Þjóðviljinn - 05.12.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.12.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. desember 1980 ^Hugsa sér að þjást ) svona rómantlskt útaf vanköntum \ tækninnar! En hvaða númer ætl.. / Þetta þýðir ekkert ' Alltaf það sama. Skakkt númer. .. Skakkt... Iiless... \ : Alltaf skakkt... Halló er þetta skakkt númer? Veit ekki — við hvern viltu tala? / '\yonlaust! Hjarta j imitt segir að núm-' erið sé'“skakkt! j I vetur er leiklistin á dagskrá, áhersla verður lögð á upplestur, framsögnog leikræna tjáningu. Námskeiðið verður einu sinni i viku og hefst eftir áramót. Enn er hægt að skrá sig hjá Sjálfs- björgi (juðmundur sagði að til- gangurinn með námskeiðinu fyrir utan ánægjuna væri að efla sjálfsöryggið, menn yrðu frjáls- ari og fengju æfingu i að koma fram og tala frammi fyrir öðr- um. — ká sem við kaupum frá Dyngju á Egilsstöðum eða Pölarprjóni á Blönduósi.er 50% af kostnaði og við reynum að gjörnýta hana með að vinna barnafatnað og fleira úr afgöngunum. Þetta gengur svosem bærilega, en hvort sem þið trúið þvi eða ekki var fyrirtækið nú ekki endilega stofnað til að græða einnhver ósköp á þvi, heldur fyrst og fremst til að auka fjölbreytni i atvinnu. ' __vh HÚRRA „Mannfélaginu má likja við voldugt vitlausrahæli, þar sem vitfirringarnir rogast með sömu sandpokana i eilifri hringrás milli kjallara og þaklofts. Brjáluðustu vitfirringarnir taka sér þau sérréttindi að sitja á lotnum herðum hinna og lemja þá áfram með bareflum. Og þaðan öskra þeir hnakkakertir hver i kapp við annan: Blessað sé framtak einstaklingsins! Lengi lifi hin frjálsa sam- keppni! Húrr-a! Þórbergur Þórðarson: t „Bréfi til Láru” 1924. Kærleiksheimilið Hæ amma! Manstu eftir mér? Molar Allar konur eru hættulegar, en hættulegastar eru þær sem eru nýbúnar að taka bilpróf. Ókukennari. Ctilokað Hvernig á lika að vera hægt að stjórna landi meö meira en 300 mismunandi ostum! de Gaulle Ég umgengst fremur karlmenn en konur. Ekki vegna þess að þeir eru karlmenn, heldur vegna þess að þeir eru ekki konur. Kristin Svíadrottning Ekki síst til að auka fjöl- breytnina — segir Sigfús Kristinsson um starfrækslu saumastofu á Reyðarfirði Saumastofan Harpa hf. heitir litið fyrirtæki á Reyðarfirði og hefur nú verið rekið i 4 ár. Þegar við litum inn um daginn stóð yfir útsala á fatnaði unnum úr afgöngum eða þvi sem sniðst utanaf, en annars framleiðir saumastofan samkvæmt pönt- unum fyrir útflytjendur, Alafoss og StS. Sigfús Kristinsson forstjóri sagði, að alls ynnu við sauma- stofuna 14 manns, en flestir i hálfsdagsstarfi, konur sem jafnframt eru húsmæður. — Flest er þetta starfsfólk, sem ekki mundi fara i fiskvinnu af ýmsum ástæðum, annaðhvort afþviaðþaðhefurekkiheilsu til þess eða ekki aðstæður vegna bama og heimilisskyldna. — Svo þið eruö ekki i sam- keppni við fiskvinnslustöðv- amar um vinnukraftinn? — Það er öðru nær, við höfum þvi miður ekki möguleika á að keppa i' kaupi við þær. Við get- um t.d. ekki farið úti bónus eða þessháttar.höfum fram að þessu ekki fengið það stórt verkefni að slikt mundi skiia sér. Voðin, Æfing í framsögn og upp- lestri vidtalid Leiklistarnámskeið fyrir fatlaða: Hvað skyldu þeir Lúövík Jóseps- són og Einar Olgeirsson segja utn samvinnu Aiþýðubanda- lagsins við ihaldið i ASl? spyr Arni Gunnarsson I VIsi: „Þetta gátu strákarnir lika”, myndu þeir segja. Þeir mynduðu nýsköpunarstjórnina með ihald- inu I striðslok. Rætt við Guðmund Magnússon leikara Sjálfsbjörg landssamtök fatl- aðra efna til leiklistarnám- skeiðs I vetur fyrir félagsmenn sina I samvinnu við Námsflokka Reykjavikur. Það er Guð- mundur Magnússon leikari sem annast námskeiðið og Þjóðvilj- inn sló á þráðinn til hans til aö forvitnast um þetta framtak. Guðmundur sagði að hann hefði tekið slikt námskeið að sér i fyrra, en þá hefði það verið auglýst sem félagsmála- námskeið. Hann hefði ekkert kunnað i fundarsköpum eða ræðumennsku, en tekist að bjarga sér fyrir horn með bók- um. Þá var námskeiðiö tvisvar i viku,annað skiptið var sjónum beint að félagsmálum en i hitt aðupplestri framsögn og spuna. Þau gripu til þess ráðs að stofna málfundafélag sem hélt aðal- fund á hverjum þriðjudegi. Þar var stöðugt verið að kjósa i stjórn, svo að allir lentu i einhverjum embættum og æföust i fundasköpum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.