Þjóðviljinn - 24.12.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1980, Blaðsíða 7
 dægurtónlist Rokkað í Gamla Bíói Þann 17. desembermánaðar áttu sér stað allsögulegir tón- leikar i Gamla Bió. Fræbbbl- arnir, Þeyr og Utangarðsmenn tróðu þá upp við mikla hrifningu viðstaddra. Þrátt fyrir að tón- leikarnir væru ekki auglýstir mjög mikið var hiísfyllir og sýnir það augljóslega að það er mikill grundvöllur fyrir tónleika af þessu tagi. Einnig voru jass- arar með samkomu I Klúbbnum þetta sama kvöld og olli það mikilli óánægju. Tónleikarnir hófust kl. 21.30, hálftima á eftir auglýstum tíma með þvi að Fræbbblarnir tróðu upp og léku lög af breiðskífu sinni, „Viltu nammi væna?”. Prógram þeirra var auðheyri- lega mjög vel æft og keyrt i gegn með góðum hraða. Ekkert hlé, stokkið úr einu lagi yfir i annað. Sviðsframkoma þeirra fé- laga var mjög lifleg og auð- sjáanlegt að þetta var ekk- ert nýnæmi fyrir þá. Það má með sanni segja að Fræbbbl- arnir séu okkar eina pönkhljóm- sveitog sem slik er hún allfram- bærileg. Þegar Fræbbblarnir höfðu lokið flutningi sinum var gert hlé i 10 minútur. Að hléi loknu geystist Þeyr fram á sviðið með Sigtrygg „jólasvein” i broddi fylkingar. Eins og Fræbbblarnir þá lék Þeyr lög af nýju breiðskifu sinni auk þess sem þau fluttu nokkur „eftirlætislög”. Hljómsveitin sýndi ótviræðar framfarir frá fyrstu opinberu tónleikunum i Norræna húsinu i seinasta mán- uði. Þeyr stóð frammi fyrir nokkr- um vanda, salurinn vissi ekki við hverju var að búast. Flestir viðstaddra þekktu til Fræbbbl- anna og Utangarðsmanna en fæstir þekktu til Þeys. Voru það einkum yngri áheyrendur sem áttu erfitt með að gripa tónlist- ina sem Þeyr framdi. Eldri áheyr.endur voru yfir sig hrifnir og létu aðdáun si'na i ljós með þvi að klappa hljómsveitina upp. Þegar Þeyr hafði lokið við prógram sitt var enn gert hlé og biðu menn nokkuð óþreyjufullir eftir að sjá og heyra þá hljóm- sveit sem mest er umtöluð þessa dagana, Utangarðsmenn. Utangarðsmenn fluttu öll sin bestu rokklög á þessum hljóm- leikum. Þeir byrjuðu á nokkrum velvöldum af ISBJARNAR- BLÚSINUM, lögum eins og „Hrognin eru að koma” og ,,ts- bjarnarblús”. Þeir færðu sig þvi næst yfir á Geislavirka og léku flest lögin af þeirri plötu. Einnig Umsjón: Jón Viðar Sigurðsson Miðvikudagur 24. desember 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 fluttu þeir „I wanna be a dog” eftir Igga Pop sem þeir tUeink- uðu Stebba trommuleikara I Fræbbblunum. Að endingu léku þeir „Ég vil ekki stelpu eins og þig” og „Rosann”. Sviðsframkoma Utangarðs- manna var sú liflegasta og fág- aðasta (ef hægt er að nota það orð um sviðsframkomu á rokk- tónleikum). Sérlega sýndi Bubbi góða takta. Utnagarðsmenn léku i' tæpa . klukkustund og var klukkan 1 orðin hálfeitt þegar þeir gengu af sviðinu. Tónleikar þessir voru i alla staði mjög góðir ef undanskilinn er hávaðinn. Þetta eru fyrstu fjögurra eyrnatappa tónleikar sem undirritaður hefur farið á. Með fjóra tappa i eyrunum var hávaðinn kominn niður á heyranlegt plan. For- ráöamenn tónleikanna voru þó það framsýnir að sjá til þess að hægt væri að kaupa eyrnatappa á staðnum. Eins og áður sagði voru hljómleikarnir mjög góðir ef þetta með hávaðann er undan- skilið. Það er mjög gaman að fylgjast með hvað vegur lifandi tónlistar fer ört vaxandi. Hér eins og á svo mörgum sviðum eru Utangarðsmenn i farar- broddi. En koma þeirra i is- lenskt tónlistarlif markar viss timamót. Aðstandendur eiga miklar þakkir skildar fyrir mjög þarft framlag i þágu lifandi tónlistar. Það var samt eitt sem skyggði á þessa ánægjulegu kvöldstund. Þetta sama kvöld voru jass- áhugamenn með samkomu i Klúbbnum. Mælist það illa fyrir að fingurbrjótar af þessu tagi skuli eiga sér stað. Það hlýtur að vera hægt að skipuleggja þessi mál betur. Ketilbjörn Tryggvason I Fræbbblunum Kœrleikurinn var leið hans John Lennon sigraðist á eiturlyfjum, áfengi og frægðinni og það var hans stærsti sigur I lifinu. Þann 9. þessa mánaðar var John Lennon myrtur fyrir utna heimili sitt í New York, fertugur að aldri. Miljónir manna voru harmi slegnir og litu á morð Lennons eins og andlát nákomins vinar. Fjölmiðlar i Bandarikjunum liktu viðbrögðum almennings við morðin á þeim John F Kennedy og Martin Luther King. John Lennon var eins og öllum er kunnugt einn hinna fjögurra Bitla. En þeir voru og eru samnefnari fyrir heila kyn- slóð og heilan áratug. Þeir voru orsök bitlaæðisins. Með dægur- lögum sinum áttu þeir stóran þátt i að skapa nýtt timabil i sögu popptónlistar, timabil sem leysti rokktimabilið af hólmi. t kjölfar bitlaæðisins risu unglingar upp gegn rikjandi gildismati og venjum, létu hár sitt vaxa, söðluðu um i klæða- burði og sköpuðu kynslóðabilið. Tónlist Bitlanna var þunga- miðja lifsins hjá vel flestum og þar hafði Lennon ekki svo litil áhrif. Hljómplötur Bitlanna seldust i yfir 200 miljón eintök- um. Lennon var sterki maðurinn i Bitlunum og foringi þeirra út á við. Hann var sérlega mælskur og orðheppinn með eindæmum, enda sá sem oftast hafði orðið fyrir þeim. Þróun Bitlanna frá lögum eins og „She loves you” yfir i inn- hverflögá „Sgt. Pepper’s Lone- ly Hearts Club Band” endur- speglar vel tiðarandann, sem lék um Vestur-Evrópu og Bandarikin. 1 upphafi voru Bitlarnir undir sterkum áhrifum frá tónlistar- mönnum á borð við Chuck Berry, Little Richard, Buddy, Holly og Carl Perkins. Tónlist þeirra höfðaði strax i upphafi til ótrúlega margra mismunandi hópa og það var eitt af þvi sem skóp ótrúlegar vinsældir þeirra. Þegar Bitlarnir leystust upp 1972 var skoðanaágreiningur það mikill um hvert skyldi stefna að áframhaldandi sam- starf var með öllu útilokað. Umdeild persóna Lennon var alla tið umdeild- astur Bitlanna og margar yfir- lýsingar hans fóru fyrir brjóstið á „betri” borgurum. Til að mynda yfirlýsing hans um að Bitlarnir væru vinsælli en Jesús. Kirkuleiðtogar fóru ham- förum og i Bandarikjunum brenndu Ku Klux Klan plötur Bitlanna á krossi Útvarps- stöðvar bönnuðu flutning á hljómplötum Bitlanna og út- varpsstöð ein i Texas stóð fyrir opinberri plötubrennu á hljóm- plötum Bitlanna. John Lennon og Yoko. Þegar Lennon var spurður um þessi heiftúðugu viðbrögð sagði hann að orð sin hefðu verið mis- túlkuð. Hann sagði að skilja bæri orð sin þannig að i þeim fælist ekkert and-trúarlegt. En sér fyndist að kirkjunni væri farið að förlast flugið. Hún væri hætt að skilja þann heim sem hún starfaði i. Lennon og Yoko hneyksluðu ekki svo fáa þegar þau sendu frá sér hljómplötuna „Two Virg- ins”, þvi að á umslaginu var mynd af þeim nöktum, en slikt þótti úr hófi ósiðsamt. Leiðtoginn Það sem Lennon var að gera seinustu árin var hiutur sem fæstar „súper-stjörnur” láta sig dreyma um að framkvæma — gerast mannlegur á ný. Stiga niður af þeim hálfguðastalli sem hann var hafinn upp á. Sjálfur sagði Lennon að kóngar yrðu alltaf drepnir af hirðmönnum sinum. Það skeði með Prestley. Þeir eru bundnir fullir og dópaðir við kórónuna. Flestir i þeirra sporum vakna aldrei til lifsins aftur. Yoko sýndi mér fram á hvernig það var að vera Elvis Beatle og um- kringdur afætum sem hugsa um það eitt að halda óbreyttu ástandi. Þannig enduðu Bitlarnir — ekki út af þvi að hún sprengdi samstarfið, heldur vegna þess sem hún sagði við mig, „þú ert i engum fötum”. Enginn hafði þoraðaðsegja þaðáður við mig. Ég sætti mig ekki við þetta i fyrstu. En hún sagði og segir mér sannleikann umbúðalaust og það er sárt. Lennon er einn þeirra fáu sem náöu undirtökunum i rokk- stjörnuliferninu. Hann sigraðist á eiturlyfjunum, áfengi og frægðinni. Hann sigraði þetta allt og það var hans stærsti sigur i lifinu. Tónlistar- maðurinn Lennons mun verða minnst sem eins fjórmenninganna i Bitlunum og hans verður ekki siöur minnst fyrir þann boðskap sem hann boðaði. Það eru fáir tónlistamenn sem hafa verið jafn miklir boð- berar friðar og Lennon. Aðferðir hans til að vekja at- hygli stjórnvalda og almennings á nauðsyn friðar voru alla tið mjög umdeildar, t.d. lá hann ásamt Yoko eina viku i rúminu til að leggja áherslu á nauðsyn friðar. John Lennon var ákaflega pólitiskur i textum sinum. Hann var sér fyllilega meðvitandi um pólitiska afstöðu sina og gerði sér grein yfir áhrifamætti þeirra tækja sem hann’hafði til að koma boðskap sinum á fram- færi. Hann var mjög hreinskilinn og gagnrýndi i textum sinum hvers konar óréttlæti i heiminum. Hann vildi færa völdin til almennings og benti einlægt á að kærleikurinn væri leið út úr þeim ógöngum sem mannkynið hefði ratað i. Lennons mun verða minnst sem eins mikilhæfasta tónlist- armanns eftirstriðsáranna og mikils friðar hugsjónamanns. Hygg ég að við getum öll tekið undir ummæli Carters: „Hug- sjón hans — hugsjón Bitlanna — ákveðin og einlæg, kaldhæðnis- leg og jákvæð, allt i senn, varð hugsjón heillar kynslóðar... Lögin sem hann samdi skilja eftir stórkostlegan og varandi arf til komandi kynslóðai’. John Lennon mun lifa meðan tónlist hans lifir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.