Þjóðviljinn - 05.12.1980, Blaðsíða 7
Köstudagur 5. desembcr 1980 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7
Karla-
kórinn
Stefnir
40 ára
Hinn 15. janúar voru 40 ár liöin
siðan stofnfundur Karlakórsins
Stefnis var haldinn að Brúar-
iandi. Komu þar saman 15 menn
og ákváðu að stofna kór, sem
strax á fyrstu æfingum stækkaði
þannig aö segja má að fyrstu
söngmenn hafi verið 20.
Fyrsti söngstjóri kórsins var
Oddur Andrésson, bóndi að
Neðra-Hálsi i Kjós. Lagði hann á
sig, eins og raunar flestir kór-
menn, mikil ferðalög við æfingar.
Hefur Oddur lengst allra manna
stjórnað kórnum þótt starfsemin
hafi ekki verið óslitin. í þessi 40 ár
hefur Oddur ætið verið reiðubúinn
til þess að kalla saman menn til
æfinga, ef þurfti, og enn i dag
styður hann kórinn með ráðum og
dáð.
Næstu stjórnendur voru
Gunnar Sigurgeirsson, þá Páil
Halldórsson og svo Birgir
Halldórsson, sem allir unnu mikið
og gott starf i þágu kórsins.
Frá árinu 1970 lá starfsemi
kórsins að mestu leyti niðri til
ársins 1975 en þá hófst hún að
nýju undir stjórn Lárusar Sveins-
sonar trompetleikara og hefur
hann stjórnað kórnum þar til nú i
haust að Smári Ólason, organisti
við Lágafellskirkju, tók við
stjórninni.
í april og mai sl. voru haldnir
samsöngvar i Félagsgarði, Fólk-
vangi og Hlégarði og var sérstak-
lega til efnisskrárinnar vandað i
tilefni þessara timamóta i sögu
kórsins.
Norskur kór, Levanger Manns-
songlag”, kom i heimsókn til
Stefnis i júni i sumar, alls um 90
manns, söngmenn og fylgdarlið.
Hélt norski kórinn söngskemmt-
anir i Reykjavik, Aratungu og
Mosfellssveit og hlaut allsstaðar
frábærar undirtektir.
Norsku söngmennirnir, sem
voru að halda upp á 75 ára afmæli
„Levanger Mannssonglag”, gistu
á heimilum Stefnismanna og kom
þá i ljós eins og oft áður hve náin
tengsl eru milli frændþjóðanna,
Norðmanna og tslendinga. Er
ekki of mikið sagt að heimsóknin
hafi verið lærdómsrik gjöf til
Karlakórsins Stefnis.
Nú i byrjun okt. hófust æfingar
hjá Stefni. Og eins og undanfarin
ár verður hið vinsæla jólakvöld
haldið i desember en einnig eru
æfingar miðaðar við ferðalag til
Noregs i júni n.k., til að endur-
gjalda heimsókn „Levanger
Mannssonglag”.
Framundan er þvi mikið starf
hjá kórnum, bæði árshátið og
samsöngvar og siðast en ekki sist
væntanleg Noregsferð.
—mhg
Fiskiþing
vill fækka
selnum
Á Fiskiþingi, sem iauk 29. nóv-
ember s.l„ var samþykkt tillaga
þar sem segir að þingið telji
sannað að hringormur i fiski eigi
rætur aö rekja til selsins. Hring-
ormur valdi milljarða tjóni, auk
þess sem markaðir séu i hættu.
Þvi beri að leggja áherslu á aö seí
verði fækkað.
- Leggur Fiskiþing til að samiö
verði við bændur sem eiga sela-
látur og þeim greitt fyrir að veiða
sel.
. —eös
Karlakórinn Stefnir
Nýjar og skemmtilegar
barna- og unglingabækur
K.M. Peyton:
Sýndu að þú sért hetja
Astrid Lindgren:
Ég vil líka fara I skóla
Astrid Lindgren:
Madditt
Madditt er ný sögupersóna sem
islenskir lesendur hafa ekki áöur
kynnst, sjö ára stelpa sem er
engum lik þó að hún minni stund-
um á Emil i Kattholti því að hún
gætir sín aldrei.... fyrr en eftir á
Verð kr. 8.890. Félagsverð kr.
7.560.
Eftir höfund bókanna um
Patrick Pennington. Æsispenn-
andi saga um Jónatan, 16 ára son
miljónamærings, sem lendir i
klóm mannræningja, og um við-
brögð hans, fjölskyldu hans og
Péturs, vinar hans. Þýðandi Silja
Aðalsteinsdóttir
Verð kr. 8.890. Félagsverð kr.
7.560.
Jóhanna Álfheiður Steingríms-
dóttir:
Yeröldin er alltaf ný
Gaukur og Perla lenda i ýmsum
ævintýrum og uppgötva veröld-
ina i sameiningu. í túninu fundu
þau þyngdarlögmálið en dular-
fyllstur og mest spennandi er þó
sandkassaheimurinn. Þangað
kemst fullorðna fólkið ekki, þvi
það er veröld sem Gaukur og
Perla eiga út af fyrir sig.
Verð kr. 8.645. Félagsverð kr.
7.350.
Ásrún Matthíasdóttir:
Vera
Vera er 5 ára og býr hjá pabba
sinum, en mamma hennar á
heima úti i bæ. Vera er hress
stelpa og sjálfstæð og ekki alltaf
sátt við það sem talið er gott og
holltfyrir litla krakka...
Verð kr. 7.905. Félagsverð kr.
6.720.
Valdís óskarsdóttir:
Börn eru lika fólk
Viðtöl Valdísar við tíu börn á
aldrinum 3—10 ára um lífið á
jörðinni, uppi í himninum hjá
Guði — og hjá Ijótu skröttunum
inni í jörðinni. Bráðskemmtileg
fyrir börn — og fróðleg fyrir
f ullorðna.
Verð kr. 8.645. Félagsverð kr.
7.350.
Haraldur Guðbergsson:
Þrymskviða
Baldursdraumur
Tvær undurfallegar bækur með
snilldarlegum teikningum
Haralds Guðbergssonar við lítið
sem ekkert styttan texta Eddu-
kvæðanna. Erfiðustu orðin eru
skýrð í bókunum. Er hægt að
hugsa sér skemmtilegri aðferð til
að kynnast f ornum heimi?
Verð hvorrar bókar kr. 8.890.
Félagsverð kr. 7.560.
Gullfalleg myndabók fyrir yngri
börnin og skemmtileg saga um
Lenu litlu sem fékk að fara i
skólann með bróður sínum einn
dag. Þýðandi Ásthildur Egilsson
Verð kr. 5.680. Félagsverð kr.
4.830.
Gunilla Bergström:
Góða nótt Einar Askell
Flýttu þér Einar Áskell
Svei-attan EinarÁskell
börn eru lika fólk
ii MMM
M'mjiAsoornx
Astrid Lindgren:
Enn lifir Emil i
Kattholti
Hér er þriðja bókin — og sú
skemmtilegasta — um Emil í
Kattholti frumprentuð á
islensku. I þessari bók er sagt f rá
ýmsum skammarstrikum Emils,
en líka frá því þegar hann drýgði
dáð sem allir Hlynskógabúar
glöddust yfir.
Verð kr. 8.890. Félagsverð kr
7.560.
Þrjárfyrstu bækurnar um Einar
Áskel, fimm ára strák sem býr
einn með pabba sínum og hefur
alls staðar orðið uppáhald yngstu
barnanna. Þetta eru gullfalleg
hversdagsævintýri, fyndin og
prýdd skemmtilegum teikning-
um höf undar.
Verð hverrar bókar kr. 3.950.
Félagsverð kr. 3.360.
Mál ImI og menning