Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 3
Helgin 10. — 11. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
jBrott-1
jvísun |
idreginj
itil |
Ibaka |
" Frá Gesti Guðmundssyni i "
Z Kaupmannahöfn:
1 Islendingnum sem setið J
J hefur i Vestre fangelsinu i 2 _
| sólarhringa og átti að visa úr 8
■ landi, var látinn laus sið- ■
■ degis i gær. Félagsmálayfir- |
" völd ákváðu að senda hann ■
■ heim, þar sem hann hafði ■
I verið atvinnulaus um langa a
í hrið. Gtlendingaeftirlitið _
I framfylgdi málinu með þvi I
■ að handtaka manninn ■
I skyndilega og ætlaði þar að |
H senda hann samstundis »
| heim, þrátt fyrir að hann var |
■ kominn i vinnu, og gat m
Z sannað lögreglunni það. ■
Islendingnum tókst að ■
■ fresta brottvisun með þvi að "
I áfrýja til dómsmálaráðu- |
■ neytisins. Hins vegar var ■
| dómsmálaráðuneytinu ekki I
■ gert viðvart fyrr en lögfræð- ■
| ingur tók að sér mál Islend- |
■ ingsins. ■
■ Um leið og ráðuneytið vissi |
■ af málinu og sannreyndi að ~
Z maðurinn hefði fengið vinnu, ■
I gaf það út fyrirskipun um að ■
■ láta hann lausan og var ■
| þannig forðað slysi sem |
- brottvisunar glappaskot út ■
■ lendingaeftirlitsins hafði|
J næstum valdið. ■
■ A næstunni þarf lslend-|
■ ingurinn að sanna félags-J
■ málayfirvöldum að hann_
| hafi vinnu, en i kjölfar at-|
■ burðanna hefur hljómsveitin-
I sem hann leikur með komist|
" i sviðsljósið og næg vinna er i.
■ boði. —ká/GG ■
j Byggð á \
! sam- !
Inorrœnum \
! samningi :
Það má með sanni segja að®
■ tslendingar láti starfsmenn _
I danska dómsmálaráðu-|
■ neytisins ekki sitja auðum ■
I höndum þessa dagana. Þeim I
J var sendur Gervasoni} og ■
■ siðan kom upp mál tslend-■
I ings sem átti að visa úr ■
■ landi. Það mál leystist far- _
| sællega eins og sagt er frá á I
■ öðrum stað hér i blaðinu. En ■
■ hvaða reglur gilda um brott-1
s visun úr landi milli Norður-■
■ landanna?
Samkvæmt upplýsingum ■
Z Jóns Ólafssonar i félags- ■
| málaráðuneytinu er i gildi I
■ samnorrænn samningur sem !!
I m.a. kveður á um félagslega |
■ aðstoð við fólk sem þarfnast ■
■ hjálpar. Eitt ákvæði samn- I
■ ingsins segir að treysti riki "
Z sér ekki til að sjá um uppi g
I hald manna, sé hægt að ■
■ senda þá heim til sin.
Það er þetta ákvæði sem |
■ Danir hafa fyrir sér i máli ■
■ unga mannsins sem sagt var I
■ frá i blaðinu i gær. Ef fólk ■
Z hefurveriðbúsettieinhverju ■
I Norðurlandanna i 5 ár eða ■
■ lengur nýtur það fyllstu Z
I réttinda og er ekki hægt að |
■ visa á brott. ■
■ Að sögn Jóns liggja ekki I
■ fyrir neinar upplýsingar um ■
Z það hversu margir Islend- ■
I ingar njóta félagslegrar að- *
■ stoðar erlendis, en nokkuð er Z
I um þaö aö löndum vorum sé I
■ visað heim til föðurhúsanna, ■
■ og liggja ýmsar ástæður þar I
® að baki, m.a. atvinnuleysi. ■
L_____________________VJ
Þetta furðuiega rör hefur verið staðsett alveg við Vesturlandsveginn; hamingjan má vita til hvers. Bil-
stjórar hafa bent á að það geti reynst hættulegt ef bilar þurfa að vikja eða ef bill rennur til. Það væri
fróðlegt að fá skýringu frá yfirvöldum gatnamála á fyrirbærinu. Til hvers er rörið? Ljósm: eik
26% skerðing á
forgangsorku
Mikil rafmagnsskömmtun vegna kulda og aukins álags
Landsvirkjun hefur undanfarið
skammtað raforku vegna þess að
vatnsborð Þórisvatns féll mjög i
október sl.?eða um 3 metra. Það
stafaði af mikium kuida og auknu
álagi. Skömmtunin felst i þrenns-
konar aðgerðum. t fyrsta lagi
hefur öll ótryggð orka verið
skorin niður. I öðru lagi hefur for-
gangsorka til stóriðju verið
minnkuð. I þriðja lagi hefur verið
dregið úr forgangsorku til al-
menningsrafveitna, en þeirri
skerðingu hefur verið mætt með
keyrslu oliustöðva og niðurskurði
á rafmagnssölu til Keflavikur-
flugvallar. Hefur þannig reynst
unnt að komast hjá rafmagns-
skömmtun til almennings.
Landsvirkjun hefur sent frá sér
greinargerð með upplýsingum
um rafmagnsskömmtunina,
markaðsmál og fleira. Segir þar
að i byrjun september sl. hafi
vatnsborð Þórisvatns verið i góðu
meðallagi og haldið áfram að
hækka fram yfir miðjan mánuð-
inn. Miðlun hófst viku af október.
I byrjun október hófst niður-
skurður á afgangsorku til ISAL.
Vegna mikilla kulda og álags i
október féll vatnsborð Þórisvatns
mjög hratt eða um 3 metra,og var
þvi annar ofninn hjá Járnblendi-
félaginu tekinn út undir lok
mánaðarins. 1 byrjun nóvember
var skömmtun til þessara tveggja
stóriðjuvera enn aukin og þá á
forgangsorku. Jafnframt þvi
hófst skömmtun til Aburðarverk-
smiðjunnar. Fram að áramótum
var skömmtun siðan smáaukin.
1 siðustu viku nóvember hófst
keyrsla disilstöðvarinnar á Akur-
eyri. Milli jóla og nýárs hófst svo
rekstur hins nýja 6 MW raforku-
vers Hitaveitu Suðurnesja á
Svartsengi og þessa dagana er að
hefjast 15'MW framleiðsla i gufu-
aflstöð Landsvirkjunar við
Elliöaár.
Niðurskurður á ótryggðri orku
nemur nú alls um 51 MW. Þar af
hafa 12 MW verið tekin af ISAL,
37 MW af Járnblendifélaginu og 2
MW af Rafmagnsveitum rikisins.
Um miðjan janúarmánuð
verður skömmtun á forgangsorku
þannig, að hjá ÍSAL verða tekin
36 af 148 MW, eða 24%, hjá Járn-
blendifélaginu 2 MW af 31 eða
19%, hjá Aburðarverksmiðjunni
11,5 MW af 18 eða 64%, hjá al-
menningsrafveitum 28 MW af 130
eða 22% og á Keflavikurflugvelli 6
MW af 10 eða 60%.
Skerðing á forgangsraforku
nemur alls 87,5 MW af 337 eða
26%. Alls nemur skerðingin, á
ótryggðri orku og forgangsorku,
um 138 megawöttum.
Enn er með öllu óvist hvort
þessi skerðing reynist fullnægj-
andi. Vegna rafmagns-
skömmtunarinnar hefur Lands-
virkjun orðið fyrir verulegu
tekjutapi, sem taliðvarnema 12,4
miljónum nýkróna eða 1240 milj.
gamalla króna i árslok 1980.
Ljósmynd af
fæðingar-
vottorði
Gervasonis
Vonar-
glœta
um skil-
ríki
Enn fréttist ekkert frá ■
danska dómsmálaráðuneyt- I
inu um mál Gervasoni, enda
er dómsmálaráöherrann
sagður vera að sóla sig
suður I löndu m og ekki v on á
honum fyrr en eftir viku.
Að sögn Gests Guðmunds-
sonar fréttaritara Þjóð-
viljans i Kaupmannahöfn
kom fram á blaðamanna-
fundi Gervasoni og stuðn-
ingsmanna hans aðtekist
hefur að útvega ljósmynd af
einhvers konar fæðingar-
vottorði frá Aix en Provence.
Ef danska ráðuneytið fæst til
að viðurkenna myndina sem
staðfestingu á því að Gerva-
soni sé sá sem hann segist
vera, þá er von til þess að
þeir fáist til að gefa út per-
sónuskilri'ki honum til
handa. Franskur blaða-
maður sem staddur var á
fundinum upplýsti að for-
dæmi væru fyrir þvi að yfir-
völd hefðu viðurkennt slikar
myndir, en eins og kunnugt
er hafa frönsk yfirvöld ekki
svarað orði opinberlega um
Gervasoni og ekki einu sinni
fengist til að staðfesta að
hann væri yfirleitt til.
Stuðningsmenn Gervasoni
eygja glætu hvar myndin er,
en eins og sagt var hér i blaö-
inu i gær þá er lögmaður
hans ekki of bjartsýnn á Ur-
slitin. —ká
Kuldinn veldur mestu
um rafmagnsskömmtun
,,Það eru að langmestu leyti
kuldarnir i vetur sem vaida þess-
ari rafmagnsskömmtun”, sagði
Páll Bergþórsson veðurfræðingur
i gær. Hann sagði að i haust hefði
úrkoman verið meiri en á sama
tima i hitteðfyrra. „Vetrarúr-
koman breytir engu, hún fellur
sem snjór og rennur ekki fram”,
sagði Páll.
1 greinargerð frá Landsvirkjun
segir að siðustu þrjú ár hafi hiti
og úrkoma verið undir meðallagi
á orkuveitusvæði Landsvirkj-
unar. Rennsli i ám hafi þvi reynst
minna en ella, grunnvatnsstaða
lækkað og miðlunarforöi orku-
vera rýrnað. Þessi vandamál hafi
enn aukist vegna óhagstæðs
veðurfars að undanförnu og hafi
þvi reynst óhjákvæmilegt að auka
rafmagnsskömmtun.
Sumarið 1980 náði hitinn næst-
um þvi meðaltali, svo að rennsli I
Þórisvatn jókst en það sem af er
vetri hafa verið samfelldir kuld-
ar. Þvi hefur náttúrlegt
rennsli við Búrfell reynst 25 rúm-
metrum á sekúndu minna en á
sama tima i fyrra og hefur orðið
að taka þann mismun úr Þóris-
vatni. Þá má geta þess, að sl.
haust var það kaldasta, sem
komið hefur á Islandi undanfarin
50ár. Ekki bætir úr skák, að leki i
Sigöldulóni hefur verið meiri en
áætlað hafði verið i upphafi.
Allar likur eru nú á þvi að
Hrauneyjarfossvirkjun komist I
gagnið ekki siðar en 1. nóvember
nk.
Reyndar eru horfur á að gang-
setning fyrstu vélar i virkjuninni
verði fyrr, eða l.október. Einnig
verður reynt að flýta gangsetn-
ingu annarrar vélar, sem áætlað
var að setja i gang i febrúar 1982.
Ef þetta tekst og veðurfarið
versnar ekki frá þvi sem verið
hefur, er óliklegt að skammta
þurfi raforku næsta vetur.
X
ALÞYÐUBANDALAGIÐ í REYKJAVÍK
F élagsfundur
Efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar
Alþýöubandalagið i Reykjavik boðar til félags-
fundar á Hótel Esju þriðjudaginn 13. janúar kl.
20.30 um efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinn-
ar. Frummælandi verður Svavar Gestsson
\
Svavar Gestsson
Félagar i Alþýðubandalaginu eru hvattir til aö fjölmenna
/