Þjóðviljinn - 24.12.1980, Page 4

Þjóðviljinn - 24.12.1980, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. desember 1980 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjó&viljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ó’rfsson. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson. Umsjónarmaöur sunnudagsbla&s: Gu&jón Fri&rikssou. Afgrei&slustjóri: Valþór Hlö&versson. Bla&amenn: Alfhei&ur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttama&ur: Ingólfur Hannesson. Ctlit og hönnun: Gu&jón Sveinbjörnsson, Ssvar Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir. Skrifstofa: Gu&rún Guövar&ardóttir, Jóhannes Har&arson. Afgrei&sla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir. Sbuavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigri&ur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgrei&sla og auglýsingar: Si&umúla 6, Keykjavlk, simi 8 13 33. Prentun: Bla&aprent hf. Stríö og friður • Það væri synd að segja að f riðvænlegt sé i heiminum nú um þessar hátíðir. Þetta hefur verið ár ófriðar: það hófst með því að sovéskir herir voru sendir inn i Afganistan til að tryggja yfirvaldi sínu hagstæð úrslit í borgarastyrjöld þar — ofan í það fen hefur risaveldið sokkið æ lengra síðan með víðtækum afleiðingum um allan heim. Þá eru í gangi styrjaldir sem verða ekki beinlínis skrifaðar á reikning risavelda, eins þótt barist sé með vopnum frá þeim: þar má til nefna styrjöld tveggja grannríkja við hinn eldfima Persaflóa, sem dregst mjög á langinn vegna þess að hvorugur fær sigrað og hvorugur má gefast upp. Enn eru grimmdarleg stéttastríð háð eins og í AAið-Amenkuríkinu El Salvador þar sem nálægt tíu þúsundum manna hafa fallið i styrjöld sem helst verður kölluð stríð herforingja og landeigenda gegn alþýðu. Og enn alvarlegra en allt þetta er sú staðreynd, að öll eru ótíðindi af þessu tagi höfð sem röksemd fyrir því, að enn þurfi að efla varnir og vígbúast og smíða nýjar og áhrifameiri gerðir vopna. • Við höf um síðustu misseri í vaxandi mæli orðið varir við það, að jafnvel hið háskalega jafnvægi óttans við algjöra útrýmingu er á undanhaldi fyrir nýjum hugsunarhætti. Sá hugsunarháttur, sem í vaxandi mæli mótar samskipti áhrifamestu rikja, byggistá því, að kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaup sé viðurkennt sem fyr- irtaks aðf erð til pólitískra þvingana.og svo á því, að með nýrri og nákvæmari atómvopnum og skotbúnaði sé hægt að heyja takmarkaða kjarnorkustyrjöld með góðum árangri. — Vinna slíkt stríð ef fyrsta högg er greitt af nógum krafti og nákvæmni. Þar með stöndum við frammi fyrir þvi, að þær siðferðilegar, hernaðarlegar og pólitískar hindranir, sem hafa til þessa þvælst fyrir þeim sem helst hafa f reistast til að beita kjarnorkuvopn- um, hafa lækkað verulega. • Það er algeng iðja, en kannski ekki sérlega þörf, að leita að sökudólgum sem beri ábyrgð á þessari þróun. Auðvelt er að láta alla fá sinn skerf: þá sem fyrst smíðuðu kjarnorkuvopn, Bandaríkjamenn, þá sem hafa allar götur siðan reynt að skáka þeim á þessu sviði, Sovétmenn, þá sem telja sig ómerkinga nema þeir f ái að gaula með í kjarnorkukórnum eins og Frakkar og Kín- verjar — að ógleymdum öllum þeim ríkjum sem stunda i stórum stíl vopnasölu til þriðja heimsins. Hvort sem menn leggja áherslu á samsekt margra eða tína upp sina eftirlætissökudólga, þá er víst, að það er erfitt að bregðast af skynsamlegu viti við þeirri ískyggilegu stöðu sem upp er komin. Verst er auvitað að ánetjast vígbúnaðarkapphlaupinu eins og þeir menn gera, einnig íslenskir, sem telja sig hafa efni á að gera gys að því fólki sem er blátt áfram hrætt við það hve eldfimur heimurinn er orðinn. Það er vitanlega miklu skárra að leggja áherslu á almenna siðferðilega fordæmingu á hernaðaræðinu, þótt slík afstaða dugi að visu skammt. Erfiðast er að smíða einhvern þann valkost sem dugar til að snúa við þessari þróun, til að stöðva ekki aðeins f ramleiðslu gjöreyðingarvopna heldur beinlínis taka þau úr umferð í áföngum. • Eins og málum er nú háttað sýnist frumkvæði í þessa veru aðeins geta orðið til um vestanverða Evrópu og haf a að hvata þá einföldu staðreynd, að allar hugmyndir um „takmarkaða" kjarnorkustyjöld þýði í reynd, að þessari gömlu og þéttsetnu álfu er fórnað, henni yrði væntanlega eytt fyrst í glímu risanna. Það er því ekkert eðlilegra en að áhrifamenn álfunnar velti því fyrir sér hvernig þeir geti fengið eldf laugarisana tvo til að lækka róminn, hopa á hæli — báða tvo vissulega, annars næst enginn varanlegur árangur. Það er í slíkri viðleitni sem helst er að f inna Ijósglætu i því pólitíska svartnætti sem nú grúfir yfir álfum heimsins. — áb. Hrafn Baldursson Vonirnar hafa brugðist. Það sem helst mútti binda vonir við, varðandi bætta aðstöðu dreif- býlis gagnvart fjölmiðlun i land- inu, var breyting hjá Útvarpinu, vegna þess að það er rikisútvarp, vegna þess að það kemst næst þvi sem kalla mætti fjárhagslega gerlegt og vegna þess að það gat tengt saman og sinnt þeim áhuga- málum sem t.d. eru sameiginleg milli landsfjörðunga á þeim tima sem þau koma upp. Eitt af því sem heföi verið unnt aö gera, fyrir nokkrum árum, var að endurnýja tækjakost Útvarps- ins og flytja það notaða til nokk- urra staða út um land; þar hefðu þessi tæki getað enst nokkur ár einfaldlega vegna minni notk- unar, nú er þetta of seint, ekkert fæst lengur i þau og þeim verður væntanlega ekið á haug. Annað Á afmæli útvarps Ef talandi er um að einhver beri aldurinn vel þá má segja að útvarpið geri það; það hefur enn burði til að troða öðrum stofnun- um um tær i húsnæðismálum; það kemur sér enn hjá að heyrast út um hvippinn og hvappinn; það lýtur enn stjórn ráðs sem virðist telja það utan verksviðs Útvarps- ins að útvarpa, nema kannski helst þessa dagana þegar stendur til að útvarpa i stereo; það er raunar engu likara en að stofnun- in hafi beðið með það eftir afmæl- inu, i 15 ár eða svo, að taka upp tvinnrásarútvarp. Vi'st er, að margir munu, i ræðu og riti, verða til að minnast upp- hafs útvarps og tala um timamót i sambandi við afmæli Rikisút- varpsins og sýnist sjálfsagt sitt hverjum hvernig til hefur tekist. Frá sjónarhóli þess sem einkum hefur fengið að kynnast þeirri hlið sem snýr að þvi að varpa út og taka á móti, án þess þó að fara á mis við hina hliðina, verða ekki séðnein timamóti útvarpsmálum þjóðarinnar á afmælinu. Tilkoma útihússins á Akureyri er meiri viðburður i sögu Út- varpsins en tvinnrásarsending- arnar. Ekki færri en fjórum tækjasamstæðum og hljóðein- angruðum stofum hefur verið komið upp á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum undanförnum árum sem gætu án teljandi viðbótar- kostnaðar, komið sér upp tvinn- rásarsendibúnaði, fyllilega sam- keppnisfærum viö Útvarpið. Það er vitneskjan um þessa aðstöðu sem hefur leitt til kröfu nokkurra ævintýramanna um frjálst út- varp, útvarp sem flyti fjárhags- lega á auglýsingum. Grunnfærin krafa. Krafan um sjálfstæðan út- varpsrekstur hefur þótt grunn- færin i þeim hóp sem ráðið hefur útvarpsmálum þjóðarinnar og er það að vonum, hitt er svo annað mál að rök ráðamanna gegn frjálsu útvarpi hitta þá sjálfa fyrir, bæði hvað snertir ráðstöfun fjármuna til húsnæöis og tækja eða til dagskrárgerðar og reksturs skrifræðisins. Þa& er einnig ómögulegt annað en lita þannig á að hræsni sumra þeirra gagnvart auglýsingum hitti þá berlega fyrir. 1 fyrsta lagi eru auglýsingar eins misjafnar og þær eru margar og smekkur fyrir þær er býsna ólikur-, sést þetta best á sjónvarpsauglýsingunum og viðbrögðunum við þeim. Það er t.d. ekki erfitt að imynda sér hvernig að auglýsingum yrði staðið ef við hliðina á Útvarpinu kæmi stöð i Reykjavik sem legði rækt við auglýsinguna; hún fengi þær auglýsingar sem ættu fyrst og fremst að höfða til markaðar- ins syðra og Útvarpið fengi ekki annað en þaö sem ætti erindi út á land aö mestu eöa öllu leyti. Sú einföldun að lita á auglýs- inguna i sjálfri sér sem glæp og Hrafn Baldursson. verslun með þær sem dólgshátt getur ekki leitt af sér annað en eymd i viðskiptunum og útkom- unni; m.a.s. Útvarpið sjálft lætur sig hafa það ár eftir ár að birta sömu auglýsinguna á sama hátt um sölu sina á jóla og nýárs- kveðjum og láta lesa alla roms- una ihvertskipti. „Óheimilter að senda kveðjurnar i bundnu máli”. Hvers vegna ekki að rifa versl- unarauglýsingarnar, auglýsinga- timana.upp? Viðskulum bara at- huga það að útvarp, eins og annað það sem flokkast undir fjölmiðla, búðargluggar, simastaurar, sal- ernisveggir, dagblöð og málglatt fólk eru vettvangur auglýsinga og að halda þvi fram að það sé hægt að draga einhver skörp skil, i þvi efni sem þessir fjölmiðlar flytja, % milli þess hvað eru vondar og góðar auglýsingar, nauðsynlegar og ónauðsynlegar og þá hverjum til þurftar eða hverjum ekki hlýtur að teljast bjartsýni. Við vitum það orðið að frétta- menn eru að auglýsa sig sem væntanlega frambjóðendur eða sem frambærilega til þess arna. Okkur er það lika ljóst að forseta kjósum við aldrei aftur án þess að sjónvarp og útvarp hafi rækilega kynnt hann fyrir oljkur fyrst, i öllu falli kosti hans. Auglýsingaleysið er sem hver önnurþögnummálefnvog á þetta við um ýmsa starfsemi i landinu og nýlega hafa rfki þriöja heims- ins kvartað undan þessu á al- þjóðavettvangi; hér gildir þetta með einna augljósustum hætti gagnvart dreifbýlinu, þó i þeim efnum taki fyrst steininn úr þegar kemur að þvi sem kalla mætti neikvæðar auglýsingar; þar er einkum um að ræða allskyns fréttir úr herbúðum stjórnvalda, tilkynningar stofnana og sérfræð- inga um málefni sem þeim er gjarnan ekki eða i öllu falli ekki eingöngu ætlað að fjalla um, svo ekki séu tekin með sanngirnis- sjónarmiö. sem binda mátti við vonir var að Útvarpið yrði þess megnugt að halda uppi, gegnum fréttastofu og dagskrárdeild, gagnrýninni um- ræðu um mál sem snertu ibúa annarra byggðarlaga en Reykja- vikur og Kópavogs. Það er ljóst að þessa er vart von án útláta, þetta er ekki hægt án starfsliðs, og það starfslið getur ekkert gert án ti'ma og staðar sem þaö getur gert sig út frá, þess vegna var nauðsynlegt aö Útvarpið kæmist i eigið húsnæði. Það er m.ö.o. ekki nokkur von til þess að Útvarpiö sinni landsbyggðinni og þeim málefnum hennar sem ekki tengjast tilverunni i höfuðborg- inni sterkum augljósum böndum fyrren þaö hefur vaxiö að starfs- getu og komiö hefur verið upp aö- stööu út um land. Við landsbyggðarbúar eigum ekki möguleika á nútimalegri auglýsingu hjá stofnuninni með neinum venjulegum hætti á næstu árum meö þeim framgangi sem stofnunin hefur fengið. Það er að visu rétt að það er til óþrjótandi sjóður skemmtilegs fólks og gamalla sagna og við get- um áfram fyllt dagskrána um veturnætur með frásögnum af lambaláti og öðrum raunum sauðburðarins frá vorinu, það er vandalaust; en vandað efni verður ekki gert án tilkostnaðar og tíma, einkum ef það á að standa nærri lfðandi stundum. Tilkoma sjónvarps e.t.v. neikvæð. Tilkoma sjónvarps sem hefði átt að hafa i för með sér eflingu Útvarpsins, einkum vegna þess að nú þurfti það að keppa um athygli við erlenda innflutta dag- skrá, hefur þvert á móti leitt til stööugs undanhalds. Samsettir þættir, vandaðar dagskrár, um- ræðuþættir um hitamál eru or&in verkefni sjónvarpsins án þess aö eiga þangaö nokkurt erindi utan að fylla upp tima sem innlent efni. Það að svelta Útvarpið fjár- hagslega til að draga þar úr vit- lausri skriffinnsku, eins og fok- dýrri bjánalegri og stundum ruddalegri innheimti^ er barna- skapur; það er það siðasta sem fer undir hnifinn. Fyrst fer sú litla og broslega viðleitni, sem stundum gætir, til að sækja efni út fyrir borgarmörkin til kvittunar vondri samvisku-, það sparar ferðakostnað og það græðist timi; það sem næst færi væri menn- ingarviðleitnin. Hvað er þá eftir? Litilsvirtar auglýsingar, það sem fréttastofan geturlesið af fjarrit- um sinum og það sem stjórnvöld vilja láta þjóðina frá sér heyra. Er það kannski vilji einhverra að þetta fari svona? bá er lika opin leið að láta Útvarpinu ekki eftir hús og koma þvi ekki upp öðrum tækjum en plötuspilurum. Hrafn Baldursson, Rjó&ri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.