Þjóðviljinn - 05.12.1980, Blaðsíða 5
Köstudagur 5. desember IttXU ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5
Tvöfaldar Reagan atómvopnaáætlun NATO í Evrópu?
Nifteindasprengjan og
ÍX/TV lzprfíA 1 [Keatían pianar <im
KclUU 1 dobfing av atom-
framlciðslu lpr°§rammet 1 Eur°pa?
í janúar sver Ronald Reagan forsetaeiðinn í Banda-
rikjunum og í kjölfarið munu „haukarnir" setjast að í
Hvita húsinu. Reagan hefur lýst yf ir því sem staðföst-
um vilja sínum að stórauka útgjöld til hermála og
semja ekki við Sovétríkin nema i krafti ótviræðra
hernaðaryfirburða. Ekki er þó búist við öðru í bráð en
að Reagan framkvæmi ýmislegt sem Carter-stjórnin
var með á prjónunum, en hikaði við að klára, og er það
svo sem nógu ógnvænlegt í sjálfu sér.
()i> nye kampanjar
mot lutropa for á
| fá oppfylt krav
om pst. auke i
militœrbndsjetta
AV INGOLF HAKON TEIGENE
' t)ci lorstc utannks- oe niilitii'i
poliliske Mcnala Ira dcn inxaklc
.iiucnkanskc prcsiilcntcn oc li.i
i.nlcnaranc ham lV4.I1
crstc lo
cntn
\i .11 ilci
kaii hli
innlruklc.
• Mcltoin anna cr dct pa talc a
louloblc lalct |v'i nyc atonuakctiai
1 I inopa 1 loiliold til NAIO-
scdiakct i Hryssel i lioi. Dcssc
plananc inkludcrcr ogsa innloring
a\ noytronvApenel.
• Kcagan har sjol t intcrvju
lagt scg pá ciu stcil kurs oVcrloi
Sovjct.
• USA svnes ó villc lcggc cnda
xterkare press pi dc; curopciske
( NATO-allicrte, in.a. incd siktc pá
á lá onpfylt kravet om ininst 3 pst.
RonuUi Reayan vurderer frandey
pa cryssarraketlur 1 t uropu.
Leikdómar
og greinar
Asgeirs
Hjartarsonar
iDUNN hcfur gefið út bókina
Leiknum er lokið, leikdómar og
greinar 1959-1972, eftir Asgeir
lljartarson. Ólafur Jónsson valdi
efnið og sá um útgáfu bókarinnar.
— Asgeir Hjartarson var leik-
dómandi Þjóðviljans tæpan
aldarfjórðung, 1948-’72. Arið 1958
kom út safn af leikdómum hans
liðinn áratug, Tjaldið fellur. Þessi
nýja bók. Leiknum er lokið,
geymir úrval greina hans þaðan I
frá og eru i bókinni um fimmtiu
greinar.
Auk leikdóma eru i bókinni
eftirmála- og afmælisgreinar
um listamenn leikhússins, svo og
yfirlistgrein um starfsemi Þjóð-
leikhússins fyrstu tiu árin, og loks
grein um leiklistargagnrýni. —
Ólafur Jónsson ritar eftirmála
þar sem hann gerir grein fyrir
megineinkennum á leikgagnrýni
Asgeirs og lýsir þeim sjónar-
miðum sem réðu valinu. Þar
segir meðal annars: „Hef ég
reynt að velja greinarnar i bókina
þannig að þær sýndu áhugasvið
og fjölhæfni gagnrýnandans og
væru þá um leið til marks um
hans eigin list og iþrótt, en veittu
i annan stað að minnsta
kosti visbendingu um ýmislegt
hið helsta sem var að gerast i
leikhúsunum á þeim árum sem
bókin tekur til og þá einkum ný-
mæli og nývirki i leiklist og leik-
bókmenntum ... Þá er minningu
Asgeirs Hjartarsonar mestur
sómi sýndur ef bók hans getur að
sinu leyti orðið aálitið tillag til
leiklistarsögu siðustu ára. Allténd
geymir hún heimild um það
hvernig góður áhorfandi, næmur
og vandlátur unnandi leikhússins,
sá og skildi verk þess á þessum
árum.”
Leiknum er tokið er gefin út i
minningu þess að Asgeir Hjartar-
son hefði orðið sjötugur 21. nóv-
ember 1980, en hann andaðist árið
1974.1 bókinni er skrá um raanna-
nöfn. Hún er 237 blaðsiður að
stærð. Prentrún prentaði.
Bandariska heimsvalda-
stefnan er söm við sig, og hefur
ekki breytt um eðli frá striðs-
lokum. Aðstaða valdastéttar-
innar i Bandarikjunum til þess
að reka hana af hörku versnaði i
kjölfar Vietnamstriðsins og
Watergatemála, sem gerðu al-
menning i Bandarikjunum frá
hverfan vopnaskaki og ollu ótrú
á forsetaembættinu. A þessum
niðurlægingartimum hafa
Bandarikin einnig misst frum-
kvæði sitt i efnahagsmálum og á
bandariskur iðnaður i vök að
verjast fyrir samkeppni ann-
arra iðnaðarþjóða.
Aftur númer eitt
En Reagan hefur lofað að
Bandarikin verði aftur númer
eitt hernaðarlega og efnahags-
lega. Dálitla visbendingu um
hvert hann hyggst stefna hefur
verið að fá i bandariskum fjöl-
miðlum að undanförnu, er þeir
hafa skýrt frá áliti ýmissa ráð-
gjafa Reagans, sem eru þessa
dagana að efna i stjórnarstefnu
handa honum.
Meðal annars hefur kjörnum
forseta verið ráðlagt að fjölga
hinum nýju stýriseldflaugum
sem koma á fyrir i Evrópu um
helming. 1 desember 1979, fyrir
innrás Sovétrikjanna i Afghan-
istan, samþykkti ráðherra-
fundur Nató-rikjanna i BrUssel,
eftir ærinn þrýsting frá Banda-
rikjunum að koma fyrir 108
Pershing-II eldflaugum og 464
stýriseldflaugum i Vestur -
Evrópu frá og með 1983. Sér-
fræðingar Reagans leggja til að
fjölga Pershing-flaugunum i 300
og stýrisflaugum i 1000. Einnig
er i þessum ráðleggingum, sem
kjörinn forseti er nú að meta,
lagt til að þessar meðaldrægu
flaugar, sem beint verður gegn
skotmörkum i Sovétrikjunum,
verði búnar nifteindasprengj-
um, en á þeim stöðvaði Carter
forseti framleiðslu eftir mikla
mótmælaöldu.
„Haukarnir” ráöa
Þessar ráðleggingar eru
byggðar á skýrslu sem unnin er
af 30 sérfræðingum beggja
flokka i bandariska þinginu og
gefin hefur verið út af The
Institute of American Relations.
Þar er hermálaáætlun Carters
gagnrýnd og færð rök fyrir stór-
auknum útgjöldum til hermála.
önnur höfuðniðurstaða skýrsl-
unnar er að hraða verði áætlun-
um um að framleiða og koma
fyrir nýjum kjarnorkuvopnum i
Evrópu. Alexander Haig, fyrr-
verandi yfirhershöfðingi NATÓ,
hefur áður látið i ljós þetta
sjónarmið, en gert er ráð fyrir
að hann verði einn helsti ráð-
gjafi Reagans á hermálasvið-
inu.
Mörg bandarisk blöð halda
þvi einnig fram að ráðgjafar
Reagans séu með vangaveltur
um aukin fjárframlög til ann-
arra vopnakerfa sem verið hafa
i þróun en frestað hefur verið að
framleiða. Hér er um það að
ræða m.a. að hraða framkvæmd
svokallaðrar MX-áætlunar.
Þessi eldflaugaáætlun byggir i
stuttu máli á þvi að koma kjarn-
orkuvopnum fyrir i risastórum
jarðgöngum i Nevada og Utah.
Eldflaugunum á siðan að aka
stanslaust um jarðgöngin,
þannig að andstæðingar Banda-
rikjamanna viti aldrei hvert
þeir eigi að miða varnarflaug-
um sinum.
Þá er og i þessum vigbún-
aðarhugleiðingum miðað við að
hraðað verði gerð nýrrar, lang-
fleygrar sprengjuvélar og
nýrrar tegundar kjarnorkukaf-
báts, Trident-II.
Ahrifasvœðið er
heimurinn allur
New York Times hefur birt
hluta af skýrslu frá öryggis-
málasérfræðingum Reagans,
þar sem þvi er slegið föstu að
enginn heimshluti sé utan
áhrifasvæðis Bandarikja-
manna, og þeir verði að vera
reiðubúnir til þess að verja
hagsmuni sina með vopnavaldi
hvar sem er i heiminum, með
eða án stuðnings bandamanna
sinna.
Þá segir og að kjarnorku-
vopnakerfi Bandarikjanna
verði að standast allar árásir
Sovétrikjanna, og „hafa mögu-
leika til þess að gera árás á
hernaðarleg, pólitisk og efna-
hagsleg skotmörk i óvinalandi,
án þess að leiða til óæskilegs
tjóns fyrir almenna borgara”.
3% markið
og mótmœlin
Carter-stjórnin hefur á sinum
siðustu vikum lagt ofurþunga
áherslu á það að NATÓ-rikin
standi við það loforð sitt frá 1978
að auka vopnaviðbúnað sinn
með þvi að bæta 3% umfram
verðbólgu ofan á hernaðarút-
gjöld sin árlega. Reagan mun
ekki siður verða aðgangs-
harður. Nokkuð vist er að fá
NATÓ-riki munu uppfylla þetta
skilyrði. 1 Danmörku er ráðgerð
svokölluð núll-lausn, Belgiu-
menn og Hollendingar ná varla
1% markinu, Vestur-Þýskaland
veröur undir tveimur prósent-
um og Bretar eru i niður-
skurðarham. Eina landið sem
vitaðer að ná muni 3% markinu
er Noregur.
Um leið hefur skapast mjög
almenn mótmælaalda gegn
fyrirætlunum Bandarikja-
manna um að innlima Vestur-
Evrópu að fullu og öllu i kjarn-
orkuvopnakerfi sitt, en viða i
álfunni hefur gripið um sig ótti
og grunur um að stórveldin séu
með nýrri hernaðartækni að
opna möguleika á takmörkuð-
um kjarnorkustyrjöldum, sem
háðar yrðu utan þeirra eigin
landsvæða, til að mynda i Mið-
Evrópu. — EinarKarl
k | | )(‘a(l<Ts I
Great I ,V l,jK‘’sl I
World
Atlas
Great Wor Id Atlas
0 REVISED AND UP-DATED EDITION
HVAR ER EFRIVOLTA?
Því, og öllum slíkum spurningum, svarar Great World Atlas
á auðveldan hátt. —
Þú finnur staðinn á tíu sekúndum.
Einnig kaflar um himingeiminn, jarðsöguna, dýralíf, þróun og
sögu mannkyns.
FALLEG OG FRÆÐANDI JÓLAGJÖF
Sendum í póstkröfu
Bókabúð Máls og mermingar
Laugavegi 18 • Sími 2-42-42
Hnililiú-.V- Stoilg'lltoit