Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. desember 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3
Eftirlaunin
Midast við
grunnlaun
Hlutifélagsmálapakkans i framkvœmd
Tsjækofski
Tsjækofskí
á dagskrá
í kvöld
Tsjækofskl ræður rikjum hjá
Sinfóniuhljómsveitinni á tónleik-
um hennar i kvöld, þar sem flutt
vcrða einhver vinsælustu verk
tónskáldsins, Pianókonsertinn nr.
1, Hnotubrjóturinn og 1812 for-
leikur.
Tveir frægir rússneskir tón-
listarmenn verða með hljóm-
sveitinni, hljómsveitarstjórinn
WoldemarNelson og pianóleikar-
inn Shura Cherkassky Þá má
telja til tiðinda, að Lúðrasveitin
Svanur kemur til liðs við hljóm-
sveitina i flutningi forleiksins
1812, en þar gerir Tsjækofski' ráð
fyrir lúðrasveit.
Gert er ráð fyrir að lifeyris-
þegar innan ASÍ, FFSl og starfs-
menn samvinnufélaga öðlist rétt
til eftirlauna sem miðist við
grundvallarlaun eins og þau eru
samkvæmt kauptaxta og að
hækkun lifeyris vegna launa-
hækkana samkvæmt nýgerðum
kjarasamningum, svo og verð-
bótahækkanir launa 1. desember
s.l. komi til greiðslu mánuði fyrr
en ella.
Svavar Gestsson heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra mælti i
gær fyrir frumvarpi til laga um
breytingu á lögum um eftirlaun
til aldraðra. Frumvarp þetta var
samið i framhaldi af þeirri yfir-
lýsingu sem rikisstjórnin gaf út i
lok október s.l. við gerð kjara-
samninga ASl, VSÍ og Vinnu-
málasambands samvinnufélaga,
og er þetta frumvarp þvf hluti af
félagsmálapakkanum sem rikis-
stjórnin lagði þá fram.
Krumvarpiðgerirráð fyrir að á
árunum 1980—1982 skuli lífeyris-
þegum greidd sérstök uppbót sem
miðist við grundvallarlaun eins
og þau eru samkvæmt kauptaxta
L jan., 1. april, 1. júlf, 1. okt., og 1.
des., 1980 og eftir það 1. mars, 1.
júni, 1. sept., og 1. des. árin 1981
og 1982 i stað 5 ára meðaltals.
Útgjöldin vegna uppbótar þess-
arar eru af þessum sökum mun
hærri á árinu 1980 en þau hefðu
ella orðið, en útgjaldaaukinn
verður að langmestu leyti borinn
af li'feyrissjóðum samningsaðila.
Um siðferðilega
ábyrgð vísindamanna
1 dag, fimmtudag kl. 17.15
verður haldinn i Norræna húsinu
fyrirlestur um eitt þeirra efna
sem efst eru á baugi hjá visinda-
mönnum: Um siðfræðilegar af-
leiðingar tilrauna á sviði liffræði.
Þaðer Dagfinn Föllesdalheim-
spekiprófessor frá Osló sem
fyrirlesturinn heldur. Hann er
fluttur á ensku og er öllum opinn.
Visindamenn eru sem kunnugt
er farnir að fikta við erfðaefni líf-
vera og hefur sú þróun vakið upp
allmikinn ugg: ein afleiðing þess
kviða er nýtt leikrit Valgarðs
Egilssonar læknis, Dags hriðar
spor, sem vakið hefur mikla
athygli.
Það cru vinnupallarnir við Fjöl-
brautarskólann i Neskaupstað
sein þarna liggja eftir fárviðriö
i byrjun vikunnar og á stærri
mvndinni sést hanga það litla
sem eftir varð af þakinu á Víði-
mýri l(>. Viðar um bæinn urðu
miklar skemmdir einsog fram
kom i frétt Þjóðviljans.
— Ljósm.-Erna.
Yfirlýsing frá
Patrick Gervasoni
Vegna þeirrar undarlegu stöðu
sem málefni min hérlendis eru nú
komin í vil ég taka fram eftirfar-
andi:
Ég hef beðið um hæli sem póli-
tiskur flóttamaður hér á tslandi.
Einfalt ætti að vera að svara
þeirri spurningu minni neitandi
eða játandi. Samningar þeir sem
nú fara fram bakvið tjöldin um
málefni min eru timasóun og
annað ekki á meðan þeir ganga
útá það eitt að pólitlskir aðilar
komi sér saman um það með
hverjum hætti ég verði fluttur
hreppaflutningum til Dan-
merkur. Mér er satt að segja ekki
ljóst hvaðan sú hugmynd er
komin, sjálfur hef ég aldrei beðið
um og mun aldrei biðja um að
verða fluttur þangað, enda hef ég
i höndum tvö bréf frá þarlendum
yfirvöldum með tilkynningu um
að ég sé þar „óæskilegur”. Neiti
islensk yfirvöld mér um hæli og
vernd þá sem i þvi felst vil ég ekki
vera fluttur einsog flækings-
hundur milli landa heldur sendur
beint til Frakklands þarsem ég
mæti dómurum minum einsog
manneskja, augliti til auglitis
með stuðningi fólks sem þorir að
taka afstöðu i málinu.
Það er betra hlutskipti en vernd
þeirra sem ekki geta tekið afstöð-
una með réttindum minum en
skortir hugrekki til að standa við
þá afstöðu sina. Allt tal hérlendra
yfirvalda um að vernda migutan
sinnar eigin lögsagnar er fyrir-
sláttur einn og blekkingar. Geti
þeir ekki veitt mér skjól á sinu
eigin lögsagnarsvæði er naumast
von til að vernd þeirra dugi
fremur annarstaðar. Vilji dóms-
máiaráðuneytið standa við þá
ákvörðun sina að visa mér Ur
landi bið ég þvi um að vera
sendur beint til Frakklands.
Um leið og ég undirstrika
þennan vilja minn vil ég biðja
fyrir bestu kveðjur til krakkanna
sem verið hafa á vakt i ráðuneyt-
inu. Þau eru raunverulegur
stuðningur. Gleðileg jól.
Gunnar Gunnarsson kcmur I
heimsókn og lesúr nýrri bók
sinni.
Alþýðubandalagið
í Hafnarfirði
Alþýðubandalagið i Hafnar-
firði gengst i kvöld fyrir spila-
kvöldi i Gúltó. Spiluð verður
félagsvist og hefst hún kl. 20.
Gunnar Gunnarsson rit-
höfundur kemur og les úr
nýrri bók sinni „Margeir og
spaugarinn”.
Kaffiveitingar verða i Gúttó
ikvöld og eru allir velkomnir.
— ekh
HERERBOKIN!
Atján konur,
ferill þeirra og framtak í nútímahlutverkum
SKUGGSJÁ
BÓKABÚÐ OL/VERS STEINS SE
Hér er bók, sem enginn unnandi fagurs skáldskapar má láta framhjá sér fara ólesna.
Hér fer saman skilríkt og fagurt mál, ótvíræð frásagnarlist, lífsskilningur og samúð
með því fólki, sem frá er sagt. Hér tekst galdur góðrar sagnalistar. — Áhugaverðari
höfundur en Fríða Á. Sigurðardóttir hefur ekki sent frá sér frumverk um langt árabil.
Hin síðari ár hefur ört stækkandi hópur kvenna gengið lítt troðnar leiðir menntunar
og sérhæfðra starfa, andlegra sem verklegra. Hér segja 18 konur sögu sína og
sanna góðan árangur athafna, sem án efa hefur á stundum reynt á þolið og kostað
erfiði. Afrek þeirra mun verða öðrum fyrirmynd og hvati á braut mennta og
starfsvals. — Þetta er tímabær bók í þjóðfélagi, sem ört breytist, verður æ
sérhæfðara og flóknara.
Gísli Kristjánsson ritstýrði og bjó til prentunar.
Fríða Á. Sigurðardóttir: ÞETTA ER EKKERT ALVARLEGT