Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 17
Helgin 13. — 14. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 ^LIÐAR€NDI Brautar holti 22 K/assískt tón/istarkvöld SÉRVERSLUN I MEIR EN HALFA ÖLD ÖRNINN STOFNAÐ Spitalastig 8 v/Óðinstorg, 1925 sími 14661. — Póstkröfuþjónusta. Sófasett f úrvali Bækur frá Hildi: Fjórar þýddar skáldsögur Bókaútgáfan Hildur hefur gefiö út fjórar þýddar ástarsögur og eru þar á ferli gamlir kunningjar lesenda þeirra sagna. Fyrstan skal telja Ib Cavling danskan skemmtisagnahöfund sem hefur veriö mikiö þýddur á islensku. Saga. hans heitir „Ættartengsl”. Þar segir frá átökum tveggja ungra manna um lögfræðifirma og um fagra stúlku; annar er meiður á visnandi ætt, hinn ætlar ,,að koma sér vel áfram.” „Greifinn og enska frænkan” heitir saga eftir Victoriu Holt. Þar segir frá kennslukonu f frið- sælu héraði á Englandi sem lendir i hringiðu frönsku stjórnar- byltingarinnar og fylgja með ævintýri hjartans og lifsháski. Essie Summers er höfundur sögu sem heitir Eftir öli þessi ár, Þar segir frá ungri stúlku sem vinnur ferð til Nýja-Sjálands i verðlaun og á þar von á að hitta frænda sinn — og ástir miklar væntanlega. Draumurinn fagrieftir Margit Ravn segir frá ungri stúlku sem dreymir um að verða fræg söng- kona og svo um að kynnast miklum ástum. Nýr skáld- sagnahöý- undur á ferð Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur gefið út bókina HAUST- VIKA, nýja skáldsögu eftir As- laugu Ragnars blaðamann. Er þetta fyrsta skáldsaga Áslaugar, en hún er löngu kunn fyrir greinar sinar ogviðtöl við menn af ólikum toga, sem birst hafa i Morgun- blaðinu í kynningu bókarinnar á bóka- kápu segir m.a.: „Haustvika er fyrsta skáldsaga Aslaugar. Stillinn er yfirlætislaus og agaður, frásögnin lipur og hörð, hlaðin spennu frá upphafi til óvæntra endaloka. Haustvika er saga um Sif — konu, sem lætur lögmál um- hverfisins ekki aftra sér frá þvi aðsli'ta sig úr viðjum vanans. En Haustvika er ekki siður saga um fólkið i kringum hana og tilraunir þess til að ráða ferli sinum. Óvænt og dularfull atvik, sem ekki er á færi sögupersónanna að afstýra, ráða miklu um fram- vinduna. Sögusviðið er Reykjavik haustið 1980, en þaðan opnast leiðir til allra átta.” Fimm ára stelpa skoðar heiminn VERA eftir Asrúnu Matthias- dóttur heitir barnabók sem er ný- komin Ut hjá MALI OG MENN- INGU. 1 bókinni er sagt frá Veru, sem er 5 ára, og býr hjá pabba sinum, en mamma hennará heima úti i bæ. Vera litla er hress stelpa, en ekki alltaf sátt við hugmyndir full- orðna fólksins um hvað gott er og hollt fyririitla krakka. Hún veltir þvi hlutunum fyrir sér og reynir að finna svör. Vera vill til dæmis gjarnan að móðir hennar búi hjá henni, eins og pabbi, en það er ekki hægt þvi þau eru skilin og það getur verið erfitt fyrir 5 ára stelpu að skilja viðhorf fullorðna fólksins. En Vera gerir meira en að hugsa ,húnfer i útilegu, skoðar sveitina og leitar að álfum, og margt fleira. Þetta er fyrsta bók Asrúnar, en börnin sem eiga teikningar i bók- inni hafa fylgst með tilurð hennar og teiknað myndir við efnið. VERA er 86 bls. að stærð, prentuð og sett i Prentstofu G. Benedikts- sonar. Myndirnar á kápunni eru verk bamanna, en Robert Guille- mette sá um röðun þeirra. Einnig höfum við á mjög ódýr borðstofuhúsgögn. Opið í dag laugardag til kl. 6. Verið velkomin DUUS H.F. Hafnargötu 36, Keflavik, sími 2009 Folda tilkynnir: Blaðberabíó í Regnboganum í dag verður sú breyting á að i stað blað- i Hafnarbió verður sýning i Regnboganum, A-sal. Sýnd verður mynd- in Vikingurinn, i litum og auðvitað með is- lenskum texta. Klukkan 1 i dag i Regn- boganum. Góða skemmtun! *j&: SS f fióð varahlutlþiónusta - Laufey Sigurðardóttir, fiðia, Heiga Þórarinsdóttir, vióia. Nora Kornb/ueh, \ sel/ó, fiytja klassiska tónlist fyrir matargesti á Hliðarenda sunnudagskvö/d 14. des. Borðpantanir í síma 11690 Opið 11.30 — 14.30 og 18.00 — 22.30 -----------—***----------------- Nýjar baekur Nyjar bækur Nýjar bækur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.