Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10. — 11. janúat- 1981' Ungir Ugandabúar. Aftstoöarmenn Pálma, frá v.: Daniel, Victorino. Nýlega er kominn til landsins Pálmi Hlöð- versson, en hann hefur unnið að hjálparstörf um í Uganda á vegum Rauða kross islands og Alþjóða Rauðakrossins frá því í byrjun okt. sl. Okkur þótti forvitnilegt að frétta af störfum Pálma meðal fyrrverandi þegna Amins, þess arga dólgs, og skunduðum því á fund hans þar sem hann sat inni á „lager" Rauða krossins við Nóatún og dyttaði þar að einhverjum furðuhlutum, sem Morg- unpósts-Páll myndi sennilega kalla „tól og takka." En áður en lengra er haldið þykir rétt að segja smávægileg deili á Pálma Hlöð- verssyni. Bardagamaður úr þorskastríðum Er þar þá fyrst til að taka, að Pálmi var i þjónustu Land- helgisgæslunnar frá 1958-1979. Þá geröist hann starfsmaður Rauða krossins og hefur verið það siðan. Pálmi var lengst af stýrimaður á varðskipum Land- helgisgæslunnar, en á stundum skipstjóri, siðast á varðskipinu Þór. Þá var hann og skipherra á flugvélum Landhelgis- gæslunnar. Starfsferill Pálma hjá Landhelgisgæslunni var einkar farsæll og var þó oft við ýmsa erfiðleika aö etja svo sem i þremur þorskastriðum. Ýmis námskeið hefur Pálmi sótt erlendis, m.a. hjá danska sjóhernum. Þar kynnti hann sér sérstaklega meðferö á sprengjum og hvernig gera skuli þær óvirkar. Arið 1968 var Pálmi sæmdur bresku heiðursmerki úr gulli, Sea Gallantry Medal, fyrir frábær björgunarafrek, sem hann vann við erfiðar aðstæður 5. febrúar 1968, þegar breski togarinn Notts County strandaöi i ísafjaröardjúpi. Er heiðurs- merki þetta veitt af breska þinginu og hiö eina, sem það veitir. Enn má geta þess, að Pálmi hefur starfaö sem kafari frá þvi 1964 og hefur oft þurft að nýta þá þekkingu sina i þágu Land- helgisgæslunnar og fleiri aðila. Og svo var farið til Uganda i Októberbyrjun. Varð fyrir valinu — Hvað kom til þess, Pálmi, að þú brást þér þessa bæjarleið? — Þaö bar nú þannig að, að Alþjóöasamband Rauðakross- félaganna auglýsti eftir manni til þess að sjá um og stjórna matvæladreifingu i Uganda. Ég gaf kost á mér og varð fyrir valinu. — Lágu einhverjar sérstakar ástæöur til þess að þú sóttir um þetta starf? — Ég veit ekki hvort hægt er að tilgreina þar neina eina ástæðu sérstaklega, en ég var nú i þjónustu Rauða krossins og vildi gjarnan geta oröið þarna aö einhverju liði. Það var lika mhg rœðir við Pálma Hlöðversson um störf hans að matvæladreifingu í Uganda Pálmi lllöðversson. Uíid iíg^ui' við. , ,Einstök og dýrmæt lífsreynsla” Hér hefur hungurvofan veriö á ferli. Vonandi hafa þessi börn braggast í heilsugæslustööinni þar sem myndin er tekin. ljóst, að nokkrir erfiðleikar voru á þvi að fá menn til aö fara til Uganda vegna þess ótrygga ástands, sem þar rikir. Ég starfaöi svo þarna i Uganda á vegum Alþjóðasambands Rauða krossfélaganna frá þvi i októberbyrjun og þar til núna rétt fyrir jólin. Kom heim 21. desember. — Nú er Uganda eitt heljar flæmi. Var starf þitt ekki bundið viö einhvern ákveðinn lands- hluta? — Jú. t Uganda rikir eins- konar sýslu- og hreppaskipulag, ekki ólikt þvi, sem gerist hjá okkur. Ég starfaði i Erfitt fyrst en fór batnandi — í hverju var starf þitt fólgið? — Starf mitt var fólgiö i þvi að dreifa þeim matvælum, sem bárust á þetta svæði. — Og hvernig gekk það? — Það gekk nú dálitið skrykkjótt til að byrja með. Að- ur en ég kom sá trú- boðsstöðin, Veróna feöur og systur.um matvæladreifinguna. Trúboðsstöðin hafði bila, traktora og vagna til þess að aka út matvælunum, en skipu- átti að taka barst kannski ekki sá matur, sem búist var við, og það raskaði öllu. En er kom fram i nóvember tóku matar- sendingarnar að koma reglu- lega. Þá var hægt að ákveða hvar matarbill yröi þennan og þennan daginn og láta fólkið vita um þaö. Bilstjórarnir, sem voru Ugandamenn, tóku á móti mat- vælum i Tororo eða Soroti og óku þeim svo 400—500 km leið norður til Kaabong, þar sem ég hafði mina bækistöð. Þóttust þeir þá búnir vel að gera meö að koma þessu til min þótt þeir þyrftu ekki einnig að dreifa vör- Karamojahéraöi, sem er i noröausturhluta landsins, nánar tiltekið i Dodotz, sem er nyrst i Karamojahéraöi. tbúar héraösins eru um 87 þúsund að tölu, negrar, og eiginlega sér- stakur þjóðflokkur. lagið á dreifingunni var i hálf- gerðum molum. Það olli og erfiðleikum, að fyrstu tvær vik- urnar sem ég starfaði þarna bárust matvælin mjög stopult og óreglulega og þvi erfitt að gera nokkrar áætlanir. Er til unum. Þeir höfðu aö visu skipanir um aö hlýta fyrirmæl- um minum, en voru býsna lagn- ir aö bera ýmsu við. Seinna fengum við svo gefins vörubil frá Hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar. Skyldi nota hann viö matvæladreifinguna meðan á henni stæði, en eftir það skyldi trúöboðsstöðin fá hann til af- nota. Ekki mun nokkur maður vita tölu á þeim aragrúa smáþorpa, sem þarna eru. en ég fór með matarbilinn á 30 staði og svo kom fólkið þangað úr nær- liggjandi þorpum til þess að fá sér i svanginn. Erfiöleikarnir við þetta voru sem sé einkum i byrjun og stöf- uðu af þvi hvað matvæla- sendingarnar komu óreglulega og skorti á flutningstækjum. En úr þessu rættist og starfið féll i fastar skorður. — Nú voru þetta miklar vega- lengdir, sem þið þurftuð að aka. Hvernig eru vegirnir? — Þeir eru vægast sagt hörmulegir, svona rétt eins og þeir gerast verstir hér á vorin. Við uröum að nota bila með fjórhjóladrifum og veitti ekki af. — Hvaða matvæli voru ykkur send? — Þau voru fyrst og fremst mais og svo mjólkurduft, soya- baunir, matarolia og svolitið af sykri og salti. — Hvað hefði svo beðiö þessa fólks ef þvi hefði ekki borist þessi matvæli? — Hungurdauði. — Varst þú sá eini, sem vannst aö matvæladreifingunni i þessu héraði? — Nei, þýskur maður vann sunnan til i héraðinu að sömu störfun\ og svo var þarna ensk hjálparstofnun, sem rak fæöu- miðstöðvar fyrir börn og ann- aöist heilsugæslu. Byssumenn stálu kúnum — Nú mun enginn neita nauösyninni á þessum matvæla- sendingum. Þó eru þær aöeins varnarbarátta. 1 kjölfariö hljóta að fylgja aðgerðir, sem m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.