Þjóðviljinn - 05.12.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.12.1980, Blaðsíða 11
Köstudagur 5. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 iþróttir @ íþróttir g iþróttir g) FyrirhafnarlítUl sigur Þróttar gegn Fylkismönnum ólafur H. Jónsson og strákarnir hans f Þrótti áttu ekki i miklum vandræftum meft aft tryggja sér 2 stig i gærkvöldi. Vinningar dreifðust 10 réttir gáfu vinning i Getraun- unum siðasta laugardag og kom þar tvennt til. Annars vegar að fresta varð einum leik á get- raunaseðlinum og hins vegar var enginn það getspakur að hann hefði 11 rétta. Vinningur fyrir 10 rétta var rúm 600 þús. Þá voru 308 raðir með 9 rétta og var vinningur þar 12.200. Einn þátttakandi með fyrsta vinning var með „tvitryggingu” á frestaða leiknum og fékk þvi alls rúmar 1300 þús. krónur. Grasvöllur finnst ekki Alþjóftaknattspyrnusambandið fór i vikunni fram á þaö vift yfir- völd knattspyrnumála á Möltu að laudsleikur Möltubúa og Pólverja 7. des. nk. verfti leikinn á gras- velli. Pólverjarnir ku hafa kvart- að viö sambandift og jafnvel hótað aft mæta ekki i leikinn ef aft ekki verftur leikift á grasvelli. Þeir bera fyrir sig klásúlu i lögum sambandsins livar segir, aft „allir leikir á vcgum Alþjóöaknatt- spyrnusambandsins i Evrópu skulu leiknir á grasi”. Aðalleikvangurinn á Möltu, Valetta Gzira, er með einhvers konar malargrús og þykir fremur illur yfirferðar, væntanlega ekki ólikur Melavellinum blessaða. A þessum velli hafa Möltubúar náð að knésetja margar sterkar knattspyrnuþjóðir og nú eru Pólverjarnir orðnir hræddir... Þröttur fylgir enn i humátt á eftir Vikingum á toppi 1. deildar handboltans. i gærkvöldi lögftu Þróttararnir Fylkismenn aft velli án mikilla átaka, 24-19. Leikurinn var einstaklega leiöinlegur á aft horfa. þumb og hnoft mestallan timann. Eftir fremur rólega byrjun tóku Þróttararnir heljarmikinn sprett og skildu Arbæingana eftir með sárt ennið. Staðan breyttist úr 1-1 i 5-1 og siðar úr 5-2 i 11-2. Fyrri hálfleikur rétt hálfnaður og nánast formsatriði fyrir Þrótt að klára leikinn. Fylkir skoraði sitt 3. mark, en Þróttur svaraði með 2 mörkum i röð, 13-3. Þá komst heldur betur los á leik Þróttar og Fylkir minnkaði muninn i 14-9 fyrir lcikhlé. Fylkir dró á Þrótt i byrjun seinni hálfleiks, 16-12. Gunnar skaut i stöng úr vitakasti og við það dró allan mátt úr Fylkislið- inu. Þróttur komst i 20-12 og loka- tölur urðu siðan 24-19. Fylkisliðið var vægast sagt aumlegt i þessum leik. Þegar baráttuna vantar er það hvorki fugl né fiskur. Þróttur lék þokkalega framanaf fyrri hálfleiknum, en siðan fóru leikmennirnir að slaka á og þá drógust þeir niður i sama auma planið og Fylkismennirnir. Ólaf- ur og Páll áttu skástan leik i liði Þróttar. Markhæstir i liði Þróttar voru: Páll 8, Ólafur 7, Sigurður 4/1, og Lárus 3. Fyrir Fylki skoruðu mest: Gunnar 6/3, Einar 5/1 og Stefán H. 3. — IngH. Valur kafsigldi stúdenta Kikharftui Hrafnkelsson átti góftan leik i lifti Vals i gærkvöldi og skorafti 26 slig. Valsmenn nældu sér i 2 stig i úrvalsdeild körfuboltans i gærkvöldi meft þvi aft sigra Stúdenta meft 93 stigum gegn 74. Keyndar voru Stúdentar yf'ir i hálfieik, 49-42, en leikur þeirra lirundi i seinni hálfleik. „Gamli, gófti ÍS-baklásinn’', eins og einn gamalreyndur IS-leikmaftur orftafti þaft. ÍS lék mjög vel i fyrri íálfleik meö Jón nykominn Jddsson og Coleman i farar- oroddi. Kikharður hélt Val á iloti meö stórleik. Eltir leikhlé herti Valur tökin i vörninni og sigraði næsta örugglega, 93-74 eins og áður sagöi. Kikharður lék mjög vel meft Valsliðinu framanaf og skor- iöi alls 26 stig. Stigahæstur i liöi 1S var Mark Coleman meö 33 slig. — Ingll. /«V staöan Staftan i úrvalsdeild körfu- bollans er nú þannig: UMFN ...99 0 889:731 18 KK ....86 2 679:592 12 Valur 4 789:767 10 ÍK ....94 5 773:785 8 IS 8 707:816 2 Ármann... . . . . 8 1 7 630:764 •> Göngumenn utan til æfinga Keppnismenn okkar i skiðagöngu hafa undanfarna mánufti verift að undirbúa sig af krafti fyrir keppnistimabil sitt, sem hefst um áramótin. Einn cfnilegasti göngumaður Ólafs- firftinga, Finnur Viftir Gunnars- son, mun á næstunni æfa meö norska landsliftinu, en hann kepp- ir i flokki 16—19 ára. örn Jónsson og olympiuleika - farinn Ingólfur Jónsson frá Reykjavik munu einnig verða i Noregi við æfingar og keppni og koma þeir félagarnir væntanlega vel undirbúnir til leiks. Þá hafa þeir „sem heima ganga” verið mikið á ferðinni, Ölafsfirðingarnir hafa æft af kappi og hinn gamalreyndi kappi, Halldór Matthiasson, er sagður i hörkuformi þessa dagana.-IngH Bók um Liverpool Fyrir skömmu kom á markaðinn bók um enska knattspyrnuliftift Liverpool, sem hefur verift besta félagslift heimsins undanfarin ár. Sigurftur Sverrisson, iþróttafréttamaftur, sá um þýðinguna og samdi eftirmála. Hér er lýst uppbyggingu Liverpool, frásagnir eru af keppnistimabilum, einstök- um leikjum og ekki sist frásagnir af þekkt- ustu knattspyrnusnillingum sögunnar. LIVERPOOL hóf keppnistimabilið i haust með fjóra meistaratitla á sl. fimm árum i veganesti. Liðið hefur hafnað i fyrsta eða öðru sæti i 1. deildinni s.l. 8 ár og ekki neðar en i fimmta sæti siðan 1966. Frá þvi liðið kom upp i 1. deildina 1962 hefur það unnið titilinn sjö sinnum og hafnað i öðru sætinu fjórum sinnum. Liverpool hefur tvivegis unnið bikarinn, árin 1965 og 1974, og að auki leikið til úrslita i honum árin 1971 og 1977. Leikiö til úrslita i deildarbikarnum 1978, orðið Evrópu- meistari tvisvar, 1977 og 1978. Unnið UEFA- bikarinn 1973 og 1976, leikið til úrslita i Evrópukeppni bikarhafa 1966 og unnið stór- bikar (Supercup) Evrópu. Hvernig s^m á er litið verður að útnefna LIVERPOOLrliðið i dag sterkasta félagslið nútimans i sögu enskrar knattspyrnu og ef til vill um víða veröld. Othald liösins og þrautseigja eru meö eindæmum og enn viröist ekkert lát á. Jón Konráftsson, tslandsmeistari í skíöagöngu,verftur ekki meftal kepp- enda á stórmótum vetrarins. Islandsmeistarinn er hættur keppni Jón Konráftsson, núverandi lslandsmeistari i 15 og 30 km skiftagöngu, hefur hætt æfingum og keppni, þótt hann sé svotil nýbyrjaftur aft keppa i flokki fullorðinna. Jón var mjög sigursæll i unglingaflokkum i skiöagöngu og margfaldur Islandsmeistari þar. A siðasta skiðalandsmóti kom hann mjög sterkur til leiks og sigraði glæsilega i 15 og 30 km göngu. Var hann þar vel á undan ólympiuförunum þremur, Ingólfi Jónssyni, Hauki Sigurðssyni og Þresti Jóhannessyni. ______IngH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.