Þjóðviljinn - 17.12.1980, Síða 12
'V * rcY •• r jv..v 'n t »* * ’1
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. desember I*M
S ZEROWATT
ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR
ítalskar úrvalsvélar, sem unnið hafa sér stóran
markaðshlut hér á landi sökum góðrar endingar,
einstakra þvottaeiginleika og hagstæðs verðs.
Tekur 5 kg. af þvotti.
Sparnaðarkerfi (3 kg.)
9 þvottakerfi.
4 skolkerfi.
1 þeytikerfi (500 sn.).
Hámarks orkuþörf 2300 w.
Hæð 85 cm.
Breidd 60 cm.
Dýpt 48,5 cm.
Tekur 5 kg. af þvotti.
10 mismunandi kerfi.
Belgur úr ryðfríu stáli.
Hámarks orkuþörf 2400 w. .
Hæð 85 cm.
Breidd 60 cm.
Dýpt 52 cm.
Véladeild
Sambandsins
Ármúla3 Reykjavik Simi 38900
Einar Olgeirsson
áritar bók sina „ísland i skugga
heimsvaldastefnunnar” i bókabúð
Máls og menningar í dag
milli kl. 4 og 6
Mál og menning
SAMSÆRIÐ
Nýjasta skáldsagan eftir Desmond
Bagley er komin í bókaverslanir.
Suðri
Nýjar baekur INIýjar bækur Nýjar bækur
Ein af myndum Halldórs Péturs-
sonar.
Vinir dýranna
komin út aftur
Vinir dýranna heitir barnabók
eftir Guðlaug Guðmundsson, sem
komin er út I annarri útgáfu, en
hún kom fyrst út árið 1956 og er
uppseld.
Þessar niu sögur eru af sam-
skiptum manna ogdýra, barna og
dýra.
Ég hefi viljað koma lesendum
minum i skilning um það, segir
höfundur, að dýrin hafi bæði til-
finningu og sál —- og um leið og ég
hefi reynt að búa til spennandi
frásagnir.
Myndir i bókina gerði Halldór
Pétursson.
Siguróur PÉsson
Ljóóvegamenn
Geta Ijóð
vegið menn?
Hjá MALI OG MENNINGU er
komin út ný ljóðabók eftir Sigurð
Páisson og nefnist hún LJÓÐ
VEGA MENN.
betta er önnur ljóðabók Sig-
urðar, en fyrsta bók hans Ljóð
vega saltkom út fyrir fimm ár-
um, og vakti þá mikla eftirtekt.
Ljóð vega menn skiptist i
nokkra hluta: A hringvegi ljóðs-
ins I-XII, Enn skin sólin þrjósk,
Undir suðvesturhimni, Ljóð úr
Hlaupvidd Sex, Nocturnes handa
sólkerfinu, Ungæði, Það eitt til
sex og Gamla Hofsgatan eða Sú
gamla frá Hofi (rue Vielle-du-
Temple) I,—VII.
Alls eru um fimmtiu ljóð i bók-
inni, en hún er 100 bls. að stærð.
Barnabók
Sigrúnar
Eldjárn
(Jt er komin barnabókin Allt I
plati!, saga og myndir eftir
Sigrúnu Eldjárn. Þetta er fyrsta
bók Sigrúnar, en hún er kunnur
myndlistarmaður, hefur oft
sýnt myndir sinar og einnig
skreytt allmargar bækur, meðal
annars barnabækur.
Allt i plati! er ævintýri sem
segirfrá tveim börnum sem heita
Eyvindur og Halla. Þau fara i |
hugsanaleik, leggja siðan leið
sina niöur um gat á götunni og
lenda i ýmsum ævintýrum neðan-
jarðar, hitta einkennilegar
skepnursem kallast krókófilarog I
fara i leiðangur með einum þeirra
vitt um borgina og upp i Hall-
grimskirkjuturn.
Allt f platiier 48 siður, á hverri
siöu teikningar.
Saga skipa
og siglinga
Fjölvaútgáfan er nú að senda
frá sér nýja bók, Skipabók
Fjölva, eitt stærsta og efnis-
; mesta verk, sem Fjölvi hefur
gefið út. Hún inniheldur skipa- og
siglingasögu frá upphafi til þessa
dags. Meginefni bókarinnar er al-
þjóða-siglingasagan, unnin f sam-
starfi við Mondadori-útgáfuna I
Veróna, en þar við bætist ágrip af
islenskri siglingasögu, sem rekur
i samþjöppuðu formi alla þætti
hennar frá irskum skinnbátum,
knörrum og byrðingum land-
námsmanna, til skuttogara,
loðnuveiðiskipa og gámflutninga-
skipa nútimans.
Skipabók Fjölva er i sama
flokki og Flugvélabók Fjölva,
sem kom út fyrir nokkrum árum.
Bókin er 336 bls. istóru broti og til
skýringar frásögninni eru um
1150 myndir af skipum af öllum
stærðum og gerðum og frá öllum
timum, allt frá eintrjáningum og
upp i risavaxin oliuskip og kjarn-
orkuskip nútimans. Frumhöf-
undar alþjóða-siglingasögunnar
eru ítalirnir Enzo Angelucci og
Attilio Cucari, en Þorsteinn
Thorarensen þýddi bókina úr
itölsku en endursamdi og frum-
samdi stóra hluta verksins. Is-
lenska siglingasagan með fjölda
teikninga af islenskum skipum er
svo samin i samstarfi af þeim
bræðrum Þorsteini og Oddi
Thorarensen.
1 skipabók Fjölva er rakin
jöfnum höndum saga kaupsigl-
inga og hernaðarsagan, sem aftur
endurspeglast i islensku siglinga-
sögunni, þar sem rakin er bæði
þróun fiskiskipa, flutninga- og
farþegaskipa, en einnig rakin
ýtarlega þróun varðskipa og
baráttan i þorskastriðunum. Hér
er bæði lýst útlendum sjóhetjum
eins og Nelson og Graf von Spee
og islenskum eins og Eiriki
Kristóferssyni og Guðmundf)
Kjærnesteð.
Gálgafrestur,
ný Ijóðabók
Gálgafrestur heitir ný Ijóðabók
eftir Aðalstein Asberg Sigurðs-
son. Eins og heitiðber með sér, er
bókin bölsýn, enda túikar hún
hina síðustu og verstu tima, þar
sem menn mæta lokuöum hliðum.
I ávarpsorðum spyr skáldið: —
Er lif okkar þrotlaust þrælafár?
Og I umsögn á bókarspjaldi segir:
,,Við lifum i ótta við tortimingu.
Er maðurinn I óðaönn að teggja
snöruna um eigin háls? Hvar
endar þessi leikur?”
Þetta er þriðja ljóðabók
Aðalsteins Ásbergs. Hann byrjaði
kornungur að yrkja og náði strax
samstæðum ljóðrænum tón i
fyrstu ljóðabókum sinum, Ósánar
lendur og Förunótt, sem voru
þrungnar af spurn ungs manns
um tilveruna.
Á bókarkápu segir, að still
Aðalstelnn Asberg Sigurðsson.
Aðalsteins Ásbergs verði fágaðri
og undiraldan máttugri. Bókin er
myndskreytf af ungri listakonu,
önnu Gunnlaugsdóttur. Gálga-
frestur er 80 bls.. Útgefandi er
Fjölva-útgáfan.
Húsið á
sléttunni
Bókaútgáfan Setberghefur sent
frá sér barna- og unglingabókina
„Húsiö á sléttunni”, en höfundur
er Laura Ingalls Wilder.
Samnefndar kvikmyndir sem
sýndar eru I islenska sjónvarpinu
eru byggðar á þessum bókum.
Þetta er önnur bókin i bóka-
flokknum „Lárubækurnar”, en I
fyrrahaust gaf Setberg út fyrstu
bókina „Húsið I Stóru-Skógum”,
sem strax hlaut frábærar viðtök-
ur hér á landi.
„Lárubækurnar” hafa veriö
þýddar á fjölmörg tungumál og
verið endurútgefnar hvað eftir
annað.
Bókin er 240 blaðsiður i þýðingu
Herborgar Friðjónsdóttur, en
ljóðin i bókinni þýddi Böðvar
Guðmundsson. Þá ber þess að
LAURA INGALLS WILDER
HÚSIÐ
Á SLÉTTUNNI
geta aö bókin er prýdd 90 teikn-
ingum eftir ameriska listamann-
inn Garth Williams.
Svefnbekkir og svefnstólar
til sölu. Hagkvæmt verð. Sendum i póst-
kröfu.
Upplýsingar á
öldugötu 33, simi 19407.
-----------------------------------i