Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 10.01.1981, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 1«. — 11. janúar 1981 Umsjón: Jón Viðar Sigurðsson Fjórða breiðskifan frá Tileinkuð byltingunni í Nicaragua Sandinista Nú fyrir jólin sendi Clash frá sér sína fjórðu breiðskífu, San- dinista. Þessar hljómplötur (þær eru þrjár) marka all-mikil tíma- mót í sögu Clash. Er því ekki úr vegi að Iíta örlítið yf ir sögu Clash áður en f jallað verður um þetta nýjasta afkvæmi þeirra. Upphafið 1 byrjun árs 1976 var Paul Simonon bassaleikari að leika i sinni eigin hljóm- sveit þegar kunningi hans, Mick Jones bauð honum til samstarfs við sig. Þeir tveir fengu svo Joe Strummer til að ger- ast söngvari hljómsveitarinnar. En á þessum tima söng hann með ýmsum kráarhljómsveitum i London til að hafa i sig og á. í þessari fyrstu Clash-hljómsveit var einnig gitarleikarinn Keith Levine, nú þekktur sem einn af meölimum i Public Image Limited (PIL). Fyrsti trommuleikarinn var náungi að nafni Terry Chimes, en hann staldraöi stutt við. Hann sætti sig ágætlega við, bjórdollukastiö á hljómleikum. En þegar liðið var farið að fleygja brennivins- flöskum að hljómsveitinni fannst honum nóg komiö og hætti. Clash hóf þvi leitina að nýjum trommu- leikara. Alls voru 206 prófaðir en það var Nicky Headon sem sló aðra út af laginu og tryggöi sér „heita sætið” i hljómsveitinni. An þess að hijómsveitarmeðlimir gerðu sér grein fyrir þvi, þá fór orðstir þeirra viða. C.B.S. var fyrst af stóru hljómplötu- útgáfunum til að taka við sér og gerðu samning við Clash siðla árs 1976. Þeir fóru beint i „stúdió” og tóku upp sina fyrstu breiðskifu, The Clash. Platan fékk góðar móttökur og náði 12. sæti á breska vinsældalistanum. „Sem betur fer” sagði Strummer „fór litla platan ekki ofar en i 28. sæti. Okkur var bjargað frá Bay City Rollers stjörnu- dýrkun”. Þessu til áréttingar þá neituðu þeir að koma fram i Top of the pops i B.B.C. Sögulegt sumar. Arið 1977 fór Clash ásamt Richard Hell og The Voidois og franskri hljómsveit, Lous, I alleftirminnilega hljómleikaferð um England. Leikiö var á öllum stööum þar sem Clash voru ekki þegar bannaðir. 1 orðsins fyllstu merkingu þá var allt sett á annan endann. Lauk ferðinni þannig að Clash hálfvegis hrökklaöist til megin- landsins, sökum skuldahala sem hlykkj- aðist um allt England. A þeim stöðum þar sem leikið var á meginlandinu fór allt i bál og brand. í meira en mánuð áttu þeir i deilum við lög'- reglu og hóteleigendur í Múnchen sökum óspekta og skemmda á ýmsum hótelum þar i borg. Hljómleikar i Rinarlöndum enduðu með þvi að i þá var fleygt bjórdollum og brennivinsflöskum. 1 Sviþjóð lentu þeir i slagsmálum við „Raggana” á hljómleik- um, og svona mætti lengi teija enn. Þegar heim kom var allt breytt. Pönk - bylgjan hafði náð hámarki og splundrast þegar Johnny Rotten (nú Lydon) hætti i Sex Pistols. En góðu heilli hafði Clash alltaf staðið I skugganum af Sex Pistols. Gátu þeir þvi þróað sina tónlist i friði meðan Sex Pistols voru nær ærðir af blaðaskrifum og hama- gangi fjölmiöla. Það er engin furða, að þegar sól Sex Pistols hnigur til viðar með brottför Lydons þá rfs sól Clash i hádegisstað. A þessum timum sendi Clash frá sér nokkrar eftirminnilegar litlar plötur. Sér- staklega eru Complete control og vVhite man in Hammersmith palisgóðar. Þykja þær eitthvert besta eyrnakonfekt þessara ára. Bassaleikarinn Paul Simonon á fullu Ný breiðskífa. Að lokinni enn einni hljómleikaför um England, i þetta sinn með Suicide og Specials, var haldið i „stúdió”. Til að losna við alla misklið milli C.B.S. og Clash var Sandy Perlman ráðinn sem upptökustjóri. Platan var tekin upp i London en hljóðblöndun fór fram i New York. 1 nóvember 1978 kom hún svo út undir nafninu Give ’em enough robe. Hún fór beint I annað sæti breska listans og naut fádæma vinsælda. í byrjun árs 1979 sömdu þeir tónlist við kvikmyndina „X”. 1 kjölfariö fylgdi plata, The cost of living. Þessi breiðskifa sem innihélt mörg af þekktustu Clash-lög- unum, fór fyrir brjóstið á sumum gagn- rýnendum. Var þeim tiðrætt um „vinstri- sinnaðan óskapnað” og að „Clash ætti að slaka á og njóta lifsins eins og við hin”. The cost of living komst í 22. sæti vin- sældalistans i Bretlandi og það sem meira var-. Otvarpsstöðvar i Bretlandi og Bandarikjunum fóru að leika tónlist þeirra. London kallar Til undirbúnings fyrir þriðju breiðskifu sina hélt Clash til Finnlands. Þar voru sárin sleikt og efni á nýju plötuna undir- búið. Sem upptökustjóra að þessari nýju plötu sinni fengu þeir Guy nokkurn Stevenson. En hann varð þjóðsagnaper- fóna fyrir starf sitt með fremstu rokk- urum 6. áratugarins. Samstarfið þeirra á milli tókst með ágætum og eftir nokkra daga i „stúdiói” var ljóst að næsta Clash-plata yrði tvöföld. 1 upphafi átti platan að heita „Thenew testament”. Þá benti einn vitringurinn á að þetta hefði veriðnotað áður! Svo i stað- inn var platan nefnd London calling. Með London callingsýndu þeir og sönn- uðu að þeir eru einhverjir mestu snill- ingar rokksins i dag. Sandinista A þessari fjórðu breiöskifu sinni koma Clash mjög viða við og eru auðheyranlega að leita sér að nýjum farvegi. Enda er rúmið nægilegt fyrir allskonar „útúr- dúra”. Þrátt fyrir aö Clash komi viða við þá er platan furðu heilsteypt og miklu heil- steyptari en við mátti búast. A þessari hljómplötu má finna áhrif frá: Negrasálmum, suður-ameriskri samba-tónlist, reggae, Rolling Stones, Zappa-takta, að ógleymdum stórgóðum „ekta” Clash-lögum, eins og þau gerast best á fyrri plötum þeirra. Þessar þreifingar Clash i allar áttir gera plötuna örlitið framandi við fyrstu heyrn. En eftir þvi sem oftar er hlustað þeim mun betri verður hún. Og það er at- hyglisvert að hvergi er um neina útþynn- ingu á efni að ræða. Ef einhver hefur búist við annari Lon- don Calling, getur sá hinn sami étið húf- una sina. Það er helst á hliö þrjú og f jögur þar sem heildarsvipurinn er eitthvað i lik- ingu við London Calling. Clash er sem betur fer enn leitandi og langt frá þvi að vera staðnaðir. Ég hygg að þessi hljómplata marki nýja stefnu i sögu Clash. Þeir eru að þróa sig áfram, en að öllum likindum mun næsta Clash- breiðskifa skera úr um endanlega stefnu. Sandinista mun standa upp úr plötuhaf- inu á likan hátt og Will the circle be un- broken með Nitty, Gritty, Dirt Band. Tónlistarflutningur er allur hinn ágæt- astiog hafa Clash aldrei gert betur. Ég er lika efins um að þeim takist það á kom- andi árum. Sérstaklega langar mig að vekja athygli á frábærum söng Joe Strummer. Hann sýnir það á þessari plötu svo ekki verður um villst, að hann er einn besti rokksöngvarinn i dag. Til liðs við sig hafa þeir fengið marga snjalla tónlistamenn. Skal þar fyrstur nefndur „fimmti Clash-meðlimurinn”, Mickey Callagher úr „Þverhausum” Ian Duryes. Hann kom hingað i sumar með þeim félögum og sannaði leikni sina á eftirminnilegum hljómleikum i Höllinni. Auk hans má nefna reggae-listamann- inn Mikey Dread. Kemur hann mikið við sögu og syngur reyndar eitt lag á plöt- unni. Einnig syngja Ellen Fonley og Timon Dogg sitthvort lagið. Eins og nafn plötunnar gefur til kynna þá er hún tileinkuð Sandinistum i Nicara- gua og reyndar öllum byltingum siðari ára. for the very first time ever, when they had a revolution in Nicaragua, there was no interference from America, human rights from America! Well the people fought the leader, and up he flew... with no Washington bullet what else could he do? ’N if you can find an Afgan rebel that the Moscow bullets missed ask him what he thinks of voting communist... Likt og i tónlistinni koma þeir viða við i textagerð sinni. Þeir beina spjótum sinum i ýmsar áttir. Gamli striðsjálkurinn Win- ston Churchill fær naprar kveðjur, svo og þau „mætu” samtök National Front. Þeir ráðast einnig á eiturlyf og vara við of- notkun þeirra. Einnig fær sú firring sem fylgir færibandavinnu iðnaðarþjóðfélaga kaldar kveðjur. you’re frcttin you’re sweatin but you notice you aint gettin? dont you ever stop long enough to start to get your car outta that gear? Karlo Marx and Friedrich Engels came to the chekout at the 7-11 Marx was skint — but he had sense. Engels lent him the neccessary pence The magnificent seven í raun er ekki hægt að gera sliku meistaraverki sem þessari plötu nægileg skil á prenti. Hlustun er sögu rikari. Aðalheimildir um sögu Clash: The Clash — Strummer, J og Jones, M. Zig Zag — Argangar. 1977, ’78, ’79 og ’80.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.