigin verk þjóðfélagsleg vandamál, til dæmis málefni fanga. Hún gaf út 2bækuri ljóðum og óbundnu máli eftirfanga. HUnhefur alltaf verið mjög gagnrýnin og opinská i skoðunum og ekki hikað við að láta til sin heyra, þar sem henni sýndist brýn nauðsyn bera til. Nýr formaður kjörinn Aðalfundur Taflfélags Reykjavikur var haldinn 5. nóvember s.I. Guðfinnur R. Kjartansson var kjörinn formaður i stað Stefáns Björnssonar, sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku. Aörir I stjórn voru kosnir: Friðþjófur M. Karlsson, vara- formaöur, Sigurður Þorsteins- son, ritari, Bjöm Þorsteins- son, gjaldkeri, Olafur H. Ólafsson, skákritari, Stefán Bjömsson, fjármálaastjóri, Kristinn B. Þorsteinsson, umsiór.armaöur eigna, Guðjón Teitsson, umsjónar- maður æfinga, Ólafur S. Asgrimsson, umsjónarmaður skákmóta, Þórir Kjartansson, æskulýðsfulltrúi, og Sigriður Kristófersdóttir, umsjónar- maður kvennadeildar. Varamenn I stjórn eru Einar H. Guömundsson, Páll Þórhallsson, Lárus Jóhannes- son, Sveinn Ingi Sveinsson, Aslaug Kristinsdóttir og Jón Björnsson. Fram kom á fúndinum, aö félagiö á i miklum fjárhags- örðugleikum. Greiðslustaða þess er mjög erfiö. Keypt haföi veriö viðbótarhúsnæði og vaxtabyröi af lánum, sem tekin voru i þvl skyni mjög þung.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.