Þjóðviljinn - 05.12.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. descmber 1980
Félagasamtökin Vernd
setja upp heimiii
til aöstoðar föngum sem eru að aðlagast
samfélaginu eftir afplánun refsivistar.
TIL STYRKTAR ÞESSU HÖLDUM VIÐ
í HÁSKÓLABÍÓI
SUNNUDAGINN 7. DES. KL. 22.00
FRAM KOMA:
SIGFUS HALLDORSSON OG GUÐMUNDUR GUOJÓNSSON
VIÐAR ALFREÐSSON KARLAKÓR REYKJAVÍKUR
HALLI OG LADDI MANUELA WIESLER
GAROAR CORTES OG OLÖF HAROARDOTTIR
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON RAGNHILDUR GÍSLADÓTTIR
HORNAFLOKKUR KÓPAVOGS BRIMKLÓ
Forsala aðgöngumiða er í Háskólabíói,
Úrvali við Austurvöll og
Skífunni Laugavegi 13.
DWÐVIUINN
Tvö blöð á morgun
Vandað helgarefni
Tryggið ykkur eintak í tíma
SUNNUDAGS
BLAÐIÐ
DJOÐVIUINN
vandað
lesefni
alla
helgina
ÚTBOÐH)
Tilboð óskast i straumrofa fyrir Raf-
magnsveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru
afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi
3.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 13. jan. 1981 kl. 11 f.h..
INNKAUPASTOFNUN REYK]AVIKURBORGAR
Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800
KEFLAVIK
Auglýsing um tímabundna
umferðartakmörkun í Keflavik
Frá laugardeginum 6. des. til miðviku-
dags 31. des. 1980, að báðum dögum með-
tölzum, er vöruferming og afferming
bönnuð á Hafnargötu á almennum af-
greiðslutima verslana.
Á framangreihdu timabili verða settar
hömlur á umferð um hafargötu og
nærliggjandi götur ef þurfa þykir, svo sem
tekinn upp einstefnuakstur eða umferð
ökutækja bönnuð með öllu. Verða þá sett-
ar upp merkingar er gefa slikt til kynna.
Keflavik 4. des. 1980.
Lögreglustjórinn í Keflavík.
Síminn er 81333
DJOÐVIUim SiðumiUa 6 S. 81333.
Við munum ekki
beita harðræði!
Mottó:
Sig að verja sá ei kann
sýna ef skyldi hreysti
— en að berja bundinn mann
betur engum treysti.
(Sveinn frá Eiivogum)
Nú eru dimmir dagar á Islandi.
Þó dimmdi enn til muna er
Friöjón Þórðarson kunngerði
ákvörðun sina um örlög Gerva-
sonis. Ákvörðun þessi lýsir
slikum valdhroka, lagablindu og
þrælmennsku að heita má eins-
dæmi i seinni tið og verður helst
jafnað til „Hvita striðsins”,
ásamt þvi þegar Islendingar vis-
uðu þýskum gyðingum frá, er
þeir sóttu um hæli undan ofsókn-
um nasista. Hefði mátt halda að
tvö afrek þeirrar tegundar dygðu
á öld.
I viðtali við sjónvarpið 2. des.
sýndi dómsmálaráðherra einkar
vel, hvernig valdsmaður á ekki að
hegða sér. Allur málflutningur
byggðist á „ég held” og „mér er
sagt”. „Þessi maður” (svo að
maður brúki sérlega smekklegt
málfar ráðherrrans á hann
sjálfan) hefði greinilega ekki haft
fyrir þvi að kynna sér afstöðu
Dana i málinu öðruvisi en sem
kokkteilslúður. ASl, Amnesty,
Alþýðubandalagið, Samtök her-
stöðvaandstæðinga og aðra þá,
sem lýst hafa stuðningi við
Gervasoni, afgreiddi „þessi
maður” sem fámenna ofbeldis-
hópa. Siðan klykkti „þessi
„maður”” út með krókódils-
tárum yfir ranglæti i dóms-
málum á Islandi, sem honum
ætti þó að vera i lófa lagið að
lina eða eyða sjálfum. Kórónan á
málflutningi ráðherra og vika-
snata hans er þó liklega sú
staðhæfing að Patrick Gervasoni
þurfi (eftir að Danir hafa veitt
honum hæli, liklega) ekki að sitja
„nema” 15 mánuði i fangelsi i
Frakklandi. Að visu má gera ráð
fyrir að þessi staðhæfing sé álika
traust og aðrar sem frá „þessum
manni” koma, en hinsvegar má
spyrjahvort „aðeins” 15mánuðir
séekki nokkuð hörð refsing þeim,
sem ekkert hefur til saka unnið
Orgel-
tónleikar
í Akur-
eyrar-
kirkju
Orgeltónleikar verða i Akur-
eyrarkirkju i dag, á morgun,
laugardag, og sunnudaginn 7.
desember og hefjast allir kl.
20.30. Antonio D. Corveiras
organisti við Hallgrimskirkju
leikur verk eftir eldri og yngri
meistara.
Corveiras er fæddur á Spáni og
menntaðist i Madrid og Paris.
Hann hefur haldið orgeltónleika
viða um lönd, austanhaís og
vestan. Auk starfa við Hallgrims-
kirkju er hann nú kennari við
Tónlistarskóla Keflavikur og viö
Tónskóla þjóökirkjunnar.
annað en vilja ekki læra þá fögru
list manndráp.
Ekki er siður ljótur þáttur
vissra manna og blaða i þessu
máli. I málflutningi þeirra hefur
ægt saman öllum ógeðslegustu
sjónarmiðum sem mannskepnur
geta tileinkað sér, kynþáttahatri,
hermennskudýrkun, þröngsýni,
útlendingahatri ásamt þeirri
valdtilbeiðslu sem dýrkeyptust
hefurorðið mannkyninu á þessari
öld i mynd fasismans.
Ljótt dæmi um það hvernig
dagblað á ekki að haga sér er
frammistaða Visis i þessu sam-
bandi. Frá upphafi hefur það blað
sýnt slika blaðamennsku að engu
likist. Það hefur ljáð rúm i skít-
kastadálki sinum rætnum
athugasemdum blaðamanna
sinna, sem hinsvegar hafa varla
haft fyrir þvi að skrifa fréttir um
málið. Þær fréttir sem birst hafa
eru svoí stil þess, þegar friðsam-
leg mótmæli i ráðuneytinu eru
kölluð innrás og taugaveiklun
lögreglunnar við franska sendi-
ráðið látin benda til þess að hætta
sé á „einhverskonar eyðilegging-
arstarfsemi”. Rétt er það, að
ærlegu fólki getur runnið i skap ef
það sér ráðist á litilmagnann,
enda er þá engu um að kenna utan
ruddaskap axlarbjarnanna i
dómsmálaráðuneytinu. Hitt er
snautleg blaðamennska að gefa
sér fréttir fyrirfram.
Nú reynir á alla þá sem vilja
unna langhröktum flóttamanni
réttlætis og friðar fyrir
ofsækjendum sinum. Ekki síst
reynir á okkur sem viljum telja
okkur friðarsinna og sósialista.
Þvi verður ekki trúað að óreyndu,
að Alþýðubandalagið liði slikt
niðingsverk, sem hér er verið að
fremja og ljái fylgi sitt til þess að
tsland verði gert að viðundri
frammi fyrir alþjóðlegri mann-
réttindahreyfingu. Hiklaust á að
hóta úrsögn úr rikisstjórn verði
Patrick Gervasoni ekki veitt hæli
sem pólitiskum flóttamanni,
undanbragðalaust og þegar i
stað, og standa við þá hótun ef
þörf gerist.
Heiður okkar sem manneskja
er nefnilega meira virði en þrir
ráðherrastólar og nokkur fölsuð
visitölustig!
Selfossi, daginn
eftir fullveldisdag,
Hjörtur Hjartarson,
Smáratúni 7, Selfossi.
Sýnir í Egilsbúö
í Neskaupstad
Þessa dagana stendur yfir
sýning á verkum Guðjóns
Ketilssonar I Egilsbúð I Ncs-
kaupstað. Guðjón var áður
myndlistarkennari þar, en fór
siðan til náins i Kanada. Hann
hefur áður sýnt i Kcykjavik og
i Neskaupstaðog á sýningunni
nú eru 20 myndir, allar gerðar
á þessu ári. — Ljósm. Erna.
Antonio D. Corveiras
Suomihátíð
er á morgun
Þjóðhátiðardagur Finna er á
morgun, laugardaginn 6. des.
Suomi-félagið heldur þennan dag
háti'ðlegan með skemmtun i
Norræna húsinu kl. 20.30 og hefur
verið vel vandað til dagskrár.
Formaður félagsins lrú Barbro
Þórðarson flytur ávarp. Sendi-
herra Finna hér á landi Lars
Lindemann heldur tölu, en
hátiðaræðu ilytur dr. Kristján
Eldjárn fyrrum forseti Islands.
Þá syngur frú Sólveig Björling
með undirleik Gústafs Jóhannes-
sonar og loks skemmtir vinsælasti
skemmtikraftur Finna um þessar
mundir M.A. Numminen með
söng og látbragðslist. Undirleik
annast H. Pedro Hietanen.
Siðan verður sest að borðum og
borinn fram náttverður.
Allir eru velkomnir meðan
húsrúm leyfir.
Sunnudaginn 7. des. heldur
félagið barnaskemmtun i
Norræna húsinu kl. 14.00. Þar
skemmtir hinn bráðskemmtilegi
Numminen, sem er sérstaklega
ástsæll hjá börnum viða um lönd.
Undirleikur Pedro Hietanen.
Aðgöngumiðar fást við inngang-
inn.
Skemmtigarpurinn Numminen
og harmonikusnillingurinn Hiet-
anen.