Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Helgin 13. — 14. desember 1980 William F. Pálsson 1896-1980 1 Laxárdal i Suður-Þingeyjar- sýslu, þar sem fegursta elfur landsins rennur — hefur að visu aldrei verið fjölmenn byggð, þó að á sumum bæjum þar hafi hér áðurfyrr verið mannmargt. En hitt er það, að i þessum dal hafa margir mætir menn fæðst og lifað og gert garðinn frægan. Má i þvi sambandi nefna Benedikt á Auðnum og dóttur hans, hina þjóðkunnu skáldkonu Huldu. Og þá Halldórsstaðabændur, Magnús lásasmið og Pál Þórarinsson, er frægur varð fyrir það ævintýri sitt að ná sér i fallega unga skoska konu, á ferðum sinum i Skotlandi — og koma með hana heim i heiðardalinn sem þótti raunar nokkuð djarft að sögn, á árunum rétt fyrir siðustu alda- mót. En hvað um það. — Þeim Halldórsstaðahjónum Lizzie og Páli fæddist sonur hinn 12. april 1896. Það má þvi segja, að ævin- týrið frá sumrinu 1894, þegar Páll og Lizzie William, kona hans — dóttir skógarvarðarins frá Fife- shire lögðu frá Skotlands- ströndum, hafi haldið áfram. Enda var sonurinn nokkru siðar borinn i kirkju og hlaut nafnið William Franz. Og drengurinn þessi átti heldur betur eftir að auka á frægð samtiðar sinnar og dals. En nú er vist best að gera langa sögu stutta, þó merk sé. Það er lika svo oft búið að minnast fólksins á Halldórsstöðum i ræðu og riti — þessa mikla menningar- heimiiis sins tima, sem William eða Villi, eins og hann var kall- aður, átti mikinn þátt i að gera og viðhalda. William ólst upp hjá foreldrum Verslunar fólk í jólaönnum... Smáveisla 4-6-og A 8 manna d ldll Smáveisla á fati er kalt borö meö margskonar lostæti Tilvalió í smásamkvæmi í heimahúsum eöa í verslunum þar sem allir geta ekki komist frá í einu. Höfurn aftur hinar vinsælu hreindýrasteikur Bjóðum Egils hvítöl með matnum Sendum heim Smáveisla inniheldur: ftoastbeef, kjúkling, Londonlamb, grænmeti, sveppi, aspargus, sveskjur, aprikósur, rauðkál. Með fylgir: Hrásalat, coctailsósa, remolaðisósa og italskt salat. IIALTI HAiMMV LAUGAVEGI 178 SÍMI 34780 SENDUM HEIM sinum til fullorðins ára. A æsku- árum sinum fór hann þó með móður sinni i heimsókn til ætt- lands hennar og kynntist fólkinu og landinu þar. Ég heyrði talað um það á æskustöðvum minum sem voru vestan Hvitafells, en Halldórsstaðir eru austan þess, að William hafi snemma numið enska tungu, enda töluðu for- eldrar hans jafnt ensku og islensku ef svo bar til. Það lék snemma orð á þvi, að Villi væri ýmsum hæfileikum gæddur svo enginn hefði orðið hissa á þvi, að hann hefði leitað meira útfyrir heimaland sitt en hann gerði. Hann var að visu um skeið verslunarmaður i Húsavik en kom aftur heim á menningar- heimilið i dalnum. Enda var þar löngum gestkvæmt af fólki lengra að bæði músikfólki og söngv- urum. Og vitanlega átti þaö við Villa, jafnmikinn selskapsmann og viðræðugóðan sem hann var og i allri umgengni sem heims- borgari. Auk sinnar miklu snyrti- mennsku sem auðkenndi hann, foreldrana og hinn eina bróður sem hann átti, sem er látinn fyrir alllöngu sem og foreldrarnir. — En eitt var það sem Villi varð snemma þekktur af og það var hve augu hans voru opin fyrir öllum undrum og dásemdum náttúrunnar. Hann las mikið um það efni og safnaði mörgum gripum sem að þeirri grein laut. Hann var þjóðkunnur frimerkja- safnari og kunnur eggjasafnari viða um heim. Og auk þessa var Villi bóndi hin siðari ár. Einnig var hann túlkur fyrir erlenda ferðamenn i fjölda ára. Það var heldur aldrei komið að tómum kofunum þar sem Villi var. En mér sem þetta skrifa eru kærastar minningarnar um William, þegar hann kom okkur unga fólkinu til aðstoðar i ung- mennafélaginu. Og þá fundum við lika vel hversu miklum hæfi- leikum hann var búinn. — Og kannski fundum við það ekki siður, að hann var vinur og félagi okkar allra. En nú er þessi vinur okkar far- inn á veg allra vega. Hann William okkar lést í sjúkrahúsi Húsavikur 3. desember s.l. 84 ára að aldri. En minningin vakir i huga okkar — minning sem ekki deyr. Gisli T. Guðmundsson Sögustund í Norrœna húsinu — Nýjar barnabækur Mál og menning verður með sögustund i Norræna húsinu á morgun, sunnudag. Hjalti Rögnvaldsson, leikari, verður sögu- pabbi, en auk hans lesa m.a. Vilborg Dagbjartsdóttir úr nýjustu bókinni um Emil i Kattholti og Svanhildur Óskarsdöttir úr Madditt eftir Astrid Lind- gren. Sýndar verða skyggnur með myndum úr barnabókum o.fl. Við byrjum klukkan 3. Verið velkomin Mál Ityl og menning AUGLYSINQASTOFA SAM&ANOSINS handiKjðflð Rcykhus $amband$ln$ sími 14241

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.