Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.12.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 í minmngu Gunnars Guðmundssonar skólastjóra Fœddur 9. október 1921 Dáinn 24. nóvember 1980 Lifift manns hratt fram hleypur, hafandi öngva bið i dauðans grimmar greipur gröfin tekur þar viö. Stundum koma mér i hug þessi orð Hallgrims Péturssonar er leiðir skilur. Þegar vinir og sam- feröamenn kveðja, en við sem orðnir erum gamlir höldum enn ferðinni áfram æðrulaust uns röðin kemur að okkur. Flestir munu geta tekið undir þessi orð Einars Benediktssonar: Mér gleymast árin min, tug eftir tug. Mér timinn finnst horfinn sem örvarflug, og allt sem ein augnablikssaga. Og nú er sagan á enda hjá þeim manni sem ég hef metið einna mest af yfirboðurum minum. Gunnar Guðmundsson var fæddur 9. okt. 1921 að Hrólfsskála á Seltjarnarnesi. Hann lauk prófi frá Kennaraskóla Islands 1942 og Handlðaskóla íslands 1949. KennarifNorðfjarðarskólahéraði 1943—1944, Barnaskóla Stykkis- hólms 1944—46. Barnaskóla Kópavogs frá 1946—1957. Það ár varð hann skólastjóri við Kárs- nesskólannog gegndi þvi starfi til dauðadags. Þetta sem hér er sagt er i höfuðdráttum æviferill þessa látna manns. Þessi upptalning segir þó vitanlega fátt um mann- inn, gerð hans, framkomu og lifs- viðhorf, en það er þó það sem mestu máli skiptir. Gunnar tók eins og áður segir við stjórn hins nýstofnaða Kdrs- nesskóla 1957. Þetta ár varð mér nokkuð minnisstætt. Þá urðu þáttaskil í lifi minu. Ég hafði dvalist úti á landi i rúm tuttugu ár. Enþetta ár fluttist ég suður og fékk stöðu við hinn nýstofnaða skóla i Kópavogi. Ég var með öllu ókunnur á hinum nýja stað og væntanlegt samstarfsfólk þekkti ég ekki. Ég var þvi af eðlilegum ástæðum uggandi um hvemig ég mundi kunna við mig og hvernig sam- skipti tækjust. Enn man ég glöggt er ég sá Gunnar skólastjöra í fyrsta sinn. Mér fannst maðurinn strax traustvekjandi, en nokkuð fálátur við fyrstu kynni. En ég var ekki búinn að vera lengi er mér varð ljóst að hér var óvenjulegur maður á ferðinni. Hann var einstaklega sam- viskusamur i öllu starfi og fylgd- ist nákvæmlega með öllu sem gerðist i skólanum. Allt skyldi vera i röð og reglu. En það sem mér verður þó minnisstæðast um manninn er einstakt drenglyndi hans,og hvað hann var innst inni hlýr og góðviljaður. Slikir menn eru mikils virði fyrir slíka stofnun, stóran skóla. Þetta sagði einnig til sin hvað Kársnesskólann snerti. And- rúmsloft og öll samskipti milli starfsfólks þar var með ein- dæmum gott. Allir luku upp einum rómi og sögðu: Hann Gunnar er einstakur. Ég held að öllum hafi þótt vænt um hann, virt hann og metið. Ég tel það mikla gæfu fyrir mig að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum og starfa undir hand- leiðslu hans. Þegar Gunnar varð fimmtugur komum við saman i Kársnesskól- anum til að óska afmælisbarninu til hamingju. Ég sagði þá örfá orð. Ég túlkaði þá samskipti min við þennan yfirmann minn með stöku. Stakan er svona: Ei þarf hann að leita lags ieika kann meö snilli, einn sem vann i önnum dags ailra manna hylli. (J.M.) Mér fannst að það sem sagt er i þessari visu ætti svo einstaklega vel við Gunnar. Hann þurfti ekki að'leita lags. Hann kunni i dag- legum samskiptum að leika vel. Honum var það eðlilegt, og eitt er vist, hann hafðiallra manna hylli. Gunnar var einstakt karlmenni. Hann sýndi það best i sinum löngu og þungbæru veikindum að skap- gerðin var traust. Ég kveð Gunnar með innilegu þakklæti fyrir ógleymanlegar samverustundir þau 17 ár sem ég starfaði undir hans stjórn. Það er mikið áfall er slikir menn falla fyrir aldur fram. Konu hans, börnum og nánum ættmennum votta ég samúð mfna. Agúst Vigfússon Við Kópavogsbúar höfum nú á hálfu misseri mátt sjd á bak tveimur forystum önn um . öðlingsmaður Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri, féll frá langt um aldur fram i lok hey- anna og nú á öndverðum ýli hverfur ástsæll vinur til feðra sinna á besta aldri, Gunnar Guðmundsson skólastjóri I Kárs- nesskóla. Höfum til afgreiðslu strax SUZUKI TS-50 og GT-50EL létt vélhjól. Hagstætt verð — Hagstæðir greiðsluskilmálar SUZUKI-UMBOÐIÐ Ölafur Kr. Sigurðsson Tranavogi 1. S: 83499. Fundum okkar bar fyrst saman að marki fyrir tæpum þremur áratugum á námskeiði á forn- frægu dönsku skólasetri i Askov á Jótlandi suður. 1 vitund minni er þvi svo farið með suma menn, að það er sem við höfum alltaf þekkst, en ekki haft tima til að kynnast fyrr en fundum ber saman af tilviljun. Einn þeirra var Gunnar Guðmundsson. Alla tið fannst mér hann strjúka þá strengi lffs- hörpunnar, sem ómuðu hugljúfast i eyrum minum. Enn liða ár. Undirteiknaður ræðst til starfa hjá Kópavogs- kaupstað, þar sem Gunnar er skólastjóri og metinn að verð- leikum f bæjarlifinu. Þaö var eins og við hefðum skilist i gær þótt rúmur áratugur væri frá siðustu fundum. Sami hægláti fögn- uðurinn yfir að finnast,yfirvegun, hlýja — velvilji til allra manna einkum þeirra sem minna mega sin og djúpur mannskilningur einkenndu þennan hógværa mann. Hann starfaði i skólamálum i Kópavogi frá þvi.hér varð skóli settur i fyrsta sinn á ofanverðum fimmta áratugnum og var þvi sá maður sem átti mestan þátt i að móta skólamál staðarins með ljúfmennsku sinni, þekkingu og reynslu. Gunnar var enginn afsláttar- maður, hreinlyndi og heiðrikja einkenndu öll hans spor. Við hjónin áttum þvi láni að fagna að eiga fimm börn i skól- anum hans og njóta þess börnin okkar alla ævi. Svo heilsteyptum manni og hugprúðum varð vel til fanga um samstarfsmenn. Góðir, jáafbragðskennarar hafa löngum verið I hans sveit. Kársnesskóli hefur jafnan verið til fyrirmyndar um rekstur og kennslu. Vfster að fjölmargir for- eldrar vestan Hafnarfjarðar- vegar telja sig standa i óbættri skuld við þá stofnun og starfs- menn hennar. Nánast varð samstarf okkar Gunnars i Norræna félaginu hér i Kópavogi, en hann átti sæti i stjórn þess frá upphafi 1962 til banadægurs — fyrst sem gjald- keri og sfðan varaformaður i ára- tug. Æöruleysi Gunnars i erfiðum veikindum verður öllum sem til þekktu ærinn styrkur I lifsbarátt- unni. Umhyggja hans og alúð við alla menn I ströngu striði. verður mér ógleymanleg. Það var jafnræði með þeim hjónum Rannveigu og ’nonum. Ljúfari manneskjur og skilnings- rikari á mannlega bresti þekki ég ekki. Þau hafa sannarlega átt sinn þátt i að gera bæinn okkar að „griðlandi — börnum og blómum”. Það er óbætt skarð i mannvali Kópavogsbúa við fráfall Gunnars vinar mins. Norræna félagiö þakkar honum óeigingjarnt starf i tæpa tvo ára- tugi. Foreldrar á Kársnesi minnast hans með innilegu þakklæti. Við erum drenglyndum mann- vini fátækari hér á Nesinu. Rannveigu og dætrunum tveimur færum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðar vættir að styrkja þær og allt þeirra ættlið og venslafólk. Mér finnst, að Gunnari hafi tekist umfram flesta aðra menn að gera að veruleika ósk þjóð- skáldsins Þorsteins Erlingssonar er hann kveður: Mig iángar, að sá einga lýgi þar finni sem lokar að siöustu bókinni minni. Hjálmar ólafsson Mánudaginn 24. nóvember and- aðist á Borgarspítalanum Gunn- ar Guðmundsson, skólastjóri Kársnesskóla i Kópavogi, eftir langvarandi baráttu við.mann- skæðan sjúkdóm.og fer útför hans fram i dag. Andlátsfregnin kom okkurkenn- urunum við skólann ekki á óvart,- þó var öllum brugðið. Við vitum lftið hvað framtiðin ber i skauti sér, annað en það, að við eigum öll eftir að hverfa héðan. En þrátt fyrir þá stað- reynd fer svo,að við eigum oft erfitt að trúa þessu lögmáli lifsins, þegar vinir okkar hverfa héðan. I tuttugu og þrjú ár höfðum við Gunnar starfað saman við Kárs- nesskóla, og nú er mig langar til að minnast góðs vinar og yfir- manns og votta venslamönnum samúð mina og starfsfólks skól- ans, er mér orða vant, öll orð hljómasvoinnantóm og fátækleg. Það er vist siöur i minningar- greinum að rekja ættir og upp- runa viðkomandi persónu. Þvi miður hef ég ekki áhuga á ætt- fræði eða þvi, hvar menn eru fæddir og alast upp. Þvi veit ég litið, þó ótrúlegt sé eftir langt samstarf, um ættir og uppruna Gunnars Guðmundssonar, annað en það að hann var fæddur á Sel- tjarnarnesi og ólst þar upp, en hitt veit ég fyrir vist, að ég var heppinn að hefja mitt kennslu- starf hjá fágætum mannkosta-og drengskaparmanni. Gunnar hóf kennslustörf i Kópavogi áriö 1946. Þá var Kópa- vogur fámennur hreppur, byggðin dreifð um holt og hæðir og kennslan fór fram I húsnæði, sem ekki þýddi að bjóða upp á i dag. I Kópavogi byggðu Gunnar og Rannveig Sigurðardóttii kona hans sér hús. Þau geröu meira en aösetjast að i hreppnum, Gunnar var einn af þeim framsýnu mönnum, sem tóku virkan þátt i þvi að breyta Kópavogi á nokkrum árum úr sveitabyggð i stærsta kaupstað landsins. Þegar Kársnesskóli tók til starfa 1957, var Gunnar ráðinn skólastjóri hans. Það var eitt af gæfusporunum i sögu skólamála i Kópavogi. A fyrstu árum Kárs- nesskóla og raunar miklu lengur, varmikilfjölgun ibúa i Kópavogi. Kársnesskóli var lengst af yfir- fullur af nemendum, þrisett var i allar kennslustofur og bygginga- framkvæmdir oftast á eftir áætlun. Vinnuaðstaða i skólanum var þvi ekki alltaf upp á það besta fyrir nemendur og kennara. En Gunnar stjómaði skólanum af röggsemi og festu, en var samt lipur og léttur i lund og réð fram úr hverjum vanda. Gunnar var glaðvær að eðlisfari og félags- lyndur og hrókur alls fagnaðar i vina hópi og höfðingi heim aö sækja. Hann tók virkan þátt i margs konar félagsstarfi i kaup- staðnum. Gunnar var greindur maður, traustur, hjálpsamur og vinur vina sinna, sannkallaður heiðursmaður. Fráfallhans er mikið áfall fyrir vandamenn hans og vini og starfsfólk og nemendur Kársnes- skóla. Við i Kársnesskóla kveðjum nú Gunnar skólastjóra hinstu kveðju og þökkum honum samstarfið og samfylgdina á liðnum árum. Rannveigu, dætrum og ættingjum öllum sendum við ein- lægar samúðarkveðjur. Þórir Hailgrimsson Bílstjóri Óskum eftir að ráða bil- stjóra með meiraprófsrétt- indi. Upplýsingar i sima 20680. LANDSSMIÐJAN Kennara vantar Stundakennara vantar í eðlisfræði að Menntaskólanum við Hamrahlið á vorönn 1981. Um er að ræða 14-18 vikustundir. Upplýsingar i sima 85155. Rektor * Bílbeltin hafa bjargað || UMFERÐAR RÁÐ MUNIÐ símann (91) 81333 DIOOVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.