Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 16
DJÚDMMN
Fimmtudagur 4. desember 1980
Abalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga.
Utan þess tlma er hægt aft ná i blaðamenn og aöra starfsmenn
blabsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot
8iz85, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af-
greibslu blabsins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og
eru blaöamenn þar á vakt öll kvöltT
Aðalsími
81333
Kvöldsími
81348
Helgarsími
afgreiðslu
81663
Borgarstjórn:
Nýjar reglur
um opnunar-
tíma búða
Litlar sem engar breytingar
Borgarstjórn fjallar i dag um
tillögur um breyttan afgreiðslu-
tima verslana i Reykjavik, en
engin ákvörðun verður þá tekin,
þar sem þetta er fyrri umræða af
Mjólkurfræðingar:
Samið!
Mjólkurfræðingar og
viðsemjendur þeirra i kjaradeilu
þessara aðila, náðu samkomulagi
i fyrrinótt og skrifuðu undir nýjan
kjarasamning i gærdag með
venjulegum fyrirvara um
samþykki félagsfundar. Þar með
hefur verkfalli mjólkurfræðinga,
sem hefjast átti i gærkveldi verið
frestað.
Þessi nýi kjarasamningur er i
flestum atriðum likur þeim
.samningi, sem prentarar og
blaðamenn samþykktu á dögun-
um.
Fundur i félagi mjólkur-
fræðinga hafði ekki verið endan-
jega ákveðinn i gær, en talið var
að hann yrði ekki haldinn fyrr en
á morgun, föstudag. — S.dór.
Maraþonfundur
hjá farmönnum
Fundur stóð enn yfir i
farmannadeilunni i gærkveldi og
hafði fundur þá staðið yfir i
röskar fimmtiu klukkustundir.
Talið er að m jög litið beri nú orðið
á milli og þvi hefur þessum
imaraþonfundi verið haldið
áfram. 1 gærkveldi var staðan
enn óljós og ekki vitað hvort gert
yröi hlé á fundinum, eða hvort
haldið yrði áfram. — S.dór.
Fálkabakka
tveimur. Tillögurnar koma frá
sérstakri nefnd borgarstjórnar
sem falið var að endurskoða opn-
unartimann og var Björgvin Guð-
mundsson formaður hennar.
Ekki verður séð af tillögunum
að um miklar breytingar sé að
ræða, en þar segir i fyrsta lagi, að
daglegur afgreiðslutimi smásölu-
verslana skuli vera frá kl. 8 til 18
mánudaga til föstudaga. Auk þess
er verslunum heimilt að hafa opið
i átta klukkutima á viku á eftir-
farandi timum:
Frá mánudegi til föstudags kl.
18—22.
A laugardögum frá kl. 8—12 á
timabilinu 1. jan.—15. júni og 1.
september—31. desember.
Verslanir mega þó ekki nýta
sér þessa heimild á fleiri dögum
en tveimur i viku hverri.
1 desember er að auki heimilt
að hafa opið fyrsta laugardag til
kl. 16, annan til kl. 18, þriðja til kl.
23 og 23. desember til kl. 23. Beri
23. desember upp á sunnudag skal
heimilt að hafa opnar verslanir til
kl. 23 laugardaginn 22. des.
Þá segir að borgarráð géti ab
höfðu samráði við Versiunar-
mannafélag Reykjavikur og
Kaupmannasamtök Islands
heimilað sölustöðum að hafa opið
frá kl. 12 til 16 á laugardögum þó
eigi fleiri en 1—2 verslunum i
hverri grein i einu og ekki á tima-
bilinu 15. júni—1. september. Þá
segir að borgarráð geti að höfðu
samráði við sömu aöila heimilað
smásöluverslunum að halda
vörusýningar á sölustað einn
laugardag i mánuði, enda fari
engin sala fram.
Þá er einnig tillaga um nokkra
fjölgun á vörutegundum sem
selja má i sjoppum og er þar i
flestum tilvikum um að ræða
vörur, sem þegar má fá i sjopp-
um, en ekki hafa verið á listan-
um.
— AI
lokað
Tryggingastofnun ríkisins:
íslenska skáksveitin gegn stórmeistarasveit Júgóslava:
TVO JAFNTEFLI
— 2 BIÐSKÁKIR
Frá Einari Karlssyni á
ól-mótinu I skák I gærkvöidi:
Fjórir af sterkustu skák-
mönnum Júgóslava, allir stór-
meistarar, áttufullt í fangi með
strákana okkar þegar 12. um-
ferð Ól-skákmótsins var tefld i
dag. Tveimur skákum lauk með
jafntefli en hinar fóru i bið. tJtlit
er fyrir að Islendingar nái 1.5 til
2 vinningum á móti Júgóslöv-
um.
Helgi tefldi við Ljubojevic og
var lengst af með ágætis stöðu
en Júgóslavinn komst út i
hróksendatafl með peði yfir og
verður spennandi að fylgjast
með biðskákinni þvi Helgi á ein-
hverja jafnteflismöguleika.
Jón L. tefldi af sama örygginu
og hann hefur oftast gert i þessu
móti og náði jafntefli gegn
Ivkov.
Sérstakt atvik átti sér stað i
skák Margeirs og Kurajaica. Sá
siðarnefndi greip i hrók sinn i
timahrakinu, hélt að hann væri
með þvi að leika af sér peði og
ætlaði að reyna að taka upp.
Margeir tók ekkert slikt i mál og
krafðist þess að Kurajica léki
hróknum. Júgóslavanum varð
svo mikð um að hann bauð jafn-
tefli en sá síðan skömmu siðar
að allt var i stakasta lagi með
stöðu sina og ætlaði að taka
jafnteflisboðið til baka. Slikt var
ekki til umræðu og slapp Mar-
geir með skrekkinn.
Jóhann er með heldur lakara
tafl i biðskák gegn Marjanovic
en að sögn sérfræðinga minna
hér á ekki að vera neitt vanda-
mál að halda jafnteflinu.
Mikið kapphlaup er nú milli
Rússa og Ungverja um vinn-
inga. Sovétmenn unnu Argen-
tinu 3.5:0.5 en Ungverjar hafa
1.5:0.5 gegn Rúmeniu og tvær
biðskákir. Þær eiga eftir að
ráða úrslitum hvort Ungverjar
halda forystu á mótinu.
Kvennasveitin tefldi við
Austurriki. Aslaug vann Kenn-
ings, Ólöf gerði jafntefli við
Hausher og Sigurlaug jafnaði
fyrir Kattinger. Islenska sveitin
hefur nú alls hlotið 18 vinninga
af 36 mögulegum og er fyrir
ofan miðju á mótinu.
Það verður aö teljast frábært
afrek fslensku ólympiuskák-
sveitarinnar að sigra þá v-
þýsku 3:1 i 11. umferð mótsins
og komast með þessum sigri
sinum uppi 10. sæti.
Hér kemur fyrsta myndin sem birt er í islensku blaði frá ÓL á Möltu. Hér eru islensku keppendurnir að
skoða biðskák. Talið f .v. Ingi R. Jóhannsson, liðsstjóri og varamaður. Margeir Pétursson, Jón L. Árna-
son, Helgi ólafsson, Sigurlaug Friðþjófsdóttir, Áslaug Kristinsdóttir, Jóhann Hjartarson og Ólöf Þrá-
insdóttir. (Ljósm.: —eik—).
bætur koma 1 dag
Borgarráð hefur fallist á tillög-
ur um að loka Fálkabakkanum
fyrir annarri umferð en strætis-
vagna- og skólabila, en eins og
skýrt var frá i Þjóðviljanum í síð-
ustu viku höföu vagnstjórar hótað
að hætta akstri nú um mánaða-
mótin ef ekki yrði gripið til ein-
hverra ráðstafana til að létta
þeim aksturinn um þennan spotta I
milli Breiðholts I og III.
Við tengingu Stekkjarbakka við
Reykjanesbraut virðist um-
ferðarálag um Fálkabakka hafa
helmingasben ennþá aka nær 2000
bilar um hann daglega. Götu-
stubburinn var upphaflega aðeins
ætláður fyrir strætó, hann er
þröngur og brattur og hafa vagn-
stjórar, stjórn SVR og umferðar-
nefnd lagt áherslu á að slysa-
hætta væri mikil á þessum stað, .
ekki sist i hálku. AI
Allar
Allar greiðslur
Tryggingastofnunar ríkis-
ins til bótaþega, sem
greiðast hefðu átt á mis-
munandi tíma í þessum
mánuði/ verða lagðar inná
banka og aðrar lánastofn-
anir sem hafa á hendi af-
greiðslu bóta, í dag,
fimmtudaginn 4.
desember. Er þetta gert
vegna hugsanlegs
verkfalls
bankamanna
8. desember n.k.
vegna hugsanlegs verk-
falls bankamanna 8. des.
nk. en verkfallið, ef af .
verður, mundi annars
koma í veg fyrir að hægt
yrði að greiða þessar bæt-
ur.
A þriðjudaginn var skorti
Tryggingastofnunina fé til að
greiða bæturnar fyrirfram, eftir
að bankamenn höfðu aðvarað
hana með hugsanlegt verkfall. En
i gær gekkst fjármálaráðherra
Ragnar Arnalds fyrir þvi að ósk
félagsmálaráðherra, Svavars
Gestssonar, að tryggja stofnun-
inni fé strax, svo hægt væri að
ganga frá greiðslum bóta, áður en
til hugsanlegs verkfalls banka-
manna kæmi.
Umboðsmenn Tryggingastofn-
unarinnar úti á landi munu sam-
kvæmt venju auglýsa útborg-
unardaga hver i sinu umdæmi og
þeir hinna tryggðu sem enn fá
bætur sinar greiddar i afgreiðslu
Tryggingastofnunarinnar i
Reykjavik geta vitjað þeirra frá
og með föstudeginum 12. des.
— S.dór.
Við minnum á Happdrætti Þjóðviljans
Dregið var i Happdrætti Þjóðviljans
1 1. desember, en vinningsnfimer þá inn-
2 sigluð og verða ekki birt fyrr en að upp-
. gjöri loknu. Skrifstofa Happdrættis
Þjóðviljans er að Grettisgötu 3, Reykja-
vík, simi 17504 og 17500. Enn er hægt að
kaupa miða í Happdrættinu og verður
svo þar til uppgjöri likur. Þeir sem að-
stoðað hafa við dreifingu happdrættis-
miða eru hvattir til þess að gera skil
sem allra fyrst til, umboðsmanna eða
skrifstofunnar að Grettisgötu 3.
I
■
I
■
I
■
I
■
J