Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. desember 1980 Út er komið fréttir i stuttu máli Frá verölaunaafhendingu MS á skemmtikvöldi Samvinnu- ferða/Landsýnar. ískynning i EMMESS búðinni 1 tilefni 20 ára afmælis EMMESSISS stendur yfir fram á föstu- dagskvöld isvika i MS búðinni að Laugavegi og eru þar kynntir kl. 2—6 verðlaunaréttir úr uppskriftasamkeppni MS, svo og nýr MS is: Valhnetuis. 143 uppskriftir bárust i keppnina og hlutu ferðaverlaun með Samvinnuferðum /Landsýn þær Brynhildur Ingjaldsdóttir fyrir „Skjól i skafrenningi”, 1. verðlaun, Margrét Þórðardóttir fyrir „Orbrædda eplið”, 2. verðlaun og Pálheiður Einarsdóttir fyrir "Bláberjayndi”, 3. verðlaun, en 4,—10 verðlaun voru 10 þús. króna úttekt i Klakahöllinni. r Samkoma eldri Arnesinga Arnesingafélagið efnir til samkomu fyrir eldri Arnesinga laugardaginn 6. des. kl. 14 i Skagfirðingabúð að Siðumúla 35. Arnesingakórinn syngur jólalög og fleiri lög. Einnig verður upplestur og fleira til skemmtunar. Eldri Arnesingum verður boðið upp á kaffiveitingar og aðrir Arnesingar eru hvattir til að koma og kaupa veitingar á vægu verði. Bilaþjónusta verður fyrir þá sem þess óska og eru þeir sem hyggjast nota sér þessa þjónustu beðnir að hafa samband við Ólöfu Steinsdóttur i sima 32385 daginn fyrir skemmtunina og verða þeir þá sóttir heim og ekið heim að skemmtun lokinni. Það er von þeirra sem að þessari skemmtun standa, að eldri Arnesingar á höfuöborgarsvæðinu, bæði féiagsbundnir og ófélagsbundnir, taki þessari nýbreytni vel og fjölmenni á þessa samkomu. Föstudaginn 5. des. n.k. frumsýnir Leikfélag Neskaupstaðar ieikritiö ANNAÐ HVERT KVÖLD eftir Francois Campaux. Verkið, sem er gamanleikur, er þýtt og staðfært af Lofti Guðmundssyni. Leikarar eru 7,þau Guðmundur Bjarnason, Lilja Karlsdóttir, Anna M. Jónsdóttir, Elin Guðmundsdóttir, Þröstur Rafnsson, Svala Guðmundsdóttir og Ágúst Jónsson, leikstjóri er Magnús Guðmundsson. Leikfélag Neskaupstaðar var stofnað 1950 og er þetta 32. verk- efni félagsins. Úr sýningu Leikfélags Neskaupstðar. ,Annað hvért kvöld9 í Neskaupstað Sýning Guðmundar framlengd Sýning Guömundar Björgvinssonar að Kjarvalsstöðum hefur verið framlengd um viku og mun standa út næstu helgi, fram á sunnudagskvöld, 7. des. Jólamarkaður kattavina Kattavinafélag Islands opnar jólamarkað að Hallveigar- stöðum á morgun, laugardaginn 6. desember, kl. 10 f.h. A boöstólum verða m.a. heimabakaöar kökur. Allur ágóði rennur til væntanlegrar húsbyggingar Kattavinafélagsins. Myndmál Halldórs Aðstandendur útgáfunnar, frá v.: Arni M. Björnsson, Pétur Halldórs- son, Indriði G. Þorsteinsson, Fjóla Sigumdsdóttir, ekkja listamanns- ins, og Reynir H. Jóhannsson. — Þeir Arni og Reynir eru eigendur Prenthússins. Mynd: —gel— Prenthúsið hefur gefið út bók með myndum eftir Halldór Pétursson. Er hér um að ræða samantekt á því sem þessi fjöl- hæfi listmálari fékkst við um dagana, i uppsetningu Péturs, sonar listamannsins. Texta ritar Indriði G. Þorsteinsson. Halldór Pétursson byrjaði snemma að teikna og klippa út myndir. Hann var ekki nema þriggja ára gamall þegar lista- maðurinn i honum sagði til sin, og þaö meö góðum árangri, eins og dæmi eru i þessari bók. Sjá má og, aö mannlifið i Reykjavik hefur haft mikil og eftirminnileg áhrif á listamanninn, enda birtast okkur margir kunnir borgarar ljóslifandi á siðum bókarinnar. Enda þótt listamannsauga Halldórs Péturssonar væri næmt á tilbrigði mannlífsins, eins og það birtist i einstaklingum, sem voru og eru frægir i þjóöfélaginu á árunum fyrir strið og siðar, eru ekki siður mikilverðar þær myndir, sem birtar eru I bókinni af atburðum og hreinum mynd- verkum, þar sem hestar land og menn fylla myndflötinn. Vegna hæfileika Halldórs að muna fyrir- myndir er i bókinni eflaust aö finna fjölda mannamynda, sem fyrirmyndirnar hafa ekki hug- mynd um að hann hafi teiknað. 1 æsku átti Halldór heima við Landakotstúnið, sem þá var mikiö stærra en nú. Þar hafði hann hesta fyrir augunum dag hvern og það var eins og þessi æskukynni hans af hestunum hafi fylgt honum upp frá þvi. Auðvitað var list Halldórs fjöl- breytileg þótt þekktastur sé hann fyrir gamanmyndir sinar. Hann var einn af fremstu manria- myndamálurum landsins, hann lýsti bækur og sótti efnivið sinn I þjóðsögur. Hann nam myndlist i Danmörku og Bandarikjunum, eins og fjölbreyttni verka hans gefur til kynna en í bókinni er að finna allt frá auglýsingateiknun til málverka. Myndverkabók Halldórs er frábrugöin likum bókum, sem hér hafa komið út að þvi leyti, að hún spannar ævisögu hans I texta og myndverkum. A fimmta hundraömynda eru i bók- inni, fjölmargar I litum. Aftast er að finna ágrip texta á ensku og þýsku. —mhg Sigurður Björgvinsson skrifar skattstjóranum á Hellu Svar óskast um „reiknuð laun” Ekki veit ég hvaö hefur komið fyrir pennavin minn, skattstjór- ann d Hellu. Ég hefi ekki heyrt i honum siöan á miöju siðastliðnu sumri. Við höfum skrifast á nokkuö reglulega mörg undan- gengin ár. Reyndar átti hann frumkvæðiö að þeim bréfaskrift- um. Og hann var vanur aö taka það fram i niðurlagi bréfa sinna, að ég yrði að svara sér eigi siðar en innan tiu daga, annars myndi verra af hljótast. Fyrst hélt ég að honum væri ekki alvara; hafði aldrei kynnst svona áköfum bréf- ritara. Og stundum var ég ekki heima, þegarbréf hans bárust, og varð þá of seinn að svara. Þá varö pennavinur minn vondur, vitnaöi ieinhverjarlagagreinar og hótaði að beita mig fjársektum. — En svo er annað, sem ég heldur ekki skil, og það er, að hann svarar aldrei minum bréfum, hvernig sem ég bið. Kannski er það af þvi að ég kann ekki að beita tilvitnun- um i iög. 1 trúnaði sagt, þá datt mér I hug, hvort þú gætir ekki hjálpað mér, bent mér á einhverjar laga- greinar, sem ég gæti notað á hann, einhverjar virkilega krass- andi. Gert hann hræddan. En svo fékk ég bakþanka: rétt myndi vera að draga það i lengstu lög að beita menn hörðu, nema allt hafi verið reynt til að fá sitt fram með góðu. Kannski er pennavinur minn hættur að stunda persónu- legar bréfaskriftir; vill e.t.v. fremur nota einhverja fjölmiðla. Myndir þú, kæri Þjóðvilji, vilja vera svo góður að bjóða vini mln- um aö svara mér I háttvirtu blaði yðar? í þeirri von og trú, að þú getir oröið við bón minni, læt ég fylgja hér meö afrit af siöasta bréfi minutil vinarminsd Hellu, en við þvi bréfi hefi ég ennþá ekkert svar fengið. R/s Hafþór 65 gr. N, 9 gr V 4. sept. 1980 kl. 12.00 Herra skattstjóri. Tilefni skrifa minna nú er bréf sem mér barst, undirritað af Báru Jónsdóttur fyrir yöar hönd, dagsett 1. ágúst s.l..Þar er mér tjáö, að breytingar nokkrar hafi verið gerðar á skattframtali minu. Þaðkom mér reyndar ekki Siguröur Björgvinsson. á óvart að eitthvað kynni að finn- ast athugavert viö framtal mitt, unnið i timahraki á siðustu stundu og auk þess venju fremur vanda- samt verk vegna nýorðinna breytinga á bókhaldsformi land- búnaðarskýrslu. Annars hafðiég i aðra röndina hálfgaman af þessu verkefni, og nefndar breytingar fundust méryfirleitt bera vott um nokkra skynsemi og stefna i rétt- lætisátt— þómeð þeim fyrirvara, aö við gefum okkur það, aö viö sé- um sammála um að halda dfram aðvera leiksoppar veröbólgunnar og sættum okkur m.a. viö þær hliöarverkanir hennar, að þjóð- félag okkar breytist hrööum skrefum i' pappirsþjóðfélag. Mér sýnist t.d. — svona gróft reiknað — að ef svo heldur fram sem horfir þá verði svo komiö um næstu aldamót, að þegar tindir veröitil allir pappirar.sem snerta framtöl bænda, þá þyki hæfilegt aö senda hverjum bónda árlega jafnþyngd hans af eyðublöðum og tilheyrandifylgiskjölum. Og til að vinna úr öllum þeim gögnum veröur aö leggja af mörkum mikla vinnu, varla minni en eitt „mannár”, að ég nú ekki tali um, hve mikil áhrif þetta umstang hefir til atvinnuaukningar hjá hinum ýmsu pappirsúrvinnslu- stofnunum og stuðlar þar með aö stórauknum þjóðartekjum og bættum hagvexti. En svo ég snúi mér bein t að efni bréfs yðar frá 1. ágúst, þá má á þvi skilja, að samkv. viömiðunar- reglum rikisskattstjóra hafi verið bætt inn á efnahagsreikning land- búnaðarskýrslu minnar tiltekinni upphæð i krónum og hún sett i linu fyrirminusliðinn „reiknað endur- gjald bónda”, og endanleg niður- staöa lækkuð tilsvarandi (i þessu tilfelli réttara sagt minustala hækkuð, þ.e. rekstrartap hækkað tilsvarandi). Við þessa lagfæringu á land- búnaðarskýrslu minni hefi ég ekkert að athuga, tel hana þvert á móti nauðsynlega, til þess aö rétt niðurstaða fáist út úr skýrslunni. Reyndar vissi ég upp á mig skömmina að hafa ekki fært-inn þessi „reiknuðu laun” sjálfur, en taldi ekki saknæmt að sleppa þvi; vissi að ykkur yrði ekki skota- skuld úr þvi að lagfæra þetta, ef þið telduð nauðsyn til bera; lék auk þess forvitni á að sjá, hvernig þið gerðuö þetta, án þess að ég væri þar að trufla, og þó alveg sérstaklega framhaldiö, þ.e. hvað þið gerðuð viö niðurstöður þess- arar landbúnaöarskýrslu. Mér bauðnefnilega i grun, að þá kæmi eitthvað nýstárlegt i ljós. Og svo sannarlega gerðist það. Sé framtalmittskoðaö, kemur i ljós, að búið skilar engum vinnu- launum, sýnir reyndar rekstrar- tap, án þess aö laun séu tekin með i dæmiö. En hvar finnið þið þá plústölu fyrir laun af eigin at- vinnurekstri til að setja á ein- staklingsframtal mitt? (eöa konu minnar, en það breytir engu um eðli málsins). Jú, þaö er svo að sjá sem þið dragið þessa tölu út úr minustölu á landbúnaðarskýrslu. Auðvitað mótmæli ég eindregið þessháttar reikningskúnstum, þær standast einfaldlega ekki stærðfræðilega. En sé það hins- vegar tilfellið, að eitthvað annað liggi til grundvallar þessum gerö- um ykkar, þá er ekki nema um tvennt aö ræða; i fyrsta lagi — aö þið takið sjálfir ekkert mark á og/eöa teljið rangt þaö skýrslu- form, sem þið sendið okkur bænd- um til útfyllingar; eða i öðru lagi — að verið sé aö væna mig um skattsvik. Herra skattstjóri! Ég vonast eftir svari við þessu bréfi mlnu, þar sem mér séu gefnar rök- studdar skýringar á þessari færslu ykkar á umræddum „reiknuöum launum” inn á ein- staklingsframtal okkar hjóna. Virðingarfyllst, Siguröur Björgvinsson Neistastöðum, Villhr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.