Þjóðviljinn - 24.12.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.12.1980, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 24. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Dómar um Paradísar- heimt í þýskum blöðum: Eina Eitt þjóöskáldanna snarar fram kvæði f tilefni konungskomunnar, en aumingja kóngurinn skilur ekki neitt. Dietmar Schönherr I hlutverki konungs, Jón Laxdal sem Steinar bóndi og Thor Viihjálmsson i hlutverki skáldsins. Ekki kunnum við að nafngreina túlk konungs, né hefðarmann þann sem að baki stendur. aðfinnslan hve langt var á milli sýninga Vestur f Utahriki þóttust menn hafa fundið Paradfs á jörðu og þangað lagði Steinar bóndi leið sina. Helga Bachmann og JónLaxdal I hlutverk- um sinum i Paradisarheimt. Sjónvarpsmynd Rolfs HSdrichs, Paradisarheimt eftir skáldsögu Halldórs Kiljans Laxness, var sýnd i vestur- þýska sjónvarpinu i nóvember- mánuði og leið vika á milli sýn- inga á hinum þremur þáttum myndarinnar, sem er á dagskrá islenska sjónvarpsins nií um hátiöirnar. Þjóðviljanum hafa borist nokkrir dómar úr vestur- þýskum blöðum og fer hér á eftir endursögn þeirra. Dómarnir eru mjög lofsam- legir og gagnrýnendur leggja áherslu á hversu trilr leik- stjórinn er efniviði og frásögn skáldsögunnar og taka myndina sem dæmi um að hægt sé að kvikmynda bókmenntaverk án þess að eyðileggja þau. Þá er landslagi, kvikmyndatökunni og leikurunum hælt á hvert reipi og svo virðist sem eina aðfinnslan sé hversu margir dagar liðu milli sýninganna! Frankfurter Rund- schau: Rolf H3drich, sem fyrir átta árum kvikmyndaði Brekkukots- annál hefur nú „endursagt” aðra skáldsögu Halldórs Laxness i sjó'nvarpsmynd i þremur þáttum. Þá einbeitni og þrjósku, sem Hádrich sýnir viö að útbreiða verk islenska nóbelskáldsins i gegnum sjón- varpið má ekki sist rekja til þess markmiðs hans „að gera lesendur Ur áhorfendunum”. Þetta er ástæðan fyrir þvi hvernig Hfldrich nálgast við- fangsefnið: hann er fremur eins og undirgefinn túlkur, og myndum hans er ekki ætlað að yfirgnæfa frásögnina og text- ann. Rétt eins og i Brekkukots- annál hefur Hadrich i þessari sögu um endurheimt Paradfsar valiö sér stil sem einkennist jafnt af yfirvegaðri frásögn og nákvæmri eftirllkingu af sögu- sviðinu. Þetta er endursögn. Rödd sögumanns tengir einstaka atburði og sögusviðið, — margter þar aðeins til nánari útskýringar og skrautá, en I mörgum atriðanna nær Hadrich einnig hrifandi eðlilegum blæ, sem að hluta til má þakka landslagsmyndunum en einnig frammistöðu hinna óreyndu leikara sem eru blátt áfram og eðlilegir. (Söguþráður rakinn). Söguhetjuna, sem allt snýst um, Steinar bönda, leikur Jón Laxdal af óvenjulega góðri nákvæmni og innlifun ásamt rikum skilningi á persónu- sköpun fclenska skáldsins. Die Welt: Þegar seinna meir veröur flett upp i yfirliti yfir sjónvarps- myndir nútimans og leitað að kvikmynduðum bókmenntum verður þar visað til Ham- borgarstefnunnar. Með Ham- borgarstefnunni er átt við myndir Norður-þýska sjón- varpsins og þó aðallega hópsins sem kenndur er við Meichner og Hadrich. S jónvarpsmyndin Paradisarheimt eftir sögu Halldórs Laxness er einkenn- andi fyrir þessa stefnu. Rolf Hádrich hefur ekki valið sér metsölubók tilkvikmyndunar til þess aö myndin nyti góðs af vin- sældum hennar. Þvert á móti, — hann er ekki að gera myndir fyrir þá sem hafa lesið bókina, heldur ætlar hann sér að afla henni nýrra lensenda með leiknum á skjánum. Nýjasta „Hamborgar”-myndin hefur lika rik áhrif á áhorfendur. Okkur birtist landslag, stór- fenglegt og viðáttumikið, andlit i sorg og blfðu, við heyrum hljómmikið mál, knappt og án aukasetninga sem undir niðri er fullt tilfinninga, — og fyrr en varir er maður sokkinn i sögu sem er svo gömul aö ekkert getur verið nýtt viö hana: Maöurinn leitar á vit hins óþekkta „af þvi hannerhræddur viö að festast i viðjum vanans”, ógöngurnar, vonbrigöin, heim- koman i niðurnidda gamla bæinn. Sokkinn i, sagði ég, og þá er ég aö hugsa um hina stórkost- legu leikara, um Jón Laxdal, Friðu Gylfadóttur, Þórð Sigurðsson. Og ekki má ég láta hjá liöa að minnast á kvik- my ndatökumanninn, Frank Banuscher og svo aúövitaö Rolf Hádrich, höfund leikgerðar- innar og stjórnanda. Tele: Aö kvikmynda Laxness er likt og að dansa á þaninni taug áhorfandans. Þaö virðist nær ómögulegt að halda jafnvæg- inu: svo hægt sveiflast pendúll- inn i heimi Laxness (sem miöar timatalið við eilifðina) og svo hratt (mælt i sekúndubrotum) sem viö áhorfendur viljum láta hlutina gerast. Þetta hlýtur að leiða til árekstra, jafnvel þess aö gripið sé til slökkvarans á tækinu og væri það ekki maöur einsog Rolf Hádrich sem i llnu- dansinn legði myndi lika taugin bresta. Undir hans stjórn gerast hins vegar stórfenglegir hlutir. Sá sem gefur sig pendúlnum á vald sveiflast inn i heim liking- anna, ævintýrisinsum manninn, heim sem er fullur trega yfir þvl að maöurinn er eins og hann er en ekki öðruvisi. En tika fullur skilnings á þeirri staðreynd og fullur kimni. Paradisarheimt er meistara- verk, ekki aðeins hvaö varöar leikstjórn Hadrichs (sem setur efniö fram á sinn eigin hátt sem skáldsagan nýtur góös af), heldur lika i öðrum þáttum: Undurfagrar myndatökur Franks Banuschers, sem sýna heim Steinars bónda og sam- rýmast heimsmynd hans (þar sem hvorki þekkist já né nei, eins og Laxness segir) — kyrr- látt og hrjóstrugt sögusviöið, tónverk úr brimhljóði hafsins, bergmáli fjallanna, þyt I grasi, fólkinu i þessum heimi: Steinar bóndi Steinsson (túlkaður á hógværan en innilegan hátt af Jóni Laxdal), dóttir hans, Steina (hreint undur i heimi leiklistar, — 14 ára áhugaleik- ari!), Þjóðrekur biskup (snilldarverk hins mikla is- lenska leikara Róberts Arn- finnssonar), svo maður nefni bara þá sem eftirminnilegastir eru. Bara að bókmenntir, — hið skrifaða orð sem ætlað er til af- lestrar, væru alltaf svona vel fram reiddar I leiklistargerð. Laxness, sem fremur öörum höfundum dregur lesendur sina inn i myrkviði likinganna, er nú kannski I fyrsta sinn orðinn aö- gengilegur breiöari hópi fólks. (C. Kammerling). Berliner Morgenpost: Fyrsti hluti verksins varhrein upplyfting fyrir augu og eyru. Einmitt vegna þess hvað myndin er frábrugðin öðru þvi efni.sem venjulega er matreitt ofani s jónvarpsáhorfendur, nýtur maöur hins hrjúfa skáld- skapar betur j þessari hægu og yfirveguðu kvikmyndafrásögn: regluleg heilsubót fyrir ruglaða og stressaöa sjónvarpsáhorf- endur. Rolf Hadrich krefst mik- illar þolinmæði af áhorfendum sinum og sjálfsagt leiddist mörgum. En hvað segir ekki máltækiöi myndinni: Guð varö- veiti mig frá þvi að festast i viöjum vanans, — eins og t.d. sjónvarpsefni hversdagsins! Nordwest Zeitung: Fyrirhöfnin og kostnaöurinn borgaði sig: Það tókst að koma Paradisarheimt i mynd án þess að skáldsaga hins islenska nóbelsverðlaunahafa glataði nokkru af sinum upprunalega krafti. Slik eru að minnsta kosti áhrifin af fyrsta hluta sjón- varpsmyndarinnar, en hann einkenndist af orðræðum en þó framar öðru frábærum lands- lagsmyndum. Hið stórkostlega og hrjóstruga landslag lslands, sem myndavélin náði fullu valdi á, hæfði áleitinni og skáldlegri frásögninni og leiktúlkunin, m.a. hjá óreyndum leikurum fyllti upp I þá mynd. Þessi mynd.sem er árangur þýskrar, norrænnar og sviss- neskrar samvinnu, sannar að það er mögulegt að kvikmynda bókmenntaverk án þess að gæðin tapist. Þrátt fyrir ein- dæma trúnað viö hið yfirgrips- mikla söguefni leiddist manni ekki eitt augnablik. Kölner Stadt Anzeiger: Rolf HSdrich heldur sér enn þétt við frásögn skáldsögunnar, tákn þess að það er líka hægt aö kvikmynda söguleg verk án þess þau verði langdregin og án þess að fagrar landslagsmyndir taki yfirhöndina. Rolf H3drich tengir á fullkominn hátt íbúana og eyjuna þeirra. Hann gefur áhorfendum góðan tima til að kynnast og skilja sögupersónur Laxness, þvi hin dulda kaldhæðni höfundarins gerir ekki strax vart við sig. Gleöi og sorg eru ekki máluö æpandi heldur mjúkum tónum, — mild en þrá- lát angurværðin er jafn rikur þáttur i fólkinu sjálfu og hrika- legu landslagi tslands. Eins og I fyrstu Laxness-mynd sinni hefur Rolf HSdrich nær eingöngu notað innfædda leik- ara og áhugafólk og þar hefur hann aftur valið rétta leið. Þvi miður liður heil vika á milli þáttanna, styttra hlé myndi þjóna verkinu og áhorfendunum betur. Þessi bær austur á Hvalnesi var dubbaður upp og gerður hinn reisulegasti áður en kvikmyndun Para- dísarheimtar hófst. Þar nefndist I Hliðum undir Steinahliðum, þar sem hverjum degi var látin nægja sin þjáning.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.