Þjóðviljinn - 05.12.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.12.1980, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. desember 1980 Byggingar- delld borgarinn- ar endur- skipulögð Akveðið hefur verið að setja sérstaka stjórn yfir byggingar- deild Reykjavikurborgar, fjölga starfsliði hennar og stokka alla starfsemina upp með hertum reglum um verkefni og fram- kvæmd þeirra. Kemur þessi sam- þykkt borgarstjórnar i kjölfar á könnun, sem sérstök undirnefnd framkvæmdaráðs hefur gert á starfsemi deildarinnar i sam- vinnu við borgarverkfræðing og rekstrarráðgjafa. Könnunin leiddi i Ijós, að ótrúlega mörgu var ábótavant, bæði hvað varðar undirbúning, hönnun og fram- kvæmd nýbygginga og viðhalds- verkefna, sem byggingardeildin annast. Adda Bára Sigfúsdóttir, formaður framkvæmdaráðs, sagði á borgarstjórnarfundi, þegar málið var til umræðu, að framkvæmdaráð, borgarverk- fræðingur og rekstrarráðgjafar væru sammála um þær úrbætur, sem lagðar voru fyrir fundinn. Tilgangurinn með þessari endur- skipulagningu væri að gera byggingardeildina að betri stofnun með þvi að greina betur milli verkþátta og fjölga tækni- menntuðum starfsmönnum. Albert Guðmundsson hélt uppi miklu málþófi á fundinum vegna þessara tillagna og vildi visa til- lögunum til umfjöllunar i stjórn- kerfisnefnd, sem hann á sæti i. Töldu aðrir, að það væri tilraun til að drepa málinu á dreif og tefja það, og var tillaga Alberts felld á jöfnu. Ekki virðist heldur hafa veriðástæða til að draga aðgerðir i langinn, þvi að greinargerð aorgarverkfræðings sem fylgdi cillögunum er heldur ljót af- lestrar. Þar segir m.a. að allur gangur sé á þvi hvernig staðið sé að hönnun nýbygginga á vegum deildarinnar. Ekki sé fengið leyfi borgarráðs fyrir hönnuninni, ekki sé samið við hönnuði um greiðslu- fyrirkomulag og hönnunartima, forsögn sé ábótavant og hönnun og frágangur Utboðsgagna sé ekki i samræmi við reglur borg- arinnar. Það sem Urskeiðis fer við framkvæmd nýbygginga 'ekur borgarverkfræðingur til lé- legs undirbUnings hönnunar, ófullnægjandi hönnunar og losaralegrar áætlanagerðar. Tillögurnar sem samþykktar voru. til Urbóta i þessum efnum gera ráð fyrir að starfsemi byggingardeildar verði skipt í þrennt: — áætlanadeild, sem sér um gerð f járhagsáætlana, greiðsluáætlana og kostnaðargát bæði fyrir nýbyggingar og viðhald; tækni- og eftirlitsdeild sem fer yfir öll verkefni og sér um verkhönnun, þ.m.t. uppdrætti og verklýsingar (byggingareftirlitið fellur undir verksvið deildar- innar). Starfsmönnum i þessum tveimur deildum verður fjölgað um tvo; Þriðja deildin er tré- smiðastofan sem tekur við verk- efnum fullhönnuðum og er ábyrg fyrir framkvæmd þeirra. —AI Vilja lögleiða björgunarnet Markúsar Fiskiþing gerði eftirfarandi ályktanir um öryggísmál: 1. NU þegar veröi lögbundnir sjálfvirkir örbylgjusendar i gUmmibjörg- unarbáta svo og sjálfvirkir sleppikrókar. 2. Björgunarnet Markusar Þorgeirssonar verði lögskipaður bUnaður i islenskum skipum. 3. Fjárveitinganefnd Alþingis veiti Veðurstofu tslands fé á fjárlögum 1981 til þess að mögulegt sé að hefja Utsendingar veður- og iskorta til skipa.l- eös r, X ' ; '04:0: - ' ■ . - : Frá sýningu Textilhópsins I versluninni Epal. Þar getur að llta siþrykk, gardinur og fleira. —Ljósm Heiða Björk þrykkir myndir af fiskum á bómullarefni. Hún rennir sköf- unni fram og aftur og þrýstir litnum I gegnum silkið. —Ljósm: —gel—. TEXTIL? HVAÐ Ég spurði þær hvort textillist ætti erfitt uppdráttar, en þær sögðu að það væri greinilegt að fólk væri farið að meta það sem er á boðstólum af handunnum vörum. Þó væru margir sem gerðu sér ekki grein fyrir þvi að mikil vinna liggur að baki textil- verkum og að slikar vörur eru einstakar að gerð og ekki hægt að bera þau saman við verksmiðju- framléiðslu. Langbrækurnar sem hafa bækistöðvar i Torfunni ruddu brautina, en Textilhópur- inn Utskrifaðist Ur Myndlistar- og Handiðaskólanum nokkru seinna en þær langbrækur. Það er dýrt að koma upp verk- stæði eins og þvi sem nU er á Grettisgötunni. Þaö þurfti að kaupa strauvél, UtbUa borð og aðra vinnuaðstöðu. Litirnir eru dýrir, en þar á móti kemur að þegar svona margar eru um hit- una deilist kostnaðurinn og timinn nýtist betur. Hverri viku er skipt nákvæmlega niður þarinig að tvær komast að i einu, en deginum er skipt i þrennt. Það tekur mislangan tima að gera hvert verk eftir þvi hvers eðlis það er, hvort það er stórt eða litið, hvort margir litir eru notað- ir; timinn getur verið allt frá tveimur dögum upp i mánuð. Konurnar sjö stunda allar aðra vinnu, enda hafa listir ekki þótt sérlega arðvænlegar hér á landi til þessa. 1 Textilhópnum eru sjö konur svo sem áður segir og Langbræk- ur eru 14. Það vekur þá spurningu hvort karlmenn komi ekki nálægt textil. Þær i Textilhópnum sögðu að einn karlmaður væri að læra nUna, en annars væri þetta algjör kvennagrein innan myndlistar- innar. Draumur Textilhópsins er að koma á fót gallerii og að komast Ut á land til að kynna list sina, en allt biður það betri tima. Eins og er kváðust þær bjart- sýnar, það kæmu til þeirra pantanir og það væri ekki annað að sjá en að nóg yrði að gera i framtíðinni. Verkstæðið sjálft er i einu stóru hvitmáluðu herbergi. Þar eru vinnuborðin tvö og strauvélin, ásamt hillum undir litadósir og forláta baðker með ljónslöppum sem notað er til að skola rammana þegar bUið er að þrykkja. Við þrykkið eru einkum notaðar tvær aðferðir það sem kallað er að lakka og að lýsa. Lökkunin er sU aðferð sem áður var lýst, en við lýsingu er notuð filma. Það má litið Ut af bera til þessað þrykkið eyðileggist ekki, afföllin eru mikiþenda dugar einn smáblettur til að eyðileggja allt. Þá er að enda meö þvi að þakka þeim önnu Möttu Hlöðversdóttur, Heiðu Björk Vignisdóttur, Hjördisi Bergsdóttur, Mariu Hauksdóttur, ölöfu Einarsdóttur, Rannveigu Gylfadóttur og Valgerði Torfadóttur fyrir góöar móttökur og veittar upplýsingar. A annarri hæð hússins við Grettisgötu 16 hefur Textilhópur- inn komið sér upp verkstæði. Þar vinna þær sjö konur sem hópinn mynda við að þrykkja munstur á efni og búa til ýmis konar verk allt frá veggmyndum til púða. Þær stöllur sýna afrakstur vinnu sinnar i versluninni Epal við Siðumúla þessa dagana og sú sýning varð til þess að blaða- maður fór i skoöunarferð á verk- stæðið. Hvað er textil er það fyrsta sem manni dettur i hug þegar orðið er nefnt. Allt sem viðkemur efni og mynstri svarar Textilhópurinn. Til þess að þrykkja mynd þarf fyrst að gera teikningu að mynstrinu, siðan aö fá sér efni helst Ur bómull, þvo það og strauja og þá er það tilbUið. Litarduft er fengið erlendis frá, svo og kvoða sem notuð er. Kvoðunni er hellt á silki sem strengt er á ramma og siðan er skafið þannig að mynstrið mynd- ist á silkinu. Litirnir eru bland- aðir og þeim hellt i rammann. Sköfu er rennt fram og aftur þannig að liturinn þrýstist i gegn þar sem munstrið á að koma. Kannski nægir þessi lýsing ekki en á einni myndinni má sjá hvar Heiða Björk er að þrykkja myndir af fiskum á væntanlegan pUða. Ég spuröi hópinn hvernig þær litu á textil-verk. Þær svöruðu að hér væri um nytjalist aö ræða. Þaö væri hægt að hugsa sér textil Ólöf skolar rammana eftir notkun, slðan má nota þá til aö þrykkja munstrið á aftur. — Ljósm: —gcl— með ýmsu móti, allt frá fatnaði upp i myndverk. Þaö væri hægt að nota sama rammann oft og endurtaka sama munstrið, en llka mætti eyðileggja hann og gera takmarkaðan fjölda verka líkt og gert er i grafik. 1 sýningunni i Epal eru glugga- tjöld, siþrykk á lengjum, mynd- verk, sængurföt og pUðar. Flest nytjahlutir sem eiga að prýða heimili og gleðja augað. Föstudagur 5. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 á dagskrá Sídast en ekki síst ætti hér að koma á laggirnar heimsins stærsta og fjölbreyttasta heilsuræktar- og heilsuverndarveri Oddbergur Eiriksson Njarövik Atvinnuuppbygging á Suðumesjum Meginefni þessarar greinar er samhljóða krafa i erindi sem höf- undur flutti á fundi sveitarstjórn- armanna á Suðurnesjum i nóvember. Við tslendingar vorum að von- um mjög stoltir og bjartsynir þegarvið náðum yfirráðarétti yf- irfiskveiðum innan 200 milna lin- unnar árið 1976. Við sögðum sem svo að þegar bUið væri að koma Utlendingum Ut fyrir, þá gæfust fyrst möguleikar á að nýta miðin og stofnana af skynsemi og fyrir- hyggju. Vissulega .hefir þessum kostumverið beitt að vissu marki. Það hefir verið beitt timabundn- um hömlunum, lokun svæða til lengri eða skemmri tima, möskvastærð varpa togskipa aukin o.s.frv.. En þrátt fyrir ofangreindar veiðitakmarkanir þá vofir dómur yfir höfðum vor- um og hann getur fallið fyrr en varir og með meiri þunga en svo að við eigum létt með að bera. NU kynni einhver að spyrja hvað valdi svp mikilli svartsýni þegar afli fer ivið vaxandi nU sið- ustu árin. JU, þeirri svartsýni veldur, að ekki hefir tekist ,að ná upp hrygningarstofni þorskins það timabil sem við höfum ráðið yfir 200 milunum og i öðru lagi, sem er raunverulega endurtekn- ing, hlutfall stórþorsks i stofnin- um er of lágt. Árin 1955—1964 voru 40% þorskstofnsins 7 ára og eldri. 1976var þetta hlutfall helm- ingi lægra eða 20%. Þetta er hörmuleg niðurstaða eftir öll fögru loforðin 1976 og fyrr. Þetta eru svik, bæði við samtið og framtið. En hvernig hefir þá tekist að ná ivið vaxandi þorskafla nú siðustu árin eins og raun ber vitni? Fleira en eitt kemur til. Er þá fyrst að nefna að árið 1966,svo við veljum viðmiðunarár sem er ekki alveg af handahófi, þá áttum við Islend- ingar 38 togara. 1/1 1980 áttum við 84 togara og þvi má skjóta inn i að þá voru 8 togarar I smiðum. Einnig ber þess að geta að á sið- ustu árum hafa togarar i vaxandi mæli tekið i noktun flottroll auk botnvörpunnar. Við það eykst gildi togaranna; hversu mikið veit ég ekki. Einnig eru sífellt að koma i skipin fullkomnari fiski- leitartæki og einnig eru nU notuð fisknari net á netabátum. Við skulum athuga hvaða áhrif þessi þróun hefir haft i hinum ýmsu landshlutum og hafa árin 1970 og 1978 sem viðmiðunarár. Eftirfarandi aflatölur eiga við þorskveiðar þessi ár: 1970 1978 Suðurland .... 37,2 28.2 Revkjancs . ... 110.2 63,4 Vesturland .... 34.7 44.9 Vestfirftir ... . 40.6 58.9 Norfturland v .... .... 11.4 20.6 Norfturland e .... . . .. 32.0 56.5 Austfirðir .... 27.7 44.5 Þegar þessar tölur eru skoðað- ar dylst ekki hve gifurleg breyt- ing verður á fiskveiðum lands- manna á þessu timabili. Á Suðurl og Sv.-landi er naumast hægt að tala um annað en hrun en hins- vegar á Nv.-, N-, Na.- og Austur landi gætu menn með fullum rétti talað um stóra stökkið fram á við. Fyrir þeirra hönd væri e.t.v. ekki nema gott eitt um þetta að segja, en i þessu sambandi mætti með fullum rétti segja að ekki er allt sem sýnist og einnig það, að með hinni geysilegu aukningu togara- flotans og aukinni sókn i ungfisk- inn hafi gætt meira kapps en for- sjár. Við skulum i þessu sam- bandi minnast þess að árið 1968 höfðu tslendingar bent á það i Norðaustur-Atlantshafs fiskveiði- nefndinni að sókn i ungfisk á tslandsmiðum væri um of og gæti islenski þorskstofninn af þeim sökum ekki staðið undir sæmileg- um hrygningargöngum. Þrátt fyrir Utfærslu landhelginnar sið- an umrætt ár hafa rannsóknir þorskstofnsins aldei gefið ástæðu til aukinnar bjartsýni. Til þess að skilja og meta þau rök, sem hér að framan eru talin, teiég, að ekki þurfi fiskifræðinga eða Utgerðartækna til, þvert á móti; ástand og horfur i þessum efnum ætti hvert barn að skilja með grunnskólapróf. En til þess að skilja þetta ekki, þurfa menn að vera starblindir á annað en eigin stundarhag, öldungis eins og Indiánarnir sem eyddu hesta- stofninum i Ameriku eða Suður- nesjamennirnir sem drápu sið- ustu geirfuglsfjölskylduna. Ekkier á minu færi að gera spa um þróun fiskveiðimála þessarar þjóðar fyrir næstu framtið. Þar ráða ferðinni Alþingi og rikis- stjórn og kjósenduri gegnum sina þingmenn. Svona á þetta auðvitað að vera en málið er ekki allt þar meðsagt. Hérá landi eruatkvæði kjósenda nefnilega misjafnlega gild, þau hafa ekki sama vægi og hygg ég að þess sjái stað i fyrir- greiðslu og stuðningi þess opn- bera við landshlutana. Þennan steininn höfum við Suðurnesja- menn lengi klappað og fáum við allgóðar undirtektir við þennan málstað okkar fyrir kosningar. Að þeim afstöðnum er okkur klappaðog við beðnir að sýna bið- lund. Annað er það sem vekur með okkur ugg, að ég ekki segi valdi okkur skelfingu, en það er sU fiskveiðistefna, sem rekin hefir verið undanfarin ár og nU á að herða, samkvæmt boðskap sjávarútvegsráðherra á dögunum i viðtalii' rikisútvarpinu og boðaði hann lagasetningar til stuðnings þeim sjónarmiðum, sem hann setti þar fram. 1 máli sinu taldi hann að 2/3 þorskaflans kæmu á landá fjórum mánuðum og þessu verðum við náttúrlega að breyta sagði hann. Tryggja verður vinnslunni sem jafnast hráefni alltárið. Þetta er auðvitað fallega mælt og lætur vel i eyrum ef sá sem mælir og sá sem á hlýðir vita ekki meira um þorsk en þarf til þess að ljúka prófi i rafmagns- verkfræði. Hver Sunnlendingur og Suður- nesjamaður veit hvað þetta þýð- ir. Það á að skekkja ennfremur hlutfallið okkur i óhag hvað afl- ann varðar frá þvi sem nU er. Þetta er ekki framsóknarbraut, þetta er helför. Það er óviðfelldið að etja orðum sinum gegn jafnágætu fólki og þvi, sem Vestfirðina og Norður- llitaorkan gerir stöðu Sufturnesja betri en margra annarra lands- hluta landið byggja, enda er það ekki meiningin. Þá vil ég lika segja það, að togarar sem slikir eru öndvegis fiskiskip. En að setja samasem-merki á milli búsetu og atvinnu hverra 350 manna i þorp- unum á Vestfjörðum til Austur- lands og skuttogaranna að ógleymdum vandamálum ein- stakra togara, það er hvorki sjávarútvegsmál né almennt atvinnumál. Slik ályktunarhæfni ætti að heyra undir heilbrigðis- ráðuneytið. Ef stillt er upp liðun- um ákveðinn hópur fólks, togari, þá má ekki gleyma þriðja liðnum, sem máli skiptir, en það er fiskur og það atriði verður að hugsa i viðara samhengi. Togurum er auk þess hægt að misbeita og þeim er misbeitt, sem dæmi sanna og læt ég ósögð hrikaleg dæmi þar um. En við erum öfgamenn, Islend- ingar, á flestum sviðum og það sannastá togaraútgerðinni. A ár- um fyrr áttum við dáfriðan flota, sem við svo létum drabbast niður án endurnýjunar í fjölda ára. Sið- ar, þegar við tókum viðbragðið á nýjanleik, þá var það svo hart, að við höldum ekki jafnvæginu, svo ekki sé verra sagt. Ef við skoðum þetta mál örlitið nánar, þá má það ljóst vera að togaraflotinn er þegar orðinn alltof stór miðað við afkastagetu og fjárfestingu. Ef gengiðerút frá 400.000 tonna ársafla af þorski, þá mundu koma 180.000 tonn i hlut togaranna sam- kvæmt skiptingunni 45—55% á milli þeirra og bátaflotans. Þetta verða þá einungis 2000 tonn á tog- ara. Talað er um offjárfestingu i landbúnaði og má til sanns vegar færa, en það er mál, sem á sér langan aðdraganda. Óðaþenslan i togarakaupum er hins vegar mál, sem er að gerast nU en á hana er ekki litið og ekki á hana minnst i allri efnahagsmála- og verð- bólguumræðunni. Ég ætla hins vegar að fullyrða að ef sett væri samasem-merki á milli 350 manna og þriggja miljiaiða króna til ýmissa ahnarra atvinnutækja en endilega skut- togara, þá er ég viss um að þau væru ófá, en það er jafnvist, að þau yrði að fylgja staðháttum, annað væri óraunhæfir draumar Ég get ekki leynt því, að ég er nokkuð svartsýnn, fyrir okkar hönd.Suðurnesjamanna, á þróun mála, einkum þegar um sjávarútveginn er að ræða. Fyrst og fremst rek ég það til þess að atkvæði okkar vega ekki jafnmik- ið og þegna annarra landshluta, og mér þykir sem þeir komi ekki fram sem bræður i máli þvi, sem hér hefir verið rætt. En við skulum þrátt fyrir allt kosta hugann að herða og vil ég drepa á nokkur atriði, sem til greina gætu komið til atvinnu- aukningar hér á okkar svæði. 1 fyrsta lagi ætla ég að nefna það að við þurfum að endurnýja bátaflotann. Ég er ekki að tala um aukningu heldur einungis um það að halda i horfinu. Aldursskipting fiskiskipaflota Suðurnesjamanna hefir verið kynnt en hún er i stórum dráttum á þann veg, að af 97 skipum eru einungis 14 undir 10 ára aldri. Flest eru á bilinu 16—25áraeða 46 skip, hineruþaðan af eldri upp i að vera 50 ára gömul. Af þessum 97 skipum eru 30 smiðuð fyrir Suðurnesjamenn, 67 eru keypt gömul og flest frá öðrum lands- hlutum innanlands. Þessar tölur segja meiri sögu en langt mál. Ég ætla að endurtaka það, sem ég vék að framar i máli minu, að hér eins og annarsstaðar i land- inu, væri hægt að koma á laggirn- ar dágóðum fyrirtækjum, ef þau fengju fjárhagslega fyrirgreiðslu. En hér er mikið peningahungur, eins og allir vita, nema þegar byggja skal peningatank i Jóa- kims andar stil, nU, svo er kannski hægt að kria Ut aur fyrir verslunarhöll ef vel er að farið. En sleppum þvi. Eitt er það, sem gerir stöðuokkar betri en margra annarra landshluta, en það er orkan. Hitaorka, sem hægt væri að nota á margan veg sem slika og einnig til rafmagnsfram- leiðslu, væntanlega i stórum stil. Þessari orku er þannig varið, að íyrir utan það, að hægt er að nýta hana til stóriðju eins og hitaveit- an i sjálfu sér er orðin, þá er einn- ig innan handar að selja raforku frá væntanlegu orkubúi Suður- nesja til.hvaðeigum við að segja, minni háttar stóriðju. Við skulum hugsa okkur að til orkubúsins kæmi aðili, sem þyrfti við skulum segja 5 MV raforku til starfsemi sinnar, þá væri hugsan- lega hægt að svara honum jákvætt og hann hæfist handa við byggingu sinnar verksmiðju en samtimis pantaði orkubúið túr- binuna. Siðan gerðist það samtimis að fyrirtækið væri full- byggt og raforkan væri fyrir hendi til afhendingar. Þarna væri ekki um neina umframfram- leiðslu að ræða eða óarðbæra fjárfestingu eins og vill verða þegar fallvötnin eru virkjuð. Virkjun af þessu tagi, hér á Reykjanesinu, hefir einnig fleiri kosti, svo sem að framleiðslu- kostnaðurinn er stórum lægri en aðrir valkostir bjóða upp á og flutningskostnaðurinn er ekki sambærilegur við það þegar virkjað er i óbyggðum á mið- landinu. Þegar við erum komin að þvi marki að hafa möguleika á orku, sem ekki þyrfti að fara til þeirra þarfa, sem fyrir eru, þá er spurn- ingin til hvers á að nota hana. Ef við Suðurnesjamenn fáum ein- hverju um það ráðið, sem ég vænti, þar til annað sannast, þá eigum við ekki að selja hana til þess að bræða erlent eða innlent grjót, gegn engu gjaldi. Slikt er þursaviðfangsefni. Helst vildi ég aðviðnotuðum þessa orkutilþess að baka brauð, rækta rósir og laga vin, en siðast en ekki sist ætti héraðkoma á laggirnar heimsins stærsta og fjölbreyttasta heilsu- ræktar- og heilsuverndarveri. Að fullnægðum þessum kostum væri ég mjög bjartsýnn á framtið okk- ar Suðurnesjamanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.