Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Af brennivínshugleiðingum Með aukinni velmegun í landinu hef ur áhugi á drykkjuskap farið mjög vaxandi. Ótrúlegustu menn verja ótrúlegustu tímum sólarhringsins til að hugsa um þetta fyrir- brigði, sumir til að ganga því á vald, aðrir til að f orðast það og forða öðrum f rá því að verða Bakkusi að bráð. Að undanförnu hefur frábær amerískur fyrirlesari, Pirró að nafn,, verið i sjónvarp- inu, að ávarpa brennivínsmenn landsins, og vei þeim sem geta hugsað sér að kíkja í glas eftir að hafa hlýtt á þau fræði. Pirró þessi byggir skoðanir sínar bæði á rannsóknum á drykkjusýki, sem og eigin brjóstviti/og er þetta hinn ágætasti kokkteill, vafalaust hollur þeim sem eru að fara eða eru komnir í hundana útaf brennivíni. Mér skilst að rannsóknir á drykkjuvenjum íslendinga sýni að um tíu prósent landsmanna séu drykkjusjúklingar (alkar), en aðeins tíu prósent af þeim sem eru alkar, viti það,og að- eins tiu prósent af þeim sem vita það, séu til í aðgera eitthvað í málinu og aðeins tíu prósent af þeim sem gera eitthvað í málinu fá bata á fyllidellunni eða eins og frelsarinn sagði forðum: ,,Hvar eru hinir níu?” Nú — svo notað sé orðalag Guðna Kolbeins —■ er rétt að „líta um hæl". Það mun hafa verið miðsumars 1977, að Félagsmáladei Id birti niðurstöður af umfangsmiklum könnunum á drykkjuvenjum (slendinga og eru það ef til vill fyrstu gögn sem birtast um þetta efni hérlendis. Þar sem brennivínsumræða er nú mjög ofarlega á baugi hérlendis þykir mér hlýða að rif ja upp þessi frumgögn vísindalegra rann- sókna á brennivínsnotkun landsmanna; rann- sókna sem hafa leitt til framangreindrar niðurstöðu, eða típrósent-reglunnar. Skýrsla FélagsmáladeiIdar greindi frá rannsóknum á eftirfarandi þáttum áfengis- bölsins: 1. Fjöldi neytenda og aldri. 2. Áfengismagni. 3. Tíðni neyslu. 4. Fjölda, magni og tíðni, miðað við þá staði, sem rann- sóknir voru gerðar á. Þeir staðir, sem urðu fyrir valinu voru: Reykjavík, Djúpavík, Raufarhöfn, Seyðis- fjörður og Neðra-Hundagerði í Hreppum. Þá voru þættir eins og gáfur, menntun og þjóðfélagsstétt einnig teknir inní myndina. Ljóst var að hérlendis er talsverður munur á drykkjusiðum eftir því hvar er á landinu og þá ekki síður hverjir eiga i hlut. I Reykjavík er til dæmis drukkið oftar en annars staðar á landinu, en oftast minna í senn, þótt þar þekkist vissulega bæði þau fyrirbæri að drekka sjaldan og mikið, oft og mikið, oftast lítið og sjaldan mikið. Á Djúpavík er afturámóti talið að sárafáir drekki gríðarlega mikið, en örsjaldan. Á Raufarhöfn er hinsvegar oft drukkið lítið og sjaldan, þótt stundum sé þar drukkið mikið og sjaldan og stundum mikið og oft, en eitt aðaleinkennið á stöðum þar sem ekki er áfengisútsala, er að þar er oft drukkið mikið en sjaldan. Á Seyðisf irði er áfengisútsalc(,og þar sem sá bær hvílir á gamalli menningarhefð, var einnig gerð könnun á drykkjusiðum gáfu- manna, menntamanna og síðan venjulegra verkamanna. Við þessa rannsókn kom í Ijós að gáfumenn drekka oftast mikið og oft, en oftast lítið í einu. Menntamenn á Seyðisfirði drekka hins- vegar oftast, lítiðog sjaldan. (Rétt er að taka það fram að í skýrslunni er getið um eitt til- felli, sem telja verður undantekningu, en þar fór saman menntamaður og gáf umaður. Hann drakk oftast mikið og lengi). Venjulegur verkamaður á Seyðisf irði virðist hinsvegar drekka sjaldan og mikið, en sjaldan oft. Að Neðra Hundagerði í Hreppum búa þrjár kynslóðir. Fyrrverandi bóndi hefur brugðið búi, en hefur veg og vanda af hænsnum, öl- gerð og eimingu. Hann drekkur bæði oft lítið, oft mikið og sjaldan litið. Annað heimilisfólk að Neðra Hundagerði drekkur fremur lítið, og fáar vikur í röð að undanskilinni heimasæt- unni, sem er undir áhrifum alltaf þegar færi gefst, drekkur sig kófdrukkna um hverja helgi og þá bæði mikið og oft. Þegar hún var spurð að því hvers vegna það kæmi fyrir að hún væri stundum alsgáð dögum saman, svaraði hún „um öxl": Vildirðu fá að vita hvað veldur því að menn ekki drekka? Víst skaltu fá að vita það: vinnan er böl hinna drekkandi stétta. Flosi. Miðstjórn Alþýðusambands Islands gerði á fundi sinum sl. fimmtudag m.a. samþykkt þar sem hún lýsir undrun sinni á niðurstöðu kjara- dóms og segist ekki trúa þvi að þingmenn láti rétta sér kaup- hækkanir umfram þær almennu á sama tima og þeir telji þjóðar- nauðsyn að skerða timabundið veröbætur á laun. Af 15 mið- stjórnarmönnum greiddu 13 at- kvæði með samþykktinni, en þingmenn Alþýöuflokksins i mið- sjórninni,þeir Karvel Pálmason og Karl Steinar Guönason, sátu hjá. Aö þvi er Skráargatið hefur hlerað bar Karl Steinar i bæti- fláka fyrir niðurstööu kjaradóms og taldi þingmenn sist ofhlaðna i launum. Aðrir miðstjónarmenn töldu hinsvegar að launahækkun- in til þingmanna myndi eyða þeim litla viröingarvotti sem landsmenn bæru enn fyrir al- þingismönnum. Karl Steinar: Telur sig sist of- hlaöinn I iaunum. um að fyrir dyrum stendur að segja upp öllu starfsfólki á Helgarpósti og Alþýðublaöi með það fyrir augum að fækka veru- lega i liðinu, skera niður yfirborg- anir, og byrja upp á nýtt rétt einu sinni i sögu Alþýðublaösútgáf- unnar. Bjarni P. Magnússon ku vera búinn að gera rekstrar- áætlun fram á árið og sýnir hún botnlaust tap miðað við óbreyttan rekstur, ofaná yerulegan halla- resktur sl. ár bæði á Helgarpósti og Alþýðublaði. Fyrir nokkru ritaði Jón Baldvin Hanni- balsson grein i Alþýöublaðið þar sem hann bauð strákunum á Þjóðviljanum yfir götuna til sin að læra hvernig gefa ætti út blaö með hagnaði. Rétt i þann mund sem Þjóöviljamenn voru að nesta sig tii fararinnar þvert yfir Siöu- múlann bárust þó fréttir sem gerðu hana tilgangslausa. Það kemur sem sé upp úr dúrn- Meðan Vilmundur og Bjarni P. gáfu út fjórblööunginn Alþýðublaðiö og þingmenn skrifuðu leiðara og pistla ókeypis i blaöið malaði hann gull með skyldubirtingu opinberra augiýsinga. Þó urðu viðskiptamenn Alþýöublaðsins aldrei aðnjótandi þess gróða, sem sifellt var sagt að væri af Al- þýðublaöinu, enda hafa þeir þrá- spurt: Hvenær kemur gróöinn þinn og jólin? Jón Baldvin: Ógæfan byrjaði þegar hann var ráðinn. En ógæfan byrjaði þegar Jón Baldvin Hannibalsson tók viö rekstri Alþýðublaösins. Þá voru ráðnir blaðamenn að Alþýðublað- inu og sérstakur einkaritari til þess að skrá gullkornin sem hrutu af vörum ritstjórans. 1 flokks- þingsvimu var svo Jóni Baldvin veitt heimild til að stækka blaðið, sem enn hefur aukið kostnaðinn og kaffært endanlega ágóðann af opinberu auglýsingunum. Þessir erfiðleikar sém fylgt hafa i kjöl- far Jóns Baldvins bætast viö þá staðreynd að Helgarpósturinn hefur frá upphafi verið ofhlaðinn mannskap miðað við innkomu og mikið aðkeypt efni. Er nú svo komið að Alþýöublaðsútgáfan sem prentar minnst i Blaðaprenti skuldar þar mest, bæði*gamalt og nýtt. Þaö verður þvi ekkert úr kynnisför Þjóðviljamanna yfir Siðumúlann. Hinsvegar hefur frést að Jón Baldvin hafi verið boðinn i heim- Sr. Grfmur: Fór úr 5000 manna brauði i 500 manna brauð. sókn á Þjóðviljann að kynna sér arkitektur. Ritstjórnarskrifstofur Þjóöviljans þykja eins og kunnugt er i frásögur færandi i kvenna- og tiskublöðum. Vera má að hann liti i leiðinni inn á kontórinn hjá Eiöi Bergmann framkvæmdastjóra til þess að læra að hræra i skulda- súpu. Einn af Reykjavikurprestunum, sr. Grimur Grimsson i Asprestakalli, lét af störfum fyrir aldurs sakir á siðasta ári. Hann hefur pö greini- lega ekki hugsað sér að setjast i helgan stein,þvi nú er hann kom- inn á æskuslóðir og farinn að þjóna Súgfirðingum af fullum krafti,en þeir hafa ekki haft prest siöan sr. Auður Eir var þar um árið. Ætlar sr. Grimur að sitja þar meðan ekki fæst annar prest- ur. Þess má geta að hann er af svokallaðri Gilsbakkaætt sem réð lögum og lofum á Isafirði um siðustu aldamót. Faðir hans var Grimur Jónsson, einn hatramm- asti andstæðingur Skúla Thorodd- sens i svonefndum Skúlamálum. Nú hefur eigendum Deildartungu- hvers veriö dæmdar skaðabætur fyrir eignarnám hversins,og er þar ekki um litla upphæð að ræöa. Menn velta nú fyrir sér ýmsum hliðum þessa máls og segja sem svo: Or þvi að menn hafa eigna- heimild á vatni sem kemur lengst úr iðrum jarðar (sbr. t.d. Svarts- engi) eru þeir þá ekki lika ábyrgir fyrir tjóni sem það veldur sem úr iðrum jaröar kemur. Hvað t.d. um eldgos? Ef upp kæmi eldgos á Svartsengi og eyðilegði orkuverið þar og rynni kannski einnig yfir Grindavik, eru þá ekki eigendur landsins skyldir til að bæta tión- ið? Gunnar Thoroddsen er hinn rólegasti þótt flokksbræður hans ýmsir ausi og prjóni út af rikisstjórn þeirri sem gárungar hafa nefnt Rauðu Gunnu. Ungur ihaldsmaður vék sér að Gunnari i boði og spurði með nokkrum þjósti: Jæja Gunnar, þú ert alltaf aö hjálpa kommúnistunum. — Hvaða kommúnistum? spurði Gunnar. — Nú, þessum i stjórninni. — Ég hefi, sagði Gunnar salla- rólegur, aldrei mætt neinum kommúnista i minni rikisstjórn. — Nú, en Svavar og þetta dót, hvað eru þeir þá? spurði sá æsti. — Meinið þér félagsmálaráö- herra? spurði Gunnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.