Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. desembfer 1980 ÞJÓÐVIL3INN — SIÐA 11 íþróttír Vikingar sigruðu ungversku meistarana Tatabanya i Höllinni i gærkvöldi, 21;20 SVONA EIGA SÝSLUMENN AÐ VERA „Gjörsamlega útkeyrðir”, sagði Páll Björgvinsson fyrirliði Víkings eftir leikinn „Menn eru að tala um það að boltinn hér sé lélegur, en ég segi ykkur það strákar, ef sá handbolti sem við lékum i kvöld er talinn íélegur þá veit ég ekki hvað hand- bolti er,” sagði Páli Vikingsfyrir- liði Björgvinsson, við sina menn eftir að þeir höfðu lagt að velli hið fræga lið 'I'atabanya frá Ung- verjalandi með 21 marki gegn 20. Leikurinn var hreint út sagt stór- kostlegur og bauð uppá allt sem góðan handknattleik má prýða, hraða, spennu, baráttugleði, yfir- vegun o.s.frv. Það má fullyrða að islenskt félagslið hefur ekki oft sýnt önnur eins tilþrif eins og Vik- ingur gerði i gærkvöldi. Höllin beinlinis „sprakk” þegar á fyrstu min. ieiksins þegar Kristján varði skot frá Katona. I kjölfarið fylgdu siðan 2 Vikings- mörk, 2-0. Ungverjarnir virkuöu þungir og ragir. Þeir minnkuðu þó muninn fljótlega niður i eitt mark, 3-2. Þá snéru Páll og Arni laglega á Ungverjana i tvigang og breyttu stöðunni I 5-2. Áhorfendur voru vel með á nótunum og þoku- lúðrablástur og hvatningarhróp fylltu Höllina. Ungverjar minnk- uðu muninn i 5-4, en aftur skoraði Páll, 6-4. Nú var eins og Vik- ingarnir væru að missa móðinn. Ungverjar skoruðu 2 næstu mörk og jöfnuðu, 6-6 og tóku forystuna, 6-8. Þorbergur og Arni sáu um að koma Vikingsskútunni á réttan kjöl, 8-8. Það sem eftir liföi hálf- leiksins skoruðu liðin á vixl, 11-11 i leikhléi. Sagt eftir leikinn „Þetta eru góð úrslit fyrir islenskan handbolta. Við áttum góðan leik gegn hinu sterka liði Tatabanya og gátum unnið þá með 6—7 mörkum, ef við heföum skorað úr dauðafærum okkar,” sagði þjálfari Vikings, Bogdan Kowalzyk og bætti við: „Seinni leikurinn veröur erfiður fyrir Viking, en við eigum möguleika á aö komastáfram” Þjálfari Tatabanya, Antaioczy Alfred, var ekki alveg jafn hress og Bogdan og sagði: „Ég hafði vonast eftir betri úrslitum, a.m.k. jafntefli. Vikingsliðið kom mér ekki ýkja mikiö á óvart, en þaö var erfitt fyrir okkur aö leika fyr- ir framan þessa æstu áhorfendur. Heima vonast ég eftir eins góðum leik og i kvöld.” „Stórkostleg liðsheild skóp sigur okkar i þessum leik, þetta sýnir að staða okkar i 1. deildinni er engin tilviljun,” sagði ólafur Jónsson Vikingur og vildi koma á framfæri þakklæti til áhorfenda fyrir frábæran stuðning. Þannig fór eitt af mörgum dauðafærum Vikinganna forgörðum. ólafur Jónsson hefur snúiö á hinn fræga Bartalos, en knötturinn fór I stöng. Mynd: - gel. Þegar á fyrstu min. seinni hálf- leiks þrumaði Þorbergur knettin- um i mark Ungverja, 12-11. Vik- ingar höfðu tök á að auka muninn, en Steinar lét verja frá sér i hraðaupphlaupi og Basti jafnaði fyrir Tatabanya, 12-12. Þaö er i rauninni óþarft að rekja gang leiksins næstu mín. liðin skiptust á að skora og jafnt var á öllum tölum upp i 18-18. Barátta, hraöi og kraftur leikmanna og óp áhorf- enda settu mörk sin á leikinn um miðbik seinni hálfleiks. Ahorf- endurnir beinlinis ærðust af fögn- uðu þegar Steinar kom Vikingum 2 mörkum yfir undir lokin, 20-18. Hinn frábæri Kontra, minnkaði muninn fyrir Tatabanya með glæsilegu marki, 20-19. Þorbergur reyndi skot, ótimabært, en Ungverjar misstu knöttinn og Páll skoraði 21. mark Vikings, 21- 19 og 5 min til leiksloka. Aftur misstu Ungverjar knöttinn, en það gerðu Vikingar einnig og Kontra skoraöi fyrir Tatabanya, 21-20. Þegar tæpar 2 min. voru eftir renndi Guðmundur sér innúr horninu, en Bartalos varði skot hans. Ungverjunum tókst ekki að nýta sér þann tima sem eftir var til marka og Vikingarnir stóöu uppi i leikslok sem sigurvegarar, veröskuldaðir. Það er enginn vafi á þvi að Tatabanya er geysisterkt lið. Það leikur mjög stift „uppá mark” eins og sagt er á handboltamáli, þ.e. leikmenn biða eftir aö tæki- færin gefist og skora siðan með snöggum langskotum eða eftir gegnumbrot. 1 liðinu eru nokkrir frábærir einstaklingar og ber þar hæst hornamennina, Basti (no. 4) og Kontra (no. 11), en hann lék i heimsliðinu fyrir skömmu. I vörninni var hvergi veikan hlekk að finna enda eru hér á ferðinni atvinnumenn i iþróttinni. Undirrituðum er það til efs að Vikingsliöið hafi leikið betur en það gerði i gærkvöldi. Vikingarn- ir nýttu oft á tiöum illa upplögð marktækifæri og með „eðlilegri” nýtingu hefðu þeir sigrað með 4—6 marka mun. Hvað um það, afrek þeirra er stórkostlegt. Kristján, Arni, ólafur, Guðmund- ur, Steinar, Þorbergur og Páll eiga heiður skilið fyrir aö sýna okkur og sanna hvers islenskir handboltamenn eru megnugir þegar á reynir. Til hamingju, Vikingar! Mörk Tatabanya skoruðu: Gubányi (no 7) 7, Basti (no 4), 6, Kontra (no 11) 6, Babos (no 13) 2 og Katona (no 5) 1. Fyrir Viking skoruðu: Þor- bergur 7, Páll 5/1, Arni 4/1, Steinar 4 og Guðmundur 1. Dómarar voru Rodil og Ohlson og er þaö samdómaálit þeirra sem i Höllinni voru i gærkvöldi aö sjaldan hafi sést betri dómgæsla hér á landi. -IngH Haukar sýndu stórgóöan leik — þrátt fyrir þriggja marka tap 21:18 ■ I - Enn sigra V- I Þjóðverjar I" Vestur-Þjóðverjar sigruðu ■ Búlgari 3-1 I forkeppni HM I* ■ knattspyrnu I gærkvöldi.| | Mörkin skoruöu fyrir þýska ■ ■ Kaltz (2) og Rummenigge. í Þá sigruðu Tékkar vini | " okkar Tyrki 2-0 i Prag. ■ INehoda skoraði bæði mörk- | in. Bæöi þessi lið eru meö ■ í íslandi i riðli. Einn leikur var i 8 liða J ■ úrslitum enska deildabikars- ■ iins i gærkvöldi. Manchester I ■ City sigraði WBA, 2-1. !■ ■ mm ■ wm ■ wm ■ mm ■ ■■ ■ nfl „Ef við hefðum haldið fullri einbeitni siðustu minúturnar i fyrri hálfleik, þá hefðum við unnið þetta lið. Við vorum búnir að ákveða að hanga vel á boitanum og spila yfirvegað, og ég tel að okkur hafi tekist það að mestu leyti”, sagöi Hauka- maðurinn Arni Hermannsson sem átti stórleik meö félagi sinu á móti þýska meistaraliöinu TuS Nettelstedt i evrópubikar- keppninni i iþróttahúsinu í Hafnarfirði i gærkvöldi. Leikur liðanna var jafn fram- an af og þrátt fyrir þriggja marka tap 21—18 mega Haukar vel við una. Fyrirfram höfðu fæstir búist við að þeir næðu að sýna jafn góðan leik og raunin varð á i gærkvöldi, miöað við frammistööu liðsins i 1. deild- inni i vetur. Það var hinn stórgóði linu- maður Lárus Karl sem tók for- ystu fyrir liö sitt með góðu marki, og brátt fylgdu tvö á eft- ir, einnig af linunni frá Karli á meðan leikmenn Nettelstedt náðu aðeins að gera eitt mark. Stórgóö byrjun 3-1. En bestu menn þýska liösins Júgóslavarnir Waltke og Miljak náðu brátt að jafna muninn i 3-2, og eftir 10 minútna leik var jafnt 3-3. Haukamenn gáfu sig ekki og leiddu leikinn 6-5, 8-7 og siöan 9- 8, en þegar 4 minútur voru til hálfieiks náöu Nettelstedt i fyrsta sinn forustunni 10-9 og þrjú mörk fylgdu i kjölfarið. Staöan I hálfleik 13-10 og ekki von á glæsilegu framhaldi. Leikmenn Nettelstedt virkuðu 1 fyrstu hálftaugatrekktir, töp- uðu oft boltanum og þaö virtist taka þá nokkurn tima að læra inná leikmenn Haukaliðsins. í siðari hálfleik mættu þeir öllu ákveðnari til leiks og bættu strax marki við og staöan 14-10. Sigurður Sigurðsson kom Haukamönnum aftur á strikiö með góðu marki og um miðjan hálfleikinn var munurinn aðeins 2 mörk 16-14. Aður hafði mikiö gengiö á hjá Haukamönnum. Létu verja hjá sér tvö vitaköst og áttu tvö stangarskot. Gunnar lokaði aftur á móti markinu hin- um megin og þvi áttu Haukar góðan möguleika á að jafna leikinn. Þegar 5 min. voru til leiksloka var staðan 18-17, og stemmningin gifurleg i þétt- skipuðu iþróttahúsinu. Miljak langbesti leikmaður Nettelstedt tók þá til sinna ráða og kom með þrjú mörk i röö, meðan Hauka- liðiö skoraöi aðeins einu sinni og endanleg úrslit voru ráöin 21-18. Þjóðverjarnir léku ekki eins góðan handknattleik og menn áttu von á. Bæði voru þeir oft klaufar með boltann og gáfu linumönnum Haukaliðsins oft gott rými. Haukaliðið kom vissulega á óvart, spilaði friskan og ákveðinn handbolta og ætluöu greinilega aö selja sig dýrt. Með betri nýtingu i vita- skotum og nákvæmari sending- um hefði sigurinn getað orðið þeirra. Bestu menn Haukaliðsins voru þeir Arni Hermannsson sem barðist eins og ljón allan leikinn og Gunnar Einarsson, sem varði hátt i 20 skot i leikn- um. Hjá Nettelstedt bar mest á Miljak og Waltke sem skoruðu 2/3 af mörkum leiksins. -»g. Ad leikslokum „Eg er nokkuð ánægður með þessi úrslit. Þetta er allt i áttina hjá okkur”, sagði fyrir- liði Hauka, Arni Sverrisson eftir leikinn. „Viö vorum óheppnir, ónýttum þrjú viti i röö og tvö stangarskot. Ég átti von á Þjóöverjunum sterkari. Meö skynsamlegu spili þá getur þetta lið okkar náö ansi langt” — lg Mér fannst liðið spila vei á köflum, en það vantaöi baráttuna siðast i fyrri hálf- leik. Miljak var agalega lúmskur og snöggur, ög skaut úr þröngustu færum á allra erfiðustu staði” sagði Gunnar Einarsson markvörður Haukaliösins. _ |g Það kom mér á óvart aö þeir skyldu leika 6-0 i vörninni sagði Axel Axelsson sem þekkir vel til Nellelstedtsliös ins. „En Haukarnir verða að gæta að þvi að þeir mæta allt öðru liöi á útivelli en þvi sem þeir spiluðu við i kvöld” — lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.