Þjóðviljinn - 05.12.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.12.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Köstudagur 5. desember 1980 „Ef allir þættir eru teknir meö í myndina mun láta nærri aö um engar teljandi gjaldeyristekjur sé aö ræöa siðastliðinn tiu ár af þessum minnisvarða erlendrar stóriöju i landinu”, sagöi Hjörleifur Gutt- ormsson á Alþingi i gær. Stefna Sjálfstæöisfl. i stóriðjumálum Álverið sem leiðarljós Geir Hallgrimsson formaöur Sjálfstæöisflokksins mælti i gær fvrir þingsályktunartillögu nær alls þingflokks Sjálfstæöisfl. um stefnumótun i stóriöjumálum. Hjörleifur Guttormsson iön- aðarráðherra tók til máls að lok- inni framsöguræðu Geirs Hall- grimssonar og flutti ýtarlegt mál um þessa þingsályktunartillögu þar sem hann benti m.a. á aö Sjálfstæöisflokkurinn notaöi ál- samninginn og reynsluna af rekstri Alversins i Straumsvik sem fyrirmynd frekari uppbygg- ingu orkufreks iðnaðar á tslandi. Meginatriðið i þingsályktunar- tillögu Sjálfstæðisflokksins er aö skipuð skuli 7 manna stóriðju- nefnd af Alþingi sem kanni hag- kvæma stóriðjukosti. I tillögunni er lögð mikil áhersla á að erlent fjármagn verði notaö til upp- byggingar stóriðju. Hjörleifur Guttormsson byrjaði fyrst á að gera athugasemdir við þetta meginatriði tillögunnar. Hann sagði að óeðliiegt væri að kjósa sérstaka nefnd af Alþingi til að marka stefnuna i stóriðjumál- um og að þessi mál mætti ekki rjúfa úr samhengi við önnur at- vinnumál og iðnaðarmál sérstak- lega eins og tillaga sjálfstæöis- mannanna gerir ráð fyrir. Þess i stað væri eðlilegast að atvinnu- málanefndir og iðnaðarnefndir alþingis önnuðust þetta, i sam- vinnu við framkvæmdavaldið. Þá lagði Hjörleifur mikla áherslu á að stjórnvöld, rikisstjórnir og við- komandi ráðuneyti, hefðu forystu um mótun atvinnumálastefn- unnar, en ekki einhver nefnd sem starfi alveg óháð þvi hvaða rikis- stjórnir sitji að völdum, eins við- ræðunefnd um orkufrekan iðnað var á sinum tima. Loks gat Hjörleifur þess að brýnast væri að efla ráðuneytin sjálf til þess að gegna stefnumót- unarhlutverkinu, en þau væru mjög illa búin til þess. Sem dæmi tók hann að þegar hann kom inn i iðnaðarráðuneytið haustið 1978 þá var þar aðeins einn maður sem sinnti iðnaðarmálum. Þetta stæði hins vegar til bóta núna þar sem fyrirhugað væri að setja á fót sér- staka deild innan ráðuneytisins sem annaðist stefnumótun á sviði orku-og iðnaðarmála. Stóridjukostir Iðnaðarráðherra vék siðan að þeim iðnaðarkostum sem i undir- búningi eru i iðnaðarráðuneytinu, segir Hjörleifur Guttormsson iðnaöar- ráðherra þingsjá og sagði hann að þeir kostir sem fyrst og fremst væru til athug- unar væru magnesium -verk- smiðja, saltverksmiðja, kisil- málmverksmiðja, framleiösla innlends eldsneytis, framleiðsla létts eldsneytis úr þyngri oliuteg- undum, verksmiðja sem fullynni ál, framleiðsla þungs vatns og pappirsverksmiðja. Forysta Sjálfstæöisflokksins hefur mælt þvi álverksmiðjunni til hróss að hún færi þjóðarbúinu sem svarar 15—20% af gjald- eyristekjum þjóðarinnar, en i málflutningi Geirs Hallgrims- sonar kom fram að álverssamn- ingurinn og reynslan af álverinu væri og gæti orðið okkur fyrir- mynd og leiðarljós viö uppbygg- ingu frekari orkufreks iðnaðar. Þá taldi formaður Sjálfstæðisfl. erlendri stóriðju það til málsbóta að hún hefði i för með sér lækkun á raforkuverði til almennings og loks að rikið fengi verulegar skatttekjur af henni. Allt voru þetta rök sem færð voru fyrir byggingu álversins i Straumsvik. En hvernig er þetta i reynd? Um það hafði iðnaðarráðherra þessi orð: Gjaldeyris- tekjurnar Þarer gjarnan veifað brúttótöl- um, sem séu nálægt 15% af gjald- eyristekjum. Hitt gleymist, að ÍSAL flytur inn sem svarar til um 8% af vöruinnflutningi til landsins á timabilinu 1969—77. Auk þess flytur Alusuisse út fjármagn i formi ailskyns þjónustu, afskrifta og vaxta, þannig að hreinar gjaldeyristekjur verða langtum minni en halda mætti við fyrstu sýn. Hinar raunverulegu gjaldeyris- tekjur, sem rekja má til fyrir- tækisins, eru þær sem ÍSAL greiðir fyrir raforku (og það er nú ekki ýkja mikið!) og i laun,fram- leiðslugjald og hafnaraðstöðu svo og litilsháttar fyrir matvæli og þjónustu. Þetta er aðeins um 1/4 af vergum gjaldeyristekjum fyrir- tækisins, sem gjarnan er hampað, þ.e. i mesta lagiá bilinu 3—4% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar. En jafnvel þessi 3-^1% sem nettógjaldeyristekjur af heildar- gjaldeyrisöflun Isl. segja ekki alla sögu. Þar er enn of i lagt. Þetta eru ekki hreinar gjaldeyris- tekjur, ef litið er á fjármagns- kostnað af orkumannvirkjunum, sem til þurfti til að selja auð- hringnum raforkuna á gjafverði. Ef þessir þættir eru teknir með inn i myndina, svo sem eðlilegt væri, mun láta nærri að um engar teljandi gjaldeyristekjur sé að ræða sl. 10 ár af þessum minnis- varða erlendrar stóriðju i landinu. Raforkuverðið En litum þá á raforkuverðið, sem ásamt öðru var sterklega gagnrýnt af talsmönnum Alþýðu- bandalagsins allt frá upphafi, en viðreisnarliðið sem knúði samn- inginn fram taldi þvert á móti að með honum fengist tryggt lægra raforkuverð til almenningsþarfa i landinu. Reynslan hefur sýnt, hverjir höfðu rétt fyrir sér i þeim efnum. Það er sama, hvernig á málið er litið varðandi raforku- verðið. Þar eru skipti okkar við auðhringinn eins og milli höfuð- bóls og hjáleigu, nýlenduherra og hálfnýlendu, og búið svo um hnúta, að undir erlend lög og er- lendan gjörðadóm er að sækja. Að nafninu til hefur raforku- verðið hækkað vegna endurskoð- unar er knúið var á um af vinstri stjórn 1971—1974 og um var samið á árinu 1975 úr 3,0 mills bandariskum i 6,5 mills, en sé miðað viö fast verðlag hefur hækkunin engin orðið Alverið i Straumsvik greiðir nú 6,5 milis, eða um 10 kr. á kWh, þ.e. söluandvirði er aðeins um þriðjungur af framleiðslu- kostnaði raforku nú. Mismunur- inn, nær 6 kr. á kWh, er þannig kostnaðurinn fyrir þjóðfélagið að selja þessa orku eða afla sam- bærilegrar orku i staðinn. Auð- vitað kemur inn i þetta mál að um 600 starfsmenn vinna i álverinu, en þau atvinnutækifæri eru dýru verði keypt og engin spurning að unnt hefði verið að skapa þeim verkefni við þjóðhagslega arð- bærari störf. Skattarnir Ég hef látiö taka saman yfirlit yfir árlegar tekjur og heildar- tekjur af þessum meginskatti af álverinu þann tima sem það hefur starfað. Samtals nema þær Framhald á bls. 13 Fulltrúi borgarinnar i stjórn SKÝRR Stefán Ingólfsson verk- fræðingur hefur verið skipaður fulltrúi Reykjavlkurborgar I stjórn Skýrsluvéla rikisins og Reykjavikurborgar (SKÝRR) en Helgi V. Jónsson endurskoöandi óskaði eftir þvi að verða leystur frá þeim störfum. I borgarstjórn hlaut Stefán 8 at- kvæði en Bergur Tómasson borgarendurskoðandi 7. Atkvæðagreiðslan var skrifleg. Davið Oddsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögu þeirra Alberts Guðmunds- sonar um að borgarendurskoð- andi færi i stjórnina ,,til að tryggja tengsl SKÝRR við borgarkerfið”. Sagði hann tillögu um skipun Stefáns „pólitiskt for- ræði” og átaldi að tillaga kæmi fram um að skipa rikisstarfs- mann i trúnaðarstöðu fyrir borgina, en Stefán Ingólfsson er starfsmaður Fasteignamats rikisins og yfirmaður tölvu- deildarinnar þar. Kristján Bene- diktsson sagði að meirihluti borgarráðs gerði ekki tillögu um Stefán vegna þess að hann væri starfsmaður rikisins og taldi hann engu skipta hvar menn ynnu svo framarlega sem trúnaðar- störfin væru aukastörf. Stefán hefði orðið fyrir valinu vegna þess að menn teldu hann hafa staðgóöa þekkingu á þeim verk- efnum,sem stjórn SKÝRR fjallar um. Kristján sagði að meirihluti borgarráðs hefði bestu reynslu af borgarendurskoðanda en ekki vissi hann hvort hann væri sér- staklega til þess hæfur að fjalla um tölvumál. —AI Viðhorf í œskulýðs- málurn Æskulýðsráð rlkisins hefur ákveðið að efna til ráðstefnu i Melaskóla, Reykjavík, laugardag- inn 6. des. n.k. með yfirskriftinni „Viðhorf i æskulýðsmálum” og verður á henni fjallað um þróun æskulýðsmála og ýmsa þætti þeirra inála sem efst hafa verið á baugi. Til ráðstefnunnar verður boðið fulltrúum úr hópi félagsforystu- fólks, sveitarstjórnármanna, skólamanna og starfsmanna ráðuneyta. Þeir aðrir er áhuga kynnu að hafa á þvi að sækja ráð- stefnuna eru vinsamlega beðnir að snúa sér til Reynis G. Karls- sonar æskulýðsfulltrúa i mennta- málaráðuneytinu. Friðjón er ekki einn Hópur laganema i Háskóla Islands gekk i gær á fund dóms- málaráðherra Friðjóns Þórðar- sonar og afhenti honum undir- skriftalista, þar sem lýst var vfir stuðningi við aðgerðir hans í máli Patricks Gervasonis. Svo virðist sem herferð sé i gangi dómsmálaráðherra til stuðnings; nemendur úr sjómannaskólanum og viðskipta- fræðinemar á 3. ári hafa gefið til kynna að þeir séu andvigir þvi að Gervasoni fái hér hæli sem pólitiskur flóttamaður. Á meðan sliku fer fram streyma samþykktir frá félögum og samtökum Gervasoni til styrktar og er skemmst að minnast samþykktar ASl-þings. Gerva- soni er ekki einn meðan slikur stuðningur fæs(,en Friðjón virðist heldur ekki einn um þá afstöðu að visa beri Gervasoni úr landi. — ká Mannúdarstefna sj ómannsefna Piltar úr Stýrimannaskólan- um eru að bera sig upp við önn- ur blöð undan þvi að Þjóðviljinn hafi ekki viljað birta yfirlýsingu frá þeim um skoöanakönnun i skólanum, þarsem i tjos kom að mikill meirihluti væri fylgjandi afstöðu Friðjóns dómsmálaráð- herra Þórðarsonar i Gervasoni málinu. Þess ber aö geta að Þjóðviljanum bárust upplýs- ingar i sömu veru frá 3. árs nemum i Viðskiptafræðideild Háskóla tslands i gær. Þetta er að sönnu ákaflega fróðleg afstaöa, en hjá hvor- ugum aðilanum kemur fram um hvað var spurt og á hverju afstaöa þess- ara skólanema byggist. Þjóðviljinn hefur ákveðna skoð- un i þessu máli og telur sér á engan hátt skylt að birta hvaðeina sem um það er sagt eða álitið. Það er lika mikili misskilningur á frjálsri blaða- mennsku að fjölmiðlar séu dæmdirtilþessað birta alltsem að þeim er rétt. Frelsið felst i þviaðhéreru margir fjölmiðlar og fyrir þeim ræður fólk, með mismunandi skoðantr. Þvi ætti að vera nokkuð tryggt að allar skoðanir sem uppi eru eigi sæmilega greiða leið til almenn- ings. En ÞjóCiv lijinn skal umyrða- laust birta niðurstöður skoðana- kannana úr Styrimannaskólan- um og Viðskipafræðideild, þar sem fram kæmi afhverju tekin er afstaða með þvi að visa Patrick Gervasoni úr landi. Var verið að kanna vinsældir Friðjóns Þórðarsonar? Er um að ræöa útlendingahatur eða mat á skoðunum viðkomandi flóttamanns? Tækju veröandi stýrimenn og viðskiptafræði- nemar sömu afstöðu ef sovéskan liðhlaupa bæri hér upp á sker, en ekki liðhlaupa úr NATO-her eins og Gervasoni? Eru stýrimannsefnin hrædd um að Fransmaðurinn taki stelpurnar frá þeim eins og sagt er að gerst hafi á frönsku skútu- öldinni austur á fjörðum? Eða á að refsa skilrikjalausum manni fyriraðkoma skilrikjalaus inn i landið? Að endingu þetta: Þá er Stýri- mannaskólanum brugðið ef sú mannúöarstefna sem fram kemur i afstöðu nemenda hans er orðin kennslufag i skólanum. Afleiðing hennar gæti orðið sú að islenskir sjómenn tækju i framtiðinni að fara i mann- greinarálit við björgun úr sjávarháska. Einar Karl llaraldsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.