Þjóðviljinn - 24.12.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.12.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. desember 1980 Kærleiksheimilid Aumingja Jesús litii. Hann fékk bara gull, reykelsi og myrru í jólagjöf, — engin leikföng! Hver er síldin? vidtalið Verðlaunagetraun: hvað er þetta? Sild i orkukreppu? Sið- asta sildin að forða sér á Eftir 457 ár Eftir að karlar hafa i 457 ár staðið vörö Um Svjakonung ger- ast þau jafnréttistiðindi að konur úr sænska flughernum eru settar til að gæta konungs- hallar i Stokkhólmi. Hvurnig endar þetta? mér er spurn. I rósagarði Þetta segir Jónas á Dag- blaðinu líka „Þegar blað á borð við Visi verður sjötugt, sætir það nokkrum tiðindum..” (Svart- höfði i Visi). sædýrasafnið? Forréttindasild i stéttskiptu sjávarsamfélagi sið- kapitalismans? Sild i markaðs- öflun fyrir sauðdrukkna og lata tslendinga? Tillaga um nýtt skjaldarmerki íslands? Skop- mynd af sjávarútvegsráðherra? Eitthvert þessara svara hlýtur að vera rétt. Svar óskast sent annarri siðunni áður en langt um liður. Verðlaun: sá sem hefur rétt svar fær aö éta sildina! Ef ég nú gef kallinum minum spennandi bók, þá má hann ekk- ert vera að þvi að tala við mig og ef ég gef honum viskiflösku þá verður hann ekki við mælandi. Er þetta nokkurt lif?... Gengið á milli vinnufélaga: Hvaða jól voru skrýtnust eða eftir- minm- legust? Við gengum um Þjóðvilja- húsiö og spurðum starfsfélaga aðþvi, hvaða jól þeirhefðu lifað eftirminnilegust eöa einkenni- legust einhverra hluta vegna. Hér á eftir fara nokkur svör. Illa svikinn. Þegar ég var sjö eða átta ára gamall, sagði Þorgeir, lifði ég i fyrsta sinn rauð jól. Eg þóttist illa svikinn; mér fannst þetta gæti alls ekki staðist. Ég man aö ég hljóp um allt nágrenniö og leitaði að þótt ekki væri nema agnarögn af snjd... Rjúpnafargan. Alfheiður sagöi lika von- brigöasögu. Ég man að ein- hverju sinni haföi frændi minn ágætur farið á rjúpnaskytteri' og komið vel birgur til baka og þóttust allir hafa himin hönd- um tekið. Og það voru lika rjúpur. Ég man ekki hvort þær voru lika á borðum annan jóla- dag, en hitt man ég fyrir víst, aö þær voru enn á diskunum á gamlárskvöld. Og ég borðaöi ekki rjúpur. Ég vildi fá þetta fina bleika kjöt sem ég var vön! Þetta voru ónýt jól og skelfi- leg, þegar átta ára stelpa fékk ekki bleika kjötið sitt. Jeppadýrðin. Jóhannes átti hinsvegar endurminningu um óvænta gleði. Pabbi var að smiöa forláta jeppa úr áli á eldhúsboröinu heima og viö bræöurnir tókum af miklum áhuga þátt i smið- inni, enda voru þetta hinir vönduðustu gripir meö ljósum og öllu sem þurfti til að keyra bil með sóma. Pabbi sagöist vera sðmiðaþetta fyrir verkstjórann sinn og það var ekki laust viö að við öfunduöum væntanlega eig- endur slikra rausnarbila. En svo kom að þvi aö þessir ágætu jeppar komu út úr jólapökkum okkar, og ég man ekki eftir að hafa orðið glaöari á jólum. (Jtlend tilbrigði. Sem vonlegt er minnast þeir sem hafa verið erlendis á jólum gjarnaá þá reynslu. Svanhildur var til dæmis með i þvi i fyrra að halda þrjátiu Þjóðverjum rammislensk jól á Luneborgar- heiði og þótti öllum viöstöddum þaö mikil upplifun. Einar Karl var suður i' Frakk- landi 1967 og þegar hann haföi innbyrt hangikjöti og sveskju- graut með Sigurði Pálssyni gengu þeir kumpánar sig út að skoöa bæjarbrag i Toulouse. Þá um áttaleytiöá aðfangadag, var mikið lif og fjör á götum, öll veitingahús voru orðin spila- salir þar sem fjölskyldurnar reyndu að vinna jólamat i baunabingói einhverskonar og hengu vinningarnir allt um kring: óplokkaöar gæsir, fas- anar, rýtandi svin. Og svo fór- um við, sagði Einar til messu um miðnætti og biskupinn i Languedoc sannfærði mig um neyjarfæðinguna I einar þrjár minútur. Engin jól! Sævar var einu sinni hjá fjöl- skyldu i Sviþjóð sem gerði næsta lítiö stáss með jólin: á aðfangadag fór fjölskyldan I langa gönguferö og brá á leiki og þegar heim var komið var þessgættað hverfengi eina gjöf en heldur ekki meira. Arniman það best þegar hann var i fyrsta sinn staddur 1 borg, þar sem enginn' var að halda upp á jól 24. desember nema örfáir Vesturlandabúar: þaö var iMoskvu, þar sem nýárið er fjölskylduhátið og kirkjujól ekki fyrr en sjötta janúar. Það kvöld sat hann einn i herbergi sinu, át konfektog drakk súrmjólk með og las Sálminn um blómið Þór- bergs, en sú bók var jólasend- ingin að heiman. Kuldi og myrkur. betur en jól hafi veriö mjög I föstu og viðfelldnu formi, hafa einhverjar sérstæöar minningar um islenskar uppákomur. Einu sinni var tuttugu stiga frost, segir Kristin. Fegnastur var ég þegar rafmagnið bilaði á jólun- um, sagði Guöjón, og þaö gerö- ist stundum. Þá var allt baðað i kertaljósi. Magnús fór eitt sinn i jólaleyfi með öðrum noröanpiltum í Laugarvatnsskóla til Reykja- vikur. Þegar þeir svo voru á leið upp á Laugarvatn aftur var færð svo ill að piltar voru meina en tvo sólarhringa á leiðinni, stundum akandi, stundum gangandi; sumir voru lagstir örþreyttir undir Ingólfsfjalli þegar bilar komu ofanaö eftir þeim við illan leik. Fullorðinsmunstrið. Vilborg fékk alltaf stafla af bókum i jólagjöf. Systir hennar lika. Þvilik sæla. Margra daga skemmtun. — Þangað til jólin sem hún var þrettán ára. Or hverjum pakkanum eftir annan kom einhver snyrtivara eða tiskudót. Engin bók. Nú átti hún að vera orðin dama og ganga inni munstrið. Skilur fullorðiið fólk ekki neitt? Jólin sem týndust. Sigurdór var tiu ára gamall i þvi að bera út jólapóst I sinu plássi og tveir strákar með hon- um. Þeim haföi verið sagt að þessu verki yrðu þeir að ljúka áður en þeir færu heim á að- fangadag. Hinir strákarnir tveir stungu svo af klukkan fimm, sagði Sigurdór. Ég hélt áfram og var ekki búinn fyrr en klukkan hálf ellefu um kvöldið. Og þegar ég kom heim var ég svo þreyttur, að ég sofnaði ofan I matardisk- inn sem mamma hafði til reiðu handa mér. Svo var ég borinn inn i rúm. Þetta voru jtílin sem týnd- ust... _áb Lika þeir, sem muna ekki < Q O Þh fu , VVVi sn/ff 'oQ-J 5Nl FF vivv sniff Lytí rýJ sniff SNIFF S)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.