Þjóðviljinn - 24.12.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1980, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 24. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Dudley Moore og Robert Webber eru tveir karlar á örvæntingar- aldri... Austurbæjarbíó: „10” heitir bandarisk mynd frá þvi i fyrra sem Blake Ed- wards hefur gert. Þar segir frá rösklega fertugum manni, vinsældatónskáldi, sem er i einskonar frjálsri sambúð við fráskilda söngkonu. George þessi, sem Dudley Moore leikur, verður svo fyrir þeim ósköpum, að sjá heimsins fegurstu konu aka til kirkju: hún ætlar að fara að gifta sig. HanrT fer nú að elta þessa jómfrú (Bo Derek), en þegarN hann, eins og lög gera ráð fyrir, kemst nær óskadraumnum, veröur allt annaö uppi á teningnum en hann bjóst við. Hann verður feginn að geta snú- ið aftur heim til gömlu elsk- unnar sinnar. Þessari gamanmynd er svo lýst, að hún sé um margt góð skemmtun, tilsvörin hnyttin og auk þess taki hún að nokkru leyti mið af þeirri skynsamlegu umræðu sem að undanförnu hef- ur farið fram um draumaheim karlmanna og eflda sjálfsvitund kvenna. En að þvi er siöast- nefnda hluti varðar leysast viðfangsefnin upp eins og á miðri leið eins og verða vill i gamanmyndum frá Hollywood. t Jasssöngvaranum er nýju vlni hellt á gamlar tunnur. Regnboginn: Jasssöngvarinn J a s s s ö n g v a r i n n , sem Regnboginn sýnir um jólin, er ný útgáfa af einni af fyrstu tal- myndum kvikmyndasögunnar og hét hún sama nafni. Þá fór A1 Johnson með aðalhlutverkið og hlaut fyrir mikla frægð. Jasssöngvarinn er saga af ungum gyðing sem yfirgefur hús feðranna og eiginkonuna til að koma sér áfram i skemmtanaiðnaðinum. Þetta er allmikið þema i bandariskri menningu: árkestrar milli hefðar sem innflytjendur hafa að heiman og freistinga hins mikla bissness (enginn bisness er á við sjóbisnessinn). Myndin er svo gerð i anda hinna farsælu málaloka: feður sættast, og söngvarinn Jess kemur i syna- góguna til að syngja fyrir veikan föður sinn. Richard Fleischer stýrði þessari mynd, en Neil Diamond fer með aðalhlutverkið. Nýja bíó: Óvætturinn Kvikmyndaframleiðendur hafa i vaxandi mæli veriö að senda viðskiptavini sina út i geiminn til að „þenja taug- arnar” eins og sagt er að jóla- mynd Nýja Bió geri, en hún heitir Óvætturinn. Mynd þessi, sem Ridley Scott stjórnar, gerist einhverntima i framtið geimaldar. Leiðangurinn frá jörðu, sem er i námuleiðangri til fjarlægra hnatta, verður fyrir undarlegri t'ruflun, og fá íerðalangar eftir ýmisleg atvik dularfull, um borð til sin einkennilegan meinvætt, sem þeir ekki fá handsamað eða i hel komið. I kynningu á myndinni er þvi lofaö að hún sé mjög skemmti- leg, og þar sé mikið um hugvits- amlegar tæknibrellur og að hún sé betri en „Stjörnustrið”. Með aðalhlutverk fara Tom Skerritt, Sigourney Waver og Veronica Cartwright. Hafnarbíó: Landamærin Hafnarbió sýnir mynd sem gerist á Landamærum Mexikó og Bandarikjanna, en yfir þau liggur-jafnan drjúgur straumur manna sem kallaðir eru „blaut- ir á bakinu” — og reyna að smygla sér inn i velmegunar- rikiö, þar sem þeir verða, fyrir réttleysis sakir, fórnarlömb hins versta arðráns. Myndin mun þó ekki um það fólk fjalla, heldur um viðureign lögreglu við þá, sem hafa tekjur af þvi að smygla þessu saklausa fólki yfir landamærin og keypta sökunauta þeirra i röðum löggæslunnar sjálfrar. Þar eru morö, þar eru nauðganir og margt harðfengið — enda leikur Telly Savalas aöalhlutverkiö. Christopher Leith fer einnig með aðalhlutverk. Háskólabíó: Flugvélin Flugvélin heitir jólamynd Háskólabiós, og er i ætt við stórslvsamvndir þær, sem einna flestum áhorfendum hafa saman safnað á undanförnum árum. Það þarf ekki annað en að byrja að rekja söguþráðinn: flugvél er á leið milli tveggja bandariskra stórborga Allt i einu kemur það á daginn, að flugmenn og hluti farþega hafa fengið matareitrun eða eitthvað þesslegt og einn af farþegunum tekur að sér aö lenda flugvélinni með hjálp flugstjórnarmanna á jörðu niðri. Um þetta efni hafa verið gerðar fleiri en ein kvik- mynd og fleiri en tvær. En mun- urinn er sá, að „Flugvél” snýr þessum alvörumálum upp i meiriháttar spaug um stór- slysamyndir, og mun mörgum finnast að ekki muna af veita. Þeir Jim Abraharns, David og Jerry Zucker eru skrifaðir fyrir þessari mynd. Nöfnin minna meðal annars á sigilda spurningu: hvar væru gaman- myndir bandariskar (góðar sem vondar) á vegi staddar, ef ekki væru gyðingarnir? Laugarásbió: Xanadu Einu sinni var þriðja hver mynd sem hér var sýnd „glæsi- leg amerisk dans- og söngva- mynd i eðlilegum litum”. Xanadu, sem Laugarásbió býður upp á um jólin er þessar- ar ættar, söngva- og ævintýrainynd. Nema auðvitað er hún barn sins tima, vafalaust ekki eins væmin og gömlu myndirnar voru og auk þess er mjög stilað upp á nýjungar i hljómflutn- ingstækni. Nánar tiltekið svo- nefnt „dolbykerfi”, með ótal hátölurum um allan sal. Olivia Newton-John fer með aðalhlutverkið og syngur titillag myndarinnar. Mótleikari henn- ar er Gene Kelly, gamalkunnur náungi i þessari gerð mynda. Segi menn svo að ekki megi takast að brúa kynslóðabilið! Stjörnubíó: Bragða- refirnir Stjörnubió sýnir italsk- bandarisk skemmtimynd sem lieitir Bragðarefirnir: lcikstjóri er Scrgio Corbucci en með aðal- hlutverk fara Bud Spencer og Terence Hill. Þar segir frá náunga einum, sem var áður fyrr i vafasömu fjárhættuspilastússi, en er nú orðinn afturbatahlynkur og ek- ur vörubil. En þegar leyniþjón- ustan vill taka á beinið fyrrver- andi húsbændur heiðvirðs bilstjóra, þá er hann fenginn til að laumast inn i fyrra umhverfi og veröa af þvi ýmisleg ævintýri. Blönduð tækni: leikarar og teiknifigúrur. Gamla bíó: Drekinn hans Péturs Gamla Bió er með barnamynd um jólin og nýtur þar sambanda sinna við Disneyfirmað, það sem Þór- arinn Eldjárn orti um svo lengi verður i minnum haft. Myndin heitir „Drekinn hans Péturs” og er bæði leikin og teiknuð, en sú tækni fæddist einmitt hjá Disney og Gamla Bió með „Þvir kavalérar” fyrir margt löngu. Þetta er ævintýramynd, söngvum skeytt. Pétur er mun- aðarlaus, en hefur eignast i dreka góðan vin, sem getur far- ið allra sinna ferða eða horfið eins og hann hefur lyst til. Þeir félagar lenda i ýmsum brösum, en hjálpa hvor öörum ágætlega. Sean Marshall leikur Pétur, en leikstjóri er Don Chaffey. Þetta eru fjórir „Flakkaranna”. Tónabíó: Flakkararnir Tónabió sýnir um jólin banda- riska kvikmynd um töffara- gengi i New York eftir Philip Kaufman, og heitir hún Flakk- ara rnir. Myndin gerist haustið 1963, „Flakkaramir” eða „Wander- er” eru eitt af mörgum gengjum sem unglingar New York-borg- ar leita sér athvarfs I. Og ráða ýmsir þættir valinu — samspil þjóðernis, efnahags, trúar- bragða og litarháttar toreldranna. Flakkaramir, sem myndin lýsir, eru flestir af ftölsku bergi brotnir, en allt um kring eru irsk gengi, svertingjagengi, gyðinga- og þar fram eftir göt- um. Við þessar aöstæður þurfa allir að vera hræddir viö alla, og ersú hlið mála, af kynningu að dæma, óspart dregin fram með hrikalegum slagsmálum Flakk- ara við Skalla, Steggi, Sprengj- ur og fleiri hópa. Hvert ætlar þú, laxi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.