Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS BLAÐID DJÚÐVIUINN 36 SIÐUR Helginl3—14. desember 1980. 283.-284. tbl. 45. árg. Tvö blöð í dag BLAÐ I Verð kr. 500 1 + 1 = 1? Það sem Hafþóri Guðjónssyni dettur í hug Bls. 10 BLAÐ II / Einar Laxness skrifar um bók Einars Olgeirssonar Bls1 4 Leiklist fyrir börn á íslandi Opna BLAÐ I Hæpin forvitni: Frásogn frá hernámsárunum Bls. 7 Svavar Gestsson um mál Gervasoni Útffundiir á Lækjartorgi í dag, laugardag, kl. 14.00 m Aöalhciður Bjarnfreðsdóttir Heimir Pálsson Til stuðnings Gervasoni Með fundinum vilja stuðningsmenn Frakkans Patricks Gervasoni minna á að fyrst og fremst ber að lita á mál Patricks Gervasoni út frá mannúðar- sjónarmiðum. Sömuleiðis harma þeir að málið skuli hafa verið flækt i lagakróka, póiitiska flokka- drætti og einstrengingsleg þjóðernisviðhorf. Pat- rick Gervasoni er friðarsinni, sem hefur það eitt til saka unnið, að hann neitar að bera vopn. Á fundinum munu taka til máls: Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, form. Sóknar. Hreinn Hákonarson, guðfræðinemi Heimir Pálsson, menntaskólakennari Pétur Pétursson, þulur Sigurður A. Magnússon, rithöfundur og Anton Helgi Jónsson, rithöfundur. Fundarstjóri verður Bryndis Schram. Sigurður A. Magnússon Bryndfs Schram Anton Helgi Jónsson PéturPétursson Veitum honum landvist Svavar hefur sæst á brottvisun Gervasoni, segir á forsiðu Helgar- póstsins i gær, og er þetta útlegging blaðsins á ummælum Friðjóns Þórðarsonar dómsmálaráðherra. Af þessu tilefni sneri Þjóðviljinn sér til Svavars Gestssonar félags- málaráðherra og spurði hann um sannleiksgildi þessara orða. Svavar sagði: Ég hef fyrir mitt leyti aldrei tekið undir önnur sjónarmið en þau að Gervasoni fái landvistarleyfi hér á landi. í þessu felst afstaða min, en ekki vald i málinu. Þessi afstaða er i samræmi við einróma samþykkt landsfundar Alþýðubandalagsins. Það sem haft er eftir dómsmálaráð- herra um mina afstöðu i Helgarpósti er algerlega út i hött. 1 fyrsta lagi er það ekki hans hlutverk að túlka min sjónarmið. Það geri ég sjálfur. En i öðru lagi er ljóst að endanleg niður- staða er ekki fengin i málinu eins og berlega kemur fram i viðtölum við Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar- lögmann i blöðunum i dag. Það er þvi enn, þrátt fyrir allt, unnt að gera sér von um lausn þessa máls með sam- komulagi allra aðila. Afstaða min i þessu máli hefur oft komið fram, m.a. i blöðum og i rikis- stjórninni. 1 verki hefur þessi afstaða komið fram með þeim hætti að ég veitti Gervasoni atvinnuleyfi strax og eftir þvi var leitað. Rikisstjórnin sem heild getur ekki tekið vald af einum ráðherra. Ráð- herra er sjálfstætt stjórnvald og lyktir mála eru á valdi hvers ráð- herra fyrir sig. Svavar Gestsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.