Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.12.1980, Blaðsíða 7
Helgin 13. — 14. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Þegar við vorum við vinnu á Grímsstaðaholt- inu, á þeim slóðum sem seinna varð aðalaðsetur Flugfélags Islands, dró umferð flugvéla um völl- inn að sér athygli okkar. Farartæki loftsins voru nýstárlegri þá en seinna, er menn hættu nánast að veita þeim athygli og litu varla upp þó heyrðist í. flugvél. Eitt sinn skeði það, að stór fjögurra hreyfla flugvél, bresk, fórst þarna á Vellinum eða réttar sagt í grjótholti við eina flugbrautina. Ekki vissi ég hvernig slysið bar að, en heyrði sat að flug- vélin hefði verið að lenda þegar óhappið varð. Áhöfnin, sem voru nokkrir menn, munu allir hafa far- ist og eldur kom svo upp í vélinni, en var slökktur áður en mjög mikið brann. Að öllum likindum hefur vélin farist um nóttina eða snemma morguns. Þegar við komum til vinnu um morguninn sáum við draslið öti i holtinu. Siðan var það látið liggja óhreyft og við sáum engar mannaferðir þar i námunda. t matartimanum stakk einhver upp á þvi, að rétt væri að skoða þetta. Enginn vörður var sjáanlegur og við hlupum yfir aö flakinu. Þar var ljótt um að litast. Allskonar hlutir, fallhlífar* belti, fataleifar, sumt hálfbrunniö skinnpjötlur á beygluðum málm- hlutum og annað smávegis lá á við og dreif. Stærri likamshlutar og það sem heillegra var hafði þó verið fjarlægt. En méðan viö vorum að skoða vegsummerkin komu nokkrir hermenn með alvæpni akandi eftir flugbraut- inni, þustu af bilunum og voru ófrýnilegir og ráku okkur burt með þvi að ota að okkur byssun- Ekki vorum við teknir fastir eða færðir til yfirheyrslu. Við vor- um fljótir að hypja okkur og vor- um sjálfsagt talsvert smeykir, enda ferðin farin i fljótræði og ummerki slyssins ekki ætluð til sýnis, og sist tslendingum. Ein- hver smávegis eftirköst urðu vegna þessarar ferðar okkar. Ég held að verkstjórinn okkar hafi fengið áminningu um að hafa betri gát á þvi framvegis, hvað menn hans aðhefðust. Ekki var þó svo að skilja að við létum af allri . hýsni um það sem ekki kom okkur við og var i raun illa séð af heryfirvöldunum. Við vorum for- vitnir, eða fróðleiksfúsir og létum fá tækifæri ónotuð til að svala þeirri löngun. A flugbrautinni, sem næst lá Skerjafirðinum stóðu jafnan nokkrar ameriskar orustuflug- vélar. Þær voru kallaðar Erkopra eða eitthvað i þá áttina. Við gátum ekki stillt okkur um að skoða þær, höfðum lengi haft um það nokkra ráðagerð og i einum matartimanum gerðum við al- vöru úr þvi. Ekki gátum við séð að þarna væri nokkur vörður a.m.k. ekki að staðaldri. Hitt gát- um við ekki varast, að eftirlit væri haft með mannaferðum um þetta svæði, úr fjarlægð. Við fórum þrir saman i þessa ferð og skoðuðum vélarnar i krók og kring að utan og vorum að leggja af stað til baka þegar tveir ameriskir flugliðar á jeppabil komu aðvlfandi. Þeir spurðu okkur hvað viö værum að gera og hvort við viss- um ekki að bannað væri að skoða /élarnar. Auðvitað vissum við það ekki. Mennirnir voru ekki óvin- gjarnlegir þó þeir væru ákveðnir og við kunnun nóg i ensku til að gera þeim skiljanlegt að svona vélar ættum við ekki á íslandi og þessvegna hefði okkur iangaö til að skoða þær. Fannst mér að þeir skildu okkur á réttan hátt, en lögöu áherslu á að eftirleiðis skyldum við þó láta svona lagaö ógert og við vorum fegnir að sleppa við öll vandræði. HÉR ERBÓKIN! Nágranninn hennar Selía er ung og fögur sveitastúlka, trúlofuð Georg, ungum og traustum bónda. En svo kom Hróðmar og setti heldur betur strik í reikninginn! Sagan fjallar á æsispennandi hátt um baráttu Selíu fyrir hamingju sinni, næstum óyfirstíganlega baráttu gegn sterkum fjölskylduböndum og hatrömmu, hefnigjörnu baktjaldamakki. SKUGGSJÁ Millitveggjaelda Hann var eiginmaður hennar, en hún þekkti hann ekki! Hvert var hið dularfulla afl, sem í senn dró þau hvort að öðru og hratt þeim frá hvoru öðru? Var það ást eða hatur? Hún áttaði sig ekki lengur á tilfinningum sínum. Elskaði hún bróður eiginmanns síns, eða var það eiginmaðurinn, sem hún elskaði? RAUÐU ÁSTARSÖGURNAR ELSE-MARIE IMOHR BARNLAUS MÓÐIR Maríanna hefur orðið fyrir mikilli sorg stuttu eftir erfiða fæðingu, fengið taugaáfall og dvalið sjö löng ár á sjúkrahúsi. Þegar hún útskrifast þaðan er allt orðið breytt, eiginmaður hennar hafði krafizt skilnaðar og glfzt aftur og fengið forráðaréttinn yfir Bellu, sjö ára dóttur þeirra. Taugaálagið eykst á ný og hún er á barmi örvinglunar. En þá hittir hún Arvid, — og Bellu litlu dóttur sína, — og lífið fær tilgang á ný. SIGGE STARK öftLÖOIN STOKKA SMUN Jóhann í Kvarnarstofu var harður og óvæginn og átti marga óvildarmenn. Þegar elgsveiðarnar standa sem hæst finnst hann látinn á veiðistað, — stunginn til bana. Margir höfðu heyrt Valda á Haukabergi hóta Jóhanni misþyrmingum, jafnvel dauða. Og Valdi var duglegur veiðimaður og leiknastur allra í sveitinni að handleika hníf. En Valdi var líka unnusti Lísu, dóttur Jóhanns! Nú reyndi á ást þeirra, tryggð og trúnað! SIGNE BJÖRNBERG ÁSTIN ER ENGINN LEIKUR Hrólfur var kvennagull sveitarinnar og misjöfnum augum litinn af öðrum ungum mönnum. Nýjasta stúlkan hans var Regína í Nesi, og nú var Hrólfi alvara! En íris var ekki sama sinnis, hún hafði verið stúlka Hrólfs næst á undan Regínu, — og svo var það Ingibjörg á Svartalæk og veðmál skógarhöggsmannanna, félaga Hrólfs! Já, ástin er svo sannarlega enginn leikur! Amanda Burke var fátæk, en fögur sem vorið, þegar Ravenscar lávarður sá hana fyrst og ákvað að kvænast henni. Áhrif hans á Amöndu voru þveröfug, hún fylltist viðbjóði við tilhugsunina um atlot hans. En hún varð að játast honum til að bjarga manninum, sem hún unni. En hver var hann, þessi dularfulli maður, sem þessi saklausa stúlka hafði gefið hjarta sitt? ÞÆR ERU SPENNANDI í ÁR, ÁSTARSÖGURNAR OKKAR! Sárt eraöunna Þetta er dularfull og snjöll ástarsaga, saga Nellie, ungu stúlkunnar, sem þekkti ekki sjálfa sig þegar hún leit í spegilinn eftir að skurðlæknirinn hafði gert að andlitssárum hennar eftir slysið. Gat húri endurheimt ást Marks? Gat hún barizt til sigurs við rótgróið ættarhatrið? SeiÖur hafs og ásiar Hún var sannfærð um, að ástin skipti engu meginmáli og vildi því giftast ríkum manni. Á þann hátt hugðist hún sjá sér og foreldralausum systkinum sínum farborða. En daginn sem hún sá Byrne varð afdrifarík breyting innra með henni! Ástin lætur ekki að sér hæða og ást og kaldir útreikningar fara ekki saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.