Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. desember 1980 Rafmagnskynding miðað við oliukyndingu 23% ódýrari aö frádregnum oliustyrkjum, þingsjá séu fyrst og fremst fámennari staðir. hinir Oliustyrkur miðast við f jölskyldustærð Við siðari spurningunni gaf ráðherrann eftirfarandi svar: Eins og vikið var að hér á und- an miðast greiðsla oliustyrks við fjölskyldustærð en ekki beint við raunverulegan kyndingarkostnaö viökomandi húsnæðis. Þegar um er að ræða fámennar fjölskyldur i húsnæði sem er tiltölulega dýrt að kynda er kynd- ingarkostnaður að frádregnum oliustyrk tiitölulega hærri en hjá stórum fjölskyldum i húsnæði sem ódýrt er að kynda. Þessi kostnaöur er að sjálfsögðu háður aðstæöum. Þannig er vafalaust hægt að finna dæmi um að verð á raforku og hitaveitum sé hærra en oliukynding að frádregnum oliustyrkjum þegar um óhag- stæða fjölskyldustærö og óhag- stætt húsnæði er að ræða. Með samþykkt laga um jöfnun og lækkun hitakostnaðar var dregið nokkuð úr áhrifum fjölskyldustærðar á oliustyrki aukþess sem niðurgreiðslur voru auknar verulega. Þá hafa breyt- ingar á verði oliu og raforku ekki orðið samti'mis. Frá ágúst 1979 hefur verð gasoliu hækkað um 54% en verð raforku um 30%. Raforkan mun lægrienolian Eins og af framansögðu sést er samanburður erfiðleikum bund- inn og háður aðstæðum einstak- linga. Raforkuverð er nú til muna lægra en oliuverð að frádregnum oliustyrk, en komið geta til einstaklingsbundin tilvik þar sem innlendir orkugjafar eru dýrari en oliukynding að frádregnum oliustyrk. Að minu mati er eðlilegt að Fjarvarmaveita á Snæfellsnesi: Hagkvæmur kostur segir Hjörleifur Guttormsson, iönaöarráöherra Nú er talið að kynding með raforku sé allt að 23% ódýrari, en kynding með oliu að frádregnum oliustvrk, þó svo finna megi dæmi um að verð á raforku og hitaveitu sé hærra en oliukynding að frádregnum oliustyrkjum þegar um óhagstæða fjöldskyldustærð og óhagstætt húsnæði er að ræða, sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráöherra i svari við fyrir- spurn frá Lárusi Jónssyni (S) á Aiþingi s.l. þriðjudag. Fyrirspurn Lárusar var á þá leið hvort hefði dregið úr eftir- spurn eftir raforku til upphitunar húsa á veitusvæði RARIK siðustu mánuði og ef svo væri, hver væri ástæðan. Þá spurði Lárus að þvi hvort dæmi væru til um að raf- orka til húshitunar væri ódýrari en kynding með oliu þegar búið væri að reikna oliustyrkinn með. Hjörleifur Guttormsson sagði að um skeið hefði verð á raforku til húshitunar fylgt verði á oliu til húshitunar að frádregnum oliu- styrknum. Þessu hefur hins vegar verið breytt á þann veg að raforka til húshitunar var látin hækka jafnt og aðrir gjaldskrár- liðir RARIK, en ekki látin fylgja oliuverðshækkuninni. Greiðslur oliustyrkja miðast hins vegar við fjölskyldustærð, en ekki raun- verulegan kyndingarkostnað. Eðlilegar skýringar Að öðru leyti gaf iðnaðarráð- herra eftirfarandi svör við spurn- ingunum. Sem svar við fyrri spurningunni sagði Hjörleifur: Samkvæmt uppiýsingum Raf- magnsveitnanna er taliö að dreg- ið hafi úr eftirspurn á raforku til upphitunarog á þaðsi'nareðlilegu skýringar. Bent er m.a. á eftir- farandi ástæður: 1) A ýmsum þeim stöðum þar sem rafhitun er mikil er þegar komin rafhitun i' 60—70% húsa. Það ræðst af ýmsum ástæðum hvenær þau hin eldri hús sem eftir eru sækja um rafhitun. Kostnaður við að breyta yfir i rafhituner verulegurog ráðast menn helst i það þegar kyndi- tækieru úr sér gengin. Flest ný hús á slikum svæöum sækja um rafhitun. 2) A ýmsum þéttbýlisstöðum, þar sem áður var gert ráð fyrir rafhitun, er nú unnið að eða til athugunar að leggja hitaveitur eða varmaveitur kyntar með raforku og svartoliu. Þessir staðir eru m.a.: Egilsstaðir, Höfn, Seyðisfjörður, Þorláks- höfn, Hella, Hvolsvöllur,svo og Ólafsvik, Stykkishólmur o.fl. Þegar framkvæmdum er lokið við varmaveitur á þessum stöðum hafa verið settar á stofn varmaveitur á flestum stöðum á iandinu með fleiri en 1000 ibúa og mörgum þar sem ibúar eru færri. Segja má þvi aðþéttbýlisstaðir með rafhitun Stefna stjórnvalda er sú aö fyrst og fremst veröi innlendir orkugjafar not- aðir til húshitunar og í því sambandi stefnt að sem mestum sveigjanleika í vali þeirra, sagði Hjör- leifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, á Alþingi s.l. þriðjudag, en hann svaraði fyrirspurn frá Eiði Guðnasyni (A) um hver væri stefna ríkisstjórnar- innar að því er varðar orkuverðtil fyrirhugaðrar f jarvarmaveitu í þéttbýlis- stöðum á Snæfellsnesi. Hjörleifur sagði ennfremur að fordæmi slikrar verðlagningar af hendi Rafmagnsveitna rikisins væri verðið til fjarvarmaveitna á Höfn i Hornafirði og á Seyðisfirði. Þar hefur verðið á orku frá kyndi- stöð verið miðaö við 50% af verði til beinnar rafhitunar, en verð til notenda 90% af þvi veröi, sagöi ráðherrann. A þeim tima, þegar samningur milli Hafnarhrepps og Raf- magnsveitna rikisins var gerður var fyrrgreind viðmiðun talin eðlileg og átti aö tryggja báðum rekstraraðilum viðunandi af- komu, þ.e. Rafmagnsveitum rikisins vegna kyndistöðvar og Hafnarhrepps vegna dreifikerfis. Verð á raforku til hitunar hefur siðan ekki fylgt verðlagsþróun i landinu. Þess vegna skilar sú verömiöun sem áður er getið, rekstraraðilum þessara veitna ekki fyllilega nægum tekjum til að standa undir kostnaði. Rafhitun helmingi ódýrari en olíukynding. Til lengri tima litið þarf að stefna að þvi að verðlagning á raforku til hitunar standi undir kostnaði við orkuöflun og dreif- ingu og þyrfti það i raun að gilda fyrir raforkuiðnaðinn i heild. Verðlagning á raforku til hús- hitunar nú tekur miö af kynd- ingarkostnaöi með niðurgreiddri oliu. Verð til beinnar rafhitunar er i dag um 55% af oliukyndingar- kostnaði án niðurgreiðslna en 77% af hitun með niðurgreiddri oliu. Iðnaöarráöuneytið litur svo á, að ofangreind verðviðmiðun, sem samiö hefur verið um til fjar- haga verðlagningu innlendra orkugjafa þannig, að ætið sé fyrir hendi hvati til að taka þá fram yf- ir innfiútta orku miðað við sam- bærilegar aðstæður. Þótt ótviræð nauðsyn sé að hlaupa undir bagga með þeim sem búa við hina dýru oliukyndingu, má ekki ganga of langt i þeim efnum, eins og tillög- ur komu fram um i þinginu i fyrravetur. Segja má að með ákvörðun um upphæð oliustyrkja skv. lögum um jöfnun og lækkun hitunarkostnaðar hafi verið teflt á tæpasta vað með niðurgreiðslu á oliu, en siðan hefurdregið veru- lega sundur með kostnaði við oliukyndingu og rafhitun. Ef litið er til þjoðhagslega æskilegra fjarvarmaveitna kemur i ljós, að raforkuverð er nú i lægsta lagi til að geta borið sig án meðgjafar. varmaveitna til þessa, sé i sjálfu sér eðlileg að þvi gefnu að raforka til hitunar sé verðlögö i samræmi við tilkostnað. Hagkvæmt á Snæfellsnesi. A það vantar hins vegar nokkuð og veldur þar mestu, að eðlilegt er talið aö rafhitunarkostnaður sé lægri en oliukyndingarkostnaöur við sambærilegar aðstæöur. Nauðsynlegt er að tryggja aö valdar séu hagkvæmastar leiðir i húshitun litið til lengri tima og má niðurgreiðsla á innfluttri orku ekki ganga svo langt að hún raski eölilegum viðmiðunum og vali i þessum efnum á meðan núver- andi átak til að útrýma oliu stendur yfir. Fjarvarmaveitur á nokkrum þéttbýlisstöðum til við- bótar, m.a. á norðanverðu Snæ- fellsnesi, eru taldar þjóðhagslega hagkvæmar og ekki er útilokað að þar takist að afla jarövarma. Ráðuneytiö mun stuðla að þvi að unnt verði aö móta stefnu um húshitunarmál á þessum stöðum hið fyrsta og hafa um þaö sam- vinnu viö viðkomandi aöila, þ.e. sveitarstjórnir og Rafmagns- veitur rikisins, sagði Hjörleifur Guttormsson að lokum. Háskólabíó á villigötum . Menn rak f rogastans þegar þcir opnuðu moggann sinn i gærmorgun. Þar gat að lita flcnnistóra auglvsingu um aö „Urban Cowboy dagurinn” væri upp runninn. t tilefni af þvi að lláskólabió var aö hefja sýn- ingar á nýrri mynd með John Travolta i aðalhlutverki, stóð bióið ásamt veitingastaðnum Óðali fyrir allskyns uppá- komum: kúrekatónlist á hest- vagni, flugeldasýningu, tisku- sýningu, diskóbaíli osfrv. Meö þessum látum öllum er greinilega höfðað tilunglinga. I auglýsingunni býðst heildsali einn til að gefa tiu prósent af- slátt af „kúrekafötum” fram að helgi. Hér fer Háskólabió inn á nýjar brautir, og getur vart hjá þvi fariö að ýmsum þyki nóg um. Þegar á allt.er litið er Há- skólabio opinber stofnun, eign Odal frumsýnir i dag myndina „Urban Cowboy” meö John Travolta i aöalhlutverki Hétfóln Iwfet kl. 7.30 viö HáakótabJÓ þ*r —m J»»ðr«bndtð" Mkur kúrokatónliat á hMtvagni. HilynWfctourton Qraham Smith laikur f anddyri Blondie KL Uð HiAipMvetl **>*(» i R«yV|ayiV tyrir OfiWn**M ftup»fc}**yn*ngu á Hagatorgl Model 19 sýna nýjualu kuraksihkooa trá BKxxhe í htói rýntngarmnar getur óllum vtösktplavinum sinum 10*A atslátt a< kúrafcalatnaöi fram aö helgi Spakmæli dagsins Langi mé ptr stlga ð»n« mtt vn. ar kveóió Og evo tara aMr IÓCsi A adlr. þar aam Jönatan QarOat—on. twM Couatry og Waatam tártrieöingur lanUSiH. Mkitr )turJkatArá»i af m*kh>m móö. m.a tönlistma úr Urtxn Co«boy. HaMör Aml ImOlr *vo ný)u«tu <a*fcöt6n>ailnf* mn Ar>i< tWM|l tOpottþAnar AaUeöur t* aö mata i HAafcólabió no ÓAa41 kvBM Oðal Sjáumst hell Háskóla tslands og rekiö i tengslum við þessa æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Það hlýtur þvi að mega gera lágmarkskröfur til þeirra sem stjórna bióinu um einhvern vott af menningarviöleitni. Hér er hinsvegar öllu sliku kastaðfyrir róða og gróðahyggjan allsráð- andi. Vafalaust reynir 'bióstjórinn aðafsaka þetta tiltæki sittt meö þvi að bióið þurfi peninga til að rækja menningarhlutverk sitt, en slik rök eru haldlítil. Myndir með John Travolta hafa áður veriö sýndar og skilað miklum gróða til biósins, án þess að gripið væri til flugeldasýninga og afsláttar hjá kaupmönnum. Háskólabió hefur sett ofan við þetta uppátæki, og væri nú ráð aö biðstjórnin endurskoðaöi þá stefnu sem viröist hafa náö yfir- höndinni i rekstri biósins. -ih Flugsamgöngur i sameinuöu þingi: Milli- landa- völl i hvert kjör- dæmi! Því er stundum haldið fram að hagsmunir kjör- dæma, kjördæmapot öðru nafni, séu þingmönnum flestu öðru mikilvægara. Umræður um varaflugvöll fyrir millilandaflug sem áttu sér stað á Alþingi s.l. þriðjudag eru ef til vill ágætt dæmi um þetta. Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra svaraði i fyrradag fyrirspurn frá Guð- mundi Bjarnasyni (F) og Arna Gunnarssyni (A) um hvaða aöilar taka ákvörðun um varaflugvöll fyrir millilandaflug og hvort ákvörðun um slikt hafi verið tek- in. I svari samgönguráðherra kom fram að engin ákvöröun heföi verið tekin um þetta enn, en álit nefndar lægi fyrir um að flug- völlurinn á Sauðárkróki væri heppilegasti kosturinn. Þá hefði flugráð einnig mælt með Sauðár- króksflugvelli. Þessi ummæli samgönguráð- herra uröu kveikjan að viðamikl- um umræðum á Alþingi um i hvaða kjördæmi æskilegast væri að staðsetja varaflugvöllinn. Fyrirspyrjandinn Guðmundur Bjarnason, fyrrv. bankaútibús- stjóri Samvinnubankans á Húsa- vik mælti eindregið meö þvi að Húsavikurflugvöllur yröi fyrir valinu. Þó kæmu Akureyrarflug- völlur og Egilstaðaflugvöllur ef til vill einnig til greina. Færði hann margvisieg rök fyrir máli sinu. Stefán Guömundsson (F) frá Sauðárkróki sagði að það væri enginn vafi á þvi að Sauðárkróks- flugvöllur væri langbesti kostur- inn, og i sama streng tók flokks- bróðir hans Páll Pétursson, sem einnig er þingm. Norðurlands- kjördæmis vestra. Helgi Seljan (AB) þingmaður Austurlands spratt þá á fætur og taldi að æskilegast væri að Egils- staðaflugvöllur yrði fyrir valinu. Garðar Sigurðsson (AB) þing- maður Suðurlandskjördæmis var ekki alveg sammála Heiga i þess- um efnum og taldi Sauðárkróks- flugvöll lang-hagstæðasta kost- inn. Aðeins þyrfti að lengja flug- brautina um 250 metra og mal- bika hann til þess að hann yrði ákjósanlegur varaflugvöllur. Hins vegar taldi hann að ef gera ætti Egilsstaðarflugvöll að vara- flugvelli þá myndi það kosta milljaröa ef ekki milljarðatugi. Fimm aðrir þingmenn tóku til máls i þessum fjörugu kjördæma- umræðum, en þeim lauk með þvi að samgönguráöherra sté i pontu og sagði að þessar umræður væru of snemma á ferðinni þvi langt væri i einhverja ákvarðanatöku. Klykkti ráðherran út með þvi að segja að burt séð frá þessum um- ; ræðum þá vantaöi alveg vara- j flugvöll fyrir Isafjörð!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.