Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVlLJINNt Helgin 13. — 14. desember 1980 * A jólaborðið Léttreykt lambakjöt London lamb Urbeinaö lambahamborgarlæri Urbeinaður lambahamborgarhryggur Heill lambahamborgarhryggur Svínakjöt Nýr úrbeinaöur svínabógur Reyktur úrbeinaöur svínabógur Nýr úrbeinaður svinahnakki Reyktur úrbeinaður svínahnakki Ný úrbeinuö svinalæri Reykt úrbeinað svínalæri Svinakótilettur Reyktur úrbeinaöur svínahryggur Nýtt lambakjöt Urbeinað lambalæri fyllt meö ávöxtum Urbeinaður lambaframpartur fylltur meö ávöxtum Urbeinaður lambahryggur fylltur meö ávöxt- um Urbeinaö lambalæri Urbeinaður lambahryggur Urbeinaöur lambaframpartur Jólahangikjötið Urbeinuö hangilæri Niðursöguö hangilæri Urbeinaöir hangiframpartar Niöursagaöir hangiframpartar Unghænur — Kjúklingar flligæsir Opíð til kl. 22 föstudag og til kl. 18 laugardag Vörumarkaðurinn hí. Ármúla 1 A, simi 86111. Ríkisendurskoðun óskar eítir að ráða starfsfólk: 1. Ritara. Góð kunnátta i vélritun og islensku ásamt starfsreynslu áskilin, launafl. 011 (BSRB) 2. Starf við endurskoðun tollskjala, launa- fl. 009 (BSRB). Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar rikisendurskoðun, Laugavegi 105, fyrir 22. desember n.k. Stöður fréttamanna hjá rikisútvarpinu Skiptar skoðanir í útvarpsráði Útvarpsstjóri réð i gær Halldór Halldórsson f fasta stöðu frétta- manns hjá hljóðvarpi, en Halldór hefur starfað þar sem lausráðinn fréttamaður um iangan tima. Fréttastjóri hljóðvarpsins mælti með Halldóri og hlaut hann 3 atkvæði útvarpsráðsmanna, en 4 skiluðu auðu. Þá tók útvarpsráð einnig til af- greiðslu lausráöningu frétta- manns til sex mánaða hjá sjón- varpi, en margir sóttu einnig um það starf. Fréttastjóri sjónvarps- ins mælti með Sæmundi Guðvins- syni, blaðamanni á Visi, en hann fékk þrjú atkvæði i útvarpsráði og annar umsækjandi, ólafur Sigurðsson fréttamaður hljóð- varps, fjögur. 250 skeyti 250 manns á Akureyri hafa sent dómsmálaráðherra skeyti og skorað ó hann að veita Patrick Gervasoni landvistarleyfi. Stuöningsnefnd Gervasoni i Menntaskólanum á Akureyri safnaöi undirskriftum. —vh ■V • lólatréð i Kópa- vogi tendrað Á sunnudag kl. 16.00 verður kveikt á jólatrénu i Kópavogi. Tréðer gjöf frá Norrköping.vina- bæ Kópavogs i Svíþjóð, og er á Borgarholti við Borgarholts- braut. Sænski sendiráðunauturinn Es- björn Rosenblad mun afhenda Kópavogsbúum tréð og tendra ljós þess en forseti bæjarstjórnar Rannveig Guðmundsdóttir veitir trénu viðtöku. Hornaflokkur Kópavogs leikur nokkur lög. Barnabækur Máls og menningar kynntar Mól og menning heldur bók- menntakynningu fyrir börn i Nor- ræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 15. Lesið verður úr barnabókum þeim sem forlagið gefur út á þessari jólavertið. Lesarar verða Vilborg Dagbjartsdóttir, Þorleif- ur Hauksson, Svanhildur Óskars- dóttir og Valdis óskarsdóttir. Kynnir verður Hjalti Rögnvalds- son. Bækurnar sem lesið verður úr eru: Enn lifir Emil i Katthoiti, Madditt, Börn eru lika fólk, Vera, Veröldin er alltaf ný, Einar Áskell og Þrymskviða. Lit- skyggnur verða sýndar með myndum úr tveimur siðasttöldu bókunum. Happdrætti Þjóðviljans Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagar, ljúkum innheimtu á happdrætti Þjóðviljans nú um helgina. Hringið á skrifstofuna og taiö uppgefið hverjir eru búnir að gera skil. Skrifstofan er opin milli kl. 15og 18á laugardag. Simi 17504. Markmiöið er að allir innheimtumenn geri skil á mánudag. — Alþýðubandalagið i Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.