Þjóðviljinn - 17.12.1980, Síða 15
Miövikudagur 17. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
frá
ISI
Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka
daga, eða skrifið Þjóðviljanum
lesendum
Hver eru rökin?
Margir hafa potað penna og
flestir lagt orð i belg til að lýsa
afstöðu sinni i Gervasoni-
niálinu, einu mesta deilumáli
sem upp hefur komið i langan
tima.
Skirrast fæstir við að lýsa yfir
skoðun sinni, þó finnist þeir,
jafnvel þar sem sist skyldi, sem
reyna að leiða málið alveg hjá
sér. I þessu máli, sem i hugum
fólks virðist skyggja auðveld-
lega á verðbólguvandann, hafa
andstæðingar flóttamannsins
reitt hátt og oft til höggs. En
þeim hlýtur að hafa sést yfir
atriði sem koma málinu við og
verða seint höggvin niður með
bitlausum vopnum.
En hverjar eru helstu
röksemdir þeirra, sem vilja
Þekktirðu þau?
Thomas Mann, rithöfundurinn
frægi, ólst upp i L'dbeck, og þar
gerist líka sagan sem fyrst gerði
hann frægan, „Die Budden-
brooks” um hnignun mektugrar
kaupmannsfjölskyldu.
losna við þennan óþægilega
mann, Gervasoni? ,,Að hann
hafi brotið islensk lög með þvi
að koma til landsins með
fölsuðum skilrikjum og undir
fölsku nafni”.
Ef embættismönnum þeim,
sem hafa málið i sinum hönd-
um, er annt um sómasamlega
afgreiðslu þess, skal þeim bent
á alþjóðasamninga sem við
tslendingar eigum aðild að og
fjalla um stöðu flóttamanna. úr
þeim samningum geta læsir
menn lesið að flóttamaður geti
sá kallast sem hefst ekki við i
dvalarlandi eða heimalandi sinu
vegna stjórnmálaskoðana,
litarháttar, trúarbragða eða t.d.
aðildar að sérstökum
þjóðfélagshópum og hvorki vill
né getur notfært sér vernd þess
lands. Og komi hann til annars
lands skuli ekki refsa honum
fyrirólöglega komu tileða dvöl i
þvi landi.
„Að engir millirikja- eða
alþjóðasamningar kveði á um
að herþjónustuneitun veiti rétt
tilpólitisks hælis”. Þetta verður
i lengstu lög að skoðast sem
eitthvað annað en móðgun við
þjóðir sem sýna viðleitni til að
berjast gegn mannréttindabrot-
um yfirleitt, þvi að i alþjóða-
samningum er hvergi kveðið á
um hverjar stjórnmálaskoðanir
flóttamenn skuli hafa, eða dæmi
nefnd hvers vegna og hvernig
þeirsæti ofsóknum. Ef svo væri
gæti dómsmálaráðherra hæg-
lega visaðfrá sér flóttamönnum
frá löndum eins og Argentinu
eða Sovétrikjunum.
Við íslendingar gorfum
auðvitað ekki af þvi, en vitum
að við erum taldir i hópi þjóða
sem virða mannréttindi.
Fordómar vegna litarháttar,
trúarbragða eða stjórnmála-
skoðana hafa ekki verið
áberandi hér hingað til. ( Sagði
einhver að afstaða gagnvart
hernaði og herþjónustu væri
pólitisk?)
Það er ekkert nýtt að menn
biðji um pólitiskt hæli hjá
þjóðum sem þeir telja bera
virðingu fyrir mannréttindum.
Við tslendingar höfum verið i
hópi þessara þjóða og ekki með
öllu áhugalausir ef marka má
orðfagrar ræður á alþjóðavett-
vangi. Það liggur mikið við að
dragast ekki afturúr á leiðinni
til betra mannlifs, friðar og
afvopnunar.
Kristberguró. Pétursson.
Landvist
til reyslu
tslenskur farmaður á striðs-
árunum skrifaði fyrir skömmu
bréf sem birtist i Þjóðviljanum,
og stakk upp á að Patrick
Gervasoni yrði veitt landvistar-
leyfi til reynslu.
Ég vil taka undir þessa hug-
mynd. Með þessu móti væri
hægt að ganga úr skugga um
hvort maðurinn er slæpingi eða
nýtur þjóðfélagsþegn. Þetta tel
ég vera bestu leiðina til að enda
þetta leiðindamál.
Annar striðsfarmaður.
Gervasoni
Hraktist upp á ystu sker,
úthýsingar biður dapur.
Jafn og samur alitaf er
islendinga höfðingsskapur.
RB
Grímur og
sálfræð-
ingurinn
Framhaldssaga — 2
,,Ég veit ekki". Grimur
setti upp merkissvip. „ Ég
er hreint ekki viss um að
það sé aðalatriðið".
„Jæja, hvað er það þá?
Segðu mér það!" spurði
Dabbi og bruddi bæði
brenndan og anís með
bestu lyst, um leið og
hann bauð þeim perlu-
brjóstsykur.
Grimur sá, að hann fór
halloka og maldaði ergi
legur í móinn.
„Þiðtaliðog talið..." en
skyndilega datt honum
nokkuð í hug. „Setjum
svo, að einhver kaup-
maður væri morðingi,
hvað kæmi það þá málinu
við, þótt hann seldi ódýrt.
Þið munduð kannski
segja, að það væri allt í
lagi, eða hvað?".
Hann stakk síðasta
Barnahornið
Umsjón: Magnúsog Stefán
Bismarcknum upp í sig
sigri hrósandi og fleygði
pokanum.
,, Hver segir að hún haf i
drepið einhvern?" ansaði
Hinrik háðskur. „Hún
þarf ekki að vera morð-
ingi, þó að hún nenni ekki
að afgreiða fyrir eina
litla 25 aura. Það er ekki
hægt að kalla fólk morð-
ingja svona út í bláinn. Þú
verður að sanna það."
Þessa stundina var
Grimur með allan hugann
við karamellurnar, sem
sú rauðhærða hafði búið
illa um. Þær höfðu klesst
saman við kítti, er smiður
nokkur hafði gef ið honum
daginn áður, og hann
reyndi að losa það var-
lega úr vasa sínum. Loks
stakk hann karamellunni
upp í sig og svaraði:
„Hvernig á ég að vita,
hvern hún hefur drepið?
Þið spyrjið gáfulega,
þykir mér. Hafi mann-
eskja framið morð, þá
grefur hún líkið, en lætur
það ekki liggja á glám-
bekk til sýnis. Þið hafið
auðheyrilega ekkert vit á
morðingjum, svo að þið
skuiuð bara hætta að tala
um þá."
Það var ekki i fyrsta
sinn, sem Grimur sló fé-
laga sina út af laginu.
,, Hver veit nema eitthvað
sé til í þvi sem hann
segir", hugsaði Dabbi
með sér. Ef til vill hafði
sú rauðhærða kálað ein-
hverjum.
(framhald)
Viðtal við Deng
Deng Xiaoping er maður
umdeildur og frægur af ýmsu.
Skoöanir hans og geröir skipta
vissulega máli, þvi hann er
valdamesti maður fjölmenn-
ustu þjóðar heims.
Margt hefur gerst i Kina á
undanförnum árum, sem
menn hafa veriö misjafnlega
hressir með. Stefna ráða-
manna, einkum i alþjóðamál-
um, hefur tekið á sig ýmsar
undarlegar myndír. Þeir sem
reynt hafa aö fylgjast með
kúvendingum og svinbeygjum
Kinverja hafa fengið hvert
áfallið á fætur öðru og vita nú
varla lengur hvað þeir eiga að
Sjónvarp
TF kl. 22,35
halda. Blómaskeið maóism-
ans virðist nú tilheyra fortið-
inni jafnrækilega og
stalinisminn.
Deng Xiaoping verður tek-
inn tali i sjónvarpinu i kvöld.
Það er fréttamaður
júgóslavneska sjónvarpsins
sem ræðir við hann. Vonandi
bregður þetta viðtal einhverju
ljósi á þá atburöi sem nú eru
að gerast i Kina.
— ih
Deng Xiaoping, valdamesti Klnverji I heimi.
B ókmennta vaka
Arni Þórarinsson ritstjóri
heldur áfram að fjalla um
jólabækurnar i Vöku i kvöld. I
siðasta þætti ræddi hann við
gagnrýnendur og nokkra rit-
höfunda, og i kvöld heldur
hann áfram með rithöf-
undana.
Þeir sem rætt verður við i
kvöld hafa allir sent frá sér
bækur i jólavertiðina.
Guðbergur Bergsson sýnir
nýja og ærslafulla hlið á sér i
bókinni um Ara Fróðason og
Hugborgu konu hans og þar
að auki hefur hann þýtt bók
eftir kólumbiska sagna-
meistarann Gabriel Garcia
Marques: Liðsforingjanum
berst aldrei bréf. Guðlaugur
Arason hefur fengið frábæra
dóma fyrir söguna Pelastikk.
Gunnar Gunnarsson heldur
sig við sakamálasögurnar og
sendir frá sér nýja bók um
Margeir leynilögreglumann.
Og Þorsteinn frá Hamri hefur
gefið út nýja ljóðræna skáld-
sögu: Haust i' Skírisskógi,—ih
Jólin og
ungling-
arnir
*Útvarp
kl. 20.00
— 1 þessum þætti vik ég
nokkuð frá þcssum skólamál-
um sem ég hef yfirleitt fjallað
um, — sagði Kristján E. Guð-
mundsson menntaskólakenn-
ari, scm stjórnar þætti um
unglinga og jólaundirbúning i
útvarpinu i kvöld.
— Ég hef hugsað mér að
taka fyrir unglingana i þvi
neyslubrjálæði sem fylgir jól-
unum hjá okkur. Fyrst ræði ég
við einn kirkjunnar mann um
afstöðu þeirra til jólahaldsins
eins og við þekkjum þaö núna.
Siðan ræði ég við nokkra ungl-
inga og spyr þá t.d. hvað sé á
boðstólum fyrir jólin sem
höfði sérstaklega til þeirra, og
hvernig þeim finnist að vera
þátttakendur l þessu bram-
bolti.
Arni Þórarinsson, vökustjóri.
Kristján E. Guðmundsson
menntaskólakennari.
Unglingar eru á einskonar
millistigi, þeir eru ekki lengur
börn sem gleypa allt i sig eins-
oe baö er fvrir bau borið. Mér
þykir fróðlegt að fá að heyra
hvaða afstööu unglingarnir
taka, i sinni uppreisn gegn
þjóðfélaginu. Inn i þetta tengj-
ast svo nokkrar umræður um
unglingabækur, og ég ræði við
Silju Aðalsteinsdóttur um þær
unglingabækur sem á boðstól-
um eru fyrir þessi jól, — sagöi
Kristján. — ih