Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. desember 1980 Kærleiksheimilid Hvort viltu gera á undan, amma: lita eða spila Ólsen? Þekkirdu þau? Alltaf er jafn gaman að fletta myndaalbúmum, ekki sist þeg ar um er a_ö ræöa gamlar mynd ir af þekktum persónum. Skyldi lesendur geta imyndaö sér a( hverjum myndirnar eru i þess- ari serlu? Sjá nýrri myndir i Lesendadálki á siöu 15. Tekió eftir Vel um búið Blaöiö „Austurland” segir þá frétt, aö vöruflutningabill á leiö til Austfjaröa hvolfdi i Vik f Lóni. Er sérstaklega til þess tekiö aB svo vel var gengiB frá farminum, sexv tonnum áfengis til Seyöisfjaröar, aB ekki ein einasta flaska brotnaBi. Daginn áöur hvolfdi hins- vegar annarri bifreiö skammt frá Höfn I Hornafiröi og voru einnig i henni mikil dýrmæti, svosem hiisgögn og fleira. En þar var ekki jafn vel um búiö og urBu talsverBar skemmdir. Friðjon Þóröarson ætti aö klkja i Rómverjasögu i sinum vanda. Skyldi honum ekki reyn- ast betur aö gera alvöruhest aö ráögjafa slnum en tréhesta þá sem hann nú hefur? Alþýðu- leikarar leika jóla- sveina Hópur Alþýöuleikhúsfélaga hefur aö undanförnu æft ,,jóla- sveinadagskrá” sem ætlunin er að bjóöa félagasamböndum og fyrirtækjum sem standa fyrir jólatrésskemmtunum. Mikiö hefur veriö leitaö til Al- þýðuleikhússins um allskyns skemmtiatriöi og uppákomur, og m.a. jólasveinadagskrá. 6—8 manns tóku sig þvi til og sömdu söngva, leiki og annaö léttmeti til skemmtunar á jólatrés- fögnuöum. Upplýsingar um þessa dagskrá eru veittar i síma Alþýöuleikhússins 21971, eöa i slma 19567. viðtalió — Rætt við Torfa Steinþórsson á Hala í Suðursveit Ekki eins og að skrúfa fyrir krana — Jæja Torfi, þaö þarf sjalf- sagt ekki aö þvi aö spyrja aö sumarið hefur ieikiö viö ykkur Austur-Skaftfellinga ekki siöur en aöra landsmenn. Þannig höfst örstutt samtal okkar Torfa Steinþórssonar á Hala i Suröursveit nú fyrir nokkrum dögum. — Rétt er þaö. Einhverntíma hefur maöur nú haft meiri ástæöu til þess aö kvarta yfir heyskapartiöinni en aö þessu sinni, enda heyfengurinn eftir þvi og man ég ekki til þess aö hann hafi ööru sinni veriö meiri. Ég hygg þaö ýkjulaust, aö hey séu hér sumsstaöar allt aö 25% meiri aö magni til nú en nokkru sinni fyrr. Hinsvegar má vera aö þau séu eitthvaö misjöfn aö gæöum og heyrst hefur, aö þau séu léttari en stundum áöur. Má þvi vera aö þau reynist ódrýgri til gjafar en ætla mætti. Torfi á Hala: Bændur ekki á aö fækka fénu. Hausttlöin var góö þó aö frost væru raunar óvenjumikil i októ- ber, eftir þvi sem hér gerist aö öllum jafnaöi. Og hvaö snertir þennan rúma helming af nóv- ember sem liöinn var þegar ég brá mér hingaö f höfuöstaöinn erheldur ekki undan honum aö kvarta. — Fénaöarhöld? — Dilkar reyndust allvænir og mun meöalvigt þeirra á verslunarsvæöi Kaupfélags Austur-Skaftfellinga hafa verið um 14,7 kg. Heimtur voru allgóöar. Eftir þvi sem ég hef hlerað, þá mun hafa vantaö svona 2—2 1/2% þeirra lamba sem fóru á fjall I vor. Féö fórum viö aö hýsa um miðjan nóvember, ekki þó vegna tiöarfarsins heldur vildu bændurnota góöa veöriö til þess aö ná fénu saman. Ekki held ég aö bændur séu neitt á þeim buxunum aö fækka búfé, a.m.k. ekki sauöfénu. Mun fremur aö þvi fjölgi en hitt. Hér sem annarsstaöar hrap- aöi nytin úr kúnum i sumar þegar hætt var aö gefa þeim fóöurbætinn. Mjólkur- framleiöslan hefur þvi minnkað verulega. En var þaö ekki lika eins og vera átti? Þaö er nú einu sinni svo, aö ekki er eins auövelt aö stjórna þessum framleiöslu- málum og aö skrúfa frá og fyrir krana, þó aö engu sé likara en sumir spekingar áliti þaö. Er ég ekki þar meö aö sneiöa aö bændaforystunni, henni er vissulega vandi á höndum. En taki þeir sneiö, sem eiga. — En þiö hafiö heykögglana? — Já, og sá rekstur gengur ágætlega aö þvi undanteknu þó, aö vegna frostanna i október gekk illa aö fást viö grænfóöriö. En þaö er vissulega mikils viröi aö hafa verksmiöjuna i héraðinu og nóg er eftirspumin eftir framleiöslu hennar. Ég hef heyrt, aö hver einasti köggull sé þegar seldur og fá trúlega færri en vilja. Og er þetta ekki einmitt þaö, sem viö þurfum aö stefna aö: aö efla eftir mætti innlenda fóöurframleiöslu? Viö höfum gott hráefni þar sem grasiö er, getum viö bjargaö þvi heilu i höfn. — mhg. Umhverfi Svona litur Dillenburg út núna: fljótiö rennur I bugöu fyrir neöan kastalahæðina. ■.■... Þetta vilja verkfræöingarnir: hraöbraut meö mörgum akreinum I staö árinnar rómantísku. Ekki er öll vitleys- an eins Ibúar vestur-þýska smá- bæjarins Dillenburg eru ekkert yfir sig hressir þessa dagana. Fyrir 10 árum ákváöu bæjar- yfirvöld aö láta steypa hraö- braut ofan á fljótiö Dill, sem rennur I fagurri bugöu gegnum bæinn. Nú er búiö aö gera likan af þessari framkvæmd og llst bæjarbúum hreint ekkert á þaö. Viöhorf manna til umhverfis- mála hafa björbreyst á síöustu tiu árum, og jafnvel þeir sem voru þessu steinsteypuævintýri hlynntir þegar ákvöröunin var tekin lita nú ööruvisi á máliö. Bæjarstjórnarkosningar veröa I Dillenburg i mars n.k. og er búist viö aö hraöbrautarmáliö veröi aöalmál kosninganna. < o o Þh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.