Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 9
GREIDENDUR vinsamlega veitið eftirfarandi erindi athygli: Frestur til aö skila launamiöum rennur út þann 20.janúar. Þaö eru tilmæli embættisins til yöar, aö þér ritiö allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. Meö þvi stuölið þér aó hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yöur óþarfa tímaeyöslu. RÍKISSKATTSTJÓRI Matarbillinn kemur færandi „hendi”. hjálpa þessu fólki til þess aö standa á eigin fótum? — Jú, vissulega. Og þaö á þaö likaaögeta gert. En til þess þarf sjálfsagt aö breyta um atvinnu- hætti. Gegnum aldirnar hefur fólkiö haft framfæri sitt af kúm. Þaö er ekki meira en ár siöan þarna voru 100 þúsund kýr, en nú eru þær innan viö 1000. Maöur skyldi halda, aö komiö hafi upp drepsótt I kúastofnin- um. Svo er þó ekki. Þaö, sem geröist var aö brot- ist var inn i vopnabúr i Moroto fyrir um þaö bil ári siðan og stoliö þaöan vélbyssum, skot- færum og ýmsum öðrum nýtisku vopnum. Er inn- brotsþjófar þessir höföu lært aö nota vopnin geröu þeir sér litiö fyrir og rændu bara kúnum. Út af fyrir sig þótti þaö ekkert tiltökumál á þessum slóðum þvi það hefur alltaf verið venja að menn stælu þarna kúnum hver frá öðrum, eftir mætti. Og á meðan allir stóðu jafnt aö vigi meö vopnabúnaðinn, höföu bara boga og örvar, kannski spjót, gekk dæmið upp. Þegar stoliö var kú frá einum þá stal hann bara kú frá öðrum. En byss- urnar gjörbreyttu þessum gamalgrónu „viðskipta- venjum”. 1 krafti yfirburöa sinna i vopnabúnaði sópuðu byssumennirnir saman kúnum, seldu þær út úr héraðinu og þar með fór lifsbjörg fólksins. Nú eru aðeins örfáar kýr þarna eft- ir, miðað við það, sem áður var. Það, sem koma skal Það, sem þarna þarf að gera er að koma á akuryrkju og kenna fólkinu tökin á henni. En til þess þarf að bæta úr vatns- skortinum. Raunar er viðast grunnt á vatnið, en það eru bara 90% af öllum vatnsdælum i héraðinu óvirkar vegna skorts á varahlutum og viðgerðaþjón- ustu. Það valt allt um hrygg i Uganda i stjórnartiö Amins. En nú mun Hjálparstofnunin sjá um aö keypt verði fræ og áhöld til akuryrkju. Sáð veröur i febrúar og uppskeru er að vænta aö vori. Þar meö ætti grundvöllur aö vera lagöur aö þvi aö fólkiö þarna geti oröiö sér nóg um fæöuöflun. Og þaö stendur ekkert á þvi að taka þátt i þessu starfi, þaö gerir sér alveg grein fyrir þvi aö þarna er um llfsafkomu þess sjálfs aö tefla. — Hvernig er landið fallið til akuryrkju? — Alveg prýðilega. Loftslag er þarna ágætt, ekki óáþekkt þvi, sem best gerist hér. Héraðið liggur i 1500 m hæð og þvi er ekkert ofsalega heitt. Yndælis fólk — Hvernig féil þér við fólkið? — Mér fell ákaflega vel við það, I sem stystu máli sagt: þetta er yndislegt fólk. En það er á misjöfnu menningarstigi. Fólkiö I þorpinu býr t.d. i venju- legum húsum,en inni i skóginum eru þetta bara strá- og leirkofar og þar lifir fólkiö eins og það hefur gert frá aldaööli. En þaö er ánægt, þvi þaö þekkir ekki aöra lifnaöarhætti. Ég haföi alveg sérstaklega ánægju af aö vinna meö þessu fólki og fyrir það, þaö var einstök og dýrmæt lifsreynsla, sem ég finn vel nú aö ég heföi ekki viljaö fara á mis viö. — Hvernig var samvinnan við stjórnvöld landsins? — Stjórnvöld i Uganda voru mjög velviljuð starfsemi Rauða krossins og matvælaflutning- arnir fór fram i samvinnu viö þau. Hundum sigaö á frambjóðandann En „lýðræðið” þarna er nú kannski ekki alveg i samræmi við okkar skilning á þvi. Seinast þegar kosningar fóru þar fram þá varö kjósandi kannski aö fara á annað landshom, gjarnan mörg hundruð km. leið, til þess aö fá staöfestingu á þvi aö hann væri á kjörskrá, og svo aftur til baka til þess að kjósa. Fyrir kom, að þegar frambjóðandi kom I eitthvert þorp og boðaði þar til fundar til þess að kynna stefnu sins flokks, að þá var bara sigað á hann hundum! Ef að þvi var spurt hvað þaö ætti að fyrirstilla að vera að hleypa fundum upp meðhundgái þá var svarið kannski á þá leiö, aö annar frambjóöandi væri búinn aö koma þarna og túlka stefnu sins flokks. Þaö mundi bara rugla „háttvirta” kjósendur ef annar færi svo að koma og boöa einhverja abra stefnu! Fer ef til vill aftur — Nú hef ég heyrt aö þú hafir verið beöinn um aö hefja þarna störf aö nýju innan skamms. Hefuröu ákveöið aö gera það? — Jú, þaö er rétt aö ég hef verið beðinn þessa. Ég veit þó ekki ennþá hvað ofan á verður fyrir mér með það. Hjálparstofnunin vill helst ráða menn til 6 mánaöa i senn,en þó er minni þörf á þvi ef vanir menn og kunnugir eru fyrir og ef um er aö ræöa menn, sem hafa unnið þarna áður. Oðru máli gegnir ef allt er I hálf- gerðum ólestri eins og var þegar ég kom þarna. Það tók mig heilan mánuð að byggja þetta starf upp og koma því á rekspöl. Ekkert er þvi til fyr- irstöðu að hafa fjölskylduna þarna hjá sér. en þó að sumu leyti slæmt með krakkana, vegna námsins. En við sjáum hvað setur. — mhg Helgin 10.—11. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 verður þvi að hætta að kenna börnum sinum að segja sannleik- ann. Maður má alls ekki segja eins og foreldrar minir sögöu: „Talaöu ævinlega sannleikann”, nei, viö verðum aö segja: „Tal- aöu ævinlega sennilega”; segbu aldrei nákvæmlega hvernig hlut- inrir eru eöa veröa, segöu aðeins hvernig þeir veröa llklega, likast til, umþaöbil, ef.... og svo fram- vegis. Viö veröum nefnilega að kenna börnunum aö skilja mál hinna fullorönu, viö veröum aö kenna þeim að átta sig á þvi þjóð- félagi sem við erum að byggja upp fyrir börnin, þvi að viö erum aö búa okkur undir framtiöina, er það ekki? Þess vegna skulum við kenna börnunum okkar að segja: „Segið aldrei sannleikann börn, látið duga að tala sennilega, liklega eöa segja svona umþaðbil þaö sem ykkur býr I brjósti”. Við stefnum afturábak, viö þeytumst hraðbyri inn I fortiðina. Viö borgum núna fyrir okkur meö krónum sem voru i gildi fyrir daga Bitlanna. öllu fer aftur. Sultarólin herðist að mitti þeirra fátæku (ekki hálsi þeirra riku), bráðum veröum viö farin að binda heyið uppá hesta aftur, stunda handfæraveiöar á skútum, kynda blokkirnar meö mó og dreifa fiski á reiti. Mér er svosem alveg sama og mér heyrist á vinum og kunningjum aö þeir hverfi glaðir inni fortiöina, eöa, eins og góöur kunningi minn sagöi hér um daginn (það hefur liklega veriö á gamlaárskvöld): „Þeir mega svipta mig miljónunum minum, þeir meiga reikna af mér prósentur fram I rauðan dauðann, þeir mega taka af mér raf- magniö vegna þess að ég hef fundiö upp abferð sem gerir , manni kleift aö drifa áfram sjón- varpið meö venjulegum Kjalar- nesmó”. Og svo framvegis. ffi o.s.frv... Nú eigum við, vesælir þegnar þessa lands, aö fara aö heröa sultarólina, vist um ein sjö pró- sent I mars, ef marka má fjöl- miöla. Maður hefur nú löngum verið þeirrar skoöunar aö þessi sultaról væri slæm uppfinning valdamanna og væri þeim nær að heröa hana aö sinum eigin hálsi og vera ekki aö hamast á mjóu mitti alþýðunnar. Sjö prósent? Núskil ég hvers vegna manni var aldrei kenndur almennilegur pró- sentureikningur i barnaskólan- um. Það var auðvitað til þess að maöur áttaöi sig aldrei á þessum prósentustigum á sultarólinni. Fyrir sona tiu árum hitti ég mann sem vildi endilega selja mér soldið af sementi og sandi og vatni. — En ég er fremur skuldugur en hitt, sagöi ég, — og get þvi öld- ungis ekki farið að kaupa grjót. — Ef þú skrifar nafniö þitt á þetta blaö, sagöi hann, — þá skuldarðu milljón á morgun. — Þaö er fint, sagði ég vegna þess aö ég hef heldur aldrei getab skiliö muninn á þvi aö eiga og skulda. Og mikið rétt, daginn eftir var ég orðinn miljóner. Mér fannst sem lif mitt heföi náö til- gangi. Þegar ég var barn, sagöi mamma alltaf: — Vertu rikur, sagði hún, — vertu eins og Geir og Albert og þessir sem segja „af vöxtunum skuluö þiö þekkja þá”, þá mun þér vel farnast. Og ég varö miljóner. Skuldirnar breytt- ust i eignir og ég sagði viö son minn: — Vertu eins og pabbi þinn, hann á margar miljónir. En stjórnvöldin hafa lag á aö breyta veruleikanum. Allt I einu á ég ekki einu sinni hálfa miljón. Allt i einu er miljón ekki nema tiu þús- und og maður er færöur tuttugu ár aftur i timann. Hvað á ég nú aö segja viö son minn? A ég aö segja honum aö tuttugu ár I lifi minu hafi verið ómark? Að nú eigi að byrja uppá nýtt? Eöa á ég aö segja honum aö hér á Islandi sé þaö þannig meö þessar krónur, aö þær veröi æ stærri eftir þvi sem lengra liður, aö viö stefnum i raun lengra og lengra aftur I timann. Ég ætti kannski aö búa hann undir að reikna sin sultarólapró- sent út i landaurum og kúgildum á næstu árum. En það hefur löng- um þótt erfitt aö spá. Þessa dag- ana kemur sérfræöingum lands- ins hreint ekki saman um hvort veröbólgan verði fjörutiu, sextiu eða sjötiu prósent i sumar. Menn segja aö hún verði „umþaðbil” þetta eöa hitt, að hún veröi „niör- undir” fjörutiu eöa fimmtiu. Sennilegt er talið...., liklegt þykir.... og svo framvegis. Maöur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.