Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 7
Helgin 10. — 11. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Skúli Óskarsson kjörinn íþróttamaöur ársins 1980 Bjarni Fri&riksson jtidoma&ur hafnaði i 2. sæti. „Ef að ég á aö vera hreinskilinn þá bjóst ég viö þvi, aö slagurinn um efsta sætiö myndi standa á milli okkar Bjarna,” sagöi lyft- ingamaðurinn kunni, Skúli óskarsson, eftir að hann haföi hlotið titilinn tþróttamaður ársins 1980. Sæmdarheitinu fylgir giæsi- legur bikar, sem Skúli mun nú varðveita út árið. Það eru iþróttafréttamenn 7 fjölmiðla; Timans, Þjóðviljans, Morgunblaðsins, Visis, Dagblaðs- ins, Sjónvarps og Otvarps, sem kjósa íþróttamann ársins. I hófi að Hótel Loftleiðum i gærdag voru úrslitin i kjörinu fyrir árið 1980 kynnt. tJrslitin i kjörinu urðu þessi: stig 1. Skúli Óskarsson lyftingar 65.0 2. B jarni Friðriksson júdó 53.5 Óskar Jakobsson, frj. iþr. 44.0 4. Asgeir Sigurv.ss. knattsp. 32.5 5. Hreinn Halldórss. frj. iþr. 29.5 6. Ingi Þ. Jónsson sund 26.0 7. Atli Eðvaldss. knattsp. 18.0 8. Marteinn Geirss. knattsp. 16.0 9. Pétur Péturss. knattsp 13.5 10. Matth. Hallgrimss knattsp. 12.0 Alls fengu 25 iþróttamenn stig, en það er aðeins meiri fjöldi en undanfarin ár. t ræðu sinni við afhendinguna i gær fórust Ingólfi Hannessyni, formanni Samtaka iþróttafrétta- manna, þannig orð um Skúla Óskarsson: „Skúli hóf að iðka lyftingar fyr- ir 12 árum, þá orðinn tvftugur og að margra áliti orðinn of gamall til þess að ná góðum árangri i iþrótt sinni. En strákur tók stór- stigum framförum, enda stundaði hann lyftingarnar af mikilli elju, oft við erfiðar aðstæður. Hann fékkst við olympiskar-lyftingar fyrstu árin, en sneri sér siðan al- farið að kraftlyftingum með ótrú- lega góðum árangri. Vart verður tölu komið á öll þau Islandsmet, sem Skúli hefur sett á ferli sinum, frá 1956. Fyrir hönd Samtaka iþróttafréttamanna vil ég árna þér allra heilla i framtiðinni, bæði i leik og starfi.” Bjarni Friðriksson, júdómaður, sem hafnaði i öðru sæti, er nú kominn i flokk helstu afreks- manna júdóiþróttarinnar i Evrópu. Hann er vel að öðru sæt- inu kominn, enda vann hann mörg glæsileg afrek á árinu 1980. Bjarni náði t.a.m. bestum árangri islensku keppendanna á Ólympiuleikunum i Moskvu sl. sumar, en hann hafnaði þar i 7. til 8. sæti. Verðlaunin i gær afhenti Sigurður Sigurðsson, fyrrum iþróttafréttamaður, en það var einmitt hann sem afhenti Vil- hjálmi Einarsyni verðlaun sin fyrir 25 árum sem íþróttamaður ársins 1956. ,Hef sett stefnuna á EMáítalm „Næsta stórmótið hjá mér er tslandsmótiö i april og siðan hef ég sett stefnuna á Evrópumótið i byrjun mai á ttaliu. Þar ætta ég að komast i eitt af þremur efstu sætunum i 82.5 kg flokki. Maður verður alltaf að iofa einhverju, annars gengur ekkert,” sagði Skúli óskarsson I stuttu spjalii viö Þjv. „Já, blessaður, ég var að koma af æfingu, léttri æfingu, sem tók svona 2 tima. Þær eru ekki orðnar erfiöar fyrr en þær eru orðnar þrir til þrir og hálfur timi að lengd.” „Ég vona bara að iþróttamönn- um gangi vel á þessu ári,” sagði Skúli Óskarsson, Iþróttamaður ársins 1980. lþróttamaður ársins 1980, Skúli óskarsson, meö hinn glæsilega farandbikar sem sæmdarheitinu hefur fylgt frá árinu 1956. Óskar Jakobsson frjáisfþrótta- maöur varð i 3. sæti. og Norðurlandamet hans fylla nú tvo tugi. Sinn fyrsta stórsigur vann Skúli á Heimsmeistaramót- inu árið 1974 þegar hann krækti i bronsverðlaun. Siðan hefur hann unnið silfurverölaun á heims- meistaramóti og tvenn silfur- verðlaun á Evrópumeistaramót- um. Þá hefur Skúli verið nær ósigrandi isinum þyngdarflokki á Norðurlandamótum undanfarin ár. í byrjun nóvember siðastliðn- um vann Skúli Óskarsson það frækilega afrek að setja heims- met i réttstöðulyftu þegar hann beinlinis reifupp 315.5 kg við mik- inn fögnuð áhorfenda i Laugar- dalshöllinni. Skúli Óskarsson hefur lagt mikla rækt við iþrótt sina og upp- skorið rikulega. Hann er sannur iþróttamaðu r, skemmtilegur keppnismaður, kappsfullur, ákaf- ur og fylginn sér. Þá hefur Skúli áunnið sér mikla hylli áhorfenda, jafnt innan lands sem utan, fyrir prúðmannlega framkomu sam- hliða keppnisgleði. Við erum stolt af afrekum þin- um, Skúli Óskarsson, og þú hefur verið landi og þjóð til sóma. Til hamingju með sæmdarheitið Iþróttamaður ársins 1980 og njóttuvel. Ég vil biðja þig, Skúli Óskarsson, að ganga fram og taka við hinum veglega farand- grip, sem fylgt hefur kjöri Iþróttamanns ársins allar götur UMBOÐSMENN SIBS ÍREYKJAVÍK OG NÁGRENNI Leynist meira í veskinu en bia Aðalumboö, Suðurgötu 10, sími 23130. Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18, a Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26,sími 13665. Garðabæ, sími 42720. Hreyfill bensínsala, Fellsmúla24, sími 85632. Sigríður Jóhannesdóttir c/o Bókabúð, w Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800. Olivers Steins, Strandgötu 31, S. í. B. S.-deildin, Reykjalundi, Mosfellssveit. Hafnarfirði, sími 50045. Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180. j£[ M hr gninar? HAPPDRÆTTI SÍBS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.