Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 23
Helgin 13. — 14. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 2.3 jVíkingar komust i / ■ 1 8 liða úrslit I i ■ I L Stórkostlegur endakafli Vik- inga i leik þeirra við ungverska liðið Tatabanya i Ungverjalandi i gærkvöldi kom þeim áfram i 8- liða úrslit i Evrópukeppni meistaraliða, og er þessi árang- ur betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Ungverska liðið sigraði með eins marks mun, 23:22, en Vikingar halda áfram vegna þess að þeir skoruðu fleiri mörk á útivelli. Eins og menn muna sigruðu þeir með eins marks mun i fyrri leik liðanna hér heima fyrir skömmu. Þegar aðeins 8 minútur voru eftir til leiksloka var staðan 22:18ungverska liðinu i vil en þá áttu Vikingar frábæran enda- sprett eins og áöur sagöi. Sið- asta markið skoraði Þorbergur Aðalsteinsson beint úr auka- kasti eftir að leiktima var lokiö. Þorbergur skoraði flest mörk Islendinga eða 9 mörk. Páll Björgvinsson skoraði 6 mörk. Þess skal að lokum getið að i liði Tatabanya eru 4 landsliösmenn. -GFr/Binni Bankamenn sömdu Seint í fyrrinótt náðist sam- komulag i deilu SIB og banka og sparisjóða og voru nýir kjara- samningar undirritaðir með venjulegum fyrirvara um sam- þykki félagsfundar. Þaö fer vart á milli mála, að þessi kjarsamn- ingur er sá besti sem launþega samtök hafa gert i hinni miklu kjarasamningalotu sem staðið hefur yfir I haust. Kjarasamningurinn, sem gildir frá 1. ágúst 1980 til 31. ágúst 1981, gerir ráð fyrir 3% hækkun grunn- launa frá 1. ágúst og leggst sú hækkun við hækkun launa úr kjarasamningsdrögum frá 3. október, sem felld voru i at- kvæðagreiöslu og vissa þætti i til- lögu sáttanefndar frá 21. nóvem- ber er einnig var felld. önnur ákvæði hins nýja samn- ings er varöa launalið, gera ráð fyrir hækkun orlofsfrarnlags úr 3% i 3 1/2%, auk þess sem gert er ráð fyrir umsaminni greiðslu i janúar og febrúar vegna gjald- miðilsbreytingarinnar. Féá ráðstefnunni um Landspitalann, sem haldin var I gær I Háskólabíói ... jgSjsSjðfBk ~ k Vegleg afmœliskveöja rikisstjórnarinnar: Landspítatinn fær sneidmyndatækid Það rikti mikill fögnuður I hófi starfsmanna Landspitalans i gærkvöldi, þegar Svavar Gests- son heilbrigöisráðherra skýrði frá þeirri ákvörðun rikisstjórnar- innar að tryggja þegar á næsta ári fjármagn til kaupa á tölvu- stýrðu sneiömyndatæki. Lita má á þessa ákvöröun scm afmælis- gjöf til spitalans,en 50 ár eru liðin frá stofnun hans 20. desember n.k. Grétar Ólafsson, formaður læknaráös, þakkaði þetta fyrir- heit, en ekkert slikt tæki er til i landinu og veröur aö senda sjúklinga utan I sneiömyndatöku. Tæki af þessari gerð kostar um 700 miljónir króna. 1 gærkvöld var i Háskólabiói haldin ráöstefna um Land- spitalann til aldamóta og voru fjölmörg erindi flutt þar. Verður nánar sagt frá ráöstefnunni i næsta helgarblaöi Þjóðviljans, en sameiginlegt einkenni allra erindanna var mikill metnaður fyrir bættri aðstöðu og betri þjón- ustu þessarar stærstu sjúkra- stofnunar landsins. —AI ALÞINGI: 2. umræða um f járlög önnur umræða um fjár- lagafrumvarp ársins 1981 hófst á Alþingi i gær með þvi að Geir Gunnarsson hafði framsögu fyrir áliti meirihluta f járveitinga- nefndar. Fjárveitinganefnd gerir við aðra umræðu aðeins grein fyrir breytingum á gjaldahlið frum- varpsins frá 1. umræðu, þar sem endurmat á tekjuáætlun frumvarpsins liggur ekki fyrir. Fjárveitinganefnd leggur sam- eiginlega fram breytingartillögur, en fulltrúar 1. minnihluta, stjórnarandstöðuhluta Sjálf- stæðisflokksins, og annars minni- hluta, Alþýðuflokksins, gera fyrirvara ýmsa og hafa óbundnar hendur við endanlega afgreiðslu. Fyrir áliti minnihlutanna i fjár- veitinganefnd mæltu Lárus Jóns- son (S) og Karvel Pálmason (A). Fjárveitinganefnd leggur við aöra umræðu fram tillögu um skiptingu svo til allra þátta verk- legra framkvæmda i A-hluta f jár- lagafrumvarpsins. Ýmsir fram- kvæmdaliðir eru hækkaðir milli umræðna.en á öðrum liðum verð- ur sáralitil hækkun. Greint verð- ur frá helstu breytingartillögum Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra: Endurnýjum bátaflotann I ávarpi sínu á ráðstefnu Félags dráttarbrauta og skipasmiðja I gær um stöðu islensks skipa- iðnaðar sagði lljörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra að gera þyrfti innlendum skipaiðnaði kleift að annast sem mest af við- gerðum og nýsmiði fiskiskipa i framtiðinni. Hjörleifur sagði að aðstoöa þyrfti útgerðina við að losna við gömul og úrelt fiskiskip með þvi að efla sjóði eins og Aldurs- lagasjóð og Úreldingarsjóð fiski- skipa. Einnig þyrfti að auka sam- vinnu skipaiðnaðarins, útjerðar- aðila og stjórnvalda á þessu sviði. ,,Ég er þeirrar skoðunar,” sagði ráðherrann, ,,að við togara- flotann eigi ekki að bæta á næstu árum, nema þá um brýna endur- nýjun sé að ræða, en öðru máli gegnir um bátaflotann eins og best sést ef litið er til aldurssam- setningaý hans og þýðingar fyrir heila landshluta.” —eös sem fram eru komnar í blaðinu eftir helgina. —ekh Kveikt á jólatrénu á Austurvelli A sunnudag kl. 15.30 renn- ur upp stóra stundin á Austurvelli. Þá veröur kveikt á jólatrénu, sem er að venju gjöf Oslóarborgarbúa til Reykvikinga. Sendiherra Noregs á íslandi, Annemarie Lorent- zen, mun afhenda tréð, en Sigurjón Pétursson veitir þvi móttöku fyrir hönd borgar- búa. Lúðrasveit Reykjavikur og Dómkórinn annast tón- listarhliðina. Að athöfninni lokinni verður barna- skemmtun við Austurvöll. Munu jólasveinar, með Askasleiki í fararbroddi birt- ast á þaki Kökuhússins og bregða á leik með börnun- um. Opnum í dag nýja verslun að Suður- landsbraut 30 ^ l/erslunin VÍX /M4RKIÐ Simi 35320 ■ Barnahjól Unglingahjól Fulloröinshjól 10 gíra hjól 5 gira hjól 3 gira hjól gírlaus hjól. Gamaldagshjól Torfæruhjól Þríhjól Lferslunin AMRKID Barnahjól frá kr. 47.000. nýkr. 470.- l/terslunin AMRKID kIð Hjólaskautar i úrvali Verð frá kr. 44.500.- n ý k r . 445,- Hjólaskautatöskur verö kr. 9.800.- nýkr. 89.-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.