Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJ6DVILJ1NN Helgin 13. — 14. desember 1980 STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI LUÐVIK JOSEPSSON skrifar Mikiöer rættum of stóran fiski- skipaflota og þau vandræöi sem leiöa muni af kaupum á nýjum fiskiskipum. Nær daglega birta dagblööin ritstjórnargreinar, eöa kjallara- greinar um þetta stórkostlega vandamál, og er helst á þeim aö skilja aö hér sé á feröinni vanda- mál af svipaöri stærö og verö- bólguvandamáliö fræga. Hámarki nær svo þessi umræöa, þegar Kristján Ragn- arsson formaöur Landssambands islenskra útvegsmanna gerir aö umtalsefni annaö áriö i röö, á árs- fundi samtakanna, tilraunir litils byggöarlags úti á landi til aö eignast skuttogara sem þjónaö gæti nýju frystihúsi á staönum og þvi mannfólki sem þar býr. Já, hvilik ósvifni og hvilik skemmdarstarfsemi gagnvart þjóðinni, aö ætla aö kaupa gott fiskiskip á staö, sem er vanbúinn öllum atvinnutækjum. Kristján Ragnarsson sagöi i ársfundarræðu sinni, aö best væri að geyma nýju togarana sem veriö er aö smiöa inni á Sundum. t tilefni af þessum ummælum Kristjáns má kannski minna á það, aö einmitt hann, formaður Llú, snerist öndveröur gegn kaupunum á minni skuttog- urunum á sinum tima og hélt þvi fram aö útilokað væri aö hægt yrði að reka sllk skip. Siðan kom reynslan og Kristján átti eftir, eins og allir aörir, aö viöurkenna minni skuttogarana. En er ekki togaraflotinn of stór fyrst banna þarf þeim veiöar á þorski i 140 daga á ári? Þaö er svo sem von, aö þannig sé spurt og i rauninni er ég ekki hissa á þó að kjallaragreinahöf- undar og ritstjórar dagblaöanna dragi af þessari veiöibannsstefnu þá ályktun, aö flotinn hljóti aö vera of stór. En málið er ekki svona einfalt. Togararnir eru nú 86 aö tölu. Þeir eru ekki stöövaöir i rekstri i 140 daga á ári, heldur gilda þá ákveðnar hömlur á veiði á þorski. Þessa daga veiöa togarar tug - þúsundir tonna af karfa, ufsa, ýsu, blálöngu, grálúöu o.fl. fiski- tegundum og auk þess hafa þeir mátt veiða um 15% af þorski á þessum tima. Meöalafli islensku togaranna, hefir veriö um 3000 tonn á ári og er það meiri afli en þekkist hjá nokkurri annarri þjóö. En gætu togararnir ekki veitt ennþá meira hvert skip ef þeir væru færri? Jú, rétt er það, slikt væri hægt. En þá þarf aö hafa i huga aö núverandi heildarafli fæst meö vinnuaöferöum sem ekki ætti að leyfa á komandi árum.Skipin eru nú flest 10—12 daga i veiðitúr. Norömenn settu hjá sér hámarksútivistartima 6 daga. Hér er oft komið meö mikinn afla óisaöan á dekki og i lélegu ástandi. Slikt á aö banna. Meö auknum gæöakröfum minnkar heildaraflinn. Minni skuttogararnir eru unginn úr fiskiskipaflotanum, rekstrarhæf- ustu skipin sem hvort tveggja I senn tryggðu sjómönnum betri kjör og meira öryggi og fiskvinnslunni i landi nýja og óþekkta möguleika til hagkvæms reksturs. Ný skip — nýir tímar Þaö er ekkert nýtt mál, að endurnýjun fiskiskipaflotans hafi gengið nokkuö brösótt hjá okkur. Þegar nýsköpunin gekk yfir, eftir stríðiö, þótti ýmsum of I lagt. (Jtgeröarmenn þess tima stóöu þá ekki i fararbroddi. Þeir áttu gömlu skipin og töldu þau nýju ógna afkomu sinni. Gömlu, stóru togarafélögin viidu ekki kaupa nýsköpunartogarana. Og þá fékkst enginn útgeröarmaður til aö kaupa diesel-togara. Togar- arnir voru samt keyptir og urðu bestu fiskiskipin á öllu Norður - Atlantshafi i nokkur ár. Þeir gjör- breyttu lifskjörum landsmanna eftir striöiö. Á nýsköpunar- timanum var bátaflotinn einnig endurnýjaður. Bátarnir fóru úr 25-30 rúml. aö stærö i 60-70 og siöan voru keyptir margir um 100 rúml. bátar. Þetta var bylting i bátaútgerð og hún var fram- kvæmd þrátt fyrir hrakspár og miklar úrtölur þeirra, sem vildu nota fjármagn þjóðarinnar til eyðsiuinnflutnings og til að lána útlendingum. Skuttogaraaldan reis á árunum 1971—1974, þrátt fyrir miklar úr- tölur þeirra, sem þá töldu fiski- skipaflotann of stóran. 1 árslok 1973 voru hér 32 skut- togarar en i árslok 1974 voru þeir orönir 53 og þá voru aöeins 10 F iskiskipafloti og fiskistofnar sem ungann úr fiskiskipaflot- anum, sem rekstrarhæfustu skipin, sem hvort tveggja i senn tryggöu sjómönnum betri kjör og meira öryggi og fiskvinnslunni i landi nýja og óþekkta möguleika til hagkvæms reksturs. Stærð skipastólsins Þær fullyröingar, sem haföar hafa veriö uppi um of stóran fiski- skipaflota og aö stööva eigi öll frekari skipakaup, eru byggöar á yfirborösathugun og litilli þekk- ingu á þvi, sem um er rætt. Það er barnaskapur aö leggja saman tonnatölu allra islenskra fiskiskipa og ætla siöan að draga ályktanir af þeirri tölu um þaö hvort skipastóllinn er of stór eöa of litill. Fiskiskipin eru af gjörólikri gerð, og duga til mjög ólfkra verkefna. Þannig er nútima loönuskip allt annaö en skuttogari og ætlaö til gjörólikra veiöa. Aö leggja saman tonnafjölda slikra skipa er áiika vitlegt og aö leggja saman fjölda fólksbila og vöru- bila til aö átta sig á afkastagetu þeirra viö tiltekiö verkefni. Loönuskip landsmanna eru nú um 50 talsins. Verkefni þeirra hefir veriö aö veiöa 1 miljón til 1,5 miljón tonna af loönu á ári miöaö viö áætlariir figkifæröinga aö undanförnu. Þá hefur einnig veriö til umræöu aö þessi skip veiddu kolmunna, sem mikiö er af i sjónum, þó aö lftiö hafi oröiö af þeim veiöum hjá okkur til þessa. Afköst loönuskipanna 20—30 þús. tonn aö meöaltali á skip á ári eins og miöaö var viö I veiöinni, veröa aö teljast mikil afköst og meiri en annars staðar þekkist. Skyndilegur niðurskuröur aflans skapar aö visu vandamál i svip- inn. En i þeim efnum veröur aö meta hvort rétt er aö eiga of stór- an flota i eitt ár eöa tvö til þess siöan aö haía nægilegan flota i næstu 3, 4 eöa 5 ár. Og þeir sem tala um fækkun skipa, þurfa einnig að hafa i huga að útgerðarstaöirnir á landinu eru margir og dreiföir um allt land. Fiskvinnslustöövar eru þar sem fólkiö er og þar veröur að vinna aflann. Aldur flotans Þeir, sem tala um of stóran flota miöa sifellt viö heildar- tonnatölu skipanna, eba við fjölda þeirra. En fleira kemur til. Skuttogararnir eru nýjasti hluti flotans. Meöalaldur þeirra er 9 ár. Allmargir togaranna eru þvi komnir á endurnýjunaraldur. Eins og islenskum togurum er beitt til veiöa er eðlilegt að aldur þeirra geti ekki orðiö hár. Þeir stunda veiðar alla daga ársins, svo aö segja, eru aö veiöum i vondum veörum viö erfið skilyröi, Togað er jafnt á nóttu sem degi, á helgum sem rúmhelgum dögum. Alagiö er mikið. Þaö er ekkert undarlegt aö slik skip séu orðin gömul eftir 12—15 ár og á þeim tima hafa líka venju- lega orðiö miklar tækni- breytingar. Afköst islenskra togara hafa byggst á þvl aö þeir hafa veriö i háum gæöaflokki. Ef endurnýja á 86 skip á 12—15 árum að meöaltali þarf til þess 6—7 ný skip á ári. Auövitað verður framkvæmdin sú aö 3—4 skip ný bætast viö á ári en nokkuö af skipunum heldur áfram rekstri i lengri tima en 12—15 ár, þó aö slikt sé siður en svo hagkvæmt. En hvað um bátaflotann? Um 450fiskibátar eru nú orðnir 20 ára gamlir aö meöaltali. Þetta er stór meirihluti bátaflotans. í nýlegri skýrslu um ástand bátaflotans segir að, „fiskibátar af stæröinni 20—250 rúmlestir (vertiöarbátar rækjubátar o.fl.) séu að komast á jafn úrelt tækni- stig og síðutogararnir, þegar hafist var handa um endurnýjun þeirra á slnum tima.” Já, þannig er nú ástandið. Fiskibátarnir I Vestmanna- eyjum, á Reykjanesi og Snæfells- nesi og viöar um landið, eru orðnir úr sér gengnir, allt of gamiir og langt á eftir timanum varöandi tæknibúnaö og öryggi. Og hver er eðlileg endur- nýjunarþörf 450 fiskiskipa sem eru um 40 þús. rúmlestir að stærö? Slík endurnýjun næmi 25—30 bátum um 100 rúmlestum, hverjum á ári. Sannleikurinn um fiskiskipa- flota okkar er sá, aö gengið er mjög á flotann. Eölileg endur- nýjun fer ekki fram. gamlir siöutogarar eftir. Hinir nýju skuttogarar voru um helmingi minni skip en gömlu síðutogararnir. Og á þeim voru helmingi færri sjómenn en á þeim gömlu. Nýju skipin veiddu þó meir en þau gömlu og rekstrargrund- völlur þeirra varð allur annar. Með komu þessara nýju skipa tókst aö gjörbreyta fiskiðnaöi landsmanna. Frystihúsin gátu haft samfelldan rekstur i 300—350 daga á ári, i stað 100—150 daga áöur. Þeir, sem i dag tala um of stóran fiskiskipaflota beina spjótum sínum aöallega aö hinum nýju skuttogurum. Þeir bölva togurunum og telja að þá hefði aldrei átt aö kaupa, eða aö minnsta kosti ekki svona marga. Hvers vegna minnast þeir aldrei á bátaflotann, sem skuttogar- arnir áttu að leysa af hólmi að ákveðnum hluta? Eru þessir aðfinnslumenn, sem flestir eru reglustiku- eða skrif- borðsmenn og litiö þekkja til út- geröarreksturs, eöa afturhalds- samir útgerðarmenn sem halda vilja i gamla timann — eru þeir á móti nýrri tækni, á móti afkasta- meiri skipum, á móti auknu öryggi sjómanna, á móti því að hægt sé að leggja grundvöll að jöfnum og stööugum verksmiðju- rekstri i fiskiðnaöi? Hinar ströngu veiðihömlur sem settar hafa verið á togarana, eru sum- part settar til aö vernda gamla bátaflotann, —20—30 ára bátana. Veiðihömlur á þeim eru svo að segja engar (stöðvun um páska i 10 daga). Fiskistofnar Umræöan um fiskistofnana hefir veriö á svipuöu stigi og rausiö um alltof stóran fiski- skipastól. Þar hefir einnig látiö hæst I þeim sem minnst vita. Dag eftir dag hefir mátt lesa greinar um þaö, aö verið væri aö drepa „siöasta þorskinn”, eöa um hrikalega ofveiöi á þroski. NIÐURSTÖÐUR 1. Viö eigum of mörg léleg og úr sér gengin fiskiskip sem ekki svara kröfum timans. 2. Við eigum of fá góð og hagkvæm nýtisku fiskiskip. :L Fiskveiðiflotanum er ekki haldið við> hann rýrnar og úreldist. 4. Togurum sem eru hagkvæmustu fiskiskipin, er haldiö frá þorsk- veiðum á meðan gamlir og óhag- kvæmir bátar fá að veiða nær óhindrað. 5. Mikill meirihluti bátaflotans, eða um 450 talsins, eru orðnir 20 ára gamlir að meðaltali. Tog- arar eru 9 ára að meðaltali. Á íslandi er ekki hægt að kalla það skip fyrsta flokks, sem orðið er 12—15 ára gamalt. 6. Flestir fiskistofnar við landiö eru sterkir og á uppieið. Allt bendir til, að eftir 2—3 ár geti heildaraflinn vaxið verulega. Enn eru stórir fiskistofnar litið nýttir og aðrir vannýttir. Um loðnustofninn gildir óvissa. 7. Það væru óafsakanleg afglöp að vanrækja endurnýjun fiski- skipaflotans og mesta efnahags- skyssa sem íslendinga gæti hent, að eiga ekki alltaf öflugan nýtisku fiskiskipaflota.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.