Þjóðviljinn - 24.12.1980, Síða 16

Þjóðviljinn - 24.12.1980, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 24. desember 1980 Sunnudagur 28. desember Jóladagur Sjónvarp um jólin Kl. 21,55: Hver er hrœddur við Virginiu Woolf? „Paradísarheimf’ A jóiadag veröur frumsýndur fyrsti hluti sjónvarpskvik- myndarinnar Paradisarheimt- ar, sem gerð er eftir sögu Hall- dórs l.axness. Það er Rolf HSdrich sem. stjórnaði upptök- unni og gerði handritið, en við sögu koma margir ieikarar bæði óreyndir og reyndir i kvik- myndalist. Myndin segir frá ævi Steinars bónda i Hliðum undir Steinahlið, dóttur hans Steinu og konu hans. Steinar bóndi lagði land undir fót fór til Danmerkur að hitta vin sinn kónginn og hestinn Krapa sem hann færði konungi að gjöf á Þjóðhátiðinni á Þing- völlum 1874. Siðan leggst Steinar i ferðalög i leit að Para- dis á jörðu sem hann heldur vera vestur i Utahriki 1 Banda- rikjunum. Þann fróðleik hefur hann frá Þjóðreki biskupi sem kominn var til Islands til að boða trú mormóna, en var bara laminn. Myndin gerist á tslandi aö stórum hluta, en einnig vestur i Utah,i Danmörku og Skotlandi, auk þess sem lýst er för vestur- fara yfir Atlantshafið. Sýning fyrsta hlutans hefst kl. 20.35, annar hlutinn verður sýndur sunnudaginn 28. des. og hinn þriðji á nýjársdag kl. 20.25. Kl. 21,35: Að kvöldi aöfangadags jóla verða tónleikar f sjónvarpssal. Þar leika Camilia Söderberg og Snorri örn Snorrason á blokkflautu og lútu, en Agústa Agústsdóttir syngur. Þau flytja lög frá fimmtándu, sextándu og sautjándu öld. Frá vinstri Camilla, Agústa og Snorri örn. Richard Burton leikur prófessorinn i myndinni Hver cr hræddur við Virginu Woolf?. Þar sem hjónabandið er sýnt á heldur nöturlegan hátt. Kvikmy ndin,,H ver er hræddur við Virginu Woolf?” verður á dagskrá sjónvarpsins laugardagskvöldið 27. des. Mynd þessi er gerð eftir leik- riti Edwards Albees,en það var sýnt hér i Þjóðleikhúsinu tyrir alUmörgum árum. Það eru þau Elisabeth Taylor og Richard Burton sem leika hjónin sem orðin eru hundleið hvort á öðru og rífast eins og hundar og kettir. Nöpur lýsing á hjóna- bandinu, en þau Taylor og Burton fara á kostum. Ef við munum rétt hér þá var myndin mjög orðuð við Oskarsverð- launin á sinum tima, en hún var gerð árið 1966. Leikstjóri er Mike Nichols, sem bæði hefur fengist við leikritagerð, og leik- stjórn á sviði og i kvikmyndum. Kl. 20,35: Morðið í Austur- landa- hrað- lestinni A annan dag jóla veröur þaö sjálf Agata Christie sem endar dagskrá sjónvarpsins $>á verður sýnd kvikmyndin „Moröiö i Austurlandahraðlestinni” sem gerð var eftir sögu hennar. Þar segir frá dularfullum at- burðum sem eiga sér stað og þaö kemur i hlut hins snjaila Hercule Poirot að leysa gátuna. Hann er ein frægasta söguper- sóna Agata Christie, franskur- Leynilögreglumaðurinn snjalli Hercule Poirot á tali viö ein farþeg- anna i Austurlandahraðlestinni.Alberí Finney og Rachel Roberts i hlutverkum sinum. leynilögreglumaður sem notar heilann og athyglisgáfuna við lausn hinna fióknustu mála. í einum vagni Austurlanda- hraölestarinnar er maður myrtur en i lestin er full af fólki, flestu riku en um leið dularfullu sem gæti átt hlut að morðinu. Fjöldi þekktra leikara kemur fram, þar má nefna Albert Finney, Ingrid Bergmann, Van- essa Redgrave, Sean Connery o.fl. Það er óhætt að mæia með myndinni sem góðri afþreyingu; hún er bæði spennandi og vel gerö af Sidney Lumet. Úr teiknimyndinni um Oliver Twist Kl. 18,10= Teiknimynd um Oliver Twist Börnin fá sinn skammt i jóla- dagskrám útvarps og sjón- varps. Stundin okkar er á dag- skrá á jóladag kl. 18.00, þar sem jólasveinarnir munu skemmta og gengið verður i kringum jólatré. Sunnudaginn 28. des. verður sýnd teiknimynd um Oliver Twist, byggð á sögu Charles Dickens. Það má minna á að seinna i vetur verður Oliver settur á svið i Þjóðleikhúsinu. Sagan um Oliver segir frá litl- um strák sem elst upp við illan kost á munaöarleysingjahæli. Þar gerist hann svo djarfur aö biðja um meiri mat, en er harð- lega refsað fyrir svoleiðis frekju. Hann leggur út i hinn stóra heim og lendir þar i ýmsu m.a. kynnist hann þjófum i Lundönaborg. Að lokum leysist vandi Olivers, en sjón er sögu rikari. —ká Annar jóladagur

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.