Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 15
Eitt frumvarp var afgreitt sem
lög frá Alþingi i gær, frumvarp til
laga um breytingu á _lögum um
útfiutningsgjald af sjávarafurö-
um.
Frumvarp þetta felur i sér að
áður en útflutningsgjald er lagt á
saltsild skal draga frá fobverð-
mæti hennar, framleiddrar á
sildarvertiö 1980, krónur 15600
fyrir hver 100 kg innihalds vegna
umbúðarkostnaðar og kostnaöar
við sérstök hjálparefni. Þá skal
ekki innheimta útflutningsgjald
af ediksöltuðum sildarflökum eöa
söltuðum sildarflökum sem
verkuð eru á svipaðan hátt, fram-
leiddum á sildarvertið 1980 til
sölu i löndum Efnahagsbandalags
Evrópu.
405 atvinnu-
lausir um s.l.
mánaðamót
Undir venjulegri
árstíðasveiflu
30. nóvember s.l. voru skráðir
atvinnulausir á öllu landinu 405
manns, 165 konur og 240 karlar.
Þetta svarar til þess að 0,4% af
áætluðum mannaflai mánuðinum
hafi látið skrá sig atvinnulausa
þennan dag. Hefur skráðum at-
vinnulausum fjölgað um 99 frá
siöustu skráningu, þ.e. i lok okt.
I lok nóvembermánaöar 1979
voru skráðir 549 atvinnulausir á
landinu öllu eða 0.6% af mann-
afla, sem er sama hlutfall og á
sama tima 1978. Sú árstiða-
sveifla, sem jafnan gerir vart viö
sig á þessum árstima, virðist þvi
minni núen jafnan undanfarin ár,
segir i skýrslu félagsmálaráðu-
neytisins.
Atvinnuleysi meðal kvenna
virðist óbreytt frá siðustu skrán-
ingu (165 á móti 169) en hefur
aukist nokkuð hjá körlum eða úr
137 i 240. Skýringin á þessu liggur
m.a. i samdrætti i útivinnu, sem
kemur fram i auknu atvinnuleysi
hjá verkamönnum, byggingar-
iðnaðarmönnum og vörubifreiða-
stjórum. Þá virðist atvinnuleysi
hafa aukist meðal verslunarfólk^,
t.d. voru á skrá i Reykjavik 26
manns úr þeirri stétt.
Eftir landshlutum er skráð at-
vinnuleysi mest á höfuðborgar-
svæöinu, 136, og á Norðurlandi
eystra, 109. og er ástæðan talin
fyrrnefndur samdráttur i úti-
vinnu, en annarsstaðar svo og á
nokkrum stöðum noröaustan-
lands er kennt um timabúndnum
hráefnisskorti í fiskiðnaöi.
ÍSLENSKIR SJÁVARHÆTTIR
Upphaf að miklu ritverki sem Lúðvík Kristjánsson rithöfundur hefur
unnið að i nær fjóra áratugi. Fyrsta bindi skiptist í fjóra eftirtalda
meginkafla: Fjörunytjar og strandjurtir, Matreki, Rekáviður og Selur.
Bókin er einstæð í sinni röð.
Slíkt rit um sjávarhætti mun
hvergi annars staðar til.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS
Skálholtsstíg 7 — Reykjavík
Frystur fiskur til Sovétríkjanna 1981
18 þúsund smálestir
fyrir 15,9 miljarða kr.
Undirritaður var í
Moskvu í sl. viku samning-
ur um sölu á 18.000
smálestum af frystum
fiski til afgreiðslu á árinu
1981. Heildarverðmæti
samningsins er rúmar 27
miljónir Bandaríkjadala,
sem er um 15.9 miljarðar
króna miðað við skráð
kaupgengi dollarans í dag.
Samkvæmt samningum
eru 14.000 smálestir fryst
fiskflök og 4.000 smálestir
heilfrystur fiskur.
Nokkur hækkun var á verði frá
siðustu samningum, sem gerðir
voru viö Sovétmenn i júli s.l.
Kaupandi af hálfu Sovétrikj-
anna var sem fyrr matvælafyrir-
tækið Prodintorg, en seljendur
Sölumiðstöð hraðfrysthúsanna og
Útflutnings-
gjald
á saltsíld
Sjávarafurðadeild S.Í.S.. Samn-
ingsgerðina af Islands hálfu önn-
uðust Arni Finnbjörnsson fram-
kvæmdastjóri S.H. og Sigurður
Markússon framkvæmdastjóri
Sjávarafurðadeildar S.I.S..
Arið 1981 er hið fyrsta undir
nýjum 5 ára rammasamningi,
sem lsland og Sovétrikin geröu
með sér á s.l. ári.
A siðasta 5 ára timabili,
1976—1980 námu heildarafgreiðsl-
ur á frystum fiski til Sovétrikj-
anna 67.400 smálestir á timabil-
inu öllu eða að meðaltali 13.500
smálestir á ári.
SKELF NG
Skelfing er heimurinn skrítinn
Hrífandi bók fyrir
börn á öllum aldri
Þetta er tuttugasta og áttunda bókin sem
skáldkonan Hugrún sendir frá sér. Hún túlkar
hér í þessari bók hiö viökvæma og frjóa
tilfinningalíf barna á öllum aldri.
m
n
sími 13510.
, ÍSLENSK
BOKAAAENNING
ERVERÐMÆTl